Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Síða 12
geymd! frakkana lunst lanl f hornl
á útiskemmu og breiddi yfir bann
sundur sprettum strigapoka. Hann
klæddist hónum í ollum ferðalög-
nin, nema ef hann skrapp til næsta
bæjar og það koip fyrir að hann..
var i honum í miklum baðstofu-
kulda þegar hann skrifaði löng
bréf til æskuvina sinna, sem voru
I Ammiríku.
Löngu áður en afi minn lézt,
hafði hann gert þá ráðstöfun, að
frakkinn skyldi fylgja sér i gröf-
ina. Það mætti gjarnan klæða sig
dauðan í einhverjar léreftsríur, en
umfram allt vildi hann vera í þess
ari beztu flík, sem hann hafði eign
azt á ævinni. Ef til viU hefur
hann dreymt um, áð þegar drott-
inn kallaði alla menn til upprisu
og dómsins mikla, þá kynni það
að hafa nokkur áhrif á hinn mikla
ainvalda, að hann skæri sig úr
með að ganga frakkaklæddur til
dómsins, þegar flestir kæmu þang
að stripaðir eða á nærklæðum
éinum.
Afi minn sat nú á Litla-Brún, eh
teymdi Lóu með trússunum eftir
sér. Trússin voru dálítið misþung.
Afi minn sagði mér að halda mig
á Jarp aftan við Lóu og gera sér
aðvart ef reiðingurinn með klyfj-
unum tæki að hallazt ofmikið. —
Miðklakkur var i klyfberanum, og
ég gat miðað hann við faxið á
hrossinu, en ef klakkurinn fór áð
yísa til hliðar við faxið, bar mér
iað reka upp kall eða óp áður en
áburðurinn færi undir kvið.
Við lögðum nú á stað og héldum
9/o sem leið liggur upp brúnins
á hálsinum, sem ér á milli Núps-
dals og Vesturárdals. Brúnin er
allbrött, en við fórum hægasta
fetið. Þegar við komum f hana
miðja, sigum við inn í kafdimma
þokuna, sem lá á hálsinum þó að
bjart væri niðri í dölunum. Við
vorum ekki komnir nema stuttan
spöl frá hæmnn, þegar afi minn
fór pð kveða ríinur af Reimarl og
Fal hinum sterka eftir Hákon I
Brokey. Hákon var hans uppáhalds
skáld. Ekki kvað hann hátt, en þó
mátti ég vel greina visurnar. Ég
hafði Iitla ánægju af þessum kveð
skap, þvi ég gklldi ekki hinar duH-
ræðu kenningar, sem voru marg-
ar ekki barnameðfæri En gamli
maðurmn, sem án efa fannst lesta
gangurinn leiðinlegur, leltaðt ina
í æfintýraheim rimnanna og upp-
lifði með hljóðfall háttaima orr-
ustugný og stóra sigurvinninga
suður á Sardiníu-
Á mig hafði kveðskapurinn
svæfandi áhrif, enda var hugur-
inn allur bundinn við framandi
hérað og borgina á Borðeyri og
hennar lystisemdir. Við riðum
fram hjá Torfustaðavatni. Það
hafði ég oft séð áður og í vitund
minni var það eins og hafið, sí-
breytilegt; stundum slétt og
glampandi eins og spegill, aðra
tíma æst og ógnandi, þegar stór-
ar öldur voru reknar af stormum
langt upp á vatnsbakkana. Á vatn-
inu héldu sig að sumri til fjöldi
fugla. Voru það ýmsar andateg-
undir, sem urpu á vatnsbökkunum.
Þar voru líka á hverju sumri
tvenn svanabjón. Söngur þeirra á
kyrrum sumarkvöldum var sú feg-
ursta músik, sem ég hafði þá
heyrt. Það var líka ofurlitil urríða-
veiði í vatninu og nýmetið hragð*
aðist vel í fátækt og fábreytni mat-
aræðis. Þokan var það dimm, að
ekki sást nema stuttan spöl frá
landi. Við landbakkana var það
alveg gárulaust og hávellur og
endur renndu sér ofan af vatns-
bökkunum ásamt ungum sinum og
syntu dálítið óttaslegin vegna ó-
væntrar umferðar út I þokuna.
Norðankælan vakti hægfara öld-
ur, sem hurfu dálítið ygldar á
brún inn i þokukafið.
Ég horfði hugleiddur á vatníð
og fuglana, sem renndu sér út frá
ströndinni, en gleymdi að horfa á
áferð trússanna á áburðarhrossinu.
Þegar við vorum komnir spöl-
korn vestur fyrir vatnið, varð mér
litið á miðklakkinn í klyfberanum
og sá að hann vísaði neðanhallt við
faxið á Lóu.
„Afi, það er að snarast af“,
hrópaði ég hátt og skrækt eins og
mér lá römur til.
En afi minn var ekki alveg til-
búinn að fara af baki og rétta
trússin við. Hann var að byrja
fértugustu og áttundu vísuna í
rímunum: 1
■j
Hreysti sýndu höldar minir
huldir gerðum
og skiftu sér með báðum borðtms,
blóði úthelltu mars á storðum.
Hana varð aB kveða vfsuaa tl
enda, en það reið baggamuninn
og reiðingurinn fór undir kvið,
svo við urðum að fara af baki. Afi
varð að spretta klyfberagjörðun-
um og rétta reiðinginn. Svo lét
hann annan baggann upp og ég
stóð undir honum á meðan hann
lét hinn til klakks. Að því búnu
stigum við á bak á ný og hann
byrjaði strax að kveða fertugustu
og níundu vísuna:
Eg þeim fylgdi útbúinn með
Óðins funa
mörgum gjörði bófa bana,
bykkjur lét ég helveg flana".
★ BORGIN VIÐ HÚNAFLÓA
Þégar við komum á Vesturár-
dalsbrúnina, var þokan að láta
undan síga fyrir sólfari og vax-
ándi norðankæiuuni. Fólkið á bæj
unum í dalnum var að fara á engj
arnar með orf og hrífur. Ég vor
kenndi því fásinni og erfiði þegar
ég bar þau lítilmótlegheit saman
við kaupstaðardýrðina, sem ég áttí
í vændum. Ég hafði nægan tíma
til þess að virða fyrir mér allt
landslag, sem við fórrnn yfir, sero
var mér að öllu ókunnugt áður:
Hver hóll, holt, laut, brekka og ás
var mér ný opinberun, þvi það
var það fyrsta, sem ég hafði séð
af heiminum fyrir utan heima-
haga. Hrútafjarðar-hálsinn, sem
leið okkar lá nú um er þangað
kom, var eitthvað virðulegri en
heimahálsinn. Vegslóðirnar voru
miklu hreiðari og sumstaðar voru
smá-vegarspottar, gerðir af
mannahöndum, sem f minuro
augum voru stórkostleg mann*
virki. Þegar við komum að Hólma
vatni, fannst mér að sumu leyti
meira um það en Torfustaða-vatn,
því þó að það væri allmiklu
minna ummáls, var í þvi eyja eða
hólmi, alþakinn hávaxinni hvönn,
sem var eins og skógur tilsýndar.
Ég hafði heyrt Jónas á Húki segja
að hólminn væri sannkallaður
aldingarður. Hann lagði hvanna-
ræturnar í brennivínskúta sina og
þótti öllum, sem drukku hjá hon-
um hvannarótar-brennivín bera
af flestum áfengum drykkjum.
Jónas notaði þó akki hvannarót
að staðaldri í brennivinið, því hott
$4 ÍWWWWWWHSÍíA* m |