Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Qupperneq 3

Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Qupperneq 3
guðfræði, stjðrnufræðl, klassfskan skáldskap: hann kvænist og eignast börn og kemur með ýmsu móti við sögu' í Flórens; sumarið 1300 á hann sæti f úorgarstjórninni þar. En þá skiptir sköpum. Það Verða valdaskipti í flokki guelfa sem réðu Flórens, svartliðar ná yfirhöndinni yfir hvítliðum, sem Dante tilheyrði; og það er gerð rækileg hreinsun í flokkn- 11 m. Þetta gerðist haustið 1301, og var Dante þá staddur í sendisveit sinna flokksmanna hjá páfan- Oni f Róm, Bonifatius VIII sem síðan kemur mikið við sögu í Divina Commedia og á þar heldur vonda vist í neðra. Dante átti ekki afturkvæmt til Flórens. Hann var dæmdur útlægur úr borginni með öðrum foringjum bvítra og skyldi brenndur á báli, ef hann Vrði tekinn innan borgarmarkanna. Það sem eftir var ævinnar lifði hann landflótta víðs vegar í borg- ríkjum Ítalíu, svo sem í Verona og Ravenna, þar sem hsnn lézt árið 1321. Þar hvíla jarðneskar leifar úans enn í dag, þótt Flórensmenn gerðu síðar ýmsar tilraunir til að ná þeim heim til sin. Innanlandspólitík Ítalíu á þessum árum var heims Pólitík, ekki síður en Evrópupólitík okkar tíma, til óaemis. Og á útlegðarárunum sökkvir Dante sér biður i umbugsun oim stjómmál eins og margir land- Hótta menntamenn fyrr og síðar; stjórnmálaskoð- aoir hans.eiga ekki minni þátt í Divina Commedia etl guðfræðin. Nú skrifar hann latínurit sín, Con-. vivio, um farsælt líferni, De Monarchia, um skil Veraldlegs og andlegs valds,, og De Vulgari Eloquen- f-ia, lof italskrar tungu, sem öll eru undirbúnings- rit kómedíunnar. Dante kaus að skrifa höfuðrit sitt a ítölsku til. að ná eyrum alls almennings og gerðist tar með faðir ítalsks bókmenntamáls, en hann naut yið verkið allrar menntunar sinna tíma og klass- ^skrar bókmenntahefðar. Það birtb alla heimsmynd 'hiðalda, mannskilning og mannshugsjón, fyllir hana iðandi jarðnesku lífi í skáldmáli, myndum og Ifking- glæðir hana pólitiskri ástríðu Dantes sjálfs, i'Ogsjón lians um rétta skipan heimsins héðan og handan. Talið er að Dante liafi ort kvæðið að mestu a árunum 1313—1321, og síðustu kviðurnar í Para- óiso hafði hann nýlokið við, þegar hann lézt haustið l32l. Sagan segir að þær hafi týnzt eftir lát hans °" hann hafi sjálfur mátt ómaka sig úr sæluvist til að vísa syni sínum á felustað þeirra í draumi. ®iðan Iiefur frægð Divina Commedia vaxið öld af 0ló og kannski aldrei verið meiri né almennari en Uu á dögum. Bók Olof Lagercrantz um Dante, p|'án helvetet till paradiset, sem í vetur hlaut úókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, lýsir því vel úve timabær hann er enn í dag. Lagercrantz er °1;iginn sérfræðingur um Dante né miðaldir sérstak- le§a; hann er menntaður leikmaður sem heillast af skáldinu Dante, örlögum hans og æviverki; kann les og fjallar um Divina Commedia sem al- ’y'cnnur lesandi fyrir aðra slíka, gengur að því sem lifandi skáldverki með erindi við okkur í dag. °S lesabdi getur raunar haft furðumikil not og á- a3!gju af bók hans án verulegrar þekkingar á kö- toedíunni sjálfri; með þvi móti er< bókin dæmi þess Dante, Beatrice og herskarar engla á himnum. Mynd eftir Gustave Doré að gagnrýni getur orðið bókmenntir í eigin rétti; og þannig verður hún einnig hinn bezti leiðarvís- ir til Dantes og kvæðis hans. Gleðileikur Dantes fjallar um algild mannleg við- fangsefni í sígildu formi; verkið kórónar leiðslu- kvæði, heljar- og himnasýnir miðaldanna. Heims- fræði hans tekur til tímanlegrar og eilífrar velferðar mannsins; og þótt guðfræði hans kunni að þykja framandi og fjarstæð mun hugsjón hans um jarð- neskt heímsríki eiga hljómgrunn á atómöld.Svið hins tímanlega og eilífa leika ævinlega saman í kvæð- inu; jarðneskt heimsríki keisarans er ekki nema ófullkomin frummynd, eða figura, guðsríkis; þangað liggur leið kvæðisins úr kvalastað mannlegs ófull- komleika. Maðurinn er< mælikvarði allra hluta, en maðurinn sem eilífðarvera, ekki bara borgari tíman- legs velferðarríkis. Dante skilur ekki við lesanda Sinn fyrr en Ijóst er orðið samhengi alls lífs, allrar mannlegrar tilveru þessa heims og annars, þar sem maðurinn skynjar guð sinn í óumræðilegri birtu. Sá skilningur. ræður siðakröfum liáns, söguskoðun, aístöðu í deilumálum samtíðarinnar, hugmyndum hans um stöðu og hlutverk ríkis og kirkju, hins ver- aldlega og andlega valds. Ilann lýsir frelsun manns- ins undan eigin ófullkomnun, Inferno, Purgatorio, Paradiso eru áfangar hans á þeirri leið. 3Divina Commedia hcfst þar sem skáldið er t villtur í myrkum skógi, miðaldra maður sem hefur borið í svefndrunga af sinni réttu leið, Þetta er raunveralegur ferðalangur í raunverulegum ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 4Q7

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.