Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Side 8
í augum brezks
heittrúarmanns
FYRR á öldum var- sú tízka, að bækur baeru löng
heiti, enda mátti þá ævinlega sjá af nafninu um
hvað bókin fjallaði. Bókarheitið var eiginléga efnis-
yfirlit um leið, greinargerð um efni bókarinnar. Sú
bók, sem hér verður sagt nokkru nánar frá, kom út
í Englandi árið 1681 og var engin undantekning frá
þessari reglu. Hún hét hvorki meira né minna en:
•Sagnfræðileg frásögn um eyjuna Ceylon í Austur-
Indíum; ásamt grcinargcrð' um fangavist höfundar og
allmargra annarra Englendinga, sem þar dveljast
cnn, og um ótrúlega undankomu höfundar. Eftir
Robert Knox, sem þar var fanginn í nærri þvi tutt-
ugu ár.
Höfundur þessarar bókar, Robert Knox, fæddist
árið 1641. Faðir hans var skipstjóri, sem sigldi aðal-
lega til hafna við Miðjarðarhaf. Móðirin hét Abi-
gael Bonnel og var „einstaklega guðhrædd kona,”
sagði sonur hennar löngu síðar, og hún ól börn
sin upp í guösótta og góðum siðum. Faðirinn vildi
að Robert gerðist verzlunarmaður, en „hugur minn
stóð allur til sjávarins.” Og gamli maðurinn lét
undan, þegar nokkrir vinir hans ráðlögðu honum
,,aö hindra ekki góðar tilætlanir hans, því aö yfir-
leitt duga ungir menn bezt í því starfi, sem hugur
þeirra stendur helzt til.” Robert fékk því skipsrúm
hjá föður sínum.
Knox eldri átti sjálfur skip sitt, en leigði það
Austun-Indíaverzlunarfélaginu, þegar fram liðu
stundir. Og í nóvember 1659 voru þeir feðgar báðir
staddir við Suður-Indland, þegar mastrið brotnaði
af skipinu í ofviðri. Knox ákvað að halda til austur-
strandar Ceylon, þar sem viður var nægur, og fá
þar nýtt siglutré. En meðan áhöfnin starfaði að við-
arhöggi, réðust íbúar landsins á þá og tóku þá
feðga báða og sextán skipverja aðra höndum og
sendu þá til aðseturs Raja Sinha U., sem þá var
konungur i Kandy, og kallaöi aig keisara Ceylon-
rikis.
íbúar Ceylon voru þá sem nú aðallega af tveímur
þjóðernum. Á suðurhluta eyjarinnar og um miðbi^
hennar bjuggu Sinhalesar, sem eru arískir, en á
norðurhlutanum Tamilar, sem eru af dravídakym-
Sinhalesar eru miklu fjölmennari en hinir og auk
þess Búddatrúar, en Tamilarnir, sem eru aðeins um
15% af heildaríbúatölu landsins, aðhyllast hindúa-
sið. Báðar þjóðirnar hafa stéttaskiptingu að inc*'
verskni fyrirmynd, en stéttaskipting Sinhalesanna
er ekki nándar nærri eins stíf og flókin og hjá Iud*
verjum. Milli Sinhalesa og Tamila höfðu löngum
átt sér stað átök, og öðru hvoru voru gerðar iuB'
rásir í landið frá Suður-Indlandi, allt þar til Portú-
galar komu til sögunnar snemma á 16. öld. Þeir
lögðu smám saman undir sig flest strandhéruö
eyjarinnar og kristnuðu um 10% íbúanna, svona 1
leiðinni, en Sinhalesar í fjallabyggðum uppi í landi
héldu sjálfstæði sínu undir stjórn konunga, sem
sátu í Kandy. Fr-ægastur þessara Kandykonunga
var Raja §inha II., sem ríkti frá 1629 til 1687.
Robert Knox lýsir samskiptum Portúgala vlð
Raja Sinha á þessa leið: „Miklar og langvinnar
styrjaldir voru milli Ceylonkonungs og Portúgalai
og þeir minnast enn margra djarfra portúgalskr3
herforingja. Þeir gerðu konunginum þungar bú-
sifjar með innrásum i lönd hans og unnu honum
margt til miska, þótt það væri þeim oft dýrkeyP1-
Stórorrustur milli þeirra hafa tapazt og unnizt °°
mikill mannfjöldi fallið af báðum liðum. Loks var
konungnum nóg boðið og liann kallaði á Hollend-
inga sér til aðstoðar. Með aðstoð þeirra tók bann
öll lönd af Portúgölum og hrakti þá brott frá eynni-
H'ollendingar settust þá í rúm þeirra og skömnituðn
sér sjálfir laun fyrir erfiðið.” 1
Uobert Knox. Þessi mynd er eins og allar myUt*
irnar með greinhrai tekin úr bók hans um Ceyl°B.
472 SUNNtTDAGSBLAÐ m. ALÞÝÐXfeU&W