Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Side 11
móti þeim og þeir sendir áfram til Colombo, en
hai" „vöktum við mikla athygli meðal fólksins, því
að við vorum berfættir og í klæðum Sinhalesa og
síðskeggjaðir, og það flykktist utan um okkur til að
sJá hverjir og hvað við værum.” Landstjóri Hollend-
mSa spurði Knox nákvæmlega um Kandyríkið og
hann lét þess meðal annars gelið, að íbúarnir væru
0rðnir þreyttir á harðstjórn Raja Sinha, og vissu
Vel> að landar þeirra , sem Hollendingar réðu yfir
hefðu betri stjórn. Þetta svar gladdi landstjórann
1T1 j ög, og hvort sem það hefur verið því að þakka
°ða ekki, þá skipaði liann svo fyrir, að flóttamenn-
ma skyldi ekkert skorta, meðan þeir> væru í borginni.
ÍTemur vikum eftir að þeir komu til Colombo hélt
Jandstjórinn til Bataviu á Jövu og tók þá félaga
m°ð sér. „Hann sýndi mér svo mikinn sóma,” segir
Knox, „að hann lét mig snæða með sér af borði
síhu, og þar fengum við í hverri máltíð tíu eða
kjötrétti og margar gerðir af vínum. Snemma í
Janúar 1680 komu þeir tii Batavíu og þar voru
^óttökurnar jafnvel enn glæsilegri en í Colombo.
Landstjórinn þar, sem réð fyrir öllum hollenzku
Áhstur-Indíum, lét hann sitja til borðs með sér, „en
har sat einungis hann sjálfur og frúin, sem var al-
Sett deniöntum og perlum. Stundum borðuðu synir
hans og tengdadætur og aðrir gestir með þeim, og
Óá voru lúðrar þeyttir allan tímann á meðan.” Nú
Aftaka meö fíl.
lögðu Englendingarnir tveir af Singhalesaklæðin
og skáru skegg sín, en hollenzki landstjórinn lét þá
hvorki skorta skrautklæði né fé. Hann bauðst til
að sjá þeim fyrir ókeypis fari tij Evrópu með hol-
lenzku skipi, en fulitrúar brezka Austur—Indía
verzlunarfélagsins höfðu nú frétt af ferðum þeirra
og mæltust til þess, að þeir héldu heimleiðis með
skipi félagsins, Caesar, sem þeir og gerðu. Caesar
varpaði akkerum á Thamesfljóti í september 1680.
Bók sína ritaði Knox að mestu leyti á heimleiðinni.
Hann segist aðallega hafa gert það „til að venja
hönd sína við skriftir, því að allan tímann, sem ég
var fangi, hafði ég hvorki penna, blek né pappír,
og nú þegar ég kom eins og nýfæddur í heiminn,
t.aldi ég það skyldu mína að læra að skrifa, og
mér fannst þetta vera verðugt viðfangsefni til að
beita penna mínum að, en þá ætlaði ég mér ekkert
meira með því.” Eftir heimkomuna gekk Knox svo
aftur í þjónustu verzlunarfélagsins, en handritið var
sent til útgáfu. Formála að bókinni ritar dr. Róbert
Hooke, sem var mjög náinn vinur Knox til æviloka
og arfleiddi hann að „eitthvað 30 þúsund pundum í
reiðu fé og auk þess jarðeignum, og þó liafði hann
lifað við örbirgð, eins og hann skorti fé til að fæða
sig og klæða sómasamlega.” Þessi maurapúki virðist
hafa verið bezti vinurinn, sem Knox eignaðist um
dagana, enda hafa þeir verið um margt líkir. Þó
verður að segja Knox það til hróss, að hann studdi
móðurfrændur sína drengilega í ellinni og í erfða-
skrá sinni mundi hann eftir ungum ættingjum
sínum.
sm.
W.'fy
M
1 ml
Fara verður fljótt yfir sögu Knox eftir að hann
kom heim aftur. Hann tók upp Indlandssiglingar
á ný og lenti í ýmsum ævintýrum. Nokkra fyrrver-
andi samfanga sína frá Kandy rakst hann á í þess-
um siglingum, en þeim hafði verið gefið frelsi
eftir andlát Raja Sinha 1687. Hins vegar kærðu
þeir sig ekki nærri allir um að fara, þótt nokkrir
væru að týnast burt næstu árin. Sá síðasti, sem
vitað er um, hvarf heim árið 1704 eftir nærri 50 ára
vist í Kandy. Knox hætti siglingum, er hann var
kominn á sextugs aldur, en lifði lengi eftir það.
Hann andaðist 1720, þá kominn fast að áttræðu.
Bók hans hlaut góðar móttökur á þeirrar tíðar
mælikvarða. Árið 1708 segir Knox í bréfi: „Allar
þær bækur, sem prentaðar voru, hafa selzt upp
og fleiri hefðu selzt, hefðu þær verið fyrir hendi,
og einnig hefur bókin verið þýdd á hollenzku og
frönsku.” En þótt undarlegt megi virðast um jafn-
vinsæla bók var hún ekki endurprentuð í Englandi.
meðan Knox var á lífi. Áhrif bókarinnar má þó víða
merkja og til hennar er vitnað í fjölmörgum rit-
um. Greinilegt er t. d„. að Daníel Defoe hefur þekkt
i rilið, og áhrifa frá því gætir nokkurra í Robinson
Rrúsó. Mogingildi Ceylonbókar Knox er þó ekki
fólgið í éhrifum hennar á bókmenntasöguna, heldur
hinu, hve glögga og lifandi mynd þar er að fá af
gamla konungsríkinu í Kandy. Það er meira að
segja mikið efamál, að síðari verk um sama efni,
taki þcssai’i gömlu bók fram. 1
ALÞÝSUBLAÖIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 475