Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 8
ÞAU voru öll dönsk, þrjár og þrír. Þeir voru
afskaplega stroknir og lyktuðu af vellyktandi og
þær voru voða brosmildar, alltaf til í að hlæja,
þegar einhver sagði brandara, og þeir sögðu líka
ógurlega marga brandara.
Þau fengu borð í einum básnum með fram-
lengingu og einn sá, sem sat við endann var fram-
sögumaður og hann pantaði. Fyrsti þjónninn skyldi
ekki aimennilega dönsku, og þá sagði framsögu-
maðurinn: „Fanens íslandsmannen” og hin öll
hlógu. Þá kom annar þjónn, sem talaði dönsku
með góðu skrollhljóði. Framsögumaðurinn brosti
ofurlítið og bað um matseðilinn og svo kom mat-
seðillinn. Auðvitað hélt framsögumaðurinn fram-
söguræðu og las upp það, sem stóð á matseðlin-
um. Þær brosmiidu voru alltaf að hlæja. Það voru
tvær umræður og málinu vísað í nefnd. Athuga-
semdir: „íslendingerne kan ikke lave grisestej.”
Löng lýsing, nei, Iangar og dramatískar lýsingar
á hinum ýmsu grisasteikum. Sá, sem sat hægra
megin við borðið sagði frá Iitla sæta grísnum, sem
pabbi hans á Jótlandi ætti og honum fannst aga-
lega Ijótt, að það skyldi þurfa að drepa hann, og
þá hlógu þær ekki og meira að segja setti ein
upp skeifu, en þá var einmitt komið að atkvæða-
greiðslunni og þeir sem vildu körfukjúklinga áttu
að benda út í loftið með vísifingri, en hinir, sem
vildu kálfafíllettuna áttu að benda með baugs-
fingri. Visifingurnir unnu, og framsögumaðurinn
æpti: „Bravó.”
Ein umræða var við höfð um hvort ætti að borða
kjúklinginn með hnif og gaffli eða með puttunum.
Ýmiss rök hnigu að báðum aðferðum: „Kongen
sþiser jo med fingrcne, hvorfor lægger de knive
og gaffle po bordet?” Já, og nú tóku þær þátt
í umræðunum. Sú, sem hafði séð sjálfan kóng-
ihn, hann Friðrik V. borða körfukjúkling með
puttunum, hafði sig mjög í frammi og sagðist ekki
skilja þann skrælingjahátt að ætla að borða körfu-
kjúkling með hníf og gaffli. Puttarnir urðu ofan
á og þau borðuðu öll með puttunum. Framsögu-
maðurinn var súr á svipinn, sagði engan brandara.
Litli karlinn, sem sat vinstra megin, hvislaöi ein-
hverju að konunni meö litaða hárið, sem sat við
hliðina á honum, og hún hló og hvíslaöi yfir borð-
ið að konunni með mikla dinglumdanglið i eyr-
unum og þá fóru allir að hlæja og háværi fram-
sögumaðurinn kallaði á þjóninn og sagði:
„Vi vil ha mere rödvin.”
Þjónninn kom og sagði veskú — og hellti pínu
pennadropa í glasið hjá framsögumanninum og
hann gretti sig dálítið og sagði:
„De kan bruges,” og þá hlógu hin öll og fram-
sögumaðurinn þurfti að setja stút á munninn á
sér til að halda niðri í sér hlátrinum, því auð-
vitað gat hann ekki hlegið að sínum eigin brand-
ara, jafnvel þó að hann væri anzi vel heppnaður.
Maður borðar með miklu meiri tilfinningu, þeg-
ar maður notar puttana en þegar maður hefur
hníf og gaffal, sýgur vandlega af beinunum og
getur jafnvel leyft sér þann munað að smjatta dá-
lítið og jafnvel ropa ofurlítið og þá auðvitað hlæja,
og þegar háværi framsögumaðurinn sagði: „Nu
for vi deseren” hafði Iitli karlinn vinstra megin
að minnsta kosti tvisvar ropað og hann var ógur-
lega fyndinn.
„Vi vil ha deser,” sagði háværi framsögumaður-
inn, þegar þjónninn kom með ávöxtinn og rjóma-
froðuna, svipurinn var allur ein fyrirlitning. —•
Þjónninn varð kindarlegur, setti spurningarmerki
á andlitið og konan á rauða kjólnum, sem sat í
horninu spurði, hvort ekki væri hægt að fá deser
og þá sagði háværi framsögumaðurinn: Foi’stor
de ikke, vi vil ha d e s e r .
Nxi voru komnir tveir þjónar og þeir bukkuðu
sig báðir og ungþjónn í hvítum jakka kom aftur
með matseðilinn og allir þjónarnir stóðu á önd-
inni af eftirvæntingu, hvort „deser-málið” yrði
tekið til tveggja umræðna og því vísað í nefnd og
atkvæðagreiðsla og allt það.
Þau hvísluðust, og varaliturinn á konunni með
dinglumdanglið í eyrunum hafði leitað dálítið ut
á kinnarnar í kjúklingaátinu, og þegar hún hvísl-
aði, géngu varirnar upp og niður eins og á pínu-
litlum fiski. Allt í einu kom xirskurðurinn og eng-
in atkvæðagreiðsla:
„Vi vil ha kaffe og koniak.”
Þjónunum létti og ungþjónninn i hvíta sloppn-
um fór aftur með matseðilinn.
Þegar þjónninn kom með kaffið, þá vildu þeír
fá sígaravindla, enga bölvaða Hollandssterta —
heldur almennilega Havannasígara og þjónninn
kom aftur með háan hlaða af sígarakössum og þeir
þrefuðu og þráttuðu og þjónninn stóð alltaf með
alla kassana í fanginu þangað til háværari fram-
sögumaðurinn sagði:
„Har de ikke flóra daníka?”
Það var óskaplega mikil lífsreynsla í því að
borða við hliðina á danska fólkinu og þegar sköll-
ótti maðurinn í hoi’nhásuum stóð upp, þá heyrðist
lxann segja stundarhátt:
„Það vildi ég að allt helvítis draslið stæði í
Baununum.” — bébjoð.
4gg SUNNUDAGSBLAÖ - ALÞÝÞUBLAÐIÖ
á
ooooooooooooooooooooo