Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 10
A ' 'i':
H Wg&L
i ■ :
•.';
■ ■
>*
Krassin kemur bakdyramegin til bú. taðar brezka forsætisráðherrans.
Curzons lávarðar var það óbærileg
tilhugsun, að við skyldum ræða
við „þessa hræðilegu ríkisstjórn í
Moskva.”
J’essi f jandsamlega afstaða utan-
ríkisráðherrans olli því, að ekld
voru farnar venjulegar leiðir við
gerð viðskiptasamningsins. Eins
og Punch orðaði það, voru aðal-
dyrnar í Downing Street 10 bann-
aðar bolsévíkum, og því varð
Krassin að nota „sölumannadyrn-
ar”, og það var Sir Robert Horne,
fjármálaráðherra, sem undirritaði
samninginn, ekki utanríkisráð-
herrann. Þetta var ekki efnileg
byrjun. En Rússland var á þessum
árum tilbúið til að þola auðmýk-
ingu, og jafnvel upp á þessi býti
var viðurkenning Breta vel þegin.
Auk þess fylgdi Ítalía og önnur
riki fljótlega í kjölfar Breta.
Mér hefur að sjálfsögðu aldrei
verið skýrt frá því, livaða ástæður
komu utanríkisráðuneytinu til að
velja mig til að veita forstöðu
þeirri viðskiptasendinefnd, sem í
voru fjórir „opinberir sendi-
menn” og skrifstofulið þeirra og
send var til Moskva samkvæmt
viðskiptasamningnum. Og ég hef
alltaf undrað mig á því, að Sovét-
stjórn skyldi fallast á útnefningu
mína eftir þau nánu tengsl, sem
ég hafði staðið í við hemaðar-
íhlutunina, en ég hafði verið sett-
ur yfirherstjóri hjá stjórn Kol-
shaks í Omsk. En þetta starf virt-
ist sérstaklega freistandi og ég tók
boðinu fegins hendi.
Fyrsta vandamálið, sem þurfti að
leysa, var hvað hinir opinberu full-
trúar ættu að gera, þegar til Mos-
kva væri komið. Því var skotið
til Curzons lávarðar og hann á-
kvað, að ég skyldi semja mín eig-
in fyrirmæli sjálfur. Eg hófst
handa við það, og ég man enn,
hve glaður ég varð, er ég frétti
að lávarðurinn hafði fallizt á upp-
kast mitt. Það var merkt með
geysistóru C á öftustu síðunni, og
neðan við það var lítill reitur.
Innan i reitinn var fagurleg3
skrifað: „Þessi fyrirmæli eru mjog
vel samin.” Þetta var góð byrjun
Það var sannarlega heiður, eð
vera skipaður sendifulltrúi
ríkisstjórn Rússlands, jafnvel þótt
það væri bolsévikastjórn, sem ekki
hefði hlotið nema de facto viður-
kenningu.
Við héldum til Moskva í ágúst-
lok og fórum um Riga. Wilham
Peters, hinn ágæti aðstoðarmaður
minn, hafði verið sendur á und-
an mér til að undirbúa komu o&t-
ar. Við komuna urðu ýmsir erfið-
leikar á vegi okkar. í fyrsta laS*
var sá matur, sem hægt var a
fá þar, alveg óætur. Þetta leyst
um við með því að komast að ÞV1
samkomulagi við bolsévikastjórn-
ina að flytja mætti þrjá vagna a
vörum til sendinefndarinnar 3
490 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ