Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Mánudagur 24. desember 1962. Toppur- inn festur í gær fór hópur starfs manna frá Rafveitunni til að styrkja hið brotna jólatré á Austurvelli. Tréð hafði brotnað í fár- viðrinu aðfaranótt föstu dagsins, þannig að topp- urinn, efstu fjórir metr- amir höfðu brotnað af. Rafveitumennirnir unnu gott starf við það þá strax í versta veðri að festa toppinn á til bráða- birgða. En þar sem bú- ast mátti við misjöfnu veðri, var ákveðið að festa toppinn betur við og gengið í verkið í gær og þá fenginn til þess stærsti stigi Slökkviliðs- ins, sem er 19 metra hár. Myndina hér fyrir of- an tók B. G., ljósmynd- ari Vísis, í gær, og sýnir hún einn starfsmanninn efst í stiganum, þar sem hann er að toga toppinn í rétta stöðu. Leiðrétting | Lesendur eru beðnir að athuga það, að prentvilla hefur slæðzt inn í fyrirsögn að grein Hannesar Pét-1 urssonar á bls. 18. Þar stendur að greinin sé um ferð hans 1962 en á að vera 1960. Tvö alvarleg slys á laugardaginn Alvarlegt umferðarslys varð um klukkan 1,30 eftir miðnætti aðfara nótt laugardagsins á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu, þar ók bifreið á fótgangandi mann og slasaðist hann verulega. Hann ligg ur nú í Landsspítalanum. Maður að nafni Pétur Ástvaldur Thorsteinsson, Gnoðavogi 22, var á leið norður Njarðargötu og var kominn út á Hringbrautina er bíl bar að austan Hringbrautar og skipti það engum togum að Pétur varð fyrir henni og slasaðist illa. Við áreksturinn kastaðist hann upp á vélarhlff bifreiðarinnar, braut framrúðuna í henni, en kast- aðist sfðan yfir þakið á bflnum og út af götúnni. ökumaður bifreiðarinnar ók á fullri ferð áfram án þess að hirða um hinn slasaða, en fjórir piltar, sem voru að koma úr Vetrargarð inum og voru á leið til bæjarins, sáu er slysið vildi til og gerðu þeir lögreglunni aðvart. Þeim bar saman um að þetta hafi verið Volkswagenbifreið, — svört að lit, með skrásetningar- merki R og töldu að 1 hefði verið fyrsti tölustafurinn í skrásetning- armerkinu. Einn þeirra félaga taldi ennfremur að um nýlega gerð hafi verið að ræða á bifreiðinni, árgerð 1960 — 62 að hann taldi. Að fengnum þessum upplýsing- um hóf lögreglan í Reykjavík skipulagða leit að bifreiðinni f Vest urbænum og stjórnaði Kristmund- ur Sigurðsson varðstjóri umferðar deildar rannsóknarlögreglunnar leitinni. Var leitað um allar göt- ur og í öllum húsasundum og um kl. 4,30 um nóttina fundu lögreglu mennirnir bifreiðina. En fáum mfn útum sfðar kallaði lögreglustöðin upp í talstöð að ökumaðurinn hafi gefið sig fram og væri staddur í lögreglustöðinni. Við yfirheyrslu skýrði ökumað- urinn frá þvf að hann hafi ekki séð manninn á Hringbrautinni fyrr en á því augnabliki sem áreksturinn varð. Þá hafi hann allt í einu séð mann fyrir framan bifreiðina og með uppréttar hendur eins og hann væri að biðja um að nema staðar. ökumaður kvaðst hafa grip ið til hemlanna, en um seinan, og er áreksturinn varð hafi gripið sig óstjórnleg hræðsla. 1 þessum hræðsludvala ók hann fyrst vestur á Melatorg en tók þaðan stefnu á flugvöllinn. Þar fyrst nam hann staðar til að jafna sig og hugsa ráð sitt. Að því búnu fór hann heim til konu sinnar og skýrði henni frá málavöxtum. Þaðan fór hann til kunningja sfns og vinnu- félaga til að biðja hann að koma með sér til lögreglunnar. Gat hann vakið hann upp og ræddu saman nokkra stund, en hélt sfðan einn sfns liðs til lögreglunnar og skýrði henni frá málavöxtum. Þess má geta, að í þessu tilfelli, eins og öðrum þar sem alvarleg slys verða og ökumenn fara burt af árekstursstað, var ökumaðurinn færður til blóðrannsóknar, en nið- urstaða hennar hafði ekki borizt í gær. 1 fyrrakvöld varð annað alvar- legt umferðarslys á Borgartúni, móts við Sendiferðabílstöðina Þröst. Það skeði um kl. 7 og varð þá 11 ára gömul telpa fyrir bfl og meiddist mikið. Hún var að athug un lokinni í slysavarðstofunni flutt í Landakotsspítala og liggur þar nú. JátaSi skjótlega Landhelgismáli brezka togarans Boston Wellvale gekk óvenju- skjótt fyrir sig. Togarinn var dæmdur í 260 þús. króna sekt fyrir dómnum á ísafirði og afli og veiðarfæri gerð upptæk. — Gekk dómurinn í fyrradag. Ját- aði skipstjórinn fljótlega að hann hefði verið að veiðum um eina sjómílu innan landhelgis- markanna við Geirólfsnúp á Húnaflóa. En hann bar því við að áttaviti skipsins hefði verið rangur og ratsjáin biluð. Afrýj- aði hann dómnum til Hæsta- réttar. Bíræfínn fijéíur t fyrrlnótt hafði þjófur komizt inn á tvær hæðir hússins nr. 4 við Barmahlíð og stolið talsverð- um verðmætum úr báðum íbúðun- um. Ekki er vitað hvenær nætur þessi þjófnaður hefur verið fram- inn, en fólk var á ferli í húsinu til kl. hálf fjögur f fyrrinótt og þangað til var útidyrahurðin opin, en hún er sameiginleg bæði fyrir 2. og 3. hæð hússins. Hugsanlegt er að þjófurinn hafi skriðið inn um glugga f kjallara, en f þeim glugga hafði rúða verið brotin um nokkurt skeið. Er auðveld leið það- an upp á efri hæðirnar, enda for- stofuhurðir þeirra beggja opnar f í nótt. Á neðri hæðinni, þ.e. 2. hæð, stal þjófurinn peningakassa, sem stóð á skrifborði f stofu. 1 honum voru geymd ýmis skjöl og plögg, en fátt verðmæta sem óviðkomandi gætu hagnýtt sér. Úr tösku, sem geymd hafði verið á eldhúsborði sömu íbúðar var stolið 400 kr. f peningum. Á efri hæðinni hefur þjófurinn stolið úr tveim töskum, 600 kr. úr annarri en 100 kr. úr hinni. Þá hefur hann stolið veski úr jakka- vasa, en í þvf voru engir peningar hins vegar hafði hann fundið 300 krónur í úlpuvasa þar f íbúðinni og hirt þær. Rannsóknarlögreglan biður veg- farendur sem orðið hafa grunsam legra mannaferða varir í Hlíðar- hverfinu í nótt eða morgun að gera sér viðvart. Sérstaklega ef sést hefði til manns með lítinn pen ingakassa undir hendinni, en kass inn er á að gizka 30 cm. langur, 20 cm breiður og 12 cm þykkur. Hjálpræiisherínn heldur samkomu fyrír einstæia Alltaf er það svo að á jólanótt eru talsvert margir einstæðing- ar í borginni, sem vita ekki hvert þeir eiga að halda til jóla halds. Síðastliðin þrjú ár hafa samtökin Vernd haft jólasam- komu fyrir þetta fólk, en starf félagsskaparins fyrir fanga hef- ur nú aukizt svo mikið að hann getur ekki unnið að þessu nú. I stað þess mun Hjálpræðisher- inn nú í fyrsta skipti halda jóla samkomu fyrir einstæðingsfólk og hefst hún kl. 6 á aðfanga- dag með borðhaldi. Hjálpræðisherinn mun gera allt sem hægt er til að láta þessu fólki líða vel um jólin. Það fær á sig klæði og reynt mun að gera jólafagnaðinn þvf skemmtilegan og eftirminni- legan. Búizt er við að 40 ein- stæðingar sæki samkomuna auk þess fólks sem er gestkomandi á sjómannaheimili Hjálpræðis- hersins. Verður þvf að taka samkomusalinn fyrir skemmt- unina. Að loknu borðhaldi verð ur gengið f kringum jólatré og jólasálmar sungnir og sr. Bjarni Jónsson mun ávarpa samkomu gestina. Félagið Vernd, sem áður hef- ur annazt þess konar samkom- ur, vinnur hins vegar fyrir fang ana sem dveljast um jólin aust ur á Litla Hrauni og á Skóla- vörðustfg. Á vegum þess fór séra Bragi Friðriksson og nokkr ir guðfræðinemar austur að Litla Hrauni f gær og höfðu þar guðsþjónustu. Félagsskapurinn hefur látið útbúa um 150 jóla- gjafapakka, sem verður dreift meðal fanga í fangahúsunum. Á heimili Verndar dveljast að jafnaði um 15 manns sem hafa afplánað refsingar eða eiga eft- ir að afplána þær og verður efnt til jólasamkomu meðal þeirra á heimilinu á aðfanga- dagskvöld, en á jóladag kl. 3 verður opið hús aðallega fyrir aðstandendur þeirra sem á heimilinu búa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.