Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 24. desember 1962. 9 TRUÍN átti tal við herra Sigur- ■ björn Einarsson biskup einn morguninn nú á föstunni. Ég hitti hann að máli á skrifstofu sinni uppi í Arnarhvoli, þar sem hann situr við skjölum þakið skrifborð sitt undir mynd af Marteini Lúther og snýr baki í vestur. Frá þessu skrifborði er málum hinnar íslenzku þjóð- kirkju stjórnað. Þangað liggja þræðirnir frá prestköllum á yztu landsins hornum, og hér meðtaka ungir prestar veganesti sitt úr hendi biskups. Við ræddum fyrst um jólin. Það lá beint við vegna þess að þau voru á næstu grösum. En síðan vikum við talinu að nokkr- um þeim höfuðefnum, sem fs- lenzka kirkjan stendur nú and- spænis. Biskup setti fram skoð- anir sínar á þeim í afdráttarlausu máli. Og ég hygg, að ekki sé of- mælt að þar drepi hann á ýmis- legt, sem mjög heldur nú vöku fyrir þjónum kirkjunnar og öðr- .um þeim sem andleg mál láta sig nokkru skipta. J>iskup hóf að ræða um jólin og sagði: Öllum þykir okkur vænt um jólin, en kannski er það flestra okkar sök að við höfþm gert jólin að öðru en þau settu að vera. En þau eru hér ef til vill engin undantekning. Þannig er það með manninn. Við erum á svo mörgum sviðum, sem við finnum, að við ættum ekki að vera. Jólin eru þannig í eðli sínu að þau kalia á eitthvað gott hjá okkur öllum. Það er auðsætt samband á milli þarfarinnar að gleðja aðra og hins mikla vöru- framboðs verzlananna nú fyrir jólin. Menn vilja gefa. Það er aldagömul venja, Áður fyrr komst þjóðin af með lítið, gerði litlar kröfur. Nú telur hún sig hafa miklu úr að spila og kröfumar hafa breytzt f samræmi við það. á jólum færist kyrrð yfir þennan blessaða bæ. Það finna allir að sérstæður, kyrrlátur friður hefir færzt yfir landið og -sæll blær er kominn í andrúmsloftið. Og sjálf jólanóttin er öllum öðrum nóttum ólík. Ég hygg að i hugum flestra sé sérstæður blær yfir þeirri nótt. Þá koma minningamar upp í hug ann um jól, sem við eitt sinn átt- um. Það er viss samstilling f mann lífinu, sem veldur þessu og verkar ósjálfrátt, hvað sem hinu sjálf- ráða f lífinu líður. Helgihaldið fór einnig fram á heimilum og svo er það enn. Víða eru sálmar sungnir og guðsorð enn lesið. Þér spyrjið um útvarpið. Ég geri ekki mikið með það á jól- um. Það er haft opið. En sumum kann það að vera mikils virði. það er til einmana fólk, sem á ekki heimili og svo eru þeir, sem sjúkir eru. Tá, það er gott að til eru stund- ** ir f árinu, sem em kyrrlátar. Hvað sem trúnni líður þá er það nauðsynlegt andlegri heilsu manngins að það verði þögn og það slakni á spennunni. Að því leyti eru jólin mönnunum ómet- anleg líknargjöf. Maðurinn er ekki lengur aðþrengdur af líkam- legu erfiði, a. m. k. ekki á Vest- urlöndum, en lífið er engu að stður áreynslusamt fyrir flesta. Ef það er ekki vinnan, þá eru það skemmtanirnar. Þegar við ræðum um allan þennan asa nú- tímamannsins, sem varla má vera að því að lifa, dettur mér f hug setning, sem er höfð eftir dönskum rithöfundi og mér finnst- hitta naglann á höfuðið. Hann segir: „Det er alt for lidt av ingenting i vort liv“. Það er sann- leikur. Miðaldra menn sjá þá þjóðlífs- byltingu, sem átt hefir sér stað hér á landi. Sú bylting er kannski ekki svo stórfelld f hugum fólks- ins. En þó lifum við nú f allt ann- arri veröld en þá var. Nú lifum „Það er bezt ég standi hér hjá vígsluföður mínum, Jóni Helgasyni biskup". in á spiritismann er áberandi hér á landi, mjög áberandi. Það sjá- um við bezt á þeirri bókaútgáfu, sem átt hefir sér stað nú fyrir jólin. En hin íslenzka kirkja hefir verið mjög þögul í því efni. Já. Kirkjan hefir ekki tekið hér opinbera afstöðu. Hún hefir veitt mikið frelsi f þessum efnum. Það eru einungis einstaklingar innan hennar, sem hafa lýst skoð- unum sfnum á ýmsa vegu. Mín eigin afstaða til spiritismans hef- ir lengi verið kunn. Þér hafið vafalaust veitt því athygli að hér á landi er rekið mjög sterkt trúboð og margvís- legt. Við þvf getur enginn amazt. Við lifum f lýðfrjálsu landi, þar sem prentfrelsi, skoðanafrelsi og trúarbragðafrelsi er f heiðri haft. Þeir lslendingar, sem kjósa heldur að -taka sér búddatrú, múhammeðstrú eða ganga gyð- ingdómnum á hönd eiga að ger« það — svo framarlega sem þeim er ljóst hvað þeir eru að gera. En það er ekki alltaf svo. Menn að- hyllast ýmsar kenningar og halda, að með því séu þeir að meðtaka sinn kristindóm. Og þeir halda margir að við prest- arnir séum búnir að spilla hinum gamla kristindómi, hinum eina og sanna kristindómi. Oft vakir það fyrir mönnum að ná f það bezta úr öðrum trúar- brögðum. Guðspekin er hér verð- ugt dæmi. En ég get ekki 'öðru vísi litið á en að hún sé öflug til- raun til hindúisks trúboðs á landi. Það sýnir trúarviðhorf og orðfæri guðspekinga svo vart verður ill súpa. Trúin er nefni- að þar sé dýpri sannleika að finna en í vorum kristnu trúarbrögðum verða að gæta þess að trúin er meira en stundargaman, meira en hobby. Lifandi trú hlýtur alltaf að fjalla fyrst og fremst um vandamál Iffs og dauða. Það er ekki hægt að plokka einn hlut héðan og annan þaðan og hræra svo öllu saman í eina súpu. Það verður ill súpa. Trúin er nefni- lega ekkert andlegt dund, þótt sumir virðist halda það. Spiritisminn er trúarhreyfing með sfnum afmörkuðu einkenn- um. Sú hreyfing telur sig hafa sannanir fyrir framhaldslífi. Það er mikilvæg spurning, en aldrei sú spurning, sem hæst ber f æðri trúarbrögðum. Kjami þeirra er spumingin um hvert sé eðli til- vemnnar. Hver sé æðsta köllun \ er ekkert andlegt dund Nú er míkið kaupæði. Það eru kröfur. Nú telur hjn sig hafa miklir peningar f umferð. En ég hygg að þetta gangi of langt. Aðdragandi jólanna er einnig orðinn of langur. Áður var það einungis aðfangadagurinn sjálfur. Nú er aðfangatfminn orðinn sex til átta vikur. Ég held að þetta sé ekki hollt, sízt af öllu fyrir börnin. Heimilunum er gert erf- itt um að skapa tilbreytni, þegar jólin loks ganga í garð. Og ég held að það megi gera of mikið af jólaskemmtunum skólanna. Það er stundum gengið fulllangt f því að búa til aukajól fyrir börnin, á undan jólunum sjálfum. Og svo kemur hátíðin. En þá eru margir úrvinda og þurfa að nota helgidagana til hvíldar. Þannig er því varið með margt verzlunarfólk, sem vinnur dag og nótt. Samt er það svo, að við í daglegri hátíð, sem mönn- um myndi hafa þótt fyrir fimmtíu til sextfu árum sfðan. f þeirri miklp hátíð eru blessuð jólin ef til vill, áttavillt. Er svo fram- arlega sem við töpum ekki þræð- inum að ofan átta þau sig. Og við finnum aftur okkar „glataða jólakerti". jLTafið þér ekki áhyggjur af þvf, sem biskup yfir landinu, að kirkjurækni fer óðum hrak- andi meðal þjóðarinnar? Já, víst er það satt að kirkju- rækinn hefir minnkað. Ég man sjálfur þá tíð . 3 maður kom aldrei í kirkju í Reykjavík án þess að hún væri fullsetin. En ég held að eitt atriði valdi hér miklu um. Margt fólk hefir komið til kirkju hér f bæ á stórhátfðum, jólum eða páskum. Þá hefir kirkjan verið fullsetin og það hefir orðið að snúa aftur. Og fólk, sem gert er þannig aftur- reka úr kirkjunni kemur ekki svo gjarnan að kirkjudyrunum næsta dag. Á þvf er einföld sálfræðileg skýring. En hafið þér gert yður það ljóst að Reykvíkingar hafa raunveru- lega lengi verið kirkjulausir? Við erum engu betur staddir f þeim efnum en fyrir fjörutíu árum. Svo mjög hefir fólkinu fjölgað, þótt nýjar kirkjur hafi risið af grunni. Ég tók þátt f vígslu Kópavogskirkju á sunnudaginn. Það er falleg kirkja og hún rúm- ar um 400 manns. En í Kópavogi búa átta þúsund. Þar verða marg ir frá að hverfa á jólum. Eruð þér vissir um, að hin dræma kirkjusókn hljóti ekki að færast að nokkru til skuldar hjá kennimönnum hinnar íslenzku þjóðkirkju? Það\er rétt að þegar eitthvað er að þá ber kirkjunni og hennar mönnum að leita að sökinni hjá sjálfum sér. En ég held að það sé fjarri lagi að álykta sem svo að hér sé fremst prestanna sök. Það er söfnuðurinn, sem verður sjálfur að bera uppi messuna með þátttöku sinni. Enginn prestur getur einn tekið það hiutverk á sínar herðar. Á ekki spiritisminn hér nokk- um hlut að máli? Víst má það vera. Trúhneigð fólks leitar f svo marga farvegi, af hvaða ástæðu sem það er. Trú- Eftir Gunnar mannsins. En fyrir spiritistum vakir aöeins eitt viðfangsefni: framhaldslífið. Þeir einangra þetta eina atriði, en slík afstaða getur tæplega verið heilbrigð út frá sjónarmiði kristinnar trúar. Vfsindasjónarmiðinu halda spirit- istar einnig fram og tala um vís- indalegar sannanir. En mér finnst að ýmsir ættu í trúmálaumræð- um sínum að spara heldur meir hugtök sem „vísindi" og „speki" sem svo oft er hent á lofti. Þau eru ofnotuð og af ofrausn. T/’ið höfum rætt hér um þd ’ spurnlngu hvort Iff sé að Ioknu þessu. Það er ekkert álita- Framh. á 10. sfðu. G. Schram I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.