Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Mánudagur 24. desember 1962. Útgetandi: Blaðaútgátan VISIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 55 'crónui á mánuði. t lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 Ifnuri Prentsmiðja Vísis — Edda h.f Á jólum í kvöld ganga íslendingar í kirkju og hlýða á jóla- guðspjallið eða minnast jólanna á heimilunum með fjölskyldu sinni. Og á morgun munu kristnir menn um heim allan halda heilög jól og minnast Frelsarans, sem fyrlA tæpum tveim þúsundum ára var í þennan heim borinn til þess að opinbera mönnunum orð skap- ara himins og jarðar. Það hefur stundum verið mælt, að við íslendingar værum smám saman að fjarlægjast vora barnatrú og kristindómurinn ætti ekki þau ítök í hugum okkar sem áður fyrr. Á jólum eru slíkar hugsanir þó fjarlægar. Jólin eru sú hátíð, sem sameinar alla kristna menn. Þau eru hátíð samlyndis og bræðralags, þegar allar kristnar þjóðir minnast þess að kristindómurinn er meginívaf lífs þeirra og grundvöllur þjóðfélagsins. Þeirri þjóð er illa komið, sem tekur að virða að vettugi þær hugsjónir mannkærleika, sem jólin boða eða læt- ur veraldlega hluti skyggja á hinn sanna jólaboðskap. Á 'Íjessum rniklu tækni- og veraldartímum, er við, sem áðtar þjöðir, lifum í allsnægtum, er nokkur hætta á því að sá boðskapur vilji fölna fyrir því sem ytra og mnantómara er. En jólin minna okkur enn sem fyrr á það megininntak kristinnar lifsskoðunar, að það er skyldi hvers kristins manns að hjálpa öðrum og gleðja aðra án þess að vænta fyrir það nokkurra launa ann- arra en þeirrar gleði, sem óeigingjörn gjöf færir. Því leitar hugurinn á jólum til þeirra þjóða, sem við erfiðust kjör búa í veröldinni, til þeirra sem við hungur og skort lifa. Og einnig til þeirra þjóða, sem búa við þann ófrið innra með sér, að jólin hafa þar misst að miklu merkingu sína og verið látin hverfa úr hinu opinbera almanaki. A síðustu árum hafa þjóðir Vesturlanda lagt fram rnikið af mörkum til þess að styðja hinar veiku og vanþróuðu þjóðir veraldar íil menningar og framfara. Mikið átak hefur verið gert til þess að vinna bug á hungri og örbirgð og þar hefur margur gefið af miklu örlæti. Við fslendingar höfum jafnan viljað rétta lítil- magnanum hjálparhönd hvar sem hann hefur verið staddur, og um þessi jól munu ótalin börn á suðlæg- ari breiddargráðum njóta góðs af gjöfum, sem héðan hafa borizt. En slíkri hjálp þarf að halda áfram. Við eigum enn sem fyrr að leggja okkar hönd á plóginn, og það í enn ríkari mæli en hingað til. Með slíkri breytni staðfest- um við það, að hér býr kristin þjóð, sem hefur í há- vegum þær hugsjónir sem að baki jólunum liggja. Með það í huga sendir Vísir öllum landsmönnum, nær og f jær, hugheilar óskir um gleðileg jól! Kveðja Schweitzers Eftirfarandi bréf ritaði mannvinurinn kunni séra Sigurbirni Einarssyni biskupi síðla sumars. Vísir hefur beðið biskup um Ieyfi til þess að birta bréfið, og hefur hann góðfúslega veitt það. Bréfið veit- ir góða innsýn í hugarheim þessa víðkunna manns og lýsir vel þeim vandamálum, sem hann á við að etja og þeim baráttuefnum, sem hjarta hans standa næst. Myndina, sem var nýlega tekin af Schweitzer í Lambarene, sendi hann biskupi með bréfinu og ritaði nokkur kveðjuorð á hana. Háæruverðugi herra biskup! Ég hef haft spurnir af því hjá frú Martin, sem nú dvelst í Lambarene, að þér hafið fært sjúkrahúsi okkar rausnarlega gjöf. Ég er snort- inn af velvilja yðar og trygglyndi við sjúkra- hús mitt og þakka yður hjartanlega. Ég vil biðja yður að færa öllum þeim, er þátt áttu f þessari veglegu gjöf, mínar hjartanlegustu þakkir. Á sjúkrahúsinu er allt við bezta líði. Við erum hér 6 læknar og 15 evrópskar hjúkr- unarkonur. Því miður stækkar sjúkrahúsið jafnt og þétt með hverju ári sem líður. Stafar þetta af þvl, að nú hafa verið lagðir tveir bíl- vegir inn I frumskóginn. Af því leiðir, að nú er ekki lengur nauðsynlegt að flytja sjúklinga um langan veg eftir stígum frumskóganna, held ur er nú hægt að aka þeim á bifreiðum um 2 — 300 kílómetra leið. Þar eð tala sjúklinga fer stöðugt vaxandi af þessum ástæðum, verð ég á hverju ári að reisa nýjar byggingar til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Byggingarfram- kvæmdum verð ég sjálfur að stjórna. Ég hef ekki ráð á vönum verkamönnum við bygginga- vinnu, heldur verð ég að notast við mennina, sem 'eru í sjúkrahúsinu, þar sem hér dveljast fjölskyldur sjúklinganna. Þess vegna verða stöðug skipti á verkamönnum. Maður verður sífellt að vera að kenna nýjum mönnum. Gerir þetta byggingaframkvæmdir mjög erfiðar. Til allrar hamingju hef ég í nokkra daga haft hér evrópskan trésmið. Lambarene, 3. ágúst 1962 Gjarnan hefði ég á þessu hausti viljað dvelj- ast í nokkrar vikur I Evrópu eftir þriggja ára samfellda Afríkudvöl. Ég hef þó orðið að fresta þessu, sakir þess að hin aðkallandi bygginga- vinna leyfir það ekki. Ég er við góða heilsu og þoli hitabeltislofts- lagið vel. Hjá okkur er nú vetur, meðan sólin er hvað hæst á lofti hjá ykkur á Norðurlönd- um. Raunar er hér svalara en venjulega. Það merkilega er, að þegar sólin er langt í norðri eða suðri, búum við við algert úrkomuleysi, sem i þetta sinn hefur haldizt í nokkrar vikur. Ævinlega verður mér hugsað til þess, af hve miklum skilningi og innileik þér hafið skrifað um mig ... AÍltaf á ég í sameiginlegri baráttu fyrir af- námi kjarnorkuvopna ásamt vísindamönnum, sem mér eru kunnugir, vegna þess að það er eina vonin um varðveizlu friðarins. En þetta afnám virðist enn ekki mögulegt, Samingaum- leitanir austurs og vesturs virðast sífellt árang urslausar. Þetta er mikil ógæfa fyrir mannkyn ið. Hættan á, að kjarnorkustyrjöld brjótist út af einhverri tilviljun, er nefnilega miklu meiri en menn gera sér almennt í hugarlund. Horfur á því, að kjarnorkuvopn verði afnumin, eru svo litlar, meðan ekkert opinbert afl er til sem slíks krefst ... Með hlýjum þökkum, yðar einlægur Albert Schweitzer.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.