Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 10
in VISIR . Mánudagur 24. desember 1962. TRÚIN - Framhald af bls. 9. mál frá sjónarmiði kristinnar trú- ar að maðurinn lifir, þótt hann deyi líkamsdauða. Par hefir spiritisminn ekki fært okkur neitt nýtt. Hitt er annað mál að hin svokölluðu fyrirbæri, sem spiritistar vekja svo mjög at- hygli á, geta vakið einhverja hugsunarlausa menn til umhugs- unar um að tilveran sé ekki eins einföld og þeir vilja vera láta. Allir viðurkenna einnig að fyrir- bæri eru rannsóknarsvið sem hæfa vísindamönnum. Fásinna væri að neita því, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Hér á landi kemur spiritisminn fram sem alþýðutrúboð, rekið af misjöfnum mönnum. Sjálfum finnst mér að spiritisminn veki spurningar um sjálfan sig, ekki síður en um ýmis fyrirbæri önn- ur. Þeir sem hafa kynnt sér rit spiritista að nokkru ráði komast ekki hjá því að spyrja: Hvað ertu eiginlega sjálfur? Ég skal nefna hér dæmi. Góð- ur kunningi minn er til dæmis þeirrar skoðunar að séra Harald- ur Níelsson hafi flutt sér ræður að handan. En þessar ræður eru þess efnis að margir spiritistar vilja helzt ekkert af þeim vita. Segjum sem svo, að hér komi maður inn á skrifstofuna. Hann fellur f trans og innan skamms er komin rödd, sem segist vera rödd séra Haraldar. En skoðanir hans stangast á við þær, sem hann Iét eftir sér hafa í lifanda lífi. Getur nokkur sagt með fullri vissu hver er hver? Er þetta séra Haraldur eða er þetta ekki hann? Og hvað er það þá? Annað vil ég líka nefna. Eitt sinn þekkti ég vel gamlan mann, sem stóð á því fastar en fótum, að séra Hallgrímur Pétursson yrkti í gegnum sig. En þrátt fyrir þessi orð karls var það nú svo, að með þessum kveðskap bætti séra Hallgrímur vfst engu við skáldheiður sinn og seint held ég að þessi kveðskapur kom ist inn í heimsbókmenntirnar. En karl var viss í sinni sök. Hann þekkti Hallgrím sinn. Fyrir mitt leyti vil ég aðeins biðja þess, að þegar ég er dauð- ur, verði ég ekki bendlaður við ræður eða ritsmíðar sem miðlar kunna að hafa eftir mér. Stund- um finnst manni það skaði að prentlögin skuli ekki ná út fyrir gröf og dauða. Og ekki nóg með það. Þessir sömu menn, sem miðlarnir kveða sig hafa sam- band við flytja svo gjarnan allt annan boðskap, þegar þeir koma fram á fundum f öðrum löndum, t.d. í Kanada. Það er óneitanlega dálítið leiðinlegt að fást við að bera menn sem andaðir eru, fyr- ir alls konar hlutum, sem ómögu- Iegt er að sannreyna hvort réttir eru eða þá hugarburðurinn einn saman. Grunur minn er sá, að hinir dauðu séu sælastir með það að fá að vera í friði fyrir þessu kukli. Það er ekki einleikið að öll æðri trúarbrögð, ekki aðeins kristindómurinn, hafa haft illan bifur á andasæringum. Þau hafa öll talið sig vita, að hér væri verið að fást við sálræn öfl, sem væri viðsjárvert að sleppa laus- um og sem maðurinn hefði enn takmarkað vit á. JJvað segið þér, herra biskup, um afstöðu íslenzku þjóð- kirkjunnar til kommúnismans? Ég flokka kommúnismann með Vottum Jehóva, sem harðsnúinn sértrúarflokk. Hann er trú, ídeologia, sem tekið hefir vissa þætti frá sfnu kristna umhverfi, en látið þá vaxa yfir sig. Það er guðsríkishugsjón kristninnar, sem er orðin að umskiptingi f komm- únismanum. Kommúnismann dreymir um ríki fullkomleikans, réttlætis, friðar, allsnægta og fullsælu, en án Guðs og án eilífs lífs. Guð er maðurinn — hinn marxiski maður. Kommún- isminn er skilgetið afkvæmi hinn ar þýzku borgaralegu filósófíu. Hann einblínir á framkvæmd hins altæka hugsjónakerfis. Þar kemst ekkert annað að. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Jólatrésskemmtun verður haldin í LÍDÓ fimmtudaginn 3. janúar 1963 og hefst kl. 3 síðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir á Skrifstofu V.R., Vonar- stræti 4, eftirtalda daga: : augardag 29. des. frá kl. 9—12. Miðvikudag 2. jan. frá kl. 9—17. Fimmtudag 3. jan. frá kl. 9—12. Pantanir í síma 15293. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Jólatrésskemmtun Skipstjóra- og stýrimanncrfélagib Aldan og Stýrimannafélag Islands halda jólatrésfagnað sinn að Hótel Borg sunnu- daginn 30. des. kl. 3 e. h. Dansleikur fyrir fullorðna hefst kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar fást hjá eftirtöldum mönnum: Guðjóni Péturssyni, Höfðavík, sími 15334. Jóni B. Einarssyni, Laugateigi 6, sími 32707. Kolbeini Finnssyni, Vesturgötu 41, sími 13940. Þorvaldi Ámasyni, Kaplaskjólsv. 45, sími 18217. Herði Þórhallssyni, Fjölnisvegi 18, sími 12823. Jóni Strandberg, Stekkjarbraut 13, Hafnarfirði, sími 50391. Þér spyrjið um afstöðu okkar til kommúnismans. En kommún- ista þarf ekki að spyrja. Þeir hafa fyrir löngu sagt kirkju og kristindómi stríð á hendur. Þeir vita það manna bezt, að komm- únismi og kristin trú getur ekki farið saman. Þess vegna er kirkj- an eina ríkið, sem þeir geta ekki boðið upp á friðsamlega sambúð. Og samt lifir kirkjan í Rúss- landi. NAUST - NAUST KVÖLDRÉTTUR ANNAN DAG JÓLA 1962. SNITTUR Canapé — A — KEISARALEGT KJÖTSEYÐI Consommé Imperial — A — SOPA NAUST Creme a la Naust — A — HUMAR í RAUÐALDINDÝFU Lobster Orly - A — RJÚPUR í RJÓMADÝFU Ptarmigans in Creamsauce — A — HANGIKJÖT MEÐ TILHEYRANDI Smoked Icelandic Lamb — ALIGRÍSASTEIK MEÐ ÁVAXTADRESSING Roast Pork with Fruitdressing JÓLAGRAUTUR MEÐ JARÐARBERJASAFTI Christmaspudding with strawberrysauce — £ — NOUGATRJÓMAÍS Coup Nougat Leikhús- kjallarinn Tilkynning Húsið opnað kl. 5.30 annan jóladag. Þeir frumsý'iingargestir, sem pantað hafa mat, vinsamlega mæti tímanlega. Leikhúskjallarinn. Þeir eru að flýta sér með auglýsingu í Vísi Oskum 'óllum viðskiptavinum vorum og öðru landsfólki gleðilegra jóla Bifreiðastöðin Bæjarleiðir Bifreiðastöð Reykjavíkur Borgarbílastöðin li.f. Bifreiðastöð Steindórs 5 Gíeðileg jól Bifreiðastöðin Hreyfill \_ Einarsson og Pálsson St u *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.