Morgunblaðið - 18.11.2004, Page 18

Morgunblaðið - 18.11.2004, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Reykjavík | Til stendur að stækka Sóltún, hjúkr- unarheimili aldraðra í Sól- túni 2, og bæta einni hæð ofan á núverandi byggingu og reisa fjögurra hæða ný- byggingu fyrir hjúkr- unartengda þjónustu í Sól- túni 4, ásamt einnar hæðar viðbyggingu sem tengja mun saman Sóltún 2 og 4. Auglýstar hafa verið til kynningar tillögur að breyt- ingum á deiliskipulagsáætl- un í Reykjavík. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að byggður verði skóli og leikskóli við íþróttahús Glímufélagsins Ármanns og húsið nýtt sem íþróttahús fyrir skóla. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að hús Ármanns verið rifið og að á austanverðum reitnum megi reisa tveggja hæða fræðslustofnun og tvö fjögurra til sjö hæða fjöl- býlishús. Bílastæði verða að hluta til neðanjarðar. Á miðju svæðinu sunnarlega á helgunarsvæði OR verður almenn- ingsgarður þar sem gert er ráð fyr- ir boltavöllum og göngustígum. Gæti hýst 77 aldraða íbúa Að sögn Önnu Birnu Jensdóttur hjúkrunarforstjóra Sóltúns 2 annar hjúkrunarheimilið engan veginn eftirspurn eftir plássum en megnið af þeim sem eru á biðlista eru í mjög brýnni þörf fyrir vistun. „Við höfum verið að horfa á möguleika á að mæta þessari eftirspurn og sækja um leyfi til ríkisins til að fá að reka viðbótarrými,“ segir Anna Birna. Þegar gengið var frá þjón- ustusamningi við Sóltún 2 var gert ráð fyrir að unnt yrði að bæta við einni hæð síðar meir. Er það nú til kynningar í deiliskipulagi. „Síðan fengum við úthlutað lóð hjá Reykjavíkurborg við Sóltún 4 þar sem áform eru uppi um að byggja hjúkrunartengda þjónustu við aldr- aða. Við erum að hugsa um fjög- urra hæða hús sem gæti hýst 77 íbúa auk dagvistar og helgardvalar fyrir eldri borgara. Þá er áformuð tengibygging þarna á milli sem myndi auka þann aðbúnað sem íbú- ar í Sóltúni 2 hafa nú þegar auk þess að þjóna íbúum í Sóltúni 4. Aukinheldur væri möguleiki að íbúar hér í nágrenninu gætu nýtt sér aðstöðuna því þar er verið að hugsa um möguleika á klúbba- starfsemi, kaffiteríu og þjálf- unarsundi auk kapellu.“ Framkvæmdar- og rekstrarleyfi þarf að fá hjá heilbrigðisráðuneyt- inu og verður formleg leyfisumsókn send ráðuneytinu fyrir 1. desem- ber. Kostnaður við nýbygginguna liggur ekki fyrir en til samanburðar má nefna að Sóltún 2 sem reist var fyrir 3 árum kostaði 1,4 milljarða króna. Ekki er ólíklegt að nýbygg- ing muni kosta álíka upphæð. Stefnt að stækkun hjúkrun- arheimilisins Sóltúns          -    &'  .                 -     %&        &   HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Skriðdalur | Piltur á sextánda ári kemur inn í eldhúsið á Lynghóli í Skriðdal og býður upp á belgískt súkkulaði. Heimilisprýðin Fígaró spígsporar virðulega um gólf og forvitnast um komumann með sín- um gulu kattarglyrnum. Pilturinn segist hafa verið á Lynghóli í bráðum ár og aðspurður hvernig hann kunni við sig svarar hann einfaldlega: „Þetta er best.“ Þau Þorbjörg Ásbjörnsdóttir og Guðni Þórðarson fluttu vestan af Snæfellsnesi í Skriðdalinn fyrir fimm árum og hafa um árabil tek- ið að sér börn sem þurfa skjól vegna brotalama í umhverfi þeirra eða í þeim sjálfum. Hjónin höfðu um árabil verið að leita sér að stærri jörð með betri húsakosti, þaðan sem stutt væri í kaupstað og góðan skóla. Nú búa þau fyrir miðjum Skriðdal með 450 fjár og eiga litla telpu á fjórða ári. Krakkarnir okkar „Við erum með fjóra stráka núna hjá okkur á heimilinu,“ segir Þorbjörg og býður upp á kaffi. „Maður rekur þetta sem vistheim- ili í fjölskylduformi. Þú tekur ekki krakkana inn sem vistmenn, held- ur sem þín börn og sinnir þeim sem slíkum.“ Þorbjörg segist vera alin upp með þessu, þegar hún er spurð að því hvað fái hana til að taka að sér ungmenni. „Foreldrar mínir voru alltaf með fósturbörn á Auð- kúlu í A-Húnavatnssýslu. Svo var ég orðin leið á því að vinna úti, gat lítið verið heima, búið var lítið og gaf ekki nóg af sér og ég var bara orðin þreytt á þessu. Við byrjuðum á að taka krakka í sum- ardvöl og svo vatt þetta upp á sig. Þetta hentar okkur mjög vel. Ég fæ raunar einnig krakka í sum- ardvöl í einn til tvo mánuði ár- lega.“ Hún segir nokkuð flókið að fá leyfi til að taka börn í lang- tímadvöl og sé það gert í gegnum Barnaverndarstofu. „Maður þarf einnig að skil- greina hvaða aldur á börnum hentar inn í fjölskyldugerðina og við höfum til dæmis mikið verið með unglinga. Krakkarnir eiga að koma og vera í einhvern tíma og svo lengist það og þeir enda sem hluti fjölskyldunnar. Þeir hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn. Sum- ir eiga fjölskyldulega erfitt og koma þess vegna. Aðrir hafa lent í einelti og svo hafa þetta verið krakkar sem lenda af einhverjum orsökum á móti samfélaginu. Mað- ur þarf að hjálpa þeim af stað. Ég tek þau eins og mína krakka, tala við þau, sýni þeim fram á hvað er í gangi og hvernig maður gerir og hvernig má komast léttar frá þessu, á hverju þú græðir og á hverju þú tapar.“ Leitar í eigið uppeldi Þorbjörg er búfræðingur, á leið í þroskaþjálfanám við Kennarahá- skólann, og segist hafa tekið fjöldann allan af námskeiðum sem gagnist í starfinu. „Ég nýti mér þó langmest mitt eigið uppeldi. Ég hugsa mikið til baka og skoða að- Fjölskylda í Skriðdal fóstrar fjóra unglings Þeir eru strák- arnir okkar AUSTURLAND Friðarsinnar| Einar Ólafsson rithöfundur segir frá móti evrópskra félagshreyfinga í Lundúnum í liðnum októbermánuði og fjallar um alþjóðlega hreyfingu friðarsinna og her- stöðvaandstæðinga á fundi herstöðvaandstæð- inga í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. nóvember, kl. 20 á Kaffistofu Amtsbókasafnsins.    Tilfinningar| Stefán Snævarr heimspekingur flytur fyrirlestur á heimspekitorgi í dag, fimmtudaginn 18. nóvember, kl. 16.30 í Þing- vallastræti 23, stofu 24. Fyrirlestur hans nefn- ist Tilraun um tilfinningar og fjallar hann um þá kenningu sína að geðshræringar séu texta- líki. Stefán er prófessor í heimspeki við Lille- hammer-háskólann.    Skólamál| Miklar umræður og átök hafa að undanförnu verið í Dalvíkurbyggð um skóla- mál í kjölfar skýrslu um hagkvæmni þess að færa starfsemi Húsabakkaskóla í Dalvík- urskóla. Af því tilefni stendur Framfarafélag Dalvíkurbyggðar fyrir fundi um skólamál í kvöld, fimmtudaginn 18. nóvember, kl. 20 í Dalvíkurskóla. ÁÆTLAÐ er að tekjur Akureyrar- bæjar á næsta ári, 2005, verði tæpir 6 milljarðar króna og aukist um tæp 8%. Gjöld án fjármagnsliða munu einnig aukast, verða rúmlega 6,2 milljarðar sem er um 7,4% aukning milli ára. Gert er ráð fyrir að niður- staða rekstrar verði jákvæð um 183 milljónir króna. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni, en þar gerði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri grein fyrir áætluninni. Fram kom í máli hans að gert er ráð fyrir fram- kvæmdum að upphæð 1.613 milljónir króna á næsta ári. Mörg verkefnanna sem unnið verður að hafa þegar verið ákveðin, s.s. hvað varðar skóla- og fé- lagsmál, framkvæmdir við Brekku- skóla og byggingu nýs leikskóla við Helgamagrastræti svo dæmi séu tek- t.d. með því að skerða eða leggja af til- tekna þjónustuþætti. Um slíkt er ekki að ræða og álit mitt er það að Ak- ureyrarbær verði að leggja í útgjöld m.a. til menningarmála, skólamála og félagsmála sem önnur sveitarfélög þurfa ekki að kosta til í sama mæli. Því sterk staða bæjarins á þessum sviðum er sá grunnur sem skapar okkur áfram sóknarfæri fyrir öfluga uppbyggingu samfélagsins,“ sagði Kristján Þór. Hann nefndi einnig að þann var- nagla yrði að setja við fjárhagsáætlun fyrir næsta ár að fyrirsjáanlegt væri að launabreytingar yrðu meiri en gert var ráð fyrir. Nefndi í því sambandi launamál kennara, en auk þess væru samningar lausir við Félag leikskóla- kennara og á næsta ári yrðu gerðir kjarasamningar við 33 önnur stéttar- félög. staða hefði verið um að reisa og taka í notkun og hins vegar fara um 100 milljónir króna vegna hækkunar á launalið bæjarstarfsmanna og óbreytt þjónustustig við bæjarbúa. Samkvæmt frumvarpi að fjárhags- áætlun Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir að 95,86% skatttekna fari til rekstrar bæjarfélagsins. „Ég tel að vart verði neðar komist nema að gera grundvallarbreytingar á rekstrinum, ráð fyrir að hefja byggingu menning- arhúss á næsta ári, svo sem ráð hafi verið fyrir gert. Bæjarstjóri ræddi áherslur í rekstri bæjarsjóðs á árinu 2005, en tekjuaukning milli ára er áætluð um 300 milljónir króna. Sú upphæð hverf- ur strax, annars vegar vegna 150 milljóna króna kostnaðar við rekstur nýrra bygginga í bæjarfélaginu, sem bæjarstjóri nefndi að almenn sam- in, en kostnaður við þessi tvö verkefni nemur um 413 milljónum. Þá fara um 210 milljónir til fjárfestinga í fé- lagsþjónustu, 185 milljónir af þeirri upphæð munu fara til að byggja upp öldrunarstofnunina að Hlíð, en heild- arkostnaður bæjarins vegna fram- kvæmda þar verður um 250 milljónir króna. Kristján Þór sagði að óljós samningsstaða við ríki væri ástæða þess að ekki er í fjárhagsáætlun gert Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 rætt á bæjarstjórnarfundi Framkvæmdir fyrir rúmar 1.600 milljónir Byggingu menningarhúss frestað um eitt ár Bókbind- arar út- skrifast Morgunblaðið/Kristján Útskrift Konurnar hjá Ásprenti-Stíl sem luku sveinsprófi fengu blómvendi frá vinnuveitanda sínum. FJÓRAR konur sem starfa hjá Ásprent-Stíl útskrifuðust sem bókbindarar á dögunum. Af því tilefni var boðið upp á veitingar í kaffitíma fyrirtæk- isins, auk þess sem Guð- mundur Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents- Stíls, færði konunum blóm- vendi í tilefni tímamótanna. Þá var einni þeirra, Höllu Snorradóttur, færð viðurkenn- ing frá Prenttæknistofnun fyr- ir góðan árangur á sveinspróf- inu. Konurnar eru Alda Skarp- héðinsdóttir, Bára Ingjalds- dóttir, Bryndís Valtýsdóttir og Halla Snorradóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.