Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 19

Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 19
stæður og hvað virkaði og hvað ekki. Hvað mér fannst gott og hvað slæmt. Númer eitt er þetta atvinna mín. Ég fæ greitt fyrir og má segja að þetta sé bara spurning um að velja sér starf. Ég hef gaman af að vinna með einstaklinga og það er mjög ánægjulegt þegar manni tekst að snúa við ferli sem hefur kannski verið á erfiðri leið og þú sérð krakkann vaxa upp og dafna. Ég þekki dágóðan part af þeim krökkum sem voru hjá foreldrum mínum. Maður heldur alltaf uppi njósnum um krakka sem skiptu mann máli ef mögulegt er að kom- ast í tæri við einhvern sem veit eitthvað um þá. Meiri parturinn af krökkunum hefur dafnað vel og komist á réttan kjöl.“ Þorbjörg segir strákana sína gera það sem krakkar í sveit gera, þeir séu með í búskapnum og heimilishaldinu. „Þeir stunda sinn skóla og að öllu leyti er þetta bara daglegt líf eins og hjá öðru fólki. Við erum ekki með neitt prógramm í gangi heldur sköpum þetta sem fjölskyldu, leyfum þeim að eiga heima hjá okkur sem okkar krakkar.“ Fíg- aró mjálmar langt inn- an úr sínum hnaus- þykka feldi, sú stutta biður um meira súkku- laði og húsfreyjan kall- ar til piltsins að svara í símann. Skin og skúrir Þorbjörg segir það erfiðasta sem hún hafi lent í þegar hún var send suður að sækja stúlku sem hafði farið í helgarfrí og neitaði að koma til baka. „Ég geri það aldrei aftur. Ég þurfti að taka hana úti á miðju sjoppuplani og setja inn í bíl og fara með hana vestur. Þetta var vont og ég læt ekki hafa mig í það aftur. Þetta snerist við frá þessum degi, þegar hún komst að því að svona þýddi ekkert, hún yrði að gjöra svo vel að taka á. Þessi stelpa hefur mjög oft verið kölluð kraftaverkið og þegar hún fór frá okkur var vel hægt að tala við hana, hún náði 10. bekknum þrátt fyrir að vera ekki góður námsmaður og var orðin heilli í öllu sem hún gerði. Hafði lært umburðarlyndi og gat átt samskipti við aðra krakka og fjölskyldu. Það yndislegasta er að ég er að verða amma af elsta barninu sem var hjá okkur. Sú er orðin 22 ára í dag og ég er svo ánægð að hafa getað fylgt henni allan þennan tíma, frá bernsku og fram til þess að hún eignaðist kærasta, fór að búa og býr sig nú undir það að verða foreldri sjálf.“ spilta og kemur þeim til manns Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hún umvefur strákana sína Þorbjörg Ás- björnsdóttir á Lynghóli í Skriðdal segir strák- ana hluta af fjölskyldunni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 19 MINNSTAÐUR Förðunarfræðingur Kanebo kynnir þessa einstöku varaliti sem sameina alla kosti draumavaralitarins og meðferð fyrir varirnar. Í Hagkaup Spönginni í dag fimmtudag og á morgun föstudag kl. 12-18. Spönginni Hefur þú prófað varaliti með gulli og silki? INTERNATIONAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.