Morgunblaðið - 18.11.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.11.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 29 UMRÆÐAN ÞESSARI spurningu hef ég verið að velta fyrir mér að undanförnu í sambandi við gylliboð bankakerf- isins á húnæðislánum til ein- staklinga. Þar virðist mér banka- kerfið sanna þau orð olíubarónsins, úr skýrslu Samkeppnisstofnunar, að þegar öllu er á botninn hvolft þá sé fólk fífl, því í þús- undatali streymir það að bönkunum og lætur blekkja sig. Reyndar hefur þetta gengið svo langt að ég hef séð ástæðu til að rita Samkeppn- isstofnun bréf um þetta efni. Þar rek ég þessar blekkingar og óska aðgerða af hálfu stofnunarinnar. Í fyrsta lagi … … bjóða þeir flestir 4,2% vexti og lánshlut- fall allt að 100% af verði íbúða. Þarna er sannarlega um villandi upplýsingar að ræða, því að þegar á hólminn er komið þurfa þeir sem þessara kjara njóta að kaupa aðra þjónustu af bankanum; s.s. að hafa launareikning – kreditkortareikning – yfirdráttareikning eða vera í ein- hverjum öðrum umtalsverðum við- skiptum við bankann – sem þó eru ekki skilgreynd nákvæmlega. Í öðru lagi … … er hin margauglýsta og umrædda vaxtaprósenta 4,2% – alls ekki sú vaxtaprósenta sem þinglýst er á hina veðsettu eign. Í tilfelli þess sem þetta ritar var aldrei minnst á annað en 4,2% vexti allt ferlið þar til kom að undirskrift skuldabréfsins, en þar stóð í stað 4,2% vextir – 5,1% vextir. Þarna er um augljósa blekkingu að ræða, enda kemur hvergi fram í auglýsingum um lánið annað en að um 4,2% vexti sé að ræða. Í smáaletrinu á skuldabréfinu stóð hins vegar orðrétt: ,,Skuldari skuldbindur sig til að greiða fasta vexti af láni þessu, 5,10% í ársvexti. Vextir reiknast fá þeim degi sem til- greindur er hér að ofan. Skuldari sem uppfyllir skilyrði ,,bankans“ fær allt að 0,90 prósentustiga lækk- un af framangreindum föstum vöxt- um. Heimilt er að fella niður afslátt- inn ef viðskiptavinur hættir að hluta eða öllu leyti í viðskiptum við bank- ann.“ Þessi umræddu skilyrði bankans eru ekki skýrð frekar í aðalmáli skuldabréfsins, heldur með fylgi- bréfi sem skuldara ber að skrifa undir og ber yfirskriftina; ,,Sam- komulag sem leiðir til lækkunar á vöxtum“. Þar kemur fram að undirritaður geri sér grein fyrir að uppfylli hann ekki ávallt framangreind samnings- ákvæði er bankanum heimilt að falla fyrirvaralaust frá lækkun á vöxtum íbúðalánsins. Í þriðja lagi … … er það skilningur þess er þetta skrifar – á 4. kafla um bann við samkeppnishömlum – sjá e lið 10. gr. – að það sé ólöglegt að krefjast þess að viðskiptavinir bankanna kaupi trygg- ingar eða aðra þjón- ustu til að njóta þeirra kjara sem auglýst eru. Allavega er það klár- lega ólöglegt að krefj- ast þess að lánastofnun (þ.e. bankinn) sé bóta- þegi ef eitthvað kæmi fyrir skuldara lánsins. Með öðrum orðum – að það sé skilyrði fyrir samningi um veðlán að skuldari eigi viðskipti við þriðja aðila – óskildan – sem er tryggingafélag – og að við hugsanlegt andlát skuldara myndist þar með réttarsamband milli trygg- ingafélags hans og bankans vegna láns sem er þegar á 1. veðrétti eign- ar hins látna. Það sér það hver maður að þetta nær engri átt. Í fjórða lagi … … taka bankarnir uppgreiðslugjald lána samkvæmt gjaldskrá sinni hverju sinni – nú 2%. Þeim er í lófa lagið að breyta gjaldskrá sinni hve- nær sem er. Þannig geta þeir í raun reist hindranir í eðlilegum fast- eignaviðskiptum á milli seljanda og kaupanda. Þá er þess ógetið að til þess að njóta bestu kjara þ.e. 4,2% þarf kaupandi fasteignar sem hyggst yfirtaka lán að breyta sínu bankamynstri. Hann þarf vænt- anlega að segja skilið við sinn við- skiptabanka til fjölda ára með því persónulega tengslatapi sem því fylgir og er í raun neyddur til kaupa á þjónustu sem er skilyrði fyrir lán- inu – eða að öðrum kosti þola 5,1% vexti. Það sem að seljanda snýr er að eign hans verður illseljanlegri nema að hann sé tilbúinn að greiða upp lánið áður og þá hugsanlega eftir nýrri gjaldskrá bankans um upp- greiðslugjald. Þannig gæti seljandi stórrar eignar lent í því að þurfa að greiða 800.000 kr. í uppgreiðslugjald til að losna undan láni sem ber 0,8% hærri vexti en t.d. Íbúðalánasjóður býður þar sem uppgreiðslugjald er ekkert. Í fimmta og síðasta lagi … … sætir það furðu í huga þess sem þetta skrifar að Neytendasamtökin skuli ekki láta sig þetta mál varða því það yrði augljóslega í þágu neyt- enda í landinu. Undirritaður sem almennur neyt- andi og viðskiptavinur í íslenska bankakerfinu sá sér leik á borði til endurfjármögnunar, enda heildar- fjármögnun aldrei verið hagstæðari – allavega samkvæmt auglýsingum viðskiptabankanna. En þegar allt kom til alls var um hreinar blekk- ingar að ræða sem útilokað er að sætta sig við og enginn hefur reynt af hálfu viðkomandi banka að leið- rétta. Þess vegna gat undirritaður ekki annað en ritað kæru til Samkeppn- isstofnunar vegna málsins og farið fram á að stofnunin hlutist til um að fylgja ákvæði 21. og 32. gr. 4. kafla samkeppnislaga sem fjallar m.a. um skyldu lánastofnana að setja fram með réttum og augljósum hætti hvað er verið að bjóða í auglýs- ingum sínum. Staðreyndin er nefnilega sú að vextirnir sem verið er að bjóða hin- um almenna eru 5,1% en hinum sér- tæka 4,2% – enda þarf sá hinn sér- tæki að uppfylla ótal skilyrði til að geta talist með í hópi hinna útvöldu. Þennan mun ber bankakerfinu ótví- rætt að aðgreina í auglýsingum sín- um. Er fólk fífl? Jóhannes Valdemarsson fjallar um húsnæðislán bankanna ’Staðreyndin er nefni-lega sú að vextirnir sem verið er að bjóða hinum almenna eru 5,1% en hinum sértæka 4,2% – enda þarf sá hinn sér- tæki að uppfylla ótal skilyrði til að geta talist með í hópi hinna út- völdu.‘ Jóhannes Valdemarsson Höfundur er rekstrarfr. BS – Stud. Mag. Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Fréttir í tölvupósti Fyrir herrana FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109 og LXL 40% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.