Morgunblaðið - 18.11.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 18.11.2004, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Landsst. 6004111819 VIII Fimmtudagur 18. nóv. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Ræðumaður: Mr. Millard Box. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Mánudagur 22. nóv. Biblíulestur í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19.30. Þriðjudagur 23. nóv. Ungsam í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19:00. Uppbyggilegt starf fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11  18511188½  9.O* Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðar- samkoma. Umsjón Valborg Kristjánsdóttir. Allir velkomnir. I.O.O.F. 5  18511188  9.0 Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. ÁRNI MAGNÚSSON ✝ Árni Magnússonfæddist á Akur- eyri 22. ágúst 1957. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Möðruvallaklaustur- skirkju 22. október. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þökk fyrir allt og guð þig blessi. Elsku Sigrún mín, börn, ættingjar og vin- ir, góður Guð styrki ykkur og varðveiti í sorg ykkar sem við vit- um að er mikil. Magnea og Eiríkur. Himnaföður harðan tel hann að taka frá mér. Guð á himnum gættu hans vel og geymdu í fanginu á þér. Elsku Sigrún, börn og ættingjar, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Alex Ricardo Sigurbjörnsson. Við þökkum innilega fyrir sýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SIGFÚSSONAR, Kolbeinsá. Hanna Guðný Hannesdóttir, börn, tengdabörn og fjölskyldur. Við þökkum af alhug öllum, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinsemd og heiðruðu minningu okkar elskulegu GUÐRÚNAR F. HJARTAR, Háholti 5, Akranesi. Adam Þór Þorgeirsson Ólöf Erna Adamsdóttir, Hreinn Haraldsson, Friðrik Þór Adamsson, Hanne Kragelund, Auður Adamsdóttir, Gunnlaugur V. Snævarr, Þorgeir Adamsson, Hrönn Hilmarsdóttir og barnabörn. Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is Kveðja frá eiginmanni Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg GUÐRÚN ÞÓRDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR ✝ Guðrún ÞórdísBjörgvinsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 16. febrúar 1949. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans 14. október síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 22. október. fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Gísli Tómas Ívarsson. FRÉTTIR ÁHUGAHÓPUR um betri byggð á Seltjarnarnesi mótmælir eindregið samþykkt meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness undir forystu Jón- mundar Guðmarssonar bæjarstjóra um breytingu á útrunnu aðalskipu- lagi bæjarins. Þetta kemur fram í ályktun frá hópnum. Þar segir ennfremur: „Samþykkt- in dagsett 25. október sl. gengur þvert gegn vilja nær 1.100 Seltirn- inga, sem mótmæltu áformum bæj- arstjórnar um breytingar á aðal- skipulagi og deiliskipulagi bæjarins með undirskrift sinni, auk þess sem vitað er um marga fleiri andsnúna áformunum. Aldrei í sögu Seltjarnarness hafa fleiri bæjarbúar risið upp til and- mæla gegn skipulagsáformum bæj- aryfirvalda, enda samsvarar tala undirskrifta um 44% af gildum at- kvæðum í síðustu bæjarstjórnar- kosningum. Samþykkt meirihluta bæjarstjórnar stríðir gegn anda lýð- ræðis og samvinnu í bæjarfélaginu. Við hörmum að Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri skuli kjósa leið átaka og ófriðar við bæjarbúa, þar á meðal hundruð kjósenda, sem veittu honum umboð sitt í þeirri trú, að meirihlutinn mundi virða lýðræðis- reglur fyrrverandi bæjarstjóra um að ráðast ekki í umdeildar bygginga- framkvæmdir í trássi við almenn- ingsvilja. Um leið og meirihluti bæjar- stjórnar samþykkir að sniðganga skýr og eindregin mótmæli bæjar- búa gegn breytingum á aðal- og deiliskipulagi, fullyrðir hann í grein- argerð að verið sé að koma til móts við athugasemdir íbúa. Við mótmæl- um því sérstaklega, að meirihlutinn skuli sýna dómgreind bæjarbúa slíka lítilsvirðingu samtímis því, sem hann hefur vilja þeirra að engu. Bæjarstjóri hefur enn uppi óljós orð um að fækka íbúðum og lækka hæð áætlaðra fjölbýlishúsa við Suður- strönd. Þó veit hann og meirihluti bæjarstjórnar það jafnvel og aðrir bæjarbúar, að deilan um skipulags- mál á Seltjarnarnesi snýst um miklu meira en hæð húsa og fjölda íbúða. Deilan snýst einkum og sér í lagi um þann umsnúning á bæjarmyndinni, sem felst í breytingu á aðalskipulag- inu:  Að í stað fallegs, fjölbreytts og lífvænlegs miðbæjar komi 7 stór- ar íbúðarblokkir og knattspyrnu- völlur á óheppilegum stað. Að fjöl- býlishúsin verði að mestu reist mitt í einbýlishúsahverfi á núver- andi knattspyrnuvelli og á grænu svæði, sem mynda einn fegursta útsýnisstað á Seltjarnarnesi.  Að knattspyrnuvellinum verði í staðinn þjappað niður við hús aldraðra mitt í væntanlegum mið- bæjarkjarna á Hrólfsskálamel, þar sem rými hans yrði skert, komið í veg fyrir að hann nýtist að fullu sem keppnisvöllur og alhliða íþróttasvæði, en jafnframt sett upp hindrun í veg fyrir eðlilegri þróun miðbæjar í bæjarfélaginu.  Að hætta af bílaumferð við skóla- svæði bæjarins vaxi til muna, ef sú fjölgun bíla um mörg hundruð, sem leiða mundi af fjölbýlishúsa- byggð við Suðurströnd, nær fram að ganga. Með mótmælum gegn breytingum á aðal- og deiliskipulagi hafnaði mik- ill fjöldi Seltirninga því skýrt og ein- dregið að ráðist skyldi í þessar fram- kvæmdir, sem umturna bæjarmynd- inni og skaða þróunarmöguleika bæjarins. Um þau áform getur eng- in sátt orðið. Málamiðlun getur ekki byggst á því að annar aðilinn keyri í gegn umdeildar megintillögur sínar, en bjóði mótaðila upp á lítilsháttar en óljósan afslátt af heildarfram- kvæmdum. Áhugahópur um betri byggð á Seltjarnarnesi heitir bæjarbúum því að fylgja áfram eftir mótmælum þeirra og bendir þeim á vefsíðu sína: http://www.verndumnesid.is/. Jafn- framt skorar Áhugahópurinn á Jón- mund Guðmarsson bæjarstjóra að hætta tali sínu um málamiðlun á grundvelli tillagna, sem meirihluti Seltirninga er greinilega með öllu andvígur, en snúa sér heldur að því að finna lausn á málinu í samræmi við vilja íbúa. Aðeins með því móti getur Jónmundur lægt þann ófrið, sem hann hefur stofnað til í okkar litla bæjarfélagi, þar sem engin ástæða er til að ríki annað en friður og einhugur um að verja samræmi byggðar og náttúru og tryggja far- sæla þróun miðbæjar. Framtíðar- skipulag bæjarfélagsins verður best ákveðið í frjálsri umræðu bæjarbúa, þar sem lögð verði til grundvallar ný heildartillaga að aðalskipulagi bæj- arins 2004–2024. Hennar hefur verið beðið árum saman, en verður að sjá dagsins ljós, svo að Seltirningar geti mótað saman í sátt og eindrægni framtíðarsvip bæjarfélagsins.“ Fréttatilkynning frá Áhugahópi um betri byggð á Seltjarnarnesi Mótmæla breytingu á aðalskipulagi STJÓRN Skáksambands Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að leita allra leiða til að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, hæli hérlendis af mannúðarástæð- um. „Nafn Bobby Fishcers mun ætíð vera tengt íslenskri sögu og þjóðar- vitund órjúfanlegum böndum. Þessi yfirgefni bandaríski snilling- ur þarf nú nauðsynlega á hjálp og stuðningi íslensku þjóðarinnar að halda. Stjórn Skáksambandsins skorar á íslensk yfirvöld að svara neyðarkalli Bobby Fishers af mann- úð og hugrekki.“ Ríkisstjórnin veiti Fischer hæli STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, selur nú eins og áður jólakort til ágóða fyrir starfsemi samtakanna. Á kortinu er vetrarmynd frá Ægisíðu eftir Bjarna Jónsson listmálara. Kortin verða m.a. seld á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skóg- arhlíð 8, Reykjavík. Jólakort Styrks RÖNG mynd birt- ist með aðsendri grein eftir Bjarna Jónsson sem birt- ist í blaðinu í gær. Hér fylgir rétt mynd og eru hlut- aðeigandi beðnir afsökunar. Röng mynd LEIÐRÉTT Bjarni Jónsson Jólakortasal- an er hafin hjá Hjarta- heillum, Landssam- tökum hjarta- sjúklinga. Hjartaheill hafa um ára- bil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru 5 kort í pakka, sem kosta 500 kr. Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla, Síðumúla 6, Reykjavík og hjá aðildarfélögunum úti á landi. Einnig er hægt að hringja í síma 552 5744 og panta kort eða senda tölvu- póst á asgeir@hjartaheill.is. Jólakortasala Hjartaheilla hefur verið ein helsta fjáröflunarleið sam- takanna. Jólakort Hjartaheilla JÓLAKORT Barnaheilla eru komin í sölu. Í ár eru í boði fjórar gerðir jólakorta auk sex merkispjalda og eru þau hönnuð af Guðjóni Davíð fyrir Barnaheill og eru send styrkt- arfélögum samtakanna. Einnig er hægt að kaupa kortin og fleiri gerðir jólakorta á skrifstofu Barna- heilla á Laugavegi 7, 3. hæð, Reykjavík, panta þau í síma 5610545, eða af vefsvæði Barna- heilla www.barnaheill.is eða net- fangið siggagroa@barnaheill.is. Jólakort Barnaheilla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.