Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 60

Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Heilsukoddar Heilsunnar vegna KLEIFARVATN eftir Arnald Indriðason er í fyrsta sæti yfir mest seldu bækurnar 1.– 15. nóvember samkvæmt fyrsta bóksölu- lista Félagsvísindastofnunar sem unninn er fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bóka- útgefenda og Félag bóka- og ritfangaversl- ana og birtur er í blaðinu í dag. Næst á eftir Kleifarvatni er Íslenski hest- urinn eftir Gísla B. Björnsson og Hjalta Jón Sveinsson sem er í efsta sæti í flokki hand- bóka og bóka almenns eðlis. Í 3. sæti sölu- hæstu bóka er reyfarinn Englar og djöflar eftir Dan Brown sem skrifaði metsölubók- ina Da Vinci-lykilinn. Í flokki ævisagna og endurminninga er Arabíukonur eftir Jó- hönnu Kristjónsdóttur söluhæst, en í flokki ljóðabóka er Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum efst á lista og af barnabókum er Skúli Skelfir og draugagangurinn í 1. sæti. Metsölubækur Kleifarvatn í fyrsta sæti  Bóksölulisti/26 STÚLKURNAR í Nylon, þær Klara, Emilía, Alma og Steinunn, hafa í nógu að snúast þessa dagana við að fylgja eftir nýútkomnum geisla- diski og bók sem fylgdi í kjölfarið. Í gær árituðu þær hvorki meira né minna en 100 bækur sem sendar voru áritaðar til með- lima íslensku bókaklúbba Eddu sem gefur bókina út. Bókin heitir, líkt og platan, 100% Nylon. Morgunblaðið/Golli Hundrað Nylon-bækur ÞRÁTT fyrir verulegt gengisfall Banda- ríkjadollars á síðustu mánuðum og meira en 10% verðfall bensíns á heimsmarkaði hafa íslensku olíufélögin ekki lækkað bensínverð sitt að neinu ráði á síðustu vikum. Í liðinni viku lækkaði listaverð á bensíni um 0,9%, úr 111,5 í 110,5 krónur, hjá öllum olíufélögun- um, og hafði verð þá ekki verið lækkað í tæpan mánuð. „Bensínverð var geysilega hátt í október og áhrif lækkunarinnar hafa ekki skilað sér til okkar ennþá,“ segir Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélagi Íslands í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður segir hann að vissulega hafi Olíufélagið keypt bensín síðan en hins vegar hafi bensínverð ekki lækkað nægilega mikið til þess að lækkunin skili sér til neytenda. Bensínverð lækkar í Svíþjóð Um miðjan október tók bensínverð að lækka í Svíþjóð og hefur það síðan lækkað um 0,78 sænskar krónur sem samsvarar 7,57 íslenskum krónum. Það samsvarar 7,4% lækkun. Þetta skýrir talsmaður Statoil í Svíþjóð með gengisfalli dollarsins og lækk- un heimsmarkaðsverðs á bensíni. Lítil lækkun bensínverðs  Vænta verður/B1 Dollarinn fellur og heimsmarkaðsverð á bensíni lækkar ♦♦♦ GRÆNLENSKA landsstjórnin hyggst taka í notkun hagfræðilíkan sem metur kosti og galla mismunandi fiskiveiðistefna og áhrif þeirra á atvinnu, verðmætasköpun og útflutningsverðmæti rækjuiðnaðarins í landinu. Hilmar Ögmundsson þjóðhagfræð- ingur er annar tveggja höfunda líkansins. Hann segir að líkanið verði aðallega notað til að meta hvernig framleiðsla og kvóti nýt- ist á sem hagkvæmastan hátt fyrir græn- lenska samfélagið. Einnig verði það notað til að finna hagkvæmustu nýtingu fram- leiðslutækjanna og áhrif hennar á fram- leiðslukostnað og hagnað. Segir Hilmar að fram til þessa hafi reynst erfitt að meta áhrif pólitískra ákvarðana um fiskiveiði- stjórn í Grænlandi en fram til þessa hafi at- vinnusköpun ráðið mestu þar um og velferð landsins í raun liðið fyrir það. Líkan sem metur pólitískar ákvarðanir  Úr verinu/4 ♦♦♦ arfalla- og vindorkuver ættu það sameiginlegt að vera ekki í sam- felldum rekstri. Orkuframleiðsla af því tagi þyrfti því að styðjast við aðra raforkuframleiðslu, en gæti reynst hagkvæm til að draga úr þörf fyrir vatnsmiðlun vatnsafls- vera. „Tækniþróun þessara orkugjafa kann einnig tímalega að haldast í hendur við mögulega þróun í vetn- istækni. Verði framtíðarþróun í vetnistækni á þann veg að unnt verði með hagkvæmum hætti að geyma vetni sem orkubera fyrir samgöngutæki munu þessir virkj- unarkostir verða álitlegir til raf- orkuframleiðslu fyrir vetni á Ís- landi,“ sagði Valgerður. SJÁVARFALLAVIRKJANIR eru nokkuð sem Íslendingar þurfa að athuga, að mati Valgerðar Sverr- isdóttur iðnaðarráðherra. Hún sagði á ráðstefnu um nýja mögu- leika til orkuöflunar, sem Orku- stofnun efndi til í gær, að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær farið yrði að beisla þá miklu orku sem fólgin væri í sjáv- arföllum við Ísland. „Við þurfum því að kanna hag- kvæmustu staði hér á landi fyrir hugsanlegar sjávarfallavirkjanir með því að mæla sjávarstrauma og dýpi til að vera í stakk búin að meta hagkvæmni strax og tæknin og reynslan segir,“ sagði Valgerð- ur. Iðnaðarráðherra ræddi einnig um vindorkuna og benti á að sjáv- Tímaspursmál hvenær sjávarföll- in verða virkjuð  Hugað að/12 Iðnaðarráðherra um nýja orkugjafa OPINBERIR hluthafalistar félaga á hluta- bréfamarkaði segja ekki alltaf hverjir eru raun- verulegir eigendur hlutafjár í viðkomandi fé- lögum. Þetta stafar m.a. af því hve algengt það er að hluti hlutafjár sé falinn á safnreikningum eða í nafni íslenskra fjármálafyrirtækja í út- löndum. Eignarhaldsfélög og framvirkir samn- ingar um hlutabréfakaup flækja einnig stöðuna mikið. Fyrir almenning liggja upplýsingar um hið raunverulega eignarhald ekki á lausu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í um- fjöllun Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í dag um eignarhald á fjármálamarkaði og tengsl fjár- málafyrirtækja við helstu fyrirtæki. Þar sést að töluverður munur getur verið á raunverulegu eignarhaldi einstakra hluthafa og því sem fram kemur á hluthafalista viðkomandi félags. Eignatengsl algengari hér Fram hefur komið að undanförnu að eigna- tengsl á verðbréfamarkaði séu algengari hér á landi en víða annars staðar. Fjármálaeftirlitið hefur áhyggjur af því að eignatengsl, ekki síst með aðild fjármálafyrirtækja, kunni að ráða nokkru um gengisþróun hlutabréfa. Þá telur stofnunin einnig að stakir lántakendur eða hóp- ar fyrirtækja myndi stórar áhættur í bókum fleiri en eins fjármálafyrirtækis. Í þessum efn- um eru viðskiptabankarnir þrír, Íslandsbanki, KB banki og Landsbanki, og einnig Straumur fjárfestingarbanki, umsvifamestir. Hluthafalistar gefa ekki skýra mynd af eignarhaldi  Þræðir bankanna/B6 DÆMI eru um að verslanir, bæði mat- vöru- og sérvöruversl- anir, hafi krafist þess að starfsmenn gefi blóðsýni. Versl- unarmannafélag Reykjavíkur hefur fengið nokkrar fyr- irspurnir frá starfs- mönnum sem hafa verið krafðir um slíkt og viðbrögð VR hafa alltaf verið þau sömu: Slíkar beiðnir eru bannaðar. Sigrún Viktorsdóttir, starfsmannastjóri og ráðgjafi VR, segir að bæði séu dæmi um að starfsmenn hafi fengið slíka beiðni frá vinnu- veitanda sínum og að beiðnin hafi verið sett fram áður en gengið er frá ráðningarsamningi. Fyrirtækin vilji m.a. ganga úr skugga um að starfsmaðurinn neyti ekki eiturlyfja. Sigrún segir að þetta sé of langt gengið, það felist alltaf einhver áhætta í því að ráða fólk í vinnu og með þessu séu atvinnurekendur farnir að teygja sig of langt. Sigrún hefur ekki upplýsingar um hvort starfsmenn hafi orðið við þessu, þegar fólk hringi í VR gefi það ekki endilega upp hver hafi beðið um lífsýnin né hvort það hyggist verða við beiðninni. Sigrún segir að krafa um lífsýni sé alltaf óeðlileg og óheimil. Engu máli skipti þó að um sé að ræða verslun með viðkvæmar vörur, s.s. apó- tek, hvað þá dagvöru- og sérvöruverslanir. /B2 Verslanir biðja um blóðsýni hjá starfsfólki Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.