Morgunblaðið - 18.11.2004, Page 3

Morgunblaðið - 18.11.2004, Page 3
Fáðu úrslitin send í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 B 3 ll FÓLK ● SÆVAR Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmda- stjóri farsíma- sviðs Símans. Sævar, sem er viðskiptafræð- ingur, hefur starf- að hjá Símanum frá 1996 sem forstöðumaður ýmissa sviða og var síðast forstöðumaður sölu- og vörustjórnunar gagnasviðs. Sævar tekur við af Magnúsi Ög- mundssyni sem lætur af störfum um áramót til þess að taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá Lyst ehf. sem meðal annars rekur McDonalds á Ís- landi. Lyst er í eigu Jóns Garðars Ög- mundssonar sem er bróðir Magnúsar. Nýr framkvæmda- stjóri hjá Símanum ● ERIC Figueras hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri við- skiptaþróunar TölvuMynda. Eric lauk MS-námi í rafmagnsverk- fræði frá Háskóla Katalóníu í Barce- lona árið 1992 og MBA-gráðu frá IMD-háskólanum í Sviss árið 2001. Hann hefur áður starfað hjá Síman- um í sex ár og hefur undanfarin ár gegnt starfi stjórnarformanns hjá hugbúnaðarfyrirtækinu TrackWell. Nýr framkvæmda- stjóri hjá TölvuMyndum ● AFL fjárfestingarfélag festi í fyrra- dag kaup á 250 þúsund hlutum í breska iðnfyrirtækinu Low & Bonar plc. samkvæmt tilkynningu sem birt- ist á heimasíðu kauphallarinnar í London. Samtals á Afl fjárfesting- arfélag, sem er dótturfélag Fjárfest- ingarfélagsins Atorku, því 17,05 milljónir hluta í félaginu og er verð- mæti þeirrar eignar miðað við loka- verð í fyrradag um 20 milljónir punda sem samsvarar tæplega 2,5 millj- örðum króna. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Styrmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri Atorku, að það væri ekki á stefnuskránni að gera yf- irtökutilboð í Low & Bonar, enda væru stærri hluthafar í fyrirtækinu. Að hans sögn er hér um að ræða gott fyrirtæki sem er spennandi fjár- festingarkostur. Hlutur Afls 2,5 milljarða virði ll STUTT ● SAMKVÆMT könnun sem bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman-Sachs framkvæmir reglu- lega eru bandarískir forstjórar mun svartsýnni um framtíðina en evr- ópskir starfsbræður þeirra. Það sem veldur áhyggjum er meðal annars hækkandi hráefnaverð og óvissa um olíuverð. Þetta kemur fram á vef Financial Times. Evrópskir forstjórar hafa að- allega áhyggjur af hagvexti í löndum sínum en eru bjartsýnir hvað varðar efnahagsvirkni í heim- inum. Bandarískir forstjórar svartsýnir ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.