Morgunblaðið - 18.11.2004, Page 12
Við hjálpum þér
að láta það gerast
HÓPÁSKRIFT FYRIR FYRIRTÆKI
Hópáskrift hentar fyrirtækjum sem vilja að starfsmenn geti hringt sín á
milli í GSM síma án þess að greiða mínútugjald. Þess í stað er greitt fast
mánaðargjald fyrir hvern GSM síma. Einnig er hægt að velja HópáskriftPlús
en þá er fyrirtækissíminn einnig innifalinn í áskriftinni.
Fyrirtæki þurfa einungis að hafa 3 GSM síma skilgreinda í hóp en ekkert
hámark er á fjölda GSM síma í Hópáskrift.
Viðskiptavinir Símans þurfa ekki að skipta um númer til þess að geta
gengið í Hópáskriftina.
Kynntu þér Hópáskrift Símans
á siminn.is eða í síma 800 4000.
Ekkert mínútugjald
á milli starfsmanna
800 4000 - siminn.is
3 GSM SÍMAR
MYNDA HÓPENN
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
13
6
5
8
4(-" D'
% V 6*5$$7(':/@95*$*5I;# $*)# J
-3( <(
U34
(
,30
/
- 0
#
A1 1
8 01
&/
5
(' '
N""J
C'
;/83
,38
89#
%
% %
X X X
X%
Y X X X
% % % % % % % % % % K$*$$-$9%$ 8$9%$*5(':/
6+ (
"
& '' (#
&1
,386'
)&
$ : '
!&: '
; : '
*
* + ,
D
83 '"
D"'8
- 03
- 0838:
M
AQ>Z OL
,.->
D*Z
''
Íslandsbanki virðist vera aðsækja í sig veðrið, hvað varðarkapphlaup íslensku viðskipta-bankanna um uppkaup á er-
lendum bönkum. Eins og greint
hefur verið frá, hefur bankinn gert
tilboð í allt hlutafé norska bankans
BNbank (sem er fasteigna- og at-
vinnulífsbanki) fyrir samtals 33,3
milljarða íslenskra króna. Hafa
ber hugfast, að talsverður tími
mun líða, áður en ljóst verður,
hvort af þessum kaupum verður.
Tilboðið sjálft gildir í nær einn
mánuð enn, eða til 17. desember
nk.
Ef marka má norsk dagblöð frá í
gær, eru taldar harla
litlar líkur á því, að
aðrir bankar, hvort
sem er norskir eða KB
banki, muni blanda sér
í keppnina um
BNbank, þannig að
endanlega mun það að
líkindum ráða úrslit-
um, hvort verðið sem
Íslandsbanki býður, 320 norskar
krónur fyrir hlutinn, sem er um
19% yfir markaðsvirði bankans, í
norsku kauphöllinni við lokun á
mánudag, er nógu hátt, að mati
seljenda.
Stjórn BNbank hefur þegar
sagt að hún telji tilboð Íslands-
banka of lágt, en það eru auðvitað
bæði skiljanleg og eðlileg viðbrögð
seljanda, sem vill gera hvað hann
getur til þess að tala upp verðið á
söluvöru sinni.
Ef Íslandsbanki eignast norska
bankann BNbank, verður gríðar-
leg breyting á efnahag bankans,
því eignir hans munu nánast tvö-
faldast og verða um eitt þúsund
milljarðar króna.
Íslandsbanki væri þannig með
myndarlegum hætti að stimpla sig
inn í útrásarkapphlaup íslensku
bankanna, færa sig nær KB banka,
sem er með heildareignir upp á
rúmlega 1500 milljarða króna, og
taka hraustlega fram úr Lands-
bankanum, sem á heildareignir
upp á um 640 milljarða króna.
Slíkt myndi ugglaust efla sjálfs-
traust Íslandsbankamanna til
muna, þar sem keppinautar þeirra
í bankaútrás, einkum í KB banka
hafa gert fremur lítið úr fjárfest-
ingum Íslandsbanka í Noregi fyrr í
haust, þegar bankinn keypti
norska bankann KredittBanken í
Álasundi, fyrir 3,5 milljarða króna.
Hefur þeim kaupum jafnvel verið
lýst af keppinautunum, að þau
væru svo smá í sniðum, að líkja
mætti við kaup á smálegum sveita-
sparisjóði!
Þótt yfirtökutilboð Íslands-
banka verði samþykkt af stjórn
BNbank og norska fjármálaeftir-
litið veiti jákvæða yfirtökunni já-
kvæða umsögn og vilyrði sitt, er
ekki þar með sagt, að viðskiptin
séu í höfn. Það er fjár-
málaráðuneytið
norska, sem mun eiga
síðasta orðið og ráða
því hvort þessi kaup
Íslandsbanka verða
heimiluð af norskum
stjórnvöldum.
Norsk þjóðernis-
kennd virðist ráða
nokkru um afstöðu þarlendra fjöl-
miðla og viðskiptalífs, vegna fyr-
irhugaðra kaupa Íslandsbanka á
þessum 43 ára banka, því rætt hef-
ur verið um að reyna beri að halda
bankanum í norskri eigu.
Það hefur um hríð verið ljóst, að
íslensku viðskiptabankarnir þyrftu
að leita út fyrir landsteinana, með
útrásar- og stækkunarþörf sína,
því markaðurinn hér innanlands
býður ekki upp á frekari vöxt.
Það mun því ekki vekja nokkra
undrun, þótt Landsbankinn til-
kynni um einhverjar fjárfestingar í
banka eða bönkum á hinum Norð-
urlöndunum á næstunni, því KB
banki hefur þegar hreiðrað um sig
með myndarlegum hætti í Dan-
mörku og Svíþjóð. Danska pressan
hefur ýjað að því að annaðhvort
sænskur banki eða fjársterkur ís-
lenskur banki, kunni að reyna yf-
irtöku á Roskilde Bank, en m.a.
vegna slíkra sögusagna í Dan-
mörku að undanförnu, hafa hluta-
bréf í Roskilde Bank hækkað í
verði um 33%, eða 650 milljónir
danskra króna.
Útrásarkapphlaup
íslensku bankanna
Innherji skrifar
Innherji@mbl.is
’Hafa gertfremur lítið úr
fjárfestingum
Íslandsbanka í
Noregi‘
INGIMUNDUR Sigurpálsson hef-
ur tekið við starfi forstjóra hjá Ís-
landspósti hf. og honum líst vel á
verkefnin sem framundan eru. „Þetta
er kröftugur vinnustaður og greini-
lega margt að gerjast hjá Íslands-
pósti. Við erum m.a. að takast á við
aukin verkefni og vaxandi samkeppni
í póst- og vörudreifingu.“
Ingimundur er fæddur í Reykjavík
árið 1951. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1971 og
lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla
Íslands 1975. Þá var hann einn vetur,
árið 1980, við nám í George Washing-
ton-háskólanum í Washington DC.
Ingimundur hóf starfsferil sinn
ungur að árum, réðist aðeins níu ára
gamall sem sendill til Fálkans og
gegndi þar ýmsum störfum með námi
til 22 ára aldurs. Þá kenndi hann í
Tækniskólanum og Víghólaskóla á
háskólaárum sínum. Að viðskipta-
námi loknu fór hann til starfa hjá
Framkvæmdastofnun ríksins, sem
síðar varð Byggðastofnun. Rúmlega
þrítugur tók Ingimundur svo við
starfi bæjarstjóra á Akranesi og
fimm árum síðar, 1987, varð hann
bæjarstjóri í Garðabæ. Eftir þrettán
ár sem bæjarstjóri Garðbæinga,
bauðst Ingimundi að setjast í for-
stjórastól hjá Eimskipafélagi Íslands
og þar sat hann í þrjú ár, þar til nýir
eigendur komu að félaginu. Hann
hefur víða komið við í nefndar- og
stjórnarsetu og er m.a. formaður
Samtaka atvinnulífsins.
Samferðamenn Ingimundar í
gegnum tíðina segja hann afar traust-
an mann, áreiðanlegan, vinnusaman
og lipran í allri framgöngu. Hann er
sagður þægilegur í umgengni, sýni
samstarfsfólki sínu virðingu, sé
hreinn og beinn og menn viti hvar
þeir hafi hann. Fláræði sé fjarri hon-
um, hann sé fastur fyrir og haldi fast
við sín „prinsipp“.
Einn viðmælenda segir Ingimund
ávallt hafa skilað frá sér meiru en
hægt væri að ætlast til og vera
óhræddan við að reyna nýja hluti.
Annar segir hann gera allt með mikl-
um myndarskap, hann vilji annað
hvort gera hlutina vel eða sleppa
þeim. Enn annar segir hann taka því
sem að höndum ber með sérstöku
jafnaðargeði og vera ekki að ergja sig
á hlutunum. Þeir sem rætt var við eru
reyndar sammála um þetta, að Ingi-
mundur sé yfirvegaður og rólegur
maður í góðu jafnvægi.
Hann er ennfremur talinn vand-
virkur og nákvæmur í allri framsetn-
ingu og hann greini aðalatriði frá
aukaatriðum á augabragði.
Ekki vilja menn kannast við neina
galla á manninum. Þó voru nefnd lítil
atriði sem vart teljast til galla, eins og
að hann eigi erfitt með að muna nöfn
fólks, muni fremur eftir andlitum.
Þegar lýsingin er borin undir Ingi-
mund segir hann: „Það er nú ekki
annað hægt en að vera ánægður með
þessa lýsingu. Sumt af þessu kannast
ég við, annað síður en margt er of-
mælt.“ Hann vill ekki fara nánar út í
þá sálma en segir rétt að hann eigi
auðveldara með að muna tölur en
nöfn. „Auk annars er það til marks
um að ég hefði tæplega átt langa
framtíð fyrir mér í pólitík.“
Þegar kemur að áhugamálum Ingi-
mundar nefna flestir tónlistina, hann
sé liðtækur gítarleikari og hafi spilað
með hljómsveitum í eina tíð. Sjálfur
gefur Ingimundur lítið upp um tón-
listarferilinn. „Það voru nú flestir í
einhverjum bílskúrshljómsveitum
eða skólahljómsveitum á mínum ung-
lingsárum. Músikantar voru í öðru
hverju húsi,“ segir hann en viður-
kennir þó að hafa spilað nokkuð op-
inberlega, m.a. á skólaböllum, í Breið-
firðingabúð, Silfurtungli og Hlégarði.
Beatnicks og Geislar voru meðal
þeirra hljómsveita, sem Ingimundur
spilaði með en hann þvertekur fyrir
að hafa orðið þekktur sem tónlist-
armaður.
Ingimundur er sagður skemmti-
legur samkvæmismaður og þau hjón-
in, Ingimundur og Hallveig, myndi
sterka liðsheild, þau séu félagslynd
og samstíga í allri framgöngu.
Ingimundur er jafnframt sagður
hafa áhuga á fóbolta, myndlist og
stjórnmálum, þá helst þeim málum
sem eru hvað næst fólkinu s.s. mál-
efnum aldraðra, skólamálum og
íþróttum. Til dæmis sé hann virkur í
stuðningstarfi íþróttafélagsins
Stjörnunnar í Garðabæ. Ekki síst sé
hann þó fjölskyldumaður, sem haldi
vel utan um frændgarðinn.
Eiginkona Ingimundar er Hallveig
Hilmarsdóttir leikskólakennari í
Garðabæ. Þau eiga þrjá syni; Jóhann
Steinar, sem er kvæntur Völu Guð-
nýju Guðnadóttur, Hilmar, sem er í
sambúð með Elísabetu Birgisdóttur,
og Sigurbjörn. Barnabarn eiga þau
eitt; Ingimund Orra.
Skemmtilegur
samkvæmismaður
Morgunblaðið/Sverrir
Spilaði í bílskúrsböndum Ingimundur var m.a. í hljómsveitinni Geislum
og spilaði fyrst og fremst á skólaböllum, í Breiðfirðingabúð og Hlégarði.
Ingimundur Sigur-
pálsson er nýr for-
stjóri Íslandspósts og
formaður Samtaka
atvinnulífsins. Soffía
Haraldsdóttir bregður
upp svipmynd af Ingi-
mundi.
SVIPMYND
soffia@mbl.is