Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 318. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Mannlífs- myndir Ara Ari Sigvaldason fréttamaður sýnir mannlífsmyndir Menning Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Lenging og stytting lána Íbúðalánasjóðs  Vakning gagnvart ljósi  Brooklyn-brúin Íþróttir | Viggó kemur með kynslóðaskipti Svartur blettur á knattspyrnunni  Titill í höfn hjá Snæfelli TVÆR útgöngukannanir bentu til þess að forsetaefni stjórnarand- stöðunnar í Úkraínu, Viktor Jústsj- enko, hefði sigrað í síðari umferð forsetakosninga sem fram fór í gær. Seint í gærkvöldi sagði kjör- stjórn landsins hins vegar að Viktor Janúkovytsj forsætisráðherra hefði hlotið 51% atkvæða og Jústsjenkó 45% þegar talið hafði verið í 26 pró- sentum kjördæma. Um 54% aðspurðra í annarri könnuninni sögðust hafa kosið Jústsjenko en 43% Janúkovytsj. Könnunin var gerð á vegum stofn- unar sem nokkur vestræn ríki fjár- magna. Hún fólst í því að kjósendur voru beðnir að fylla út spurn- ingalista fyrir utan kjörstaði án þess að gefa upp nöfn sín. Önnur könnun benti til þess að fylgi for- setaefnis stjórnarandstöðunnar hefði verið 49,4% en Janúkovytsj forsætisráðherra 45,9%. Hún byggðist á viðtölum við kjósendur fyrir utan kjörstaði. Sú aðferð hef- ur verið gagnrýnd þar sem sumir kjósendurnir þori ekki að láta í ljósi andstöðu við forsætisráðherrann nema fyllstu nafnleyndar sé gætt. Um 10.000 stuðningsmenn Jústsj- enkos söfnuðust saman í miðborg Kíev í gærkvöldi og sökuðu yfirvöld um að ætla að falsa úrslit kosning- anna. Jústsjenko hvatti til mótmæl- anna og andstæðingar hans sökuðu hann um að ætla að æsa til óeirða í landinu í því skyni að taka völdin í sínar hendur. Jústsjenko hefur lofað umbótum að vestrænni fyrirmynd og nánara samstarfi Úkraínu við Vestur- Evrópu. Reuters Kona í þorpinu Khotynovka í Úkraínu greiðir atkvæði í síðari umferð forsetakosninganna sem fram fór í gær. Óvíst um úrslit í forseta- kosningunum í Úkraínu Kíev. AP.  Óttast óeirðir/14 Stjórnarandstaðan óttast að yfirvöld falsi úrslitin HLUTFALL íraskra barna, sem þjást af alvarlegri vannæringu, hef- ur tvöfaldast frá innrásinni í Írak fyrir 20 mánuðum, samkvæmt könn- unum Sameinuðu þjóðanna, hjálpar- stofnana og írösku bráðabirgða- stjórnarinnar. Hlutfall alvarlega vannærðra barna jókst úr 4% fyrir tveimur ár- um í 7,7 í ár, að því er fram kom í frétt The Washington Post í gær. Talið er að alls þjáist nú um 400.000 írösk börn af alvarlegri vannæringu og kvillum sem henni fylgja. Blaðið segir að hlutfall vannærðra barna í Írak sé nú svipað og í Mið- Afríkuríkinu Búrúndí þar sem borg- arastyrjöld hefur geisað í rúman áratug og miklu hærra en í fátækum löndum á borð við Úganda og Haítí. Kosið 30. janúar Lánardrottnar í Parísarklúbbnum svokallaða náðu í gær samkomulagi um að afskrifa 80% af skuldum Íraks við þá. Á meðal lánardrottnanna eru lönd í Evrópu, Bandaríkin, Japan og Rússland. Skuldir Íraks við þessi lönd nema 42 milljörðum dollara (2.800 millj- örðum króna) en landið skuldar einnig arabaríkjum 80 milljarða doll- ara (5.300 milljarða króna). Litið var á samkomulagið sem mikilvægan áfanga í þeirri viðleitni Bandaríkjastjórnar að rétta efnahag Íraks við. Er það einnig talið veruleg tilslökun af hálfu Frakka sem reyna nú að bæta tengslin við Bandaríkin eftir deilurnar um innrásina. Kjörstjórn í Írak tilkynnti í gær að þingkosningar ættu að fara fram 30. janúar og talsmaður hennar sagði að kosið yrði í öllu landinu. Kjósa á 275 manna íraskt þing sem á að leggja drög að varanlegri stjórnarskrá landsins. Þá verða kos- in héraðsráð og sérstakt þing land- svæða Kúrda í norðurhluta Íraks. Farid Ayar, talsmaður kjörstjórn- arinnar, sagði að kosningar ættu að fara fram á svæðum þar sem banda- rískir og íraskir hermenn hafa barist við uppreisnarmenn að undanförnu, m.a. Fallujah, Ramadi og Mosul. „Ekkert íraskt hérað verður und- anskilið vegna þess að í lögunum er litið á Írak sem eitt kjördæmi og þess vegna er ekki löglegt að und- anskilja einstök héruð,“ sagði Ayar. Hlutfall van- nærðra barna í Írak tvöfaldast Lánardrottnar sam- þykkja að afskrifa 80% skuldanna Bagdad, París. AFP, AP. Reuters Íraskur drengur heldur á brauði. Hann flúði átökin í Fallujah og býr nú í flóttamannabúðum í Bagdad. LAGÐAR eru til tvíþættar breytingar á vaxtabótakerf- inu, sem munu draga úr end- urgreiðslum ríkisins í formi vaxtabóta, í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um skattalækk- anir á árunum 2005–2007, sem dreift hefur verið á Alþingi. Með frumvarpinu er reiknað með að vaxtabætur lækki um 300 milljónir króna 2005, nokkuð meira en lagt var upp með í frumvarpi til fjárlaga. Í skattafrumvarpinu er kveðið á um að hlutfall vaxta- gjalda af skuldum til útreikn- ings á vaxtabótum verði lækk- að úr 5,5% í 5% og að sú breyting komi til fram- kvæmda á árinu 2006. Einnig er lagt til að greiddar vaxta- bætur verði 95% af útreikn- uðum vaxtabótum við álagn- ingu á árinu 2005. Á móti kemur hins vegar að í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að svonefndar viðmiðunar- fjárhæðir skatta í skattkerf- inu, s.s. við ákvörðun sjó- mannaafsláttar, barnabóta og vaxtabóta hækki almennt um 3% við álagningu á næsta ári. Ætlað að draga úr hvata til skuldsetningar Í athugasemdum frum- varpsins kemur fram að með breytingu sem gerð var með lögunum í fyrra var hlutfall vaxtagjalda af skuldum sem notað er við útreikning á vaxtabótum lækkað úr 7% í 5,5%. „Rökin fyrir breyting- unni voru þau að frá því að viðmiðunarmörkin voru ákveðin 7% höfðu raunvextir langtímalána lækkað umtals- vert. Frá því lög nr. 143/2003 tóku gildi hafa raunvextir af húsbréfum og lánum lífeyris- sjóða enn lækkað. Nú er svo komið að raunvextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru 4,3% og af lánum lífeyrissjóða um 4,3%. Viðskiptabankar eru enn fremur að bjóða lán til hús- næðiskaupa með 4,2% vöxt- um. Í ljósi þessa er lagt til að ofangreint hlutfall lækki í 5% og þar með verði dregið úr hvata til frekari skuldsetning- ar hjá þeim sem eru að fjár- festa í eigin húsnæði,“ segir í frumvarpinu. Samkvæmt fjárlagafrum- varpi næsta árs er gert ráð fyrir 200 milljóna kr. lækkun vaxtabóta vegna áforma um að greiddar bætur nemi 95% af reiknuðum vaxtabótum. Í skattafrumvarpinu kemur hins vegar fram að reikna megi með að þessar breyting- ar leiði til allt að 300 milljóna kr. lækkunar á útgjöldum rík- issjóðs 2005. Breytingar í skattalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar Vaxtabætur munu lækka um 300 milljónir króna UM 25.000 manns tóku í gær þátt í göngu sem samtök músl- íma skipulögðu í Köln til að mótmæla hryðjuverkum ísl- amskra öfgamanna. Fólkið hélt á fánum Þýskalands, Tyrk- lands og Evrópusambandsins og borðum með áletrunum eins og „hryðjuverk eru glæpur gegn mannkyni“. Um þrjár millj- ónir múslíma búa í Þýskalandi, flestir af tyrkneskum ættum. Reuters Múslímar mótmæla hryðjuverkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.