Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 4

Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 4
4 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða í vetur einstakt tæki- færi á skíði til eins vinsælasta skíðabæj- ar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, en þaðan er aðeins um klukkustundar akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitinga- staði, verslanir og kvöldlífið. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Beint flug til Salzburg 29. jan. 19. feb. 5. feb. 26. feb. 12. feb. Verð frá kr. 29.990 Flugsæti til Salzburg, 29. janúar, fyrstu 30 sætin. Netverð. Skíðaveisla Í AUSTURRÍKI HALLUR Páll Jónsson, starfsmannastjóri hjá Fé- lagsþjónustunni, segir að dregið hafi úr fordómum í garð starfsmanna Félagsþjónustunnar sem eru af erlendum uppruna. Gerðar voru tvær viðhorfs- kannanir sem framkvæmdar voru 2001 og nú í nóv- ember. Að sögn Halls eru 8–10% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá Félagsþjónustunni vinna af erlendum uppruna frá á fjórða tug landa. Alls náði seinni könnunin til 85 starfsmanna af erlendum uppruna og var svarhlutfall 87%. Hallur segir vekja athygli að verulega virðist hafa dregið úr fordómum meðal starfsmanna Fé- lagsþjónustunnar. „Þegar við spyrjum starfsmenn af erlendum uppruna hvort þeir hafi orðið fyrir óþægindum eða leiðinlegri framkomu á vinnustað eða í vinnunni vegna þjóðernis síns þá kemur það klárlega í ljós að milli áranna 2001 og 2004 hefur verulega dregið úr því. Þetta vekur athygli þar sem þetta er í raun öfug þróun miðað við þær nið- urstöður sem lesa má úr Gallup-könnuninni nýju. Þegar spurt er hverjir það eru sem sýnt hafi for- dómafulla eða óþægilega framkomu þá kemur í ljós að verulega hefur dregið úr því að það sé af hálfu starfsmanna, en á móti hefur það aukist með- al notenda og aðstandenda þeirra,“ segir Hallur. Hann telur að rekja megi mþessa jákvæðu þró- un til þess að Félagsþjónustan hefur sett sér sér- staka stefnumótun í málefnum útlendinga. Vinna gegn fordómum „Við höfum lengi fylgst með stöðu starfsmanna okkar af erlendum uppruna og lagt okkur eftir því að bæta hana bæði með tilliti til jafnræðis í starfs- mannahópnum og möguleikum þessara starfs- manna til að öðlast meiri færni og verða hæfari starfsmenn. Þannig höfum við t.d. boðið starfs- mönnum upp á vinnutengda íslenskukennslu. Einnig höfum við verið með sérstaka þjóðardaga á vinnustöðum þar sem erlendir starfsmenn hafa kynnt menningu sína og siði bæði fyrir samstarfs- fólki og t.d. íbúum þeirra vinnustaða sem heyra undir okkur. Nefna má einnig að við styðjum og hvetjum erlenda starfsmenn okkar, sem eru með starfsmenntun úr sínu heimlandi til að fá hana við- urkennda og öðlast þannig réttindi. Við höfum haldið sérstaka alþjóðaviku og þemaviku til að vinna gegn fordómum meðal starfsmanna okkar,“ segir Hallur, en einnig má nefna að Félagsþjón- ustan hefur látið þýða talsvert af efni, bæði starfs- mannastefnu sína og undirbúningsblöð fyrir starfsmannasamtöl, á erlend tungumál. Hallur segir að starfsmenn af erlendum upp- runa hafi verið spurðir í könnuninni hvort þeir hafi þurft á sveigjanlegum vinnutíma að halda vegna fjölskylduaðstæðna. „Það vakti athygli okkar að u.þ.b. helmingur svarenda telur sig ekki hafa þurft á því að halda, en það er nokkuð hærra hlutfall en meðal annarra starfsmanna. Maður veltir eðlilega fyrir sér af hverju það sé og hvort þetta hugtak og hugsun um sveigjanleika á vinnustað, þ.e. sveigj- anlegur vinnutími og aðstæður, séu kannski mörg- um starfsmönnum sem koma erlendis frá framandi af því sú umræða eigi sér ekki stað þar í þeirra heimalöndum. Þeir sem svöruðu því játandi að þeir hefðu þurft á slíkum sveigjanleika að halda vegna fjölskylduaðstæðna svöruðu því langflestir til að vinnustaðurinn hefði komið til móts við þeirra þarfir að því leyti og eru það afar jákvæðar nið- urstöður fyrir okkur.“ Dregið hefur úr fordómum í garð erlendra starfsmanna ENN eitt veðurmetið féll seint í fyrrinótt þegar frostið á landinu náði því að verða 29,7 gráður á Mý- vatni en ekki hefur áður orðið jafn kalt í nóvembermánuði á landinu. Talsvert langt er þó í að kuldametið frá því mælingar hófust verði sleg- ið, en það var sett frostaveturinn mikla árið 1918 þegar frostið náði 38 gráðum í janúarmánuði í Möðru- dal og eins á Grímsstöðum á Fjöll- um. Mjög kalt var víða í innsveitum norðaustanlands í fyrrinótt eða á bilinu 15–30 gráður undir frost- marki. Þannig var frostið 27,3 gráður í Möðrudal og 25 stiga frost í Svartárkoti. Raunar var enn mjög kalt í gærdag fyrir norðan, því um miðjan dag var enn 23 stiga frost á Mývatni. Spáð er hægt hlýnandi veðri, en áfram talsverðu frosti í innsveitum norðanlands. Spáð er að það hlýni nokkuð á þriðjudag, en á fimmtu- daginn kemur er útlit fyrir að það kólni aftur, samkvæmt upplýs- ingum Veðurstofunnar. Morgunblaðið/BFH Myndin er frá Kílsklettum skammt frá Garði, en þar er kaldavermsl. Tæplega 30 stiga frost á Mývatni SAMKVÆMT útreikningum Lands- sambands kúabænda á gögnum frá Hagstofu Íslands hefur innflutn- ingur nautakjöts á þessu ári stór- aukist miðað við sama tíma í fyrra. Þá nam innflutningur til landsins (jan.–sept.) um 12 tonnum af nauta- kjöti, en á sama tímabili í ár komu til landsins 45 tonn af nautakjöti. Langmest hefur verið flutt inn af frystum lundum, eða 22 tonn, og er áætlað söluverðmæti um 60–70 milljónir króna. Í sumar var út- hlutað tollkvótum vegna innflutn- ings á nautakjöti vegna tímabilsins júlí 2004–júní 2005 og nam úthlut- unin 95 tonnum. Verulega dró úr innflutningi á nautakjöti þegar umfjöllun um kúa- riðu stóð sem hæst í Evrópu. Flestir innflytjendur hættu þá að flytja nautakjöt til landsins. Innflutningur á nautakjöti eykst á ný GJALDIÐ sem Úrvinnslusjóður fær af heyrúlluplasti og sem rennur til að greiða kostnað vegna endurvinnslu á því er innheimt í tolli. Byrjað var að innheimta gjaldið, 25 krónur á kíló í upphafi ársins en Ólafur Kjartans- son, framkvæmdastjóri Úrvinnslu- sjóðs, segir að innflutningur á hey- rúlluplasti fyrstu mánuði ársins hafi verið minni en gert hafi verið ráð fyrir. Þannig hafi gjaldið verið búið að skila um 15,7 milljónum króna í ágúst í sumar en það samvarar að þá hafi verið búið að flytja inn tæplega 630 tonn af plastinu af um 1.600 tonna ársnotkun. Það bendi til þess að einhverjar birgðir af plasti hafi verið til um áramótin sem flutt hafi verið inn án gjalds í fyrra eða þá inn- flutningurinn verði mun meiri síð- ustu mánuði ársins. Spurður hvernig því fé verði ráð- stafað sem nú hafi verið innheimt segir Ólafur að Úrvinnslusjóður sé rétt í þann mund að senda frá sér skilmála fyrir aðila sem hafa hug á að starfa að innsöfnun og endurnýt- ingu plastsins. „Gjald sem við höfum innheimt verður notað til þess að greiða fyrir þann kostnað og lögum samkvæmt eiga tekjur sem við öflum í þessum málaflokki að standa undir kostnaðinum. Tekjurnar og kostnað- urinn eiga að haldast í hendur. Þann- ig að ef tekjurnar verða of miklar miðað við þann kostnað sem hlýst af innsöfnuninni og endurvinnslu eig- um við að lækka gjaldið lögum sam- kvæmt.“ Ólafur segir að þegar gjald af þessu tagi sé lagt á í fyrsta sinn sé óvissan mikil þótt menn hafi sett gróflega niður fyrir sér hver kostn- aðurinn verði. Það skipti aftur á móti töluverðu máli í þessu sambandi hversu mikið af heyrúlluplastinu komi til endurvinnslu, hvort það séu t.d. 70%, 80% eða 90%. Gjaldtaka á heyrúlluplast hófst um áramót Tekjur og kostnaður eiga að standast á MIKIL slagsíða er í öllu umhverf- ismati og virkjanaumræðu, þar sem framkvæmdaaðilinn hefur tögl og hagldir í öllu ferli umhverfismatsins. Þetta kom fram í máli dr. Ragnhild- ar Sigurðardóttur umhverfisfræð- ings á fundi ReykjavíkurAkadem- íunnar um umhverfismál á laugar- dag. Fundurinn er hluti af röðinni „Virkjun lands og þjóðar“ en skipu- leggjandi hennar er Viðar Hreins- son fræðimaður. Á fundinum var varpað fram spurningum um það hvort íslenskur almenningur væri vel upplýstur um framkvæmdir á hálendinu og hvort hann hafi fengið réttar upplýsingar. Þá var því velt upp hvort ákvarðanir um þessi afdrifaríku mál væru lýð- ræðislegar. Alvarleg slagsíða Ragnhildur sagði í erindi sínu at- hugavert að framkvæmdaaðilinn sæi um umhverfismatið og réði til þess verkfræðistofur sem síðan væru háðar honum um verkefni. Verk- fræðistofurnar vinni úr niðurstöðum vísindamanna og setji oft vafasama túlkun í matsskýrsluna, sem varpi síðan hagstæðu ljósi á framkvæmd- ina. Þar sem þekkingu skorti væri aldrei gefinn tími til að afla hennar. Þá benti Ragnheiður á alvarlega slagsíðu sem felst í því að Lands- virkjun hefur tugi eða hundruð millj- óna til að kynna sín mál afar einhliða á meðan þeir sem eru á móti fram- kvæmdum hafa ekkert opinbert fé, þrátt fyrir upplýsingaskyldu gagn- vart almenningi í lögum um um- hverfismat. „Þetta er stóralvarlegur lýðræð- isbrestur,“ segir Viðar, sem segir ljóst að mikið til hafi skort á upp- lýsta umræðu um virkjunarmál hér á landi. „Það urðu þó afar skemmti- legar og upplýsandi umræður sem sköpuðust í kjölfar erindanna og mörg áhugaverð umtalsefni rötuðu á borð. Þessir fundir okkar eru viss lóð á vogarskálarnar til að ná upp þeirri umræðu sem hefði átt að hafa farið fram fyrir löngu.“ Annar frummælandi fundarins var Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, en hann fjallaði í erindi sínu um umfjöllun blaðsins um Kárahnjúkavirkjun og hugleiddi hlutverk fjölmiðla. Sagði Styrmir umhverfismálin afar viðkvæm og og hefðu valdið djúpstæðum klofningi meðal þjóðarinnar. Mikilvægt væri að finna einhverja sátt í þeim efnum og spurning, hvort aukin raf- orkuframleiðsla með jarðvarma- virkjunum gætti átt þátt í því. Umræðufundur RA um virkjanir og umhverfismál Framkvæmdaaðilinn hefur of mikið vald Morgunblaðið/Kristinn Viðar Hreinsson hlýðir á framsöguerindi ásamt fleiri gestum Reykjavíkur- Akademíunnar á vel sóttum fundi um virkjanir og umhverfismál. HEIMILI og skóli – landssam- tök foreldra hvetja kennara og foreldra til að sýna börnunum, sem nú setjast aftur á skóla- bekk eftir erfitt og langt óvissutímabil, nærgætni og umhyggju. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að mörg börn hafi verið óörugg og kvíð- in undanfarið og séu það enn meðal annars vegna óvissu um hvernig skólastarfið verður á næstu vikum og mánuðum. „Samtökin hvetja alla kenn- ara, skólastjórnendur og ráða- menn sveitarfélaga til þess að setja líðan barnanna í öndvegi. Því miður hefur kjaradeila sveitarfélaga og kennara bitn- að á börnum okkar. Þau hafa verið saklaus fórnarlömb deil- unnar og eiga mörg hver þeirra enn um sárt að binda vegna hennar. Mikið uppbyggingarstarf er framundan í grunnskólum landsins sem bæði kennarar og foreldrar þurfa að vinna að í sameiningu. Nú er komið að því að taka höndum saman og bæta börnunum þann skaða sem verkfallið hefur valdið þeim.“ Skólabörn- um verði sýnd nær- gætni og umhyggja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.