Morgunblaðið - 22.11.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 22.11.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 64 94 1 1/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 64 94 1 1/ 20 04 Landsbanki Íslands hf. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Sveitarfélagið Fjarðabyggð. 550.000.000 kr. 1. flokkur 2004 Nafnver› útgáfu: Heildarnafnverð flokksins er 550.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa: Skuldabréf 1. flokks 2004 eru til 20 ára og greiðast með 68 jöfnum afborgunum fjórum sinnum á ári, í fyrsta skipti 15. apríl 2007. Vextir greiðast á sömu dögum og afborganir. Lokagjalddagi afborgana og vaxta er 15. janúar 2024. Útgáfudagur bréfsins er 7. apríl 2004. Skuldabréfið ber 4,52% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður FJAR 04 1 Skráningardagur: Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 26. nóvember 2004. FLOKKSRÁÐSFUNDUR Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar þá kröfu að ríkisstjórnin falli frá stuðningi sínum við stríðsrekst- urinn í Írak og að Ísland verði tekið af lista hinna vígfúsu ríkja. Þá lýsti fundurinn vanþóknun á framgöngu ríkisstjórnarinnar gagn- vart fullkomlega lögmætu verkfalli grunnskólakennara. Á það er minnt að fjárhagsstaða sveitarfélaganna sé ein meginorsök þess að 45 þúsund grunnskólanemar voru án kennslu í átta vikur og ríkisstjórnin verði að horfast í augu við þessa staðreynd og semja við sveitarfélögin um sann- gjarna tekjuskiptingu þessara tveggja aðila. Þá lýsti fundurinn þungum áhyggjum af fjölda atvinnulausra í landinu og vaxandi langtímaatvinnu- leysi og sagði stóriðjustefnu ríkis- stjórnarinnar ekki hafa bætt at- vinnuástandið í landinu heldur hafa leitt til vaxtahækkana og gengisþró- unar sem þrengi mjög að öðrum at- vinnugreinum auk niðurskurðar hjá hinu opinbera, minni framkvæmdum og færri störfum. Þá mótmælti flokksráðsfundur VG harðlega framkomnu skatta- frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem hygli hátekju- og stóreignamönnum. Áfram ætli ríkisstjórnin að skatt- leggja tekjur sem séu undir fátækt- armörkum, þar með taldar atvinnu- leysisbætur. Fallið verði frá stuðningi við Íraksstríðið ÞAÐ er sérstaklega brýnt að skattalækkunum sem ríkissstjórn- in hefur ákveðið á næstu árum, verði mætt með samsvarandi nið- urskurði ríkisútgjalda, að mati Tryggva Þórs Herbertssonar, for- stöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tryggvi bendir á að hagstjórnin sé mjög erfið viðfangs um þessar mundir og allt útlit sé fyrir að svo muni verða á næstu árum vegna þeirra miklu framkvæmda sem standa yfir á Austurlandi, mikilla umsvifa í þjóðfélaginu og þenslu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna aðhald í ríkisútgjöldum. Slíkur niðurskurður þurfi ekki endilega að beinast að velferðar- kerfinu eða menntamálunum. Fleiri leiðir séu færar við nið- urskurð hjá hinu opinbera m.a. í ríkisframkvæmdum, á yfirstjórn og fleira. Að sögn Tryggva Þórs skiptir máli varðandi tíma- setningar skattalækkana að slíkar aðgerð- ir séu tilkynntar með fyrirvara eins og nú er gert. Rannsókn- ir sýni að ef til- kynnt er um slíkar breytingar með góðum fyrirvara hafi þær minni þensluáhrif en þegar skatta- lækkunum er skellt á fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust. „Ástæðan er sú að hagkerfið og efnahagsstjórnin nær að aðlaga sig og búa sig mun betur undir neikvæðu áhrifin af slíkri lækkun,“ segir Tryggvi. Eitthvað fyrir alla Spurður hvaða hópar njóti helst skattalækkananna sem ríkis- stjórnin hefur greint frá og hvort þær komi hinum ríkari fyrst og fremst til góða, eins og talsmenn stjórnarandstöðu hafa haldið fram, segist Tryggvi gefa lítið fyrir þá umræðu. „Þetta virkar einfaldlega þannig að þetta kemur þeim til góða sem borga skatta en ekki þeim sem ekki borga skatta. Alltaf þegar um prósentulækkanir er að ræða þá fá þeir sem borga mestu skattana mestu skattalækkunina í krónum talið,“ segir hann. „Hins vegar sýnist mér að þess- ar aðgerðir komi ágætlega út fyrir barnafólk og lægri millistéttina,“ segir Tryggvi. Hann bendir einnig á að skattleysismörkin muni hækka vegna hækkunar á per- sónuafslættinum og því muni þess- ar breytingar líka koma sér ágæt- lega fyrir lágtekjufólk t.d. aldraða, öryrkja og aðra þá sem eru með tekjur rétt yfir skattleysismörk- unum. „Í heildina virðist vera í þessu eitthvað fyrir alla, en að sjálfsögðu er það svo að þeir sem borga mestu skattana fá hæstu krónu- tölulækkanirnar.“ Brýnt að mæta skattalækk- unum með niðurskurði Tryggvi Þór Herbertsson Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans Jákvætt að tilkynnt skuli um skattalækkanir með góðum fyrirvara HANNA Óladóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands, fékk 500 þúsund króna styrk frá Mjólkursamsölunni á málræktarþingi Íslenskrar mál- nefndar og Mjólkursamsölunnar sem haldið var undir merkjum dags íslenskrar tungu sl. laugardag. Styrkurinn er veittur árlega há- skólanema sem vinnur að lokaverk- efni um íslenskt mál. Það var Baldur Jónsson, markaðsstjóri Mjólk- ursamsölunnar, sem afhenti styrk- inn. Meginuppistaða verkefnis Hönnu er könnun á viðhorfi til enskra mál- áhrifa í íslensku. Könnun þessi er hluti af viðamiklu norrænu verkefni þar sem athygli er beint að notkun aðkomuorða í norrænum málum og afstöðu málhafa til erlendra áhrifa. Vísindalegt gildi rannsóknar Hönnu felst meðal annars í því að varpa ljósi á það hvaða áhrif mismunandi hvatar og sjónarmið hafa á mál- notkun manna og hugmyndir þeirra um þessi efni. Telur dómnefnd að afar fróðlegt verði að sjá hver munur er á mál- samfélögum á Norðurlöndum. Hanna spyr til dæmis hvort stjórn- mál hafi ríkari áhrif í þessu sam- hengi hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Verulegt nýnæmi er að rannsóknum hennar vegna þess að í þeim er hugað að þeim að- stæðum sem íslensk tunga býr við í sögulegu, félagslegu og efnahags- legu ljósi. Að mati dómnefndar hefur rannsókn Hönnu í senn fræðilegt og hagnýtt gildi. Dómnefnd efast ekki um að niðurstöður ritgerðarinnar munu vekja athygli og verða grunn- ur undir vitrænar umræður um ís- lenska tungu og þróun hennar í nú- tíð og framtíð. Himinlifandi með viðurkenninguna „Ég er himinlifandi með að fá þetta,“ sagði Hanna Óladóttir þegar hún var spurð um styrkveitinguna. Þetta væri styrkur sem veittur væri af málfræðingum hjá Íslenskri mál- nefnd og því sagðist hún líta á þetta sem viðurkenningu fyrir þá rann- sókn sem hún hefur unnið að. Þetta auðveldaði henni einnig að einbeita sér að verkefninu. Hanna sagði að rannsóknir sínar yrðu bornar saman við sambærilegar rannsóknir sem verið er að vinna á hinum Norður- löndunum. Þessi norræni saman- burður væri ekki síður mikilvægur. Hún sagðist stefna að því að ljúka rannsókninni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Baldur Jónsson veitti Hönnu Óla- dóttur styrkinn. Kannar viðhorf til enskra máláhrifa í íslensku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.