Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 15 DAGLEGT LÍF Nú fer í hönd sá tími sem verulega reynirá bragðlaukana. Hver rétturinn öðr-um betri verður á borðum lands-manna og það þarf mikla sjálfs- afneitun til þess að grennast á slíkum tímum. Þá er kannski gott að hafa nokkurt forskot til að hlaupa upp á. Í Keflavík býr fjölskylda sem hefur komið sér upp slíku forskoti – heldur betur. Hjónin Guðmundur Hermannsson og Sveindís Valdimarsdóttir og sonur þeirra Valdimar Guð- mundsson hafa samanlagt lést um 72 kílógrömm sl. þrjá mánuði. Það gefur auga leið að eitthvað hefur breyst í mataræði þessa fólks – en hvað? „Galdurinn við þetta er matseðill sem ber nafn- ið: „Borðaðu þig grannan“ og er að danskri fyrir- mynd: „Spise dig slank“,“ segir Guðmundur sem hefur haft forgöngu um að fjölskyldan léttist svo mjög sem raun ber vitni. En hvernig skyldi þessi töframatseðill vera samansettur? „Það er langt því frá að fólk svelti sem er á þessu mataræði, sumir eiga meira að segja erfitt með að borða allt það magn sem það inniheldur hvað dagskammt snertir. Það þarf að gæta þess að gleyma ekki að borða allt sem á hinum daglega matseðli er, hvenær sem fólk gerir það að deg- inum. Við borðum t.d. á ýmsum tímum, jafnvel kvöldmat kl. 10 á kvöldin. Borða verður allt á matseðli Það er skilyrði að það detti ekkert úr þessum matseðli. Hann er þannig samsettur að það eru allar fæðutegundir í honum, þó er skorinn niður sykur og fita. Hitaeiningarnar eru taldar og mega aðeins vera 1.200 til 1.500 á dag. Allt verður að vera í réttum hlutföllum og vigt til að mæla mat- inn alltaf á lofti. En smám saman fer maður að átta sig á hvað gengur og hvað ekki, reynslan kennir manni það. Mikilvægt er að ekkert „slump“ sé í gangi, það er lögð mikil áhersla á það,“ segir Guðmundur. En hvar komst hann í kynni við þennan kúr? „Við fréttum af konu sem við þekkjum sem kom frá Danmörku og hafði lést mjög meðan hún dvaldi þar. Hún hafði tamið sér nýjan lífsstíl. Jafnframt fréttum við af konu sem var með nám- skeið í því sama mataræði og konan sem kom frá Danmörku hafði lést svo mjög af. Þessar tvær konur hafa tekið höndum saman og breiða nú út „fagnaðarerindið“. Við vitum að starfandi eru hópar sem eru á svona mataræði bæði í Keflavík, Garðabæ, Borg- arnesi, Akureyri og kannski víðar.“ Er þetta dýrara mataræði? „Nei, ekki þegar allt er talið, ýmislegt kemur inn en annað fer út þannig að niðurstaðan er svip- uð.“ Hvernig er svo matseðillinn? „Morgunmaturinn er t.d. 30 g brauð (ein brauð- sneið), 25 g ostur, 1,25 dl appelsínusafi, 1 tsk. syk- urlaus sulta og kaffi að vild með engum sykri. Hádegismaturinn er t.d. 120 g fiskur eða kjöt (helst skinnlaus kjúklingur), 300 g grænmeti og fyrir karlmann 60 g brauð (30 g fyrir konu). Kvöldmatur er t.d. 170 til 220 g fiskur eða kjöt (grillað eða soðið), 300 g grænmeti og 30 g brauð fyrir karlmenn en konur fá þá ekkert brauð. Að auki á að borða 4 til 5 ávexti, 2,5 til 4 dl af mjólkurmat eftir fitumagni. Yfir daginn þarf ég að borða 3 tsk. af t.d. Léttu og laggóðu eða 6 tsk. af Klípu. Það að auk ber manni að drekka 2 lítra af vatni, minnst, á dag. Þetta er grundvallarmatseðill sem viðkomandi verður að borða daglega. Síðan eru alls konar aukafæðutegundir sem má borða í réttu magni sem koma þessu til viðbótar, t.d. tómatsósa, kjöt- kraftur, sósujafnari og fleira. Loks má fólk borða sumar grænmetistegundir að vild. Þess má geta að algjört áfengisbann fylgir matseðl- inum. Neyti fólk áfengis á það á hættu að enginn árang- ur verði eftir neysluna í allt að hálfum mánuði.“ Ekkert mál að halda út matseðilinn Er hægt að fá bækur um þetta? „Já, það er hægt, það hafa verið gefnar út einar sex bækur um þennan matseðil og auk þess má finna upplýs- ingar og uppskriftir á Net- inu. Þess ber að geta að nauðsynlegt er að mæta einu sinni í viku í viktun og fræðslu.“ Hvernig gengur að halda þennan matseðil út alla daga? „Það gengur mjög vel og er í rauninni ekkert mál. Það útheimtir skipulag en fyrir fólk sem hefur gaman af að elda er þetta frábært. Þetta er líka matseðill fyrir þá sem elska að borða. Hann kemur jafnvægi á blóðsykur og matarlöngun og ég segi fyrir mig að öll löngun í sælgæti hefur horfið síðan ég fór að borða eftir þessu kerfi. Sömuleiðis hefur blóð- þrýstingur minn lækkað. Hann var áður orðinn hættulega hár. Það eru raunar ótal dæmi um að alls konar kvillar hafi horfið fyrir tilstyrk þessa mataræðis.“ Byrjaði öll fjölskyldan á þessu mataræði í einu? „Nei, ég er sá eini sem er í klúbbnum í Keflavík og fer í vigtun en konan mín og sonur fylgdu í kjölfarið. Ég sé einfaldlega um matseldina svo þetta kom næstum af sjálfu sér. Ég hef raunar alltaf séð um matseldina og átti því sök á því hvað við vorum öll vel í holdum.“ En nú fara jólin í hönd – hvað þá? „Við breytum ekki venjum okkar hvað jólamat- inn snertir en tökum upp þráðinn aftur eftir hátíð- ar.“ En hvað um vigtina, verður hún inni í skáp? „Nei, hún á sinn heiðurssess í eldhúsinu og verður þar yfir jólin.“ Er erfitt að fá hráefni eða byrja að tileinka sér þetta mataræði? „Það þarf að sökkva sér dálítið vel ofan í það sem boðið er upp á til þess að geta nýtt sér þá fjöl- breytni sem þetta mataræði býður upp á. Senni- lega höfum við aldrei velt eins mikið fyrir okkur fjölbreytni í mataræði og nú og hvað gera má góðan mat úr hollu hrá- efni. Það kemur manni á óvart. Sem dæmi má nefna brokkoli-salat sem við fyrstu sýn virðist ekki sérlega girni- legt er hreint æði. Spergilkálssalat 250 g spergilkál/ brokkoli 50 g rauðlaukur 40 g sveskjur 80 g skinka 3 tsk. léttmajónes 3 tsk. 10% sýrður rjómi balsamic edik salt og pipar Spergilkál, rauðlaukur, sveskjur og skinka skorið nið- ur og sett í skál. Léttmajónes og sýrður rjómi hrært saman og kryddað til með balsamic, pipar og salti. Sósan er borin fram með salatinu. Þetta er mikið magn fyrir einn mann og er hádeg- ismatur fyrir hann með ristuðu brauði og stóru vatnsglasi. Hreyfing skiptir líka máli „Fyrst vorum við lítið að hugsa um hreyfingu sérstaklega, enda voru það tilmæli frá stjórnanda klúbbsins sem ég er í að leggja fyrst áherslu á að breyta mataræðinu í átt að títtnefndum matseðli. En þegar rúmur mánuður var liðinn af matar- breytingunni fórum við hjónin að fara í göngur, stundum allt upp í klukkutíma á dag. Nú er ég kominn í hörkulíkamsrækt en konan mín heldur göngunum áfram. Sonurinn er hins vegar ekki samstiga okkur í hreyfingunni, heldur lætur mat- aræði duga, hann er þó líklega að hugsa sinn gang í þessum efnum. Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta mataræði betur má geta þess að hægt að komast í samband við klúbbinn minn í safnaðarheimilinu í Keflavík- urkirkju á mánudögum kl. 4 til 6 síðdegis. Gár- ungarnir kalla þetta mataræði enda kirkjukúr- inn.“  HEILSA | Fjölskylda í Keflavík hefur misst 72 kíló samanlagt síðastliðna þrjá mánuði Kirkjukúrinn góður fyrir þá sem elska að borða Þjóðin er sífellt að þyngjast segja rannsóknir. Sumum hefur þó tek- ist að snúa vörn í sókn í þeim efn- um. Guðrún Guðlaugsdóttir fékk hjá Guðmundi Hermannssyni, kennara og tónlistarmanni, upp- lýsingar um hvernig á að léttast á árangursríkan hátt en borða sig þó daglega vel saddan. Hann, kona hans og sonur hafa lést um 72 kg síðastliðna þrjá mánuði. Frekari upplýsingar um mataræðið má fá á slóð- inni http://www.simnet.is/kvo/ Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bárðar Guðmundur Hermannsson og Sveindís Valdimarsdóttir: Segja að öll löngun í sælgæti sé horfin og blóðþrýstingurinn hefur lækkað hjá Guðmundi en hann var orðinn hættulega hár. Hádegisverðurinn: Kjúklingur, grænmeti, sósa og ristað brauð. Grænmeti skipar nú stóran sess í mataræði fjöl- skyldunnar. Guðmundur: Áður en hann breytti mataræðinu fyrir þremur mánuðum. AF TUTTUGU og tveimur leik- föngum sem Hollustuvernd (In- formationscenteret for Miljø & Sundhed) í Danmörku athugaði í leikfangabúðum þar í landi, reynd- ust nítján þeirra innihalda efni sem geta haft neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu. Þ.á m. eru t.d. nikkel og cyclohexanon og eru bæði efnin á lista yfir hættuleg eða óæskileg efni, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá dönsku Hollustuverndinni. Efnin geta haft áhrif á horm- ónastarfsemi, verið ofnæmisvald- andi, óæskileg í umhverfinu eða krabbameinsvaldandi, að því er fram kemur í tilkynningunni. Ekki var mælt hversu mikið var af efn- unum í viðkomandi leikföngum og því erfitt að segja nákvæmlega til um áhættuna af að leika sér með mismunandi leikföng, segir um- hverfisráðgjafinn Hanne Svenn- ingsen. Það ætti að vera hlutverk fram- leiðenda og yfirvalda, að hennar mati. Í Danmörku er bannað að leik- föng fyrir börn undir þriggja ára innihaldi svokölluð þalöt og aðeins örfá sýni reyndust brjóta gegn lög- um. Til að mynda innihélt play- mobil-dráttarvél þetta efni en hún er ætluð börnum eldri en fjögurra ára. Sömu sögu er að segja af Bang- símon-plastbolta frá Disney en reyndar er ekki tekið fram hvaða aldri hann er ætlaður. Action-man innihélt málma, þalöt og ilmefni og „Bratz Sweet Heart Collector’s edition“-dúkkan það sama auk formaldehýðs. „My little pony Jamboree Dancing Blossonforth“ innihélt þalöt og eldtefjandi efni. Rannsóknin var hluti af stærri rannsókn sem framkvæmd var í alls tíu löndum; Noregi, Svíþjóð, Tékk- landi, Póllandi, Austurríki, Finn- landi, Þýskalandi, Slóveníu og Grikklandi auk Danmerkur. Í öllum löndunum fundust leikföng sem innihéldu óæskileg efni. Umhverfismerki til bóta Svenningsen telur að umhverf- ismerki væru til mikilla bóta á leik- fangamarkaðnum en hún gefur neytendum fjögur góð ráð sem gott er að fylgja ef maður vill takmarka áhættuna á því að kaupa leikföng með hættulegum efnum:  Forðist leikföng sem lykta illa eða eru með ilmefnum.  Biðjið um leikföng án bróms og eldvarnarefna. Forðist leikföng sem hafa verið meðhöndluð með leysiefnum, en það er algengt til að leysa upp liti og blanda þeim við plastefni.  Látið lofta um leikföngin áður en þau eru afhent börnunum. Þannig er áhættan á snertingu við ákveðnar lofttegundir minnkuð. Leikföng innihéldu óæskileg efni Morgunblaðið/Jim Smart  HEILSA | Dönsk könnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.