Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Það er ekki nýmæli að íslenskir karla-kórar leggist í víking. Það hafa þeirgert um áratuga skeið enda öllum söngmönnum hollt að nema nýjar lendur, syngja fyrir nýtt fólk. Hitt er sjaldgæfara að íslenskir karlakórar leggist í ferðalög til út- landa á aðventunni – ef ekki einsdæmi – eins og Karlakór Reykjavíkur mun gera nú um mánaðamótin. Áfangastaðurinn er Eng- land. „Karlakórar fara venjulega í söngferðir til útlanda á vorin og sumr- in og við erum engin undantekning á því. Núna langaði okkur hins vegar að breyta til og fara á aðvent- unni, halda jólatónleika erlendis,“ segir Friðrik S. Kristinsson söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur. Sungið verður í þremur kirkjum, dómkirkjunni í Kantaraborg, Southwark-dómkirkjunni og Sænsku kirkj- unni í Lundúnum. „Við höfum aldrei farið til Englands og það er frábært að gera það á þessum árs- tíma,“ heldur Friðrik áfram. Alls fara um 140 manns utan, sjötíu söngmenn ásamt mökum. Ferðin mun standa í sex daga. En var ekkert mál að fá inni í þessum kirkjum? „Nei, í raun ekki. Þetta gekk allt eins og í sögu. Við fórum utan fyrr á þessu ári til að skoða kirkjur og völdum þá Southwark- dómkirkjuna sem er ein af þremur stærstu dómkirkjunum í Lundúnum. Okkur var mjög vel tekið þar og starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera. Þá má ég til með að þakka sr. Sigurði Arnarsyni, íslenska sendiráðsprest- inum í Lundúnum. Hann var okkar stoð og stytta í þessu máli.“ Tónleikarnir í Southwark, föstudaginn 3. desember kl. 20, eru einu eiginlegu tónleik- arnir í ferðinni en sungið verður í aðventu- messu Íslendinga í Sænsku kirkjunni sunnu- daginn 5. desember. Sr. Sigurður Arnarson messar. Fyrst liggur leiðin þó til Kantaraborgar. „Það verður frábært að koma þangað en Kantaraborg er Vatíkan þeirra Englendinga. Þar situr erkibiskupinn. Okkur datt í hug að kanna möguleikann á því að syngja þar í ferðinni og það gekk upp. Við komum fram á hádegi fimmtudaginn 2. desember og syngjum fyrir gesti og gangandi, starfsmenn kirkjunnar og vonandi sjálfan biskupinn líka.“ Friðrik hefur ekki komið sjálfur til Kant- araborgar en skilst að kirkjan sé gullfalleg. Þess má geta að Flugleiðir bjóða upp á sérstaka tónleikaferð til Lundúna í tilefni af tónleikunum í Southwark. Að sögn Friðriks gengur vel að selja miða í þá ferð. Þar með er ekki allt upptalið, því menn frá Saga Film verða jafnframt með í för og munu taka tón- leikana upp. Verður upptakan sýnd í Ríkis- sjónvarpinu á jóladag kl. 20. „Það er mikil upphefð fyrir okkur,“ segir Friðrik.    Karlakórsmenn ætla að gera fleira ensyngja ytra, því laugardaginn 4. desem- ber er fyrirhuguð ferð á knattspyrnuleik Chelsea og Newcastle United á Stamford Bridge. „Við megum til með að nota tæki- færið og sjá Eið Smára Guðjohnsen og heiðra hann. Við stefnum að því að hitta hann annaðhvort fyrir eða eftir leikinn og syngja fyrir hann eins og eitt jólalag.“ Karlakór Reykjavíkur ætti að vera á heimavelli á „Brúnni“ en enskir sparkunn- endur eru með söngelskara fólki. Friðrik segir félaga í Karlakór Reykjavík- ur mikla áhugamenn um knattspyrnu, þó ekki haldi þeir allir með „réttu“ liði. Og hvað er „rétta“ liðið, leyfist að spyrja? „Það er að sjálfsögðu Manchester United. Það kemur ekkert annað til greina,“ svarar Friðrik að bragði, með þunga sannfæringar.    Þótt Karlakór Reykjavíkur fari utan svík-ur hann ekki íslenska aðdáendur sína fyrir jólin, frekar en endranær. Tónlistar- félag Borgarfjarðar hefur boðið kórnum að syngja aðventutónleika í Reykholtskirkju 27. nóvember kl. 16 og árlegir aðventutónleikar kórsins í Reykjavík verða í Hallgrímskirkju laugardaginn 18. desember kl. 17 og 22 og sunnudaginn 19. desember kl. 17 og 20. „Við höfum fyllt kirkjuna í fjórgang á undan- förnum árum og látum ekki deigan síga nú,“ segir Friðrik. Sama efnisskrá verður á öllum þessum tónleikum, hér og ytra, en hún er, eins og gefur að skilja, með sterku íslensku og ensku ívafi. Einsöngvari í Lundúnum og Hallgríms- kirkju verður Eyjólfur Eyjólfsson tenór en í Reykholti syngur Jóhanna G. Linnet sópran með kórnum. Einnig koma fram trompet- leikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Ei- ríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Lenka Máteová. Kyrjað í Kantaraborg ’Karlakórar fara venjulega ísöngferðir til útlanda á vorin og sumrin og við erum engin und- antekning á því. Núna langaði okkur hins vegar að breyta til og fara á aðventunni.‘AF LISTUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Eiríkur Örn Pálsson, Ásgeir H. Steingrímsson, Lenka Máteová og Friðrik S. Kristinsson á æfingu fyrir Englandsferðina. LEIKFÉLAG Mosfellssveitar hefur sýnt hugrekki í að setja upp margvísleg verk eins og til dæmis spunasýningar, frumsamin verk í héraði, leikgerðir af vinsælum barnaverkum og þannig mætti lengi telja. Valið á Peysufatadeginum nú sýnir hugrekki þeirra að bjóða enn nýj- um hópi áhorfenda í leikhúsið. Þau fengu hinn reynda leikhúsmann Örn Árnason til þess að stýra hópnum en honum hefur tekist verk sitt ljómandi vel. Í leikritinu notar Kjartan Ragnarsson hina gamalgrónu hefð Verzlunarskólans að halda peysufatadag til þess að sýna okkur samfélagið í höfuðborginni árið 1937 en leikritið var samið fyrir Nem- endaleikhúsið árið 1981 og hefur líklega ekki verið sýnt síðan. Leikritið er nokkuð vel skrifað en það fjallar að hluta til um hugsunarhátt sem er liðinn undir lok að mestu leyti: Ungt fólk var meðvitað um forréttindin að fá að mennta sig og gæta þurfti velsæmis á yfirborðinu, andstæðan milli sveitar og borgar var áberandi og litið var með ljóma í augum til framtíðar þar sem nasisminn og kommúnisminn hösluðu sér völl án þess að fólk hefði hugmynd um hvað það fæli í sér. Leik- ritið er þannig prýðilegur söguspegill en það höfðar líka til nútímans þar sem að- alátök verksins snúast um kynþáttahatur og stéttaskiptingu sem mun meira örlar á nú á okkar nýju öld en þegar verkið var skrifað fyrir tuttugu og þremur árum. Undirtónn textans er alvarlegur en brot- inn upp með húmor og léttleika sem Örn leikstjóri hefur næmt auga fyrir og nær vel að rækta hjá nokkrum leikara sinna. Uppistaðan í leikarahópnum er nýliðar hjá félaginu og flestir þeirra ungir. Það var gaman að sjá hvað þeir voru efnilegir og samstiga í leik sínum en nokkrir skáru sig úr. Af nýliðum ber fyrstan að telja Jóel I. Sæmundsson sem lék hinn einlæga, þjóðernissinnaða Hermann. Jó- el hefur sérstaka útgeislun á sviði og greinilega ást á leiklistinni í hverri taug. Björn Hlynur Pétursson hvíldi vel í hlut- verki sjálfstæðismannsins Grétars og Birgir Haraldsson var prýðilega þröng- sýnn og ofbeldisfullur sem nasistinn Rúnar. Helena D. Stefánsdóttir sýndi ágætlega margar hliðar Hjördísar og Ragnar P. Pétursson var mátulega æst- ur og sjálfhverfur sem nasistinn Þórður. Af þeim sem hafa leikið áður með félag- inu skal fyrst nefna Þóru M. Birgisdóttur sem lék sveitastúlkuna Siggu afar fal- lega. Sigsteinn Sigsteinsson var mjög fyndinn sem sveitapilturinn Guðmundur og vakti samúð að sama skapi sem fað- irinn Fúsi sem hafði misst drenginn sinn til Spánar að berjast við Frankó. Stefán Bjarnarson hvíldi mjög vel í hlutverki Kristjáns kommúnista og Harpa Svav- arsdóttir var dásamleg sem saumakonan Þórunn. Dóra Wild lék snobbuðu móð- urina af krafti en af höfundarins hálfu er persónan heldur einsleit og ekki við leik- konuna þar að sakast. Örn Árnason hef- ur heilmikið í leikstjórn að gera eins og sást á nákvæmri vinnu með leikarana og einkar smekklega nýtingu á rými sem var í fallegri sviðsmynd og búningarnir féllu vel inn í. Leikrit Kjartans er per- sónugallerí og þó að persónurnar séu mismikið unnar er sú tilfinning áleitnust eftir að hafa séð sýningu Mosfellinga að þó að stundin hafi verið ánægjuleg þá hefði hún orðið ein af þessum sjaldgæfu og fullkomnu í leikhúsinu ef farið hefði verið aðeins dýpra, unnið aðeins lengur með mannlega hegðun og samskipti. Því það er það sem verkið fjallar um í grunn- inn. Tónlistin er ótalin en fimm manna hljómsveit, skipuð þremur gítarleikurum og tveimur fiðluleikurum, setti sterkan svip á sýninguna og vel til fundið að láta þau standa til hliðar á sviðinu þar sem þau léku og sungu af hjartans lyst dæg- urtónlist frá tíma verksins. Falleg lýs- ingin naut sín sérlega vel í skiptingunum milli sviðs og hljómsveitar þó að einhver mistök hafi orðið í tækninni á sýning- unni. Metnaður og nákvæm vinnubrögð eru aðalsmerki sýningar Leikfélags Mos- fellssveitar á Peysufatadeginum sem færir áhorfendur næstum sjötíu ár aftur í tímann og skal þeim óskað til hamingju með góða og látlausa sýningu. LEIKLIST Leikfélag Mosfellssveitar Höfundur: Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Örn Árnason. Leikmynd: Björgvin og Finnur. Lýsing: Jökull Jóhannsson. Búningar og leik- munir: Harpa, Dóra og Eva. Sýning í Bæj- arleikhúsinu, 12. nóvember 2004 Peysufatadagurinn Hrund Ólafsdóttir LAUGARDAGUR í Listagili er heiti á röð tón- leika sem hið nýendurreista, en 62 ára gamla Tónlistarfélag Akureyrar gengst fyrir á þessum vetri. Söngtónleikar Hallveigar og Árna Heimis voru aðrir tónleikar í þeirri röð. Það er eflingu félagsins einkar mikilvægt að njóta fjárhagslegs stuðnings frá samstarfsaðila sínum Félagi ís- lenskra tónlistarmanna til að komast af stað, þar sem m.a. stuðningur Akureyrarbæjar á þessu ári er mjög lítill. Reyndar get ég ekki sleppt að lýsa yfir vand- lætingu minni á að enn og aftur þurfi að kosta miklu til að flytja flygil milli húsa til að af slíkum tónleikum geti orðið í Listagili í höfuðstað Norð- urlands. Ég hef sjálfur tekið þátt í skipulagi tón- leika á Akureyri á fjórða áratug og hélt satt best að segja að þessi útnesjamennska, sem maður svo alltof oft tók þátt í áður, heyrði nú sögunni til. Hvar er nú framsýnin? og sorglegt að heyra fréttir af drætti á framkvæmd Menningarhúss á sama tíma og við gerum milljarða króna útrás og síðan innrásir í er- lendar og þóknanlegar mamm- onshallir. Er nokkuð skrýtið þó spurt sé hversvegna eigum við alltaf að kyngja? Þrátt fyrir þetta umstang og það að flygillinn væri ekki betri voru þessir tónleikar með miklum ágætum hvað það mikilvægasta áhrærir, þ.e. tónlistana sjálfa og flutning hennar. Hallveig hefur skæra og tindrandi sópranrödd, sem skilaði einstökum hughrifum, sérstaklega í mýkri og veikari stöðum, hætti samt stundum til að verða fullhörð í hærri legu. Túlkun og meðferð texta var einstaklega góð og sam- leikur beggja eins og best verður á kosið. Efnisskráin sameinaði margt af því besta sem samið hefur verið af söngvum á Ís- landi og erlendis. Sum laganna mjög vel þekkt, eins og Í dag skein sól, Hvert örstutt spor, Síð- asti dansinn, An die Laute, Du bist die Ruh og Gretchen am Spinnrad. Áhrifamikil í grípandi flutningi voru lögin eftir Edvard Grieg við ljóða- flokkinn Haugtussa eða Huldan eftir Arne Gar- borg, sem heyrast of sjaldan, sérstök unun var að hlusta á kiðlingaljóðið númer 6. Sönglögin hans Hjálmars Helga, Ástarljóð mitt og Við fljótið, eru sögð á tónmáli þar sem efni ljóðs og notkun píanós og söngraddar ná að grípa mann traustataki og halda. Annað lagið var samið sem gjöf til Ásu, eiginkonu Hjálmars og hitt til Sigríðar, móður hans. Slík náin per- sónuleg tjáning í samstæðu söngva er fágæt og einlæg tilfinning og natni þeirra Árna Heimis og Hallveigar í túlkun þræddu þessar lagaperlur á festi heitra kennda. Það er mjög trúlegt að Grieg hafi fundist lögin sín við ljóð Garborg best sinna sönglaga og eng- um dylst heldur að Schubert hafi haft sín áhrif, allavega á hinn lýsandi og flæðandi píanóleik í Læk Griegs sammerkt við líkingu á stöðugu hringsóli hjólsins í Litlu Grétu við rokkinn; þessi stöðuga hreyfing tímans, þar sem treginn á svo oft erfitt með að fylgja og vill jafnvel helst hverfa í. Efnisskrá tónleikanna lauk svo með Jennýjar sögu úr söngleiknum Lady in the Dark við texta Ira Gershwin og þar náði túlkun þeirra Hallveigar upp í rjáfur og rúmlega það. Gígja Sigfúsar Einars og Benedikts Gröndal kom svo sem myndarlegt endurgjald við fagn- andi lófataki. Einstök hughrif TÓNLIST Deiglan Tónlistarfélag Akureyrar. Söngvar eftir: Pál Ísólfsson, Jórunni Viðar, Jón Nordal, Karl O. Runólfsson, Edvard Grieg, Franz Schubert, Hjálmar H. Ragnarsson og Kurt Weil. Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Árni Heimir Ingólfsson, píanó. Laugardaginn 20. nóvember 2004 kl. 16.00. Söngtónleikar Árni Heimir Ingólfsson Jón Hlöðver Áskelsson Hallveig Rúnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.