Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 17 UMRÆÐAN 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 65 03 1 1/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 65 03 1 1/ 20 04 Landsbanki Íslands hf. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Jarðboranir hf. 1.000.000.000 kr. 1. flokkur 2004 Nafnver› útgáfu: Heildarnafnverð flokksins er 1.000.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa: Skuldabréf 1. flokks 2004 eru gefin út til 6 ára og endurgreiðist höfuðstóll í einu lagi þann 17. ágúst 2010. Vextir greiðast 17. febrúar og 17. ágúst ár hvert, fyrst 17. febrúar 2005 og síðast 17. ágúst 2010. Útgáfudagur bréfsins er 17. ágúst 2004. Skuldabréfið ber 5,60% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður JARD 04 1 Skráningardagur: Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 26. nóvember 2004. Næringarfræði er sjálfstæð náttúruvís- indagrein sem fjallar um hlutverk næring- arefna í líkamanum og tengsl mataræðis og heilsu. Næring- arfræðin tekur á málefnum sem snerta okkur öll. Of- þyngd og offita hef- ur aukist, en á sama tíma þjást ákveðnir hópar í þjóðfélaginu af skorti af næringarefnum. Kennsla og öflug rannsóknarstarfsemi fer fram á rannsóknarstofu í næring- arfræði við Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahús. Þessi starfsemi byggist á einum prófessor, nemendum og verkefn- aráðnum samstarfsmönnum. Mik- ilvægt er nú að tryggja áframhald- andi starfsemi og nýtingu ótal möguleika til alþjóðlegs samstarfs og rannsókna sem nýtast Íslend- ingum. Það verður best gert með fjölgun stöðugilda og stofnun rannsóknarstofnunar í næring- arfræði. Ör framþróun í næringarfræði Árið 2003 gerði Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) skýrslu um mat og næringu í forvörnum sjúkdóma. Næringarfræðin er ung fræðigrein, þekking eykst dag frá degi og því nauðsynlegt að fylgjast vel með vísindasamfélaginu. Eftir því sem áhugi og skilningur al- mennings og stjórnvalda eykst á því hve mikilvægur maturinn er fyrir heilsu okkar þá er meiri þörf fyrir rannsóknir og kennslu á þessu sviði. Mikilvægt er að skapa öfluga stétt næringarfræðinga og -ráðgjafa hér á landi sem leggur áherslu á rannsóknir og getur meðal annars metið nýjungar eins og þær birtast neytendum og lagt til að mynda mat á aðferðir til að grennast eða ný fæðubótarefni sem lofuð eru í hástert af fram- leiðendum. Hérlendar rannsóknir Rannsóknarstofa í næringarfræði hefur unnið að fjölda rannsókna sem bæði eru vísindalegar og hag- nýtar. Þær varða atvinnulífið vegna þess að þær fjalla um ís- lensk matvæli, m.a. mjólk og fisk, auk þess sem þær varða velferð almennings. Fyrst og fremst lúta þær að heilsu barna og ungs fólks, auk mataræðis sjúkra og aldraðra. Árangur stofunnar hefur verið mikill og hefur hún birt fjölda verka í ritrýndum alþjóðlegum vís- indatímaritum á sl. árum auk þess sem íslenskt efni hefur verið gefið út. Þær rannsóknir sem nú eru styrktar af erlendu fé varða mjólk og hollustu, fiskneyslu og áhrif á megrun og efnaskiptavillu, áhrif fiskneyslu snemma á lífsleiðinni, glýkemískan stuðul norrænna mat- væla, og hvernig megi stuðla að hollum lifnaðarháttum skólabarna, m.a. auka ávaxta- og grænmet- isneyslu. Auk þess er Inga Þórs- dóttir prófessor í næringarfræði þátttakandi í stjórn vísindaverk- efna og ráða, og í ýmsum opinber- um hópum um ráðleggingar um næringarefni og mataræði. Rannsóknarstofan var sjálfstætt byggð upp kringum rannsókn- arverkefni Ingu Þórsdóttur sem eina fasta starfsmanns stofunnar og hefur hann ekki hlotið laun af styrkjafé eða fjárveitingum til verkefna. Störf Ingu Þórsdóttur við Landspítala – háskólasjúkra- hús og Háskóla Íslands hafa sett Ísland á kortið hvað varðar rann- sóknarnám og alþjóðlegar vísinda- rannsóknir í næringarfræði. Hverju hafa rann- sóknirnar skilað? Niðurstöður rannsókna rannsókn- arstofu í næringarfræði hafa leitt til betri ráðlegginga um mataræði ungbarna og framleiðslu íslenskrar mjólkurvöru (stoðmjólkur) sem þeim er ætluð. Rannsaka þarf á landsgrundvelli árangur af þessum nýju ráðleggingum. Rannsóknir rannsóknarstofu í næringarfræði hafa einnig leitt í ljós meiri sér- stöðu íslensku mjólkurinnar, en upphaflega var gert ráð fyrir, bæði hvað varðar próteingerðir og fitu. Þær sýna einnig að prótein sem talin eru geta valdið syk- ursýki eru í minna magni í ís- lensku kúamjólkinni en í mjólk stórra erlendra kúakynja. Hvers vegna þarf rannsókn- arstofnun í næringarfræði? Mikilvægt er að átta sig á að all- ar opinberar ráðleggingar byggj- ast á rannsóknum, ráðleggingar detta ekki af himnum ofan og eru ekki hugdettur eða duttlungar þeirra sem þær setja. Það er einn- ig mikilvægt að gera sér grein fyr- ir að það er ekki í öllum tilfellum hægt að nýta erlendar rannsóknir til ráðlegginga hérlendis þar sem aðstæður eru oft mjög mismun- andi og taka þarf tillit til sér- íslenskra aðstæðna. Rannsókn- arstofan hefur verið eini vettvangur rannsókna á mataræði og heilsu barna hérlendis og einn af fáum vinnustöðum næring- arfræðinga hér á landi. Stofnun rannsóknarstofnunar í næring- arfræði er því lykill í baráttu fyrir því að fræðigreinin geti verið til á Íslandi því án rannsóknarstofn- unar er ekki hægt að tryggja fjár- mögnun rannsókna á sviði næring- arfræði á Íslandi. Auk þess er hætta á að vel menntað fólk í fræðigreininni þurfi frá að hverfa og snúa sér að öðrum viðfangs- efnum og þjóðin tapi þar af leið- andi þeirri þekkingu sem nú þegar hefur verið byggð upp með þrot- lausri og ósérhlífinni vinnu eina fastráðna starfsmanns rannsókn- arstofu í næringarfræði. Ljóst er að framþróun í greininni er ekki möguleg nema stöðugildum verði fjölgað og hægt verði að auka rannsóknargetu og kennslu í greininni. Ef við nemum staðar núna verða Íslendingar eftirbátur annarra þjóða í málefnum sem snúa að næringu. Það er því nauð- synlegt að stofnuð verði öflug rannsóknarstofnun sem sinnir þeim málum. Er þörf á rann- sóknarstofnun í næringarfræði? Bryndís Eva Birgisdóttir og Ingibjörg Gunn- arsdóttir fjalla um næringarfræði Bryndís Eva Birgisdóttir ’Ef við nemum staðarnúna verða Íslendingar eftirbátur annarra þjóða í málefnum sem snúa að næringu.‘ Höfundar eru doktorar í næring- arfræði og starfsmenn rannsóknar- stofu í næringarfræði. Ingibjörg Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.