Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 19 ÓLÍKT er að ræða um opinbera fjár- málastjórn annars vegar á vettvangi borg- arstjórnar Reykjavíkur og hins vegar á vettvangi rík- isstjórnar og alþingis. Í borgarstjórn situr meiri- hluti, sem neitar staðfastlega að horfast í augu við stað- reyndir. Í ríkisstjórn og á al- þingi, er tekist á við fjár- málastjórn af raunsæi, ábyrgð og festu. Árangurinn er í samræmi við hin ólíku vinnubrögð. Um sömu mundir og R-listinn í Reykjavík ákveður að hækka álögur á borgarbúa, er lagt á ráðin um það í ríkisstjórn að lækka tekjuskatt, afnema eignarskatt og hækka barna- bætur. Fjármálum ríkissjóðs er stjórnað af festu með þau pólitísku markmið að leið- arljósi að seilast ekki sífellt dýpra í vasa skattgreiðenda og slaka frekar á skattak- lónni en herða hana. Fjármálastjórn Reykjavíkurborgar er án markmiða, skuldabyrðin þyngist jafnt og þétt. Og nú eru þau sannindi, að skuldir í dag séu skattar á morgun, ótvírætt að rætast á Reykvíkingum. Ríkisstjórnin vinnur í skattamálum sam- kvæmt stefnu, sem mótuð var að loknum kosningum vorið 2003. Í kosn- ingabaráttunni tók Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, af skarið um nauðsyn þess að lækka skatta. Áherslan á þetta atriði var ekki jafnþung hjá Fram- sóknarflokknum, en að kosn- ingum loknum varð sam- komulag um stjórnarsáttmála og eftir honum er starfað. R-listinn boðaði þá stefnu fyrir borgarstjórnarkosn- ingar 2002, að álögur skyldu ekki hækkaðar á Reykvík- inga. Sú stefna er fokin út í veður og vind eins og loforð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur um að sitja sem borg- arstjóri til ársins 2006. Nú stjórnar R-listinn á þeirri forsendu að finna lægsta samnefnara, hvort heldur litið er til fjár- mála eða vals á borgarstjóra Í fjármálum birtist þessi stjórnlist R-listans í enn hærri skuldum og þyngri sköttum. Við val á borgarstjóra birtist hún í því, að enginn af svonefndum oddvitum samstarfsflokkanna, það er Alfreð Þor- steinsson, Árni Þór Sigurðsson eða Stefán Jón Hafstein, kom til álita sem borgarstjóri. Þá varð Steinunn Valdís Óskarsdóttir nið- urstaðan, líklega af því að hún hafði setið lengur en þær Björk Vilhelmsdóttir og Anna Kristinsdóttir fyrir R-listann í borgarstjórn. Fyrir Reykvíkinga er dapurlegt, að af R-listanum sé það tekið úr skattavasa þeirra, sem eykst í honum, vegna skattalækk- unarstefnu ríkisstjórnarinnar. Hitt er síðan hlálegt, að talsmenn Sam- fylkingar og Vinstri/grænna, aðstandenda R- listans, skuli á alþingi flytja um það hræðslu- áróður, að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar auki á þenslu vegna meiri einkaneyslu. Eftir Björn Bjarnason Höfundur er ráðherra, þingmaður og borgarfulltrúi. ’Fyrir Reykvíkinga erdapurlegt, að af R-listan- um sé það tekið úr skatta- vasa þeirra, sem eykst í honum, vegna skatta- lækkunarstefnu ríkis- stjórnarinnar.‘ Björn Bjarnason Ólík fjármálastjórn hjá ríki og borg nn í flugstöðina. ann gekk um gólf eru Íslending- n auðvitað enginn. ður að sjá mig og gjusamasta stund þið væruð farin! til baka þar sem jólinu. Í hvert hjólinu tók hann ta var eins og í tunum iðir bændaferða til árið 1975 var farin l Kanada. „Guðni ar með Air Viking. ga flugvél og fór- rtafylki. Stétt- afði gefið 10 þús- nar safns Stefáns G. Stef- yrstu peningarnir gja upp húsið hans fhentum gjöfina. nga á móti. Þetta a húsið skáldsins n um Stefán. Þessi Ég hafði komið á skóla í Olds, miðja ille og Calgary. m nætur, þá fórum ólastjórinn bauð kennarar voru hagkvæm ferð og ðarverð. til Nýja-Íslands í ð Gimli þar sem k á móti okkur. já bændum á Margir skemmti- u með okkur, t.d. tur Jósafatsson Helgi Haraldsson í Hrunamanna- man hjá Gunnari . Kona Gunnars i vorkenndi hon- ofa hjá Guðmundi umstang og þvott á i þótti verst að num þegar hann r spurðu hvers svo góða íslensku: ð ég tala ekki neitt r. Hann neitaði að ð börnin sín, enda a vel. ðstoðarlandbún- oba, sá um allan kur vestra ásamt em bjó á Gimli og . Það má segja að a til Kanada síðan il Klettafjallanna eg. um stund að bjóða upp á ðir í Móseldalinn í st hjá vínbændum m fyrir austan heimilum sem 0 manns hvert í gistingu. Aðstaðan hjá bændunum var eins og á fínustu hótelum. „Þannig stóð á að Bændahöllinni var lokað vegna NATO-fundar og tóku starfsmennirnir sig saman um að fara til Þýskalands. Það voru fáein sæti laus sem ég ákvað að fylla og bauð bændum af Suðurlandi sem ég þekkti. Einn þeirra var mikill sjálfstæðismaður og var þetta hans fyrsta ferð til útlanda. Konan hans vildi ekki fara með, en hann fékk að fara með því skilyrði að ég myndi passa upp á að hann týndist ekki. Við gistum fyrst í Landstein ná- lægt Koblenz. Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs land- búnaðarins og formaður Stéttar- sambands bænda um árabil, varð sjötugur í ferðinni. Það varð töluverður gleðskapur af því tilefni að kvöldi af- mælisdagsins og umræddur vinur okk- ar varð sæmilega kenndur. Þegar hann vaknaði um morguninn varð honum litið út um gluggann og sá þetta yndislega fallega landssvæði, allt skógi vaxið og baðað í morgunsólinni. Hann mundi ekkert hvar hann var staddur og alls ekki að hann væri á ferðalagi. Hann var helst á því að hann væri dáinn og kominn til himnaríkis. Þegar hann kom fram á gang styrktist hann í þeirri trú, því þar heyrði hann mælt á framandi tungur. Því næst gekk hann niður á næstu hæð og sá þar tvo framsóknarmenn, þá Hauk Hall- dórsson í Sveinbjarnargerði og Gísla Karlsson, framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs. Þá taldi hann nokkuð öruggt að hann væri ekki kominn til himnaríkis!“ Gömul áform rætast Veturinn 1967 flutti Agnar tillögu á Búnaðarþingi, ásamt þeim Sigurði Lín- dal á Lækjarmóti í Víðidal og Sigmundi Sigurðssyni í Syðra-Langholti, um að ráðist yrði í stofnun félags sem héti Ferðaþjónusta bænda. Á næsta bún- aðarþingi var ákveðið að halda af stað með fyrirtækið og hefja skipulagða ferðaþjónustu í sveitum landsins. Aug- lýst var eftir starfsmanni og Oddný Björgvinsdóttir ráðin forstöðumaður. Í byrjun voru aðeins 10 bændur með bændagistingu. „Upphaflega var hugmyndin hjá mér að þetta yrði sameiginlegt, bændaferð- irnar í utanlandsdeild og bændagist- ingin í innanlandsdeild, en það fékk ekki hljómgrunn,“ segir Agnar. „Ég hafði þá hugmynd að utanlandsdeildin gæti stutt starfsemina hér innanlands, jafnvel svo að hún gæti staðið undir rekstri fyrirtækisins. Það má segja að nú sé loksins verið að sameina þetta. Utanlandsdeild Ferðaþjónustu bænda var stofnuð á þessu ári og Bændaferðir, ehf. sem ég stofnaði árið 2000 og hafa ferðaskrifstofuleyfi, verða sameinaðar henni.“ Bændaferðir hafa boðið upp á allt að 24 ferðir og flutt upp í 1.200 ferðamenn á ári. Agnar segir að samstarf við aðrar ferðaskrifstofur hafi gengið mjög vel. Best segir hann að sér hafi líkað að vinna með Guðna Þórðarsyni í Sunnu, að öðrum ólöstuðum. Agnari finnst nú kominn tími til að hann dragi sig í hlé, enda orðinn 77 ára gamall. Hann er þó ekki alveg hættur og stefnir á að vera aðstoðarfararstjóri í ferð til Eystra- saltslandanna á næsta ári. Þeir eru orðnir margir Íslending- arnir sem hafa stigið sín fyrstu spor er- lendis með Agnari. Margir við- skiptavinir hafa verið ákaflega tryggir og sumir búnir að fara meira en 20 sinnum með Bændaferðum. Áður fyrr voru flestir úr sveitum landsins, en nú skipa þéttbýlisbúar meirihluta við- skiptavina Bændaferða. Hann segir að mikill munur sé ferðafólki nú og í gamla daga. „Áður voru menn að sulla í víni yfir daginn, en nú þekkist það ekki. Ferðir okkar eru frábrugðnar öðrum hópferðum í því að það er skilyrði að fararstjórinn sé með hópnum frá morgni til kvölds. Margir tala ekki er- lend mál og mállaust fólk er óöruggt að fara út að skemmta sér,“ segir Agnar. voru aríkar Myndin er tekin Margir þátttak- gudni@mbl.is Nýlega var kynnt alþjóðlegt þróun-arverkefni í nýtingu viðar semorkugjafa til húshitunar. Ísland,Finnland og Skotland standa sam- an að verkefninu, sem er hluti af Norðurslóða- áætlun Evrópusambandsins (NPP). Á Íslandi er þörf á markaði fyrir grisjunar- afurðir skóganna. Tilgangur verkefnisins hér á landi er að gera viðarkyndingu að raunhæf- um valkosti á lághitasvæðum, einkum í dreif- býli. Með því er vilji til að slá nokkrar flugur í einu höggi, þ.e. lækka orkukostnað neytenda, stuðla að grisjun ungskóga og gera trén sem eftir standa verðmætari, fjölga atvinnutæki- færum í dreifbýli og nýta umhverfisvæna orku. Loftur Jónsson skógfræðingur og verkefn- isstjóri íslenska hlutans var einn þeirra sem kynnti verkefnið. Hann segir eldivið að vissu leyti vera framandi fyrir mörgum okkar. „Við erum vön rafmagni eða hitaveitu og okkur hættir til að halda að svona hafi þetta verið um langan aldur, sem er alls ekki rétt. Í sögubók- um stendur að við bjuggum nánast neðanjarð- ar í torfbæjum og kveiktum í taði til að halda á okkur hita, en þannig var það ekki í upphafi. Ísland var viði vaxið milli fjalls og fjöru við landnám. Skógurinn var eflaust ein megin- ástæðan fyrir því að landið byggðist. Skógar- afurðir voru drjúgur hluti af íslensku hagkerfi þeirra tíma, bæði í smíðar en einkum sem elds- neyti og stóðu algjörlega undir orkunotkun Ís- lendinga á fyrstu öldum. Hér er átt við timbur til húshitunar og til iðnaðar, þ.e. rauðablásturs og kolagerðar. Skógræktarmönnum hættir til að benda eingöngu á sauðkindina og kenna henni um skógareyðinguna. Skógur var höggvinn til eldsneytis og ruddur til beiti- lands. Sauðfjárbeitin í kjölfarið sá til þess að nýir græðlingar náðu ekki að festa rætur.“ Þrjóska, jákvæðni og þekking „Við getum ræktað skóga á Íslandi“ heldur Loftur áfram. „Við höfum lært á seinustu öld hvernig skuli rækta skóg og okkur hefur tekist mun betur til en nokkurn hafði órað fyrir. Það er að þakka bæði ótrúlegri þrjósku og fárán- legri jákvæðni samfara aukinni vísindalegri þekkingu á trjám og náttúrunni yfirleitt. Við höfum tæki og tól, gróðrarstöðvar sem fram- leiða úrvalsplöntur, við vitum hvaða kvæmi við þurfum að nota o.s.frv. Núna þurfum við að huga að framhaldinu. Við þurfum markað fyrir timbrið. Skógræktin á ekki eftir að sækja á nema hún fari að skila tekjum. Hún verður að gera meira en að sjá landsmönnum fyrir úti- vistarsvæðum. Ég held að þjóðin vilji sjá að þeir peningar sem hið opinbera leggur til skógræktar skili einhverjum seljanlegum af- urðum. Um níu tíundu af heimilum landsins eru kynt með jarðhita. Hann er þó ekki alls staðar og á þau svæði ætlum við að einblína og athuga hvort kynding með eldiviði geti verið raun- verulegur valkostur, þ.e.a.s. að kynding með eldiviði sé ódýrari valkostur en olía eða raf- magn. Norski landbúnaðarráðherrann hefur t.d. verið að hvetja landa sína til að nota eldivið til að lækka útgjöld heimilanna en í því mikla raforkulandi sem Noregur þó er, lækkar kyndingarkostnaður um helming ef notaður er eldiviður í stað rafmagns. Þegar tekist hefur að búa til markað fyrir grisjunarafurðir er kominn hvati að grisjun sem stuðlar að hraustari og betur hirtum skógi. Þetta leiðir til hærra verðs á lokaafurð- um skógarins, þ.e.a.s. bolviði til sögunar. Grisjunin minnkar ennfremur verulega áhættu á áföllum sem skógurinn kann að verða fyrir, auk þess sem skógurinn lítur bet- ur út og hefur því meira útivistargildi. Annað markmið verkefnisins snýr að at- vinnusköpun í dreifbýli. Framleiðsla á við- areldsneyti er gjörólík raforkuframleiðslu. Við stóriðjuframkvæmdir er mikill fjármagns- kostnaður og mikil uppbygging á sér stað á stuttum tíma. Vinnuafl við slíkar framkvæmd- ir eru að mestu farandverkamenn og því skila þær sér ekki nema að takmörkuðu leyti í við- komandi byggðarlög. Eldiviðarkynding hefur hins vegar lágan fjármagnskostnað í saman- burði við virkjanaframkvæmdir og jafnari þörf á vinnuafli heima í héraði við hráefnisöflun. Fjármagn ætti því að haldast betur inni á svæðinu og einnig atvinnutækifæri. Varðandi kolefnisbúskap skal bent á að við- ur er grænn orkugjafi og kolefnishlutlaus. Ef þeir sem kynda með olíu skiptu yfir í við myndu þeir bæta kolefnisbúskap þjóðarinn- ar.“ „Fyrsta skrefið í verkefninu er að gera hag- kvæmniathugun á eldiviðarnotkun á Íslandi. Enn fremur að semja fræðslu- og kynning- arefni fyrir skógarbændur og neytendur um eldiviðarnotkun og framleiðslu. Við munum senda skógarbændur og skógarverkamenn til Finnlands á námskeið til að læra rétt hand- brögð og tækni. Við ætlum að vinna að fram- gangi eldiviðar í ríkiskerfinu, því ef þetta á að verða raunverulegur valkostur verður hann að njóta sömu kjara og önnur orka til húshitunar, sem er niðurgreidd að mestu af ríkinu en einn- ig af orkufyrirtækjum. Þá viljum við stofna til alþjóðlegs tengslanets í sambandi við græna orku og síðast en ekki síst ætlum við að setja upp eitt stykki nútímalegan kurlkyndara sem verður staðsettur í Skógræktinni á Hallorms- stað og verður til sýnis almenningi. Þangað koma um 20 þúsund gestir á ári og hann verð- ur því vel staðsettur til að sýna fólki fram á að þetta sé hægt.“ Áherslur þjóðanna þriggja sem að verkefn- inu standa eru mismunandi, enda aðstæður ólíkar. Í Finnlandi framleiðir skógurinn um 20% af þeirri orku sem þar er notuð. Finnsku þátttakendurnir koma fyrst og fremst að verk- efninu sem ráðgjafar. Skotland hefur gríðar- legra hagsmuna að gæta. Þar er orkuverð hátt og dreifikerfi raforku of lítið til að anna fyr- irsjáanlegri orkunotkun. Íslensku þátttakendurnir í verkefninu eru Héraðsskógar sem ber jafnframt ábyrgð á ís- lenska hluta verkefnisins, Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og leggja þessir aðilar fjármagn og vinnu til verkefnisins. Auk þess eru Orkusjóð- ur, NPP, Byggðastofnun og Framleiðnisjóður landbúnaðarins fjárhagslegir bakhjarlar. Næsta skref í íslenskri skógrækt að finna markað fyrir grisjunarvið Viðarkynding raunhæfur kostur í dreifbýlinu? Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Guðmundur Ólafsson, frkvstj. Héraðsskóga, Lauri Sikanen frá Finnlandi og Cliff Beck frá Skotlandi undirrita samning um verkefni um nýtingu viðar sem orkugjafa til húshitunar. steinunn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.