Morgunblaðið - 22.11.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 22.11.2004, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AFSTAÐA mín til launakjara kennara og annarra mennta- og umönnunarstétta, kvennastéttanna, hefur ekkert breyst á fjórum árum eða frá síðustu kjara- viðræðum grunnskóla- kennara og launa- nefndar sveitarfélaganna: „ … ef við til lengri tíma litið eigum að geta átt einhverja von um að grunnskólinn verði mannaður því hæfa og vel menntaða fólki af báðum kynj- um sem börnum okk- ar ber, þá verður að bæta kjör kenn- ara … laun fyrir all- flest störf er snúa að umönnun, uppeldi og menntun dragast sífellt aftur úr öðr- um. Það vekur óneitanlega spurn- ingar um verðmæta- mat okkar sem þjóð- ar, að við metum þau störf ekki meira og til hærri launa.“ (Fréttabréf H&S 2 tbl. 2000). Þessum kjara- viðræðum kennara lauk með samn- ingum 2001 sem tryggðu þeim launahækkanir umfram aðrar stétt- ir, í annað sinn frá yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna. Um það ríkti sátt í samfélaginu bæði 1997 og 2001. Sáttin er áfram forsenda þess að þetta sé hægt. Ef hún ekki er til staðar og laun ann- arra hækka jafnmikið er stöð- ugleikanum raskað og þar með kaupmætti launa jafnt kennara sem annarra. Við verðum að geta treyst því að samningarnir nú byggist á sams- konar sátt um að kennara- og kvennastéttum sé sýnd sú við- urkenning og virðing sem þeim ber í þágu þess að ala upp hamingju- sama og nýta þjóðfélagsþegna. Í orði lýstu báðir aðilar kenn- aradeilunnar yfir andstöðu við laga- setningu á verkfall kennara. Það sama gerði stór hluti stjórnarand- stöðunnar á Alþingi, eftir að stjórn- arandstaðan var búin að liðka fyrir setningu laga um bann við verkfalli, með því að styðja í atkvæðagreiðslu flýtimeðferð frumvarps ríkisstjórn- arinnar í gegnum þingið. Stór hluti stjórnarandstöðunnar var áður búinn að ákalla og brýna ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutann á Alþingi í fleiri vikur og krefjast þess að ríkisvaldið gripi inn í verk- fall kennara. Þeir héldu því líka öðru fremur fram að ástæða þess að ekki semdist væri bágur fjár- hagur sveitarfélaganna þrátt fyrir yfirlýsingar flokksfélaga þeirra í sveitarstjórnum víða um land og í borgarstjórn Reykjavíkur um ann- að. Talsmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á Alþingi hafa í þessu máli talað í eina átt og af al- gjöru ábyrgðarleysi, að þessu sinni upp í eyrun á grunnskólakenn- urum. Fulltrúar flokkanna í sveit- arstjórnum víða um land hafa talað í allt aðra átt eins og fulltrúar þeirra í launanefnd sveitarfélag- anna. Þetta heitir tvískinnungur og talsmenn Frjálslynda flokksins áréttuðu ábyrgð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í umræðum á Al- þingi. Það lá fyrir áður en frumvarpið var lagt fram á Alþingi að deila kennara og viðsemjenda þeirra, sveitarfélaganna, var í óleys- anlegum hnút. Báðir aðilar höfðu lýst því yfir í fjölmiðlum og jafn- framt sagt að ef eitthvað væri hefði dregið sundur með þeim á fundi eftir að kennarar felldu miðl- unartillögu sáttasemjara. Þess vegna ákváðu þeir að hittast ekki aftur fyrr en eftir tvær vikur, sem ofan á sex vikna verk- fall þýddi verkbann á lögboðið nám grunn- skólabarna í átta vikur. Í fjóra daga af 170 lög- boðnum skóladögum barna og jafnmarga vinnudaga foreldra. Fulltrúar deiluaðila bættu enn um betur á fundum allsherj- arnefndar Alþingis. Þar svöruðu þeir því til aðspurðir hvenær fyr- irsjáanlegt væri að þeir næðu saman og nám í grunnskóla hæfist á ný, ef lög kæmu ekki til, að það yrði í fyrsta lagi eftir áramót. Alls ekki fyrr og allt eins mun seinna. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að einhverjum foreldrum eða kenn- urum hafi raunveru- lega á því tímamarki eða síðar þótt forsvar- anlegt eða verjandi að ríkisvaldið hefðist ekk- ert að. Gerðardómsleiðinni var ætlað að tryggja nýja nálgun í viðræðum deiluaðila. Sú leið var líka farin að ósk deiluaðila að breyta frumvarpinu og lögbinda að gerðardómur tæki til starfa eins fljótt og auðið væri og ekki síðar en 20. nóv. enda sögðust þeir vera búnir að ræða saman, án árangurs, svo mánuðum skipti, vika dygði og lengri tími skilaði þeim engu. Leið- in sem var farin var að lögbinda friðarskyldu milli samningsaðila, tryggja að kennsla hæfist að nýju en halda því jafnframt opnu að deiluaðilar hefðu, allt þar til gerð- ardómur lyki störfum – ef til þess kæmi að hann yrði skipaður – fullt og ótakmarkað svigrúm og allar heimildir til að semja frjálst og óhindrað sín á milli. Hvað skyldi nú ríkisstjórn Hall- dórs Ásgrímssonar og stjórn- armeirihlutanum hafa gengið til? Jú, að bregðast við neyðarástandi sem hafði skapast í samfélaginu með því að grípa til þess eina úr- ræðis sem löggjafarvaldið hefur og tryggja þar með hagsmuni grunn- skólabarna, fjölskyldna þeirra og grunnskólakennara. Þeir eru nú loks komnir til starfa á ný eftir margra vikna launalaust verkfall. Eftir lagasetninguna tóku sömu fulltrúar deiluaðila og spáðu því að verkfallið myndi a.m.k. standa fram yfir áramót loksins við sér. Nú er kjarasamningurinn í höfn og næsta verkefni er að taka hönd- um saman, græða sárin og byggja upp samstarf og sátt allra aðila skólasamfélagsins, kennara, nem- enda og foreldra, um góðan grunn- skóla. Lagasetning leiddi til þess að samn- ingar tókust Jónína Bjartmarz skrifar um kjaradeilu kennara Jónína Bjartmarz ’Það lá fyrir áð-ur en frumvarpið var lagt fram á Alþingi að deila kennara og við- semjenda þeirra, sveitarfélaganna, var í óleysan- legum hnút.‘ Höfundur er alþingismaður. FYRR í þessum mánuði lagði ég fram þingsályktunartillögu í Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að ríkis- stjórnin kanni að í Gunn- arsholti á Rangárvöllum verði alþjóðleg rannsókn- arstöð sem þrói aðferðir við rannsóknir á hnignun lands. Jarðvegsrof og endurheimtingu land- gæða. Auk þessa hafi rannsóknarstöðin einnig það hlutverk að miðla þekkingu á þessu sviði, m.a. til vísindamanna frá þróunarlöndum. Ísland hefur þá sér- stöðu að fáar ríkar þjóðir hafa glatað jafnstórum hluta af þeim auðlindum sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslendingar eiga sér jafnframt óvenjulega sögu hvað varðar jarðvegseyðingu og end- urreisn landgæða. Landgræðsla rík- isins er elsta stofnun heims á þessu sviði, hét áður Sandgræðsla ríkisins, en skipuleg barátta gegn uppblæstri hófst hér á landi árið 1907 eða áratug á undan öðrum löndum. Gríðarleg þekking og reynsla hefur safnast saman um leiðir til að stöðva jarð- vegsrof og endurreisn landkosta. Við eigum því miklu að miðla til annarra þjóða á þessum sviðum. Ein sönnun þess er umhverfisverðlaun Norð- urlandaráðs sem féllu í skaut RALA og Landgræðslunnar árið 1998 vegna verkefnisins „að lesa landið“. Hnignun landgæða er gríðarlegt vandamál í heiminum. Þessi vandi vex stöðugt og mun hafa mikil áhrif á ástand heimsmála næstu árin ef ekki tekst að efla varnir gegn eyðingaröflum og vinna af meiri krafti að landbótum. Vandamálin eru erf- iðust þar sem hagur íbúanna er bágastur, á jaðarsvæðum í Afr- íku, Asíu og Suður- Ameríku. Vegna að- stæðna hér á landi hafa Íslendingar óvenju góðar að- stæður til að rann- saka landhnignun og leiðir til úrbóta miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Ísland staðfesti sáttmálann um varnir gegn eyðimerkurmyndun árið 1997. Ís- lendingar hafa samt sem áður ekki tekið nægjanlega virkan þátt í slíku starfi á alþjóðavettvangi sem er í mótsögn við mikla þekkingu okkar á þessu sviði. Íslendingar eru að verða öflugir þátttakendur í alþjóðlegu starfi. Þetta sjáum við vel á síðustu misserum í viðskiptalífinu. Einnig hvað varðar á umhverfissviði t.d. hvað varðar eldvirkni, jarðhita og fiskveiðar. Þetta samstarf veitir bæði hvatningu og leiðsögn og hvernig hægt er að nýta sérstöðu Íslands hvað varðar vernd og endurreisn landkosta í alþjólegu samstarfi. Mik- ils er um vert að búa svo að faglegu landgræðslustarfi að unnt sé að taka þátt í öflugu alþjóðlegu vísindastarfi á þessu sviði. Rannsóknarmiðstöð sem þessi yrði vel staðsett í tengslum við Land- græðslu ríkisins í Gunnarsholti í sam- starfi við Skógrækt ríkisins, RALA, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Háskóla Íslands. Um leið og hér sköpuðust vísindastörf út á lands- byggðinni til eflingar jafnmynd- arlegum stofnunum sem hér starfa. Ég hvet ráðherra sem starfa að land- búnaðar-, umhverfis- og utanrík- ismálum að gefa þessu gaum og koma stofnun sem þessari á laggirnar. Þessi miðstöð gæti lagt mikla þekk- ingu af mörkum til þjóða sem berjast gegn eyðingu gróðurs og jarðvegs. Stofnum alþjóðarannsókn- armiðstöð á Íslandi Ísólfur Gylfi Pálmason fjallar um rannsóknarstöð í Gunnarsholti Ísólfur Gylfi Pálmason ’Ísland hefur þá sér-stöðu að fáar ríkar þjóð- ir hafa glatað jafn- stórum hluta af þeim auðlindum sem felast í gróðri og jarðvegi.‘ Höfundur er varaþingmaður og sveit- arstjóri Hrunamannahrepps. FRAM hefur komið í umræðum á Alþingi að heilbrigðisráðherra telur stöðu ríkisfjármála nú ekki leyfa samninga við sálfræð- inga um þátttöku Tryggingastofnunar í kostnaði vegna sál- fræðiviðtala. Þetta þýðir að hópur fólks sem þarfnast sál- fræðiþjónustu mun ekki njóta hennar þar sem hann hefur ekki efni á því. Með þessu er verið að mismuna þeim sem þarfnast sál- fræðiviðtala þar sem einungis þeir efnameiri geta notið þeirra. Við- horf ráðherra bera vott um ranga forgangsröðun í heilbrigðismálum og er á skjön við þá almennu kröfu að heilbrigðiskerfið veiti þá bestu og hagkvæmustu þjónustu sem völ er á á hverjum tíma. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur leitast við og reyndar staðið sig vel í því að fylgjast með þróun í þekk- ingu, tækni og lyfjum. Er það ein ástæða góðrar heilbrigðisþjónustu og langlífis hér á landi. Við erum öll stolt af þeim metnaði sem heilbrigð- iskerfið hefur haft á þessu sviði og sem hefur skilað þeim árangri að heilbrigðisþjónusta hér á landi er tæknilega talin jafnast á við þjón- ustu mun fjölmennari þjóða. Ný dýr og sérhæfð lækningatæki finna fljótt leið sína inn á íslenska spítala og krafa lækna og sjúklinga um nýjustu ávinninga í lyfjaþróun skilar nýjum undralyfjum fljótt og vel í apótekin. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki á sama hátt og ná- grannaþjóðir okkar fylgst með breyttum þörfum nútímafólks um heilbrigðisþjónustu. Hér á ég við þarfir fólks um þjónustu vegna ein- kenna sem verða æ al- gengari og virðast tengjast þeim að- stæðum sem fólk býr við í nútímasamfélagi. Ég á við aukningu þunglyndis, kvíða og annarra geðraskana svo og einkenna sem tengjast álagsstreitu. Nýleg sænsk könnun sýnir að einn af hverj- um tíu taldi sig hafa átt í erfiðleikum með geð- heilsu sína á sl. ári svo sem vegna starfs- þrotaeinkenna, streitu, þunglyndis eða annarrar andlegrar vanlíðunar. Þessar niðurstöður má vafalítið yf- irfæra á íslenskar aðstæður. Veik- indi og örorka af völdum þessara sjúkdóma hefur margfaldast. Þung- lyndi er til dæmis talið hafa aukist tí- falt á síðustu öld. Geðraskanir eru nú ein algengasta ástæða örorku hér á landi. Hvernig hefur heilbrigðiskerfið brugðist við þessari þróun? Síaukinn kostnaður vegna þessara sjúkdóma er eðlilega alvarlegt áhyggjuefni eins og ítrekað hefur komið fram. Sérstakt áhyggjuefni er aukin notk- un geðlyfja og kostnaður af þeim ástæðum. Athyglisvert er að sam- kvæmt íslenskum rannsóknum hef- ur aukin notkun geðlyfja ekki dregið úr eða haft áhrif á vanda vegna þunglyndis. Í öllum nágrannalöndum okkar hefur fólk aðgang að sálfræðiþjón- ustu sem hluta af heilbrigðisþjónust- unni og þar sem samtrygging greiðir hluta kostnaðar sjúklings. Útfærslur eru misjafnar eftir löndum en sam- merkt er að umræða er mikil og vel fylgst með árangri og hagkvæmni þjónustunnar. Hvers vegna hefur heilbrigðis- kerfi okkar ekki brugðist við þessari þróun með því að nýta þekkingu og tækni sem við vitum að er bæði áhrifarík og hagkvæm? Hvers vegna höfum við ekki notfært okkur þekk- ingu og færni sem nú þegar er hér til staðar? Hvers vegna hefur fólk hér á landi ekki aðgang að sömu heilbrigð- isúrræðum og standa til boða hjá ná- grannaþjóðum okkar? Ákall notenda eftir þessari þjónustu er skýrt. Í nútímasamfélagi á að vera að- gangur að sálfræðiþjónustu þar sem Tryggingastofnun tekur eðlilegan þátt í kostnaði. Þessari þjónustu verður heilbrigðiskerfið að for- gangsraða hærra ætli það sér að fylgjast með þróuninni og standa við þann metnað að bjóða fólki þá þjón- ustu sem er best og hagkvæmust á hverjum tíma. Valkostur fyrir alla Halldór Kr. Júlíusson fjallar um forgangsröðun sálfræði- þjónustu í heilbrigðiskerfinu ’Hvers vegna hefur fólkhér á landi ekki aðgang að sömu heilbrigðis- úrræðum og standa til boða hjá nágrannaþjóð- um okkar?‘ Halldór Kr. Júlíusson Höfundur er formaður Sálfræðinga- félags Íslands. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú stað- reynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rang- ar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannindum.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigurinn í Eyjabakkamálinu sýnir að um- hverfisverndarsinnar á Íslandi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri sam- stöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalöginn, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Al- coa, er að lýsa því yfir að Kára- hnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því að Kjölur sé þeirra eign- arland, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatnshrepps.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.