Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 21
UMRÆÐAN
Pílutjöld ehf
Faxafeni 12
108 Reykjavík
s. 553 0095
www.pilu.is
• Gardínustangir
• Felligardínur
• Bambusgardínur
• Sólskyggni
Smíðum og
saumum eftir máli.
Allt fyrir gluggann
Stuttur afgreiðslutími
NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR
HLYNUR SF
alhliða byggingastarfsemi
Pétur J. Hjartarson
húsasmíðameistari
SÍMI 865 2300
FORSÆTISRÁÐHERRANN og
fjármálaráðherrann
komu fram í fjölmiðlum
yfir helgina að kynna
fyrirhugaðar skatta-
lækkanir ríkisstjórn-
arinnar á kjör-
tímabilinu. Í fyrsta lagi
er á það að líta að loforð
fram í tímann hafa ekki
reynst mjög innihalds-
rík hjá ríkisstjórn-
arflokkunum, sbr.
samninginn við Ör-
yrkjabandalag Íslands
skömmu fyrir síðustu
alþingiskosningar. Sá
samningur var svikinn.
Nær væri að byrja á því
að efna þann samning í
stað þess að leggja nú í
aðra loforðahrinu. Í
öðru lagi eru ákvarð-
anir ríkisstjórnarinnar
um skattalækkanir í
hugum okkar margra
fremur hótanir en björt
fyrirheit. Þegar Geir H.
Haarde fjármálaráð-
herra lýsir því yfir að
peningarnir séu best
komnir „í vasa almenn-
ings“ eins og hann kall-
ar það, er mér mál að
spyrja, í vasa hvaða
fólks? Í vasa láglauna-
fólks verða þessir pen-
ingar ekki og alls ekki
þess fólks sem þarf á
samfélagsþjónustu að
halda. Fjármálaráð-
herrann bætti nefnilega við í frétta-
viðtölunum að þeir sem ætluðu að
„hafa uppi fjárkröfur á ríkissjóð“
skyldu gæta að því að „sníða sér
stakk“ í samræmi við nýjar aðstæður!
Er hér verið að tala til sjúkrahús-
anna og annarra velferðarstofnana
samfélagsins, þessara dæmigerðu
„óábyrgu aðila“ sem sífellt sprengja
fjárlagarammann? Er ef til vill verið
að tala til harðvítugra „þrýstihópa“ á
borð við elliheimili og stofnanir fyrir
þroskahefta og annarra af því sauða-
húsi? Er harkalegt og ósanngjarnt að
setja dæmið upp með þessum hætti?
Nei, þetta er raunveruleikinn! Auðvit-
að sér allt skynsamt fólk í gegnum vef
ríkisstjórnarinnar. Það er að sjálf-
sögðu verið að reyna að þvinga stofn-
anir í almannaþjónustunni til að mark-
aðsvæðast og fjármagna sig með
notendagjöldum í stað þess „að hafa
uppi fjárkröfur á ríkissjóð“. Á manna-
máli þýðir þetta að skattaafslátturinn
er ávísun á niðurskurð á framlögum til
velferðarstofnana landsins og verður
rifinn upp úr vösum þeirra sem þurfa
á samfélagshjálp að halda, skólanema,
sjúklinga, öryrkja og
atvinnulausra. Ef til vill
getur það fólk sem á því
láni að fagna að búa við
góða heilsu og tryggt
húsnæði unað vel við
sinn hag. En er það þetta
sem við viljum? Viljum
við þrengja að sam-
félagsþjónustunni? Vilj-
um við draga úr milli-
færslum og þar með
jöfnuði? Að sjálfsögðu
ekki. Vitanlega viljum
við ekki láta rífa pen-
ingana upp úr vösum
hinna þurfandi. Auðvitað
mislíkar fólki að á meðan
þrengt er að veikburða
lágtekjufólki eigi hinir
velmegandi áfram að
liggja í bómull rík-
isstjórnarinnar. Þetta
þykir Halldóri Ásgríms-
syni forsætisráðherra og
félögum við ríkisstjórn-
arborðið hins vegar ald-
eilis frábært. Forsætis-
ráðherrann lýsti því
andaktugur yfir í kvöld-
fréttum Ríkisútvarpsins
á laugardag að fundin
væri „besta leiðin til að
koma þeim fjármunum
sem úr er að spila til al-
mennings með réttlátum
hætti“.
Vont er þeirra rang-
læti en verra er þeirra
réttlæti var einhverju
sinni sagt. Það á svo sannarlega við
um núverandi ríkisstjórn Íslands.
En verða
peningarnir eftir
í vasanum, Geir!
Ögmundur Jónasson
fjallar um skattalækkanir
ríkisstjórnarinnar
Ögmundur Jónasson
’Á mannamáliþýðir þetta að
skattaafsláttur-
inn er ávísun á
niðurskurð á
framlögum til
velferðarstofn-
ana landsins og
verður rifinn
upp úr vösum
þeirra sem
þurfa á sam-
félagshjálp að
halda …‘
Höfundur er þingflokksformaður VG.
ÞEGAR hausta tekur og náms-
menn skríða inn í skólann á ný,
laumast stúdentar út úr holum
sínum í Læknagarði og dreifa sér
um byggðir landsins. Undanfarin
5 ár hafa læknanemar nefnilega
heimsótt framhaldsskólana til að
sinna kynfræðslu. Okkar mark-
hópur er þeir sem eru að hefja
framhaldsnám og við ræðum við
unglingana í lífsleiknitímum.
Starfið byggist á jafningjafræðslu
og sú hefð hefur skapast að 2. árs
læknanemar beri hitann og þung-
ann af fræðslunni, eftir að þeir
hafa sjálfir fengið sína fræðslu af
kennurum og eldri nemum.
Skemmst er frá því að segja að
þetta hefur gengið vonum framar,
er jafnan meðal þess sem ungling-
unum hefur þótt standa upp úr
vetrarstarfinu, eftirspurnin eykst
jafnt og þétt og teljum við okkur
sjá árangur af vinnunni. En áður
en lengra er haldið er ekki úr vegi
að kynna starf okkar örlítið nán-
ar …
Hver erum við?
Félag um forvarnastarf lækna-
nema er ungt félag og lítið, en þó
angi af alþjóðlegu starfi því al-
þjóðasamtök læknanema, IFMSA,
eru stærstu stúdentasamtök í
heimi. Starfsemin er þó misjöfn
eftir löndum en sem fyrr hafa
Norðurlöndin átt einkar gott sam-
starf sín á milli. Hafa hugmyndir
og aðferðir því borist hratt og
auðveldlega milli landa.
Við höfum þau meginmarkmið
að berjast móti kynsjúkdómum
hjá unglingum, sporna gegn
ótímabærum þungunum unglings-
stúlkna og fækka fóstureyðingum
hjá yngsta aldurshópnum (<20
ára). Til að vinna að þessum
markmiðum okkar höfum við
reynt að heimsækja flesta fram-
haldsskóla landsins og á síðasta
ári heimsóttum við alla nema þrjá.
Við höfum að auki heimsótt
nokkra grunnskóla og fé-
lagsmiðstöðvar ár hvert, en því
miður gefst ekki tími til að heim-
sækja alla því tími er oft mun-
aðarvara hjá læknanemum.
Allt starfið er unnið í sjálfboða-
vinnu en félagið borgar ferða-
kostnað og gistingu. Svo standa
megi straum af því höfum við not-
ið dyggs stuðnings fjölmargra að-
ila, ber þar hæst menntamála-,
heilbrigðis- og félagsmálaráðu-
neytið. Einnig hafa Læknafélag
Íslands, lyfjafyrirtæki og fjölmörg
sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir
stutt okkur, auk þess sem skól-
arnir hafa komið til móts við okk-
ur.
Ástráður –
Útvarp Samfés
Stærsti ókosturinn við að miða við
framhaldsskólana er sá að margir
sem ljúka 10. bekk hætta námi, og
missum við því af þeim. Hvort
þessi hópur er í meiri hættu á að
smitast af kynsjúkdómum eða
stunda óvarðar samfarir skal
ósagt látið, en burtséð frá því er
þetta mikilvægur hópur sem þarf
að ná til. Við höfum því bent á
heimasíðuna okkar www.forvarn-
ir.com sem hýsir ýmsan fróðleik
sem tengist kynfræðslu, og svar-
þjónustu okkar leyndo@forvarn-
ir.com. Allar fyrirspurnir teljast
trúnaðarmál og eru meðhöndlaðar
sem slík.
Til að ná til fleiri unglinga og á
fjölbreyttari grundvelli hófum við
samstarf við Útvarp Samfés á Rás
2, þar sem kynfræðsluhornið Ást-
ráður er í loftinu á mánudags-
kvöldum. Sem von er hefur þetta
vakið athygli og viljum við hvetja
unglinga, foreldra og aðra áhuga-
sama til að leggja við hlustir. Má
vera að það auðveldi foreldrum að
ræða við börn sín um kynlíf og
kynfræðslu; þarfan hlut í uppeld-
inu sem því miður virðist oft detta
upp fyrir.
Þetta samstarf hefur þar að
auki vakið athygli út fyrir land-
steinana, innan læknanema-
samfélagsins. Þykir ákaflega
merkilegt að við getum sinnt kyn-
fræðslu í útvarpinu, hvað þá í
sjálfu Ríkisútvarpinu. Eiga sam-
starfsmenn okkar
hjá RÚV því bæði
heiður og þökk skilið
fyrir framsýni og
áræðni.
Ber þetta
árangur?
Árangur forvarna er
erfitt að meta því
þær snúast í grunn-
inn um það að út-
rýma því sem rétt-
lætir að þeim sé
beitt. En að fram-
ansögðu um mark-
mið félagsins er forvitnilegt að
skoða hvað hafi gerst á þessum
árum í kynsjúkdómum, ung-
lingaþungunum og fóstureyð-
ingum.
Klamydía er algengasti kyn-
sjúkdómurinn hérlendis og lang-
flestir smitaðra eru yngri en 25
ára. Árið 2003 fjölgaði heimsókn-
um á húð- og kynsjúkdómadeild-
ina um 3.000 m.v. 1998 en smit-
uðum fækkaði um 24, úr 12,5 % í
10,1% (Heimild: www.landlaekn-
ir.is).
Unglingaþungunum hefur einnig
fækkað undanfarin ár. Árið 1999
urðu 262 stúlkur undir tvítugu
mæður en árið 2003 voru þær 165.
Ef litið er á fóstureyðingar sama
aldurshóps á tímabilinu hefur
þeim einnig fækkað. 1998 voru 233
fóstureyðingar hjá stúlkum undir
tvítugu, 28% af heild. Árið 2003
voru fóstureyðingar í sama ald-
urshóp 139 eða 17% allra fóstur-
eyðinga það árið (Heimild:
kvennadeild LSH).
Fjölmargir hafa lagt sitt af
mörkum: Skólahjúkrunarfræð-
ingar, landlæknisembættið og
unglingamóttökur. Eflaust hefur
bætt aðgengi að smokkum og
neyðarpillunni stærstu áhrifin. Við
viljum þó trúa því að við eigum
talsverðan hlut að máli, því rauði
þráðurinn í okkar starfi er að
fræða unglinga um notkun
smokksins og annarra getn-
aðarvarna, benda á neyðarpilluna
og vísa á unglingamóttökurnar og
göngudeild húð- og kynsjúkdóma.
Við hlökkum til að hitta nýja
hópa í vetur og vonum að allt
haldi áfram á réttri braut. Öllum
er kynfræðsla nauðsynleg og við
sjálf höfum bæði gagn og gaman
af, þó ef fram heldur sem horfir,
muni atvinnumöguleikum okkar á
þessu sviði sem betur fer fækka í
framtíðinni.
Kristján Þór Gunnarsson og
Eyjólfur Þorkelsson fjalla um
forvarnarstarf læknanema
’Árangur forvarna ererfitt að meta því þær
snúast í grunninn um
það að útrýma því sem
réttlætir að þeim sé
beitt.‘
Eyjólfur
Þorkelsson
Kristján Þór er formaður forvarnar-
starfs læknanema og Eyjólfur er
almannatengill forvarnarstarfs
læknanema.
Kristján Þór
Gunnarsson
Ekki bara til
að pissa með …