Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * ** * * * * * ** Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4. Ísl. tal. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? kl. 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.50 og 8. B.i. 14 ára. kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 8. Ein besta spennu- og grínmynd ársins Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Ein besta spennu- og grínmynd ársins J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Sýnd kl. 6 og 10.10. Yfir 7500 manns Yfir 32.000 gestir Stærsta íslenska heimildarmyndin Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Besta heimildarmynd ársins Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári l rt j l rí ill r t ... i ir i f l ri Frábær gamanmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári Kolsvö t jól grí ynd eð illy ob Thornton ... þú issir þig af hlári BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM * ** * * * * * * * * * * ** * ** * * * * 25.11.0425.11.04 Kr. 500 www.borgarbio.is Kapteinn skögultönntei s lt Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. BRIDGET Jones, sögupersónan í hinni gríðarvinsælu bók breska rit- höfundarins Helen Fielding, Dag- bók Bridget Jones, er orðin að eins konar goðsagnapersónu, ekki síst eftir að Renée Zellweger gæddi hana lífi ásamt þeim traustu mót- leikurum Hugh Grant og Colin Firth í samnefndri kvikmynd. Jones sló í gegn sem skemmtilegur fulltrúi hinnar venjulegu ungu nútímakonu, sem glímir við ýmsar kreddur og stöðluð viðhorf sem ungar og ein- hleypar konur mæta, og sjálfs- efasemdir sem vakna gjarnan hjá konum þegar þær bera sig saman við hinar yfirnáttúrulegu kven- ímyndir sem blasa hvarvetna við. Það lá því beinast við fyrir Helen Fielding að skrifa framhaldsbók um persónuna vinsælu, og lá jafnvel enn beinna við að gera kvikmynd eftir framhaldinu: Bridget Jones á barmi taugaáfalls. Hér fá áhorf- endur tækifæri til að rifja upp kynnin við aðalpersónurnar úr fyrri myndinni, hina einu sönnu Bridget (Zellweger), góða en dálítið bælda draumaprinsinn Mark Darcy (Colin Firth) og sjarmerandi ómennið Daniel Cleaver (Hugh Grant). Í framhaldsmyndinni bætist fátt nýtt við, fyrst og fremst er spunnið áfram með persónuleika að- alsöguhetjanna, en það er gert á nægilega líflegan hátt til þess að gera úr ágætis gamanmynd. Þegar persónurnar eru kynntar á ný hefur Bridget svifið á rósrauðu skýi fullkomins ástarsambands við draumaprinsinn Mark Darcy um sex vikna skeið. En þá taka ýmsar efasemdir að læðast að hinni sjálfs- efahneigðu Bridget, sérstaklega finnst henni að hlutirnir hljóti að vera of góðir til að vera sannir, og fara málin smám saman að flækjast allverulega. Klaufaskapur og stjórn- lausar sjálfsefasemdir hafa alltaf verið uppistaðan í persónuleika Bridget Jones, en hér í framhaldsmyndinni hefur dálítið af hinum beitta húmor og kaldhæðni sem einkenndi líka lífsviðhorf Bridget eyðst út úr per- sónuleikanum. Fyrir vikið er hún orðin að góðlegum og ofurkrúttlegum klaufabárði, sem Renée Zellweger túlkar af mik- illi innlifun og gam- ansemi. En fyrir vikið verður persónan flatari en áður, sérstaklega ef hún er borin saman við skáldsagnapersónuna eins og hún birtist í upphafi. Atriði á borð við það þegar Bridget dvelur um stund í taílensku kvennafangelsi fara t.d. langt yfir markið í að ýkja upp trúðslætin í aðalsöguhetjunni. Á heildina litið er myndin eftir sem áður fín skemmtun, Colin Firth og Hugh Grant skila sínum hlut- verkum vel, en sá síðarnefndi verð- ur að teljast einhver sá hæfi- leikaríkasti kvennabósaleikari sem uppi er þessa dagana. Aðdáendur Bridget Jones mega því vel við framhaldið una, þó að óvæntu uppá- komurnar og skemmtilegustu brandararnir séu ekki mikið fleiri en svo að ekki hafi verið búið að tæpa á þeim öllum í kynning- arauglýsingunni eða „treilernum“ sem sýndur er fyrir frumsýningu. Stjórnlausar sjálfsefasemdir KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Leikstjórn: Beeban Kidron. Byggt á sam- nefndri skáldsögu Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Colin Firth og Hugh Grant. Bretland/Frakkland/Írland/Bandaríkin, 108 mín. Bridget Jones á barmi taugaáfalls (Bridget Jones: The Edge of Reason)  Sjarmatröllin Renée Zellweger og Colin Firth. Heiða Jóhannsdóttir ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík var formlega sett á föstudag en hún stendur yfir dag- ana 17.–25. nóvember. Opnunar- mynd hátíðarinnar var frumsýnd en höfundur hennar er Vestur- Íslendingurinn Guy Maddin sem viðstaddur var sýninguna. Myndin „Heimsins tregafyllsta tónlist“ (The Saddest Music in the World), sem er frá árinu 2003 er kvik- myndagerð Maddins á skáldsögu japansk-breska rithöfundarins Kazuo Ishiguro (Veröld okkar vandalausra, Dreggjar dagsins). Myndin vann til þrennra Genie- verðlauna, kanadísku kvikmynda- verðlaunanna. „Heimsins tregafyllsta tónlist“ er sýnd í Háskólabíói fram á fimmtu- dag ásamt fjölda annarra mynda á vegum hátíðarinnar. Ýmsar mynd- anna eiga það sammerkt að vera búnar til af íslenskættuðu kvik- myndagerðarfólki en þema hátíð- arinnar er einmitt Rödd Íslendinga í alþjóðlegri kvikmyndagerð Kvikmyndir | Alþjóðleg kvikmyndahátíð sett Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður, Breki Karlsson, stjórnar- maður hátíðarinnar, Pétur Blöndal, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Morgunblaðið/Árni Torfason Guðbrandur Örn Arnarsson og Steinunn Halldórsdóttir. „Heimsins tregafyllsta tónlist“ FJÖLDI manns varð vitni að því á laugardag þegar Íslendingar eignuðust löggilt heimsmet sem viðurkennt verður af Heims- metabók Guinness. Þá var heims- ins lengsta pylsa í brauði sett upp í Kringlunni af Sláturfélagi Suð- urlands og Myllunni. Það voru þau Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu, og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem vottuðu að löglega hefði ver- ið að metinu staðið en Guðni tók svo fyrsta bitann af pylsunni góðu. Strax og pylsan var komin í brauðið var hún mæld og reynd- ist vera tæpir tólf metrar eða 11,90 sentimetrar. Er það um ein- um og hálfum metra betur en gamla heimsmetið sem sett var í Suður-Afríku fyrir um ári. Metið er sett í tilefni þess að Vaka-Helgafell gefur nú út á ís- lensku 50 ára afmælisútgáfu Heimsmetabókar Guinness. Pylsan var búin til af kjötiðn- aðarmönnum Sláturfélags Suður- lands á Hvolsvelli og flutt þaðan til Reykjavíkur í stórum flutn- ingabíl og 42 feta gámi. Á leið- inni var pylsubrauðið sótt í bak- arí Myllunnar. Tólf metra langri pylsunni var svo komið fyrir í tólf metra löngu brauði í sér- stöku pylsubréfi sem búið var til fyrir heimsmetið. Að íslenskum sið var búin til pylsa með öllu og því voru í brauðinu tólf metra lengjur af tómatsósu, sinnepi, remúlaði, steiktum lauk og hráum. Eftir að hæstvirtur ráð- herra hafði tekið fyrsta bitann af pylsunni var hún skorin niður og gefin gestum en allir sem brögð- uðu á pylsunni fengu vottorð þess efnis. Heimsmetabók Guinness | Íslenskt met Morgunblaðið/Árni Torfason Kjötiðnaðarmenn Sláturfélags Suðurlands og bakarar Myllunnar koma tólf metra heimsmetspylsunni með öllu fyrir í brauðinu. Landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson vottaði metið og tók fyrsta bitann af pylsunni sem hvarf ofan í svanga pylsuvini á augabragði. Heimsmet og ekki miðað við höfðatölu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.