Morgunblaðið - 22.11.2004, Page 32

Morgunblaðið - 22.11.2004, Page 32
32 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 8. Ísl. texti. Heimsins tregafyllsta tónlist sýnd kl. 8. enskt tal Jargo sýnd kl. 6 og 10. Enskur texti Sama Bridget. Glæný dagbók. Sama Bridget. Glæný dagbók. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.40, 8 OG 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.40,8 og 10.20. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 10. Shall we Dance? RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 17.–25. nóvember Reykjavik International Film Festival www.filmfest.is Aðeins ein sýning á hátíðinni n.k. fimmtudag. Fleiri sýningar í febrúar. Undir stjörnuhimni segir frá Friedu Darvel, ungri suður-afrískri stúlku sem býr á götunni eins og mörg önnur börn í Höfðaborg. Dag einn slær hún í gegn í sjónvarpsþættinum Popstars og verður fræg yfir nótt. Allir í Suður-Afríku þekkja söng hennar, en þegar ævintýrinu lýkur snýr hún aftur til síns gamla lífs á götunni, full vonar um betra líf. ARI Sigvaldason, fréttamað- ur hjá RÚV, hóf helgina með opnun ljósmyndasýningar sinnar í Gerðubergi. Yfir- skrift sýningarinnar er „Fólk – með augum Ara“ en myndir hans eru mannlífs- myndir af götunni, teknar á árabilinu 1988 til 2004 víðs vegar um heiminn. Í frétta- tilkynningu segir að mynd- irnar séu skyndimyndir að því leyti að þær eru teknar án alls undirbúnings en einnig eins konar laumu- myndir því fólkið á mynd- unum vissi fæst af því að það væri myndað fyrr en eftir á. Það er gert til að fanga stemningu, ná sérstökum svipbrigðum og augnablik- um. Lítið sem ekkert hafi verið átt við myndirnar í vinnslu. Þær séu bara eins og þær voru teknar. Flestar eiga að sýna spaugilegri hliðar mannlífsins en aðrar eru ljúfsárar. Uppi- staðan í sýningunni eru myndir frá gömlu aust- antjaldslöndunum, teknar árin 1990 og 2000. Allmargar myndir eru teknar í París á árunum 1989 og 1993. Nokkrar eru teknar í Reykjavík og á landsbyggð- inni og ein í Istanbúl. Ari Sigvaldason er fæddur 1966 og hefur að sögn þvælst um með myndavél á öxl frá tvítugsaldri en hefur starfað um árabil sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu og Ríkis- útvarpinu. Sýningin stendur til 9. janúar í sýningarsal menn- ingarmiðstöðvarinnar Gerðubergs í Breiðholti. Op- ið er frá kl. 11–19 mánudaga til föstudaga og um helgar kl. 13–17. Ljósmyndun | Ari Sigvaldason í Gerðubergi Jón Gunnar Grjetarsson, fréttamaður og kollegi Ara, ásamt Önnu Borg Harðardóttur. Fólk með augum fréttamanns Morgunblaðið/Árni Torfason Ari Sigvaldason ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur sýningarstjóra. Ari ásamt Katrínu Júlíusdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. N óvember er einna bestur mánaða til borgarferða – þegar hinir ferðamennirnir eru farnir heim til sín, og skilja eftir langþráð pláss – áður en veturinn tekur alveg yfir, og hátíðarnar enn í hæfilegri fjar- lægð. Nóvember í París er til allra hluta vel fallinn, ekki síst bíóferða. Mondovino er núna til sýninga í sölum úti um alla borg, þar á með- al í MK2 við Odeón metróstöðina. Myndin er ein af þeim bless- unarlegu sem fellur ekki inn í sér- stakan ramma. Jú, hún er kölluð heimildarmynd, en áhorfandinn finnur ekki fyrir því, heldur spenningi að sjá og heyra meira um heim vínsins og persónuleik- ana ótrúlegu sem gera vínin – og harðvítugan viðskiptaheiminn í kring. V íða er leitað fanga í Mondovino, allt frá Kali- forníu til Sardiníu, Flór- ens, Búrgundar, Bord- eaux og Languedoc-Roussillon, nánar tiltekið til Aniane, ná- grannaþorps míns. Hafði mig ekki grunað að dáfagurt gönguferða- landið kringum vínekrur Daumas- Gassac væri vettvangur átaka í vínheiminum. Hvað þá heldur það að Gerard Depardieu væri sér- stakur aðdáandi þeirra vína og hugsanlegur kaupandi að hluta landsins. Upp úr því sprettur einn helsti „leikandi“ heimildarmyndarinnar, vínbóndinn aldraði, Aimé Guibert, brautryðjandi í vín-endurreisninni í Languedoc. En í þessu stærsta vínræktarhéraði Frakklands sem var þó síður kennt við eðalvín hef- ur verið unnið markvisst að því á síðustu áratugum að búa til betra vín. Þessi vínbóndi talar um sam- band mannsins og náttúrunnar í víngerðinni eins og nokkurs konar trúarbrögð. Enn fremur, að það þurfi skáld til að búa til stórt (grand) vín. Þ að hættir ekki að koma manni á óvart að heyra Frakka tala um vín. Því er gjarnan lýst eins og per- sónu. Í Mondovino kemur líka í ljós að víni eru gjarnan eignuð ein- kenni þess sem býr þau til. Það segir að minnsta kosti dóttir vín- bóndans í einu af frægu slotunum í Búrgund, og bætir við: „Pabbi bjó lengi vel til heldur ósveigjanleg vín.“ Þessi tiltekni pabbi útlistar, með höndunum líka, að vín eigi að vera langt á bragðið, og dóttir hans hnykkir á, með trúarlegri fanatík: „Stuttu vínin eru svik- arar.“ Það er ljúf atvinna að vera vín- bóndi, í fegurð og sól, á indælum vínekrum, og þetta kemst vel til skila í Mondovino. En markaðs- lögmálin í þessum heimi verða æ harðvítugri og víngúrúar fyr- irferðarmiklir sem stjórna með harðri hendi og þeytast um vín- heiminn til að leiðbeina. Vissara að hafa þá með sér því gífurlegir fjár- munir eru í húfi. En ef áhrif eins manns verða of mikil eins og mætti ætla af Mondovino, þá fer svo að hans smekkur verður ráð- andi, og allt er upp úr vanillu og eik. Og hvað verður þá um ósveigj- anleikann og skáldskapinn? B í ó k v ö l d í P a r í s Aimé Guibert vínbóndi hefur leitt endurreisn víns í Languedoc. Um ósveigjan- leg vín Eftir Steinunni Sigurðardóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.