Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. BIKARMEISTARAR Keflavíkur fá Íslandsmeistara FH í heimsókn í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu 2005. Dregið var í töflu- röð á laugardaginn og þar með liggja umferðir efstu deilda karla og kvenna fyrir. Aðrir leikir í fyrstu umferð úr- valsdeildar karla eru Valur – Grindavík, ÍA – Þróttur R., Fylkir – KR og Fram – ÍBV. Íslandsmeistarar FH hefja tíma- bilið á tveimur útileikjum því þeir sækja Grindavík heim í 2. umferð. Nýliðar Vals byrja hinsvegar á tveimur heimaleikum og fá ÍA í heimsókn í 2. umferð. Í 18. og síðustu umferð deild- arinnar mætast Grindavík – Kefla- vík, Valur – Þróttur, ÍA – KR, Fylkir – ÍBV og Fram – FH. Íslandsmeistarar Vals í kvenna- flokki hefja Íslandsmótið á Kópa- vogsvelli með leik gegn Breiðabliki. Aðrir leikir í fyrstu umferð eru Keflavík – FH, ÍBV – ÍA og KR – Stjarnan. Í síðustu umferðinni mæt- ast Breiðablik – FH, Keflavík – ÍA, ÍBV – Stjarnan og Valur – KR. Í 1. deild karla leika saman í fyrstu umferð Víkingur Ó. – HK, KS – Þór, Víkingur R. – Fjölnir, KA – Völsungur og Breiðablik – Haukar. Í 2. deild karla mætast í fyrstu umferð Njarðvík – Leiftur/Dalvík, Fjarðabyggð – Stjarnan, ÍR – Leikn- ir R., Afturelding – Huginn og Tindastóll – Selfoss. Meistaraslagur í 1. um- ferð á Íslandsmótinu SOCRATES, fyrirliði brasilíska landsliðsins sem lék í HM á Spáni ár- ið 1982 og í Mexíkó 1986, spilaði í fimmtán mínútur með enska ut- andeildarliðinu Garforth Town á laugardaginn. Um tvö þúsund manns mættu á heimavöll Garforth, sem venjulega fær í kringum 100 manns á heimaleiki sína, og fögnuðu hinum fimmtuga Brasilíumanni, ein- um fremsta knattspyrnumanni heims á sínum tíma. Leikurinn, sem var gegn Tadcaster Albion, endaði 2:2 en liðin leika fimm deildum neð- an við ensku deildakeppnina, og eru því í níundu efstu deild í Englandi. Mjög kalt var á laugardag og Socrates, sem kom til Englands á föstudagskvöldinu, sagðist ekki hafa séð snjó í 25 ár. Hann kom ekki mik- ið við sögu á þessum 15 mínútum sem hann lék, enda öllu þyngri á sér en fyrir 20 árum, en átti þó eitt hörkuskot sem markvörður Tad- caster gerði vel að verja. Koma hans til bæjarins hefur vakið geysilega at- hygli en Simon Clifford, eigandi Garforth, rekur nokkra knatt- spyrnuskóla í Brasilíu og fékk Socrates til að koma til félagsins. „Hraðinn í leiknum kom mér á óvart en kuldinn var hrikalegur. Englendingar geta lært margt af okkur Brasilíumönnum hvað bolta- meðferð varðar en þeir geta hins vegar kennt okkur margt hvað varð- ar skipulag í knattspyrnunni,“ sagði Socrates eftir leikinn. Socrates spilaði í 15 mín- útur með Garforth Town FÓLK  SANDRA Sigurðardóttir, mark- vörður U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, er gengin til liðs við úrvalsdeildarlið Stjörnunnar. Hún er frá Siglufirði og hefur leikið í marki Þórs/KA/KS í úrvalsdeildinni undanfarin ár. Önnur ung landsliðs- kona, Margrét Guðný Vigfúsdóttir sem lék með stúlknalandsliðinu í sumar, U17, er á leið frá Þór/KA/ KS yfir í raðir Stjörnunnar.  MATTHÍAS Stephensen úr Vík- ingi sigraði Magnús Finn Magnús- son úr Víkingi, 3:0, í úrslitaleik í meistaraflokki karla á stigamóti í borðtennis sem fram fór í TBR-hús- inu í gær.  HALLDÓRA Ólafs úr Víkingi sigraði í meistaraflokki kvenna og lagði þar Sunnu Jónsdóttur úr Ösp í úrslitaleiknum.  TIGER Woods náði loks að sigra á golfmóti þegar hann sigraði á Dunlop-mótinu í Japan um helgina. Hann lék síðasta hringinn á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari og tryggði sér fyrsta sigurinn síðan í febrúar og fyrsta sigur sinn í Japan. Hann hafði mikla yfirburði því heimamaðurinn Syoken Kawag- ishi var átta höggum á eftir Woods, lék á 272 höggum. Tveimur höggum þar á eftir kom Kóreumaðurinn K.J. Choi.  „Mér líður stórkostlega og Það er frábært að sigra á þessu stóra móti þar sem svo margir frábærir kylf- ingar taka þátt,“ sagði Woods eftir sigurinn. Woods var með forystu í mótinu frá fyrsta keppnisdegi og var öryggið uppmálað. Þetta var fyrsti sigur hans í höggleik síðan í október í fyrra, eða í meira en ár. Hann hafði aðeins unnið eitt mót á árinu, heimsmótið í holukeppni, í febrúar. Eftir sigurinn í Japan hefur hann sigrað á golfmótum í 10 lönd- um.  ENGLENDINGAR fögnuðu sigri á heimsbikarmótinu í tvímenningi í golfi sem lauk í Sevilla á Spáni í gær. Það gat þó vart staðið tæpar því þeir Paul Caasey og Luke Donald luku leik á 257 höggum, eða 31 höggi undir pari og unnu með einu höggi því Spánverjarnir Sergio Garcia og Miguel Angel Jimenez léku á 30 höggum undir pari, en þeir höfðu forystu fyrir síðasta hringinn. Casey og Donald skiptu með sér 93 milljóna króna sigurlaunum.  PADRAIG Harrington og Paul McGinley léku fyrir Írland og léku síðasta hring á 65 höggum og tryggðu sér þriðja sætið, þremur höggum á undan heimsbikarmeist- unum frá í fyrra, Suður-Afríkubúun- um Rory Sabbatini og Trevor Immelman, sem urðu að gera sér fjórða sætið að góðu. Það er gaman að velta því fyrir sérhvaða leikmönnum Bogdan hafði úr að moða í hverri stöðu. Bera þá saman við leik- menn Þorbjarnar og síðan þá leikmenn sem Guðmundur Þórður Guðmunds- son tefldi fram og nú Viggó Sigurðs- son. Þess má geta að svipað munstur var uppi á borðinu með landsliðið undir stjórn Guðmundar Þórðar og Bogdans og Þorbjarnar. Eftir að liðið varð í fjórða sæti á Evrópumóti lands- liða 2002 fór að fjara undan því og ekki náðist að fylgja árangrinum á EM eftir, frekar en í París 1989 og Kumamoto 1997. Það eru ekki allir leikmennirnir, sem þjálfararnir notuðu, nefndir til sögunnar – aðeins þeir leikmenn sem þjálfararnir treystu mest á og byggðu lið sín í kringum. Við munum gefa leikmannahópun- um einkunn og velta fyrir okkur hverri stöðu á vellinum. Við munum eingöngu spá í sóknarhliðina á ís- lenska liðinu og metum markverðina. Varnarleikurinn verður að bíða. Einkunnagjöfin er eins og gefin er í sambandi við knattspyrnuna í efstu deild karla. Eitt M þyðir góður, tvö M mjög góður og þrjú M frábær. Við gefum ekki einstökum leikmönnum einkunn sérstaklega, heldur fá stöður á vellinum einkunn, eins og sést hér á korti fékk hægra hornið þrjú M þegar Bogdan var með landsliðið, einnig þegar Þorbjörn var með liðið, en eitt M þegar Guðmundur Þórður og Viggó eru með landsliðið. Þegar M-in eru lögð saman úr stöð- unum sjö á vellinum, eins og sést á kortinu, kemur fram að við teljum að landsliðin sem Bogdan og Þorbjörn stjórnuðu, séu mun sterkari en liðin sem Guðmundur Þórður stjórnaði og Viggó tefldi fram á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. Lið Bogdans fær meðaltalið 2,4 M fyrir hverja stöðu, Lið Þorbjarnar 2,1 M að meðaltali, Guðmundar Þórður 1,6 M og liðið sem Viggó stjórnar fær 0,6 M að meðaltali fyrir hverja stöðu. Þetta er staðan eins og hún er í dag að okkar mati, en það verður að sjálf- sögðu að taka það með í reikninginn að Viggó hefur gert miklar breyting- ar á landsliðinu – kynslóðaskipti eru og leikmenn landsliðsins eiga eftir að eflast mikið. Við skulum nú renna yfir stöðurnar á vellinum og hvaða lykilleikmönnum þjálfararnir tefldu fram. hann oft af hólmi. Þeir gátu báðir var- ið vel, en duttu þess á milli niður á plan meðalmennskunnar. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Guð- mundur Hrafnkelsson var aðalmark- vörður hans, en hann var byrjaður að dala – gekk illa að ná sér á strik og munaði kannski mestu um að hann var ekki fastur leikmaður með liðum sínum á Ítalíu og Þýskalandi. Á íslenska landsliðið í handknattleik eftir að vera eins sterkt og „Gullliðið“ í París 1989 og hið unga og sigursæla lið á HM í Kumamoto 1997? Bogdan Kowalczyk Guðmundur Þ. Guðmundsson Viggó Sigurðsson Þorbjörn Jensson Viggó kemur með kynslóðaskipti HVER er styrkur íslenska landsliðsins í handknattleik? Á landslið Íslands eftir að vera eins sterkt og liðið sem fagnaði sigri í B-keppn- inni í Frakklandi 1989 undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyk? – og náði síðan ekki að springa út í heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu 1990. Á það eftir að vera eins sterkt og liðið sem varð í fimmta sæti í heimsmeistarakeppninni í Kumamoto 1997 undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar? Ungt lið sem margir spáðu miklum frama, en því miður náðu það aldrei að sanna sig eftir það – frekar en „Gullliðið“ í París 1989. Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman                                                           !"                  !"          #           $   %       $&'& $         MARKVERÐIR BOGDAN: Einar Þorvarðarson var aðalmarkvörður og var hann talinn vera í hópi bestu markvarða heims. Fyrsti markvörður Íslands sem lék leik eftir leik af sömu getu. ÞORBJÖRN: Guðmundur Hrafn- kelsson var markvörður númer eitt, Bergsveinn Bergsveinsson leysti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.