Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 11

Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 11
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 B 11 Sagan virtist ætla að endurtakasig í leik ÍS og Hauka, liðin átt- ust síðast við í deildinni 15. nóvem- ber þar sem Hauka- stúlkur höfðu betur 77:72, því Hafnar- fjarðameyjar náðu snemma forystu og höfðu yfir í hálfleik 37:26. En í síðari hálfleik tóku Stúdínur sig á, náðu að minnka muninn og jafna áður en þriðji leikhluti var úti. Þær tóku síð- an öll völd á vellinum í lokafjórð- ungnum og um hann miðjan höfðu þær níu stiga forskot. Ekkert gekk hjá Haukum og ÍS fór með sigur af hólmi, 77:70. Unndór Sigurðsson, þjálfari ÍS, hefði frekar viljað fá sitt gamla félag Grindavík í úrslitaleiknum en tekur því sem að höndum ber. „Við vorum eiginlega bara á hælunum í fyrri hálfleik, okkur var enn hálfbrugðið eftir að við töpuðum fyrir þeim í síð- asta leik. Það var því greinilega eitt- hvað stress í okkur að það myndi gerast aftur. Sem betur fer náðum við að þjappa okkur vel saman í hálf- leik og kláruðum þetta, og það var flott. Það er alveg ljóst að í svona bikarleikjum skiptir ekki máli hvernig fyrri leikir hafa farið. Við lögðum áherslu á góðan varnarleik, um leið og við löguðum varnarleikinn hjá okkur og hættum að gefa þeim aukatækifæri í sóknum sínum vorum við miklu betra lið,“ sagði Unndór. Kennslustund hjá Keflavíkurliðinu Óhætt er að segja að úrslitin í leik Keflavíkur og Grindavíkur hafi kom- ið nokkuð á óvart og ljóst að annað liðið var ekki tilbúið til að taka þátt í undanúrslitaleik. Þetta kom allt ber- sýnilega í ljós strax í fyrsta fjórðungi þegar Keflavík skoraði 24 stig gegn 5 stigum Grindavíkur. Hörmungar Grindavíkur héldu áfram og í hálf- leik var staðan 38:14 og aldrei spurn- ing lengur hvernig færi. Yfirburðir Keflavíkurliðsins voru algjörir – á öllum sviðum – og leikmenn Grinda- víkur hefðu betur verið heima. Mest- ur varð munurinn í fjórða leikhluta, 50 stig, þegar staðan var 79:29 en lokatölur urðu 83:41. Birna Val- garðsdóttir var stigahæst með 32 stig fyrir Keflavík en næst á eftir kom Bryndís Guðmundsdóttir með 19 stig. „Munurinn var kannski frekar stór en við mættum bara tilbúnar til leiks og um það snýst dæmið í svona leikjum. Ég kom ekki endilega hing- að með því hugarfari að vinna með 40 stigum heldur aðeins að vinna leik- inn, hitt er bara bónus. Við spiluðum á fullu allan leikinn og þess vegna varð munurinn alltaf meiri og meiri. Ég er að sjálfsögðu mjög sáttur með sigurinn en við getum alltaf bætt okkur og stefnan er tekin á það. Úr- slitaleikurinn leggst mjög vel í mig, ÍS er með mjög sterkt lið og það var hörkuleikur þegar við mættum þeim fyrr í vetur. Við verðum bara að stefna á það sama og í kvöld, að mæta nægilega stemmdar til leiks. Ég lofa engum 40 stiga sigri en sigri samt,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins. ÍS mætir Keflavík í úrslitunum TVEIR gjörólíkir leikir fóru fram í undanúrslitum deildabikarkeppni kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn. ÍS og Haukar mættust í fyrri leiknum þar sem ÍS hafði betur, 77:72, eftir að hafa verið undir allan fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 37:26. Í síðari leiknum hittust svo fyrir Suðurnesjaliðin Keflavík og Grinda- vík. Fyrirfram var búist við fjörugum og spennandi leik en annað kom á daginn. Grindavíkurliðið fékk háðulega útreið af stöllum sín- um úr Keflavík sem sigruðu með 42 stigum, 83:41. Það verða því ÍS og Keflavík sem mætast í úrslitaleiknum sem fram fer næstu helgi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá sigraði Keflavík, 79:64. Andri Karl skrifar Snæfell lenti í smávandræðummeð Njarðvíkinga í upphafi leiksins á laugardaginn enda mættu Njarðvíkingar til leiks með svæðis- vörn, nokkuð sem kom Snæfelli í opna skjöldu. En það var ekki lengi því eftir að leikmenn Snæ- fells höfðu áttað sig á varnarleik Njarðvíkinga voru þeir betri aðilinn allan leikinn og sigurinn sanngjarn. Njarðvíkingar léku ekki vel að þessu sinni og það var vart hægt að sjá á leikmönnum liðsins að þeir hefðu tapað fyrir Snæfelli í deildinni á þriðjudeginum í sömu viku og það hefði verið fimmti sigur Hólmara á þeim á þessu ári. Snæfell hafði sigr- að tvívegis í deildinni og þrívegis í úrslitakeppninni í vor þannig að bú- ast hefði mátt við Njarðvíkingum grimmum til leiks. Sjálfsagt hefur það líka verið ætlunin, en ekki fer allt eins og ætlað er. Lykilmenn liðsins náðu sér ekki á strik í Höllinni á meðan Snæfellingar börðust af krafti og voru greinilega staðráðnir í að fara með bikarinn heim í Hólminn. Þrátt fyrir að vera undir mestallan tímann kviknaði aðeins líf hjá Njarð- víkingum í síðasta leikhluta þegar þeir breyttu stöðunni eftir þrjá leik- hluta, 66:58, í 70:69. Þá bjuggust menn við spennandi lokamínútum en Snæfellingar voru á örðu máli, gerðu 13 stig gegn þremur og tryggðu þar með sigurinn. Liðið er á fínu róli Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæ- fells, var að öðrum samherjum sín- um ólöstuðum besti maður vallarins. Hann er liðinu gríðarlega mikilvæg- ur, gerði 14 stig, tók annað eins af fráköstum og átti sjö stoðsendingar. Desmond Peoples átti einnig fínan leik sem og Sigurður Þorvaldsson og Pierre Green. Hjá Njarðvík var það aðeins Frið- rik Stefánsson sem lék af þeirri getu sem hægt er að kalla eðlilega hjá efsta liði deildarinnar. Auk þess að gera 24 stig tók hann 10 fráköst. „Ég er ánægður með leik minna manna,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Ég átti ekki von á að Njarðvíkingar hæfu leikinn með svæðisvörn, hélt reyndar að þeir myndu beita henni einhvern tíma í leiknum, en ekki í upphafi. Það tók okkur ekki langan tíma að ná tökum á henni og eftir það fannst mér við vera með leikinn í höndunum,“ bætti hann við. Spurður um hvort hann hefði átt von á Njarðvíkingum grimmari til leiks sagði hann: „Já, kannski en þeir voru ágætlega grimmir í upphafi en eftir að við náðum tökum á svæð- isvörn þeirra fannst mér eins og þeir misstu móðinn. Þeir eru vanir að spila svona úrslitaleiki og hefðu því átt að vera tilbúnir í þennan leik. Ég trúi því varla að þeir hafi ekki verið klárir í slaginn, sérstaklega þegar haft er í huga að við vorum búnir að vinna þá í síðustu fimm leikjum.“ Bárður sagðist ánægður með lið sitt. „Mér finnst við vera á fínu róli með liðið, en fólk er svo óþolinmótt og er að bera okkur saman við úr- slitakeppnina í fyrra þegar við vor- um uppi á háréttum tíma. Við erum með fjóra nýja leikmenn og það tek- ur tíma að slípa þetta saman en mér finnst við komnir lengra en ég bjóst við á þessum tíma. Ég er hins vegar sannfærður um að við eigum helling inni,“ sagði Bárður. Svekktur en betra liðið vann „Ég veit eiginlega ekki hvað mað- ur á að segja eftir svona leik. Auðvit- að er maður svekktur en mér fannst betra liðið vinna,“ sagði Friðrik eftir leikinn. „Mér fannst of margir leik- menn hjá okkur ekki leika eins og þeir eiga að sér,“ bætti hann við. Spurður hvort hann væri samt ekki sáttur við sinn leik sagði hann: „Æ, ég vildi alveg skipta á lélegum leik og sigri. Annars var þetta hörkuleikur þannig séð en það virðast allir vera að bíða eftir að við völtum yfir öll lið. Snæfell er með gríðarlega sterkt lið og sýndi það núna ef einhver hefur verið í vafa. Miðað við að þetta var sjötta tapið í röð fyrir þeim hefði mátt búast við okkur alveg dýrvitlausum og það hlýtur að koma að því að við mætum allir þannig til leiks. Nú er einn titill farinn en það eru nokkrir eftir og fyrir okkur er ekk- ert annað að gera en spýta í lófana og halda áfram,“ sagði Friðrik. Snæfellingar hafa tak á Njarðvíkingum og fögnuðu í Höllinni „Ég er ánægður með leik minna manna“ SNÆFELL virðist hafa eitthvert sérstakt tak á Njarðvíkingum í körfuknattleik. Á sunnudaginn höfðu Snæfellingar betur í úrslitum fyrirtækjabikarkeppninnar, Hópferðabikarsins, unnu 84:79 í Laug- ardalshöllinni og fögnuðu sínum fyrsta „stóra“ titili en liðið varð deildarmeistari í fyrra. Þetta var sjötti leikurinn á þessu ári þar sem Snæfell hefur betur gegn Njarðvíkingum. Morgunblaðið/Kristinn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, hampar bikarnum. Eftir Skúla Unnar Sveinsson HELGI Reynir Guðmundsson körfuknattleiksmaður, sem leik- ið hefur með KR-ingum, hefur ákveðið að ganga til liðs við Snæfell á nýjan leik, en hann lék með liðinu í hitteðfyrra og stóð sig þá vel. Hann er leik- stjórnandi og gerði 10,3 stig að meðaltali í leik með Snæfell þegar hann lék með liðinu. Í vetur hefur hann leikið fjóra leiki í deildinni með KR og gert 4,3 stig að meðaltali en lék 19 leiki með KR í fyrra og gerði þá 3,8 stig að meðaltali. „Þetta er svo gott sem frá- gengið. Hann verður með okkur og á eftir að styrkja okkur al- veg helling,“ sagði Báður Ey- þórsson, þjálfari Snæfells. Helgi til Snæfells KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Kennaraháskólinn: ÍS - KR..................19.30 Í KVÖLD ÚRSLIT Íslandsmeistaramótið Skylmingar með höggsverði, haldið í Haga- skóla sunnudaginn 21. nóvember 2004. Opinn flokkur: 1. Ragnar Ingi Sigurðsson, FH. 2. Andri H. Kristinsson, SFR. 3.–4. Ólafur Bjarnason, FH 3.–4. Hróar Hugosson, SFR. Kvennaflokkur: 1. Þorbjörg Ágústsdóttir, SFR. 2. Sigrún Inga Garðarsdóttir, SFR. 3.–4. Sigrún Guðjónsdóttir, FH 3–4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, SFR. Pepsi-stigamót Haldið í TBR-húsinu 21. nóvember: Meistaraflokkur karla: 1. Matthías Stephensen, Víkingi 2. Magnús Finnur Magnússon, Víkingi 3.–4. Tryggvi Áki Pétursson, Víkingi 3.–4. Magnús K. Magnússon, Víkingi Meistaraflokkur kvenna: 1. Halldóra Ólafs, Víkingi 2. Sunna Jónsdóttir, Ösp 3.–4. Gyða Guðmundsdóttir, Ösp 3.–4. Magnea Ólafs, Víkingi 1. flokkur karla: 1. Daði Guðmundsson, Víkingi 2. Bing, KR 3.–4. Davíð Teitsson, Víkingi 3.–4. Pétur Stephenen, Víkingi 1. flokkur kvenna: 1. Sunna Jónsdóttir, Ösp 2. Magnea Ólafs, Víkingi 3.–4. Auður T. Aðalbjarnardóttir, KR 3.–4. Gyða Guðmundsdóttir, Ösp Eldri flokkur karla: 1. Pétur Ó. Stephensen, Víkingi 2. Árni Siemsen, Erninum 3.–4. Emil Pálsson, Víkingi 3.–4. Jónas Marteinsson, Erninum Bikarkeppni SSÍ 1. deild: Ægir..................................................... 29.314 ÍRB ...................................................... 26.906 SH ........................................................ 26.398 KR........................................................ 26.160 ÍA ......................................................... 24.371 Breiðablik............................................ 20.426  Breiðablik féll í 2. deild. 2. deild: Óðinn, Akureyri .................................. 21.880 ÍRB-b................................................... 20.362 Vestri ................................................... 19.987 Ármann................................................ 19.978 Fjölnir.................................................. 18.082 HSK ..................................................... 17.949 Ægir-b ................................................. 17.370 ÍBV......................................................... 9.596 Afturelding............................................ 8.622 Stjarnan................................................. 6.460 UMSB.................................................... 6.173 Þróttur Vogum ..................................... 5.972 Tindastóll .............................................. 3.162  Óðinn vann sér sæti í 1. deild. Dunlop mót í Japan Tiger Woods.....................................264 (-16) 65-67-65-67 Ryoken Kawagishi, Japan.......................272 K.J. Choi, S-Kóreu ...................................274 Stefen Conran, Ástalíu ............................275 Hideto Tanihara, Japan...........................276 Daniel Chopra, Svíþjóð............................276 Thomas Björn, Danmörku ......................277 Toru Taniguchi, Japan.............................278 Kaname Yokoo, Japan .............................278 Christian Pena, Bandaríkjunum.............279 Robert Allenby, Ástralíu .........................279 Craig Parry, Ástralíu...............................281 Jyoti Randhawa, Indlandi .......................281 Kiyoshi Maita, Japan ...............................281 Kiyoshi Murota, Japan ............................281 Naomichi Ozaki, Japan ............................281

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.