Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 B 9 Morgunblaðið/Kristinn Ægir sigraði í bikarkeppni Sundsambands Íslands sem fram fór um helgina. Að venju fór þjálfarinn í laugina með liði sínu og þar var bikarnum lyft. RAGNHEIÐUR Run- ólfsdóttir sundkonan góðkunna var mætt með lið sitt af Skagan- um í Sundhöllina um helgina. Hún var ánægð með mótið og alla fram- kvæmd. „Ég átti von á því að Ægir myndi vinna svo það var gaman að fylgj- ast með því hvað þeir eru með jafnt og sterkt lið. Svo var spennandi keppni milli liðanna í 2.–4. sæti og það skemmdi ekki fyrir. Ég hef verið með í bikarkeppninni frá því 1977 og á margar góðar minn- ingar frá þessu húsi. Það er næstum því að maður kveðji húsið með sökn- uði, þótt það sé skrýtið að segja það miðað við þá aðstöðu sem boðið er hér uppá. Það verður ekki sambæri- legt að fara í nýtt hús og það er loks- ins að maður sjái draum sem maður hefur verið að berjast við í mörg ár, rætast og það er frábært að við séum að eignast þetta mannvirki.“ Spurð um frammistöðu keppenda á mótinu sagði Ragnheiður að vissu- lega munaði miklu að Örn Arnarson væri ekki að draga vagninn eins og hann hefur gert undanfarin ár. „Við erum að fá annað og ungt fólk upp núna og vonandi kemur Örn aftur og lætur verkin tala. Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir og Jakob Jó- hann Sveinsson líta rosalega vel út núna og svo eru ungir og efni- legir krakkar að koma upp sem líta mjög vel út.“ Það er ánægjulegt að sjá að það eru ekki alltaf sömu félögin sem hampa bikarnum, á undanförnum árum hafa ÍRB, SH og Ægir verið að berj- ast um titilinn. „Já það er mjög mikið af afreks- fólki hjá Ægi núna og það voru marg- ir sem hafa komið til þeirra frá SH í haust. Það hefur verið dálítið erfitt tímabil hjá þeim en þeir fengu þjálf- ara ofan af Skaga, Eyleif Jóhannes- son, í haust og hann er að gera mjög góða hluti og hefur sameinað liðið mjög vel,“ sagði Ragnheiður Run- ólfsdóttir, sundþjálfari og sund- drottning af Akranesi og bætti við að hún væri afar ánægð með árangur síns fólks á mótinu en þau bættu sig flest og skiluðu 1.200 fleiri stigum í hús að þessu sinni frá því í fyrra. Næstum kvatt með söknuði FJÓRIR leikmenn í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik voru um helgina dæmdir í bann í kjölfar þess að þeir stukku upp í áhorfendapalla og slógust við áhorfendur undir lok leiks Detroit og Indiana. Ekki hefur enn verið ákveðið hversu lengi leikmennirnir fjórir verða í banni en líklegt er tal- ið að það verði allt að 30 leikjum sem Ron Artest, leikmaður Indiana, fær. Þeir sem lentu í slagsmálunum voru auk Artest, félagar hans hjá Indiana, Stephen Jackson og Jermaine O’Neal og Ben Wallace hjá Detroit. Upphaf slagsmálanna má rekja til þess að Artest braut illa á Wall- ace undir lok leiksins. Sá síðar- nefndi sneri sér við og ýtti harka- lega í andlit Artest og allt varð vitlaust. Leikurinn var stöðvaður en þegar menn héldu að allt væri fallið í ljúfa löð, leikmennirnir komnir á varamannabekkinn, henti einhver áhorfandi plastglasi fullu af einhverjum vökva í Artest. Hann rauk á fætur og upp í áhorf- endastæði og þar með sauð upp úr. Hann og O’Neal munu báðir hafa slegist við áhorfendur og fleiri leik- menn fóru upp í stúku að því er virtist til að skakka leikinn. Níu áhorfendur slösuðust lítil- lega og um tíma ætlaði lögreglan, sem skarst í leikinn, að sprauta úr úðabrúsa á Artest til að ná tökum á ástandinu. Til þess kom þó ekki. Bandarískir fjölmiðlar segja þetta eitt versta tilfellið í sögu bandarískra íþrótta. Nýjasta dæmið um að NBA- leikmaður hafi lent saman við áhorfendur var þegar Vernon Max- well, leikmaður Houston, lenti í úti- stöðum við stuðningsmenn Port- land árið 1995. Hann fékk tíu leikja bann og 20.000 dala sekt. Fjórir settir í bann NBA-leikmenn slógust við áhorfendur Ron Artest, leikmaður Indiana. AP EYJAMENN hafa hug á að fá Viktor Bjarka Arnarsson, knattspyrnumann úr Víkingi, í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Viktor Bjarki hefur gefið til kynna að hann vilji leika áfram í úrvals- deildinni, eða komast á ný að hjá erlendu félagi og hann staðfesti við Morgunblaðið í gær að Eyja- menn hefðu rætt við sig og hann gerir ráð fyrir að hitta þá á næstu dögum. Viktor Bjarki er 21 árs miðjumaður og kom til Vík- ings, síns uppeldisfélags, um síðustu áramót en hann hafði þá verið í fjögur ár í röðum Utrecht í Hollandi. Hann spilaði 14 leiki með Vík- ingum í úrvalsdeildinni í sumar og skoraði tvö mörk, og hefur ennfremur spilað níu leiki með 21 árs landsliði Íslands. ÍBV ræðir við Viktor Bjarka Viktor Bjarki Arnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.