Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 B 7 Guðjón Valur Sigurðsson og Ein-ar Örn Jónsson léku sem hornamenn frá upphafi leiksins gegn Slóveníu í gær. Dag- ur Sigurðsson var á miðjunni fyrir utan í hlutverki leikstjórn- and, Markús Máni Michaelsson skytta vinstra megin og Einar Hólmgeirsson hægra megin. Á línunni var Róbert Gunnarsson en það er óhætt að segja að hann hafi stimplað sig inn á þessu móti. Og gegn Slóvenum var hann í miklum ham. Róbert skoraði mörk af línunni, eftir hraðaupphlaup, úr fjórum víta- köstum og eitt sinn henti hann sér á eftir knettinum sem skoppaði í víta- teig Slóvena. Róbert sló knöttinn í markið, á meðan allir aðrir leikmenn horfðu á knöttinn stakk íslenski „vík- ingurinn“ sér til sunds. Spáði ekkert í afleiðingarnar, reyndi bara að ná knettinum.Róbert nýtti færin sín með afbrigðum vel í leiknum og und- ir lok leiksins var hann fremsti mað- urinn í 5:1 vörn liðsins og stal knett- inum af slóvenska liðinu hvað eftir annað. Í fyrri hálfleik var það Roland Eradze sem átti sviðið, hann varði 17 skot og mörg þeirra af stuttu færi. Eradze bætti við 5 vörðum skotum í síðari hálfleik og sendi ákveðin skila- boð til keppinauta sinna um mark- varðarstöðuna. Birkir Ívar Guð- mundsson fékk ekki að spreyta sig að þessu sinni og Hreiðar Guð- mundsson sem stóð sig vel á mótinu hvíldi í gær. Það verður spennandi að sjá hvernig málin þróast hjá mark- vörðum liðsins fram að heimsmeist- aramótinu. Eradze var líkur því sem hann var að gera áður en hann sleit krossband í hné. Mun kvikari og með mun meira sjálfstraust. Hreiðar kom öllum á óvart í þeim leikjum sem hann fékk að leika. Gegn Ungverjum varði hann 18 skot en Birkir Ívar Guðmundsson fékk tækifæri gegn Frökkum en náði sér ekki á strik. Í stöðunni 17:13 undir lok fyrri hálfleiks kom skelfilegur kafli hjá ís- lenska liðinu og Slóvenar jöfnuðu í 18:18 undir lok fyrri hálfleiks. Þar runnu 6 íslenskar sóknir út í sandinn í röð og á þeim kafla voru tæknileg mistök leikmanna áberandi. Einar Hólmgeirsson og Markús Máni Michaelsson voru öflugir í fyrri hálf- leik – ógnandi fyrir utan og ósmeykir við að láta vaða á markið. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti fína spretti í síðari hálfleik og skoraði hann alls 4 mörk. Dagur Sigurðsson lék að mestu í gær sem leikstjórnandi og er allt annað að sjá til Dags í því hlutverki en í skyttuhlutverkinu sem hefur verið hlutskipti hans á undanförnum stórmótum. Dagur skoraði 3 mörk í gær, öll með undirhandarskotum er ljúka þurfti sóknum liðsins í snatri. Snorri Steinn Guðjónsson lék aðeins í nokkrar mínútur í gær án þess að láta að sér kveða en Arnór Atlason fékk tækifærið í síðari hálfleik og nýtti það vel. Hann kemur með aðrar áherslur í þessa stöðu, er ógnandi sem skytta en leikur félaga sína vel uppi þess á milli. Að mínu mati á Arnór eftir að leika mun meira sem leikstjórnandi en hann fékk ekki margar mínútur á heimsbikar- mótinu. Guðjón Valur Sigurðsson náði sér ekki á strik í gær og hefur átt mis- jafna leiki í vinstra horninu. Hann lék sem fremsti maður í vörn og skil- aði því vel en var ekki eins áberandi í hraðaupphlaupum liðsins og áður. Hann skoraði 2 mörk í gær, eitt úr horninu og hitt úr hraðaupphlaupi. Logi Geirsson fékk ekki að leika mikið í leikjunum í Gautaborg, en hann nýtir færin sín vel, og getur leyst þessa stöðu vel af hendi. Aðal- höfuðverkur Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara verður að finna leiðir til þess að efla sjálfstraustið hjá örvhentu hornamönnum liðsins. Einar Örn Jónsson nýtti færin sín illa og var lítið áberandi í leik liðsins. Þórir Ólafsson var einnig í vandræð- um með að skora úr horninu og virk- aði taugaóstyrkur á köflum. Báðir þessir leikmenn geta gert mun betur og spurningin er hvað Viggó gerir í framhaldinu – gefi þeim fleiri tæki- færi eða prófi aðra leikmenn í næstu leikjum liðsins. Íslenska liðið lék 5 leiki hér í Sví- þjóð, tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Þjóðverjum og Frökk- um, en lagði Ungverja, Króata og Slóvena að velli í næstu þremur leikj- um. Undirbúningur þjálfarans með leikmönnum liðsins var ekki langur en miðað við þróun mála á heimsbik- armótinu var stígandi í leik liðsins. Sérstaklega í varnarleiknum sem krefst mikils af leikmönnum liðsins. Í þeirri vörn léku margir vel og má nefna að Ingimundur Ingimundar- son og Vignir Svavarsson komust vel frá sínu hlutverki sem var aðallega í vörninni. Hraðaupphlaupin komu til sög- unnar er á leið keppnina, markvarsl- an var upp og ofan, en Eradze og Hreiðar komust vel frá sínu. Skytt- urnar voru ógnandi og sóttu í sig veðrið er á leið. En Viggó á eftir að leggja inn fleiri atriði sem hann hef- ur hug á að hafa uppi í erminni á heimsmeistaramótinu í Túnis. En það er stuttur tími til stefnu en liðið virðist móttækilegt fyrir hugmynd- um þjálfarans sem er með 60% vinn- ingshlutfall þessa stundina. Róbert og Eradze sáu um Slóvena ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik endaði í 5. sæti á heimsbikar- mótinu, World Cup, sem lauk í Gautaborg í gær. Slóvenar, silfurlið Evrópumótsins sem fór fram í janúar á þessu ári, voru mótherjar ís- lenska liðsins í gær og þar fóru þeir Roland Eradze og Róbert Gunn- arsson á kostum. Eradze varði 22 skot og Róbert skoraði alls 14 mörk. Það var þó margt sem fór úrskeiðis í leik íslenska liðsins í gær og margt sem þarf að laga á næstu vikum fyrir heimsmeist- aramótið sem fram fer í Túnis. Það jákvæða er að leikmenn liðsins lögðu sig alla fram í verkefnið og 3:3 varnarleikur liðsins náði oft að smella saman. Á laugardag lagði Ísland stórveldið frá Króatíu og tryggði sér þar með rétt til þess að leika um 5. sætið, en heims- og ólympíumeistarar Króatíu voru langt frá sínu besta á þessu móti. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Svíþjóð SHIARHEI Rutenka, stórskytta Slóvena, náði sér alls ekki á strik gegn Íslendingum í gær en hann hafði fyrir leikinn skorað flest mörk eða 35 alls en hann náði að- eins að bæta við einu marki gegn Íslendingum, úr vítakasti í síðari hálfleik. Einar Hólmgeirsson stóð vaktina í vörninni gegn Rutenka í fyrri hálfleik og þau skot sem hann kom á markið átti Roland Eradze ekki í vandræðum með að verja. Þjálfari Slóvena brá á það ráð að taka Rutenka útaf eftir um 15 mínútna leik og kom hann ekki inná fyrr en um miðjan síðari hálf- leik. Þar kórónaði hann slakan dag með því að slá Vigni Svav- arsson með olnboganum en Vignir hné niður og sænska dómaraparið sá atvikið greinilega. Rutenka fékk rautt spjald og horfði á loka- kafla leiksins úr áhorfendastúk- unni. Rutenka lamdi á Vigni RÓBERT Gunnarsson, hinn öflugi línumaður landsliðsins, er nú þegar búinn að skipa sér á bekk með bestu línumönnum Íslands frá upphafi. Róbert, sem hefur skorað grimmt fyrir Århus GF í Danmörku – sjald- an undir tíu mörkum í leik, vann það afrek að skora 10 mörk í leik með landsliðinu gegn Serbíu á móti í Antwerpen fyrr á árinu. Hann var þá fyrirliði landsliðsins, sem fagn- aði sigri í Antwerpen, 35:31.  Það var Karl G. Benediktsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og þjálfari Fram, sem innleiddi línuspil í íslenskan handknattleik upp úr 1960 og þótti það mikið afrek þegar hann tefldi fram tveimur til þremur línumönnum í leik í gamla Háloga- landsbragganum, sem þótti ekki það stór að fýsilegt væri að reyna línuspil.  Sigurður Einarsson, leikmaður Fram, var fyrsti línumaður lands- liðsins – skoraði 17 mörk í sjö lands- leikjum 1964. Í kjölfar hans komu línumenn eins og Stefán Sandholt, Val, Ágúst Ögmundsson, Val, Auð- unn Óskarsson, FH og Stefán Jóns- son, Haukum.  Björgvin Björgvinsson, Fram, kom síðan fram í sviðsljósið og var samvinna hans og Axels Axels- sonar, Fram, rómuð um Evrópu. Þeir gerðust báðir atvinnumenn í Þýskalandi, sem og Ólafur H. Jóns- son, Val, sem var mjög öflugur á lín- unni – lék með Axel hjá Dankersen.  Stefán Gunnarsson, Val, varð fyrsti línumaðurinn til að skora tíu mörk í landsleik – afrekaði það í leik gegn Bandaríkjunum 1978, 38:17.  Fjölmargir línumenn komu við sögu, en það má segja að að upp úr 1983 fóru menn að eigna sér sæti á línunni og hleypa ekki öðrum að nema rétt á meðan þeir hvíldu sig.  Þorgils Óttar Mathiesen, FH, var ekki á þeim buxunum að gefa eftir sæti sitt er hann lék 236 landsleiki á árunum 1981 til 1990.  Þá settist Geir Sveinsson, sem var lengi sem varamaður fyrir Þorgils Óttar, í „línusætið“ og ríkti þar sem kóngur og lék alls 328 landsleiki á árunum 1984–1993.  Þorgils Óttar og Geir voru báðir taldir í hópi bestu línumanna heims þegar þeir léku með landsliðinu.  Róbert Sighvatsson var læri- sveinn Geirs og tók stöðu hans – hefur leikið 180 landsleiki frá 1994. Þá hefur Sigfús Sigurðsson leikið lykilhlutverk á línunni síðustu ár og nú er komið að þætti Róberts Gunn- arssonar.  Sigfús skoraði 11 mörk í leik gegn Makedóníu 2002, en sá línu- maður sem hefur skorað flest mörk í landsleik er Birgir Sigurðsson, sem skoraði 15 mörk í leik gegn Færeyingum 1988 að Hlíðarenda, en árið áður hafði hann skorað 11 mörk í leik gegn Frakklandi í Brussel. Morgunblaðið/Golli Róbert Gunnarsson skorar mark í leik gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Aþenu. Róbert í góðra manna hópi  !"#$  (  ) !  ** * !     + ,- - . / 0 1 ,1 2 - 2 . .   +   32 45 $5 &     3, 6  #     ) #       !  "#  # "$  !"#$  (  ) !  ** * !     + ,2 - ,- - . 0 7 8 / 3 2 -   +  %" .2 45 $5 &  $ %" 33 6  $ #     ) #       !  "#  # "$ HANDKNATTLEIKUR s- s- ur r, á n 5 a- n t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.