Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 B 5 DAVID Di Michele, sóknarmaður í Udinese, lék óvenju stórt hlutverk þegar lið hans vann Lecce, 5:4, í sögulegum leik í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu á laugardag- inn. Di Michele skoraði tvívegis þegar lið hans vann upp 3:0 forskot heimamanna í Lecce. Ekki nóg með það, því rétt eftir að Antonio Di Natale skoraði sigurmarkið, 5:4, á 88. mínútu, var markvörður Udinese, Samir Handanovic, rekinn af velli fyrir að brjóta á sóknarmanni Lecce sem var sloppinn einn upp að markinu. Ekki var hægt að skipta inn á varamarkverðinum þar sem Udinese hafði notað allar sínar innáskiptingar. Di Michele fór í markið og hann gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna frá Mirko Vucinic og tryggði með því Udinese sigurinn. Þetta var fyrri viðureign félaganna í 16 liða úrslitum keppninnar og Udinese stendur vel að vígi, með sigur og fimm mörk á útivelli. Juventus beið óvænt lægri hlut fyrir Atalanta, 2:0, og þarf því að taka heldur betur á hlutunum í seinni leiknum á sínum heimavelli. Skoraði tvö og varði vítaspyrnu ÞÓRARINN Kristjánsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, fer líklega til reynslu hjá þremur erlend- um félögum eftir næstu mánaðamót. Aberdeen í Skotlandi, Örgryte í Svíþjóð og Bryne í Noregi hafa öll sýnt áhuga á að fá hann til athugunar. Þórarinn sagði við Morgunblaðið í gær að ferða- áætlunin hjá sér væri ekki komin á hreint ennþá, beðið væri eftir því að fá staðfestingar frá félögun- um hvenær hentugast væri að fara. Þórarinn hafnaði samningstilboði frá Keflavík fyrir helgina. „Ég á von á að heyra aftur frá Kefl- víkingum á morgun og þá skýrast betur mín mál gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Samningur hans við Keflvíkinga er útrunninn og nokkur önnur ís- lensk lið hafa rætt við hann. Þórarinn varð þriðji markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í sumar með 10 mörk og skoraði auk þess tvö mörk þegar Keflvíkingar sigruðu KA, 3:0, í úrslitaleik bik- arkeppninnar. Þórarinn til þriggja félaga í desember FÓLK  ARNAR Grétarsson skoraði eitt marka Lokeren og lagði annað upp þegar liðið vann öruggan sig- ur, 4:1, á 2. deildarliðinu Deinze í 32 liða úrslitum belgísku bikar- keppninnar í knattspyrnu á laug- ardaginn. Arnar og Arnar Þór Viðarsson léku allan leikinn með Lokeren og Marel Baldvinsson síðustu 3 mínúturnar en Rúnar Kristinsson er ekki kominn af stað eftir meiðsli.  INDRIÐI Sigurðsson og félagar í Genk fóru einnig auðveldlega áfram en þeir unnu 3. deildarliðið Kermt-Hasselt, 5:0. Indriði lék all- an leikinn.  EYJÓLFUR Héðinsson úr Fylki er farinn heim frá Belgíu eftir átta vikna dvöl hjá Lokeren. Hann lék átta leiki með unglinga- og varaliði félagsins, skoraði fjögur mörk og lagði upp þrjú til viðbótar.  ÞÓRÐUR Guðjónsson var vara- maður hjá Bochum en kom ekki við sögu þegar lið hans tapaði, 1:0, fyrir Mainz í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Bochum er í þriðja neðsta sæti, tveimur stigum á und- an botnliði Hansa Rostock.  HELGI Sigurðsson og félagar í AGF steinlágu fyrir Bröndby, 4:0, í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Helgi fór af velli á lokamínútum leiksins. Bröndby hélt í gær upp á 40 ára afmæli sitt og er komið með tíu stiga forystu á toppi úrvals- deildarinnar.  LOGI Gunnarsson og félagar í Giessen í þýsku deildinni töpuðu 66:67 á heimavelli fyrir Tübingen um helgina. Logi gerði 6 stig fyrir Giessen.  JÓN Arnór Stefánsson og fé- lagar hans í rússneska liðinu Din- amo Saint-Petersborg unnu Ural- Great á útivelli 93:91 og gerði Jón Arnór 11 stig.  ÞORRI JENSSON vann Shu- Hung Lin frá Taívan, 4:0, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í snóker sem hófst í Veldhoven í Hollandi í gær. Þorri mætti síðan Agha frá Pakistan og tapaði, 0:4. Brynjar Valdimarsson tapaði sínum fyrsta leik gegn Moh Kee Ho frá Malasíu, 3:4.  MARK van Bommel, fyrirliði hollenska liðsins PSV Eindhoven, segist vilja ganga til liðs við enska liðið Tottenham. Ekki munaði miklu að hann færi til Tottenham fyrir þessa leiktíð en nú vill hann fara. Samningur hans hjá PSV rennur út í sumar og því gæti hann farið til White Hart Lane fyrir lítið.  PATRICK McEnroe, tennisleik- ari á árum áður hefur framlengt samningi sínum sem fyrirliði Davis Cup liðs Bandríkjanna til ársloka 2006. Liðið leikur til úrslita við Spánverja í Sevilla í byrjun næsta mánaðar. Samuel Eto’o, fyrrum leikmaðurReal Madrid, nýtti sér misskiln- ing milli Robert Carlos og Iker Casill- as markvarðar Real, eftir sendingu frá Ronaldinho, og kom Barcelona yf- ir, 1:0. Giovanni van Bronckhorst skoraði annað markið fyrir hlé, 2:0, eftir að Ronaldinho og Deco höfðu leikið vörn Madrídarliðsins sundur og saman. Ronaldinho var síðan enn á ferð stundarfjórðungi fyrir leikslok og skoraði þriðja markið úr víta- spyrnu, 3:0, eftir að Eto’o brunaði upp völlinn og var felldur í vítateig Real. Þeir Zinedine Zidane, David Beck- ham, Ronaldo og Luis Figo komust aldrei neitt áleiðis gegn Barcelona en sóknarleikur Real skánaði aðeins þegar Michael Owen leysti Beckham af hólmi og fór í fremstu víglínu þar sem Ronaldo hafði verið einn og yf- irgefinn lengi vel. Frank Rijkaard, þjálfari Barce- lona, varaði leikmenn sína við eftir leikinn og bað þá um að láta þennan sigur ekki stíga þeim til höfuðs. „Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur, það þýðir ekkert að slaka á þó við höfum unnið þennan leik. Úrslitin í honum vísa okkur veg- inn en við megum ekki fara að ímynda okkur að við séum ósigrandi. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðs- ins í leiknum, við skoruðum þrjú mörk gegn frábæru liði og ég er himinlif- andi yfir því hve mikið allir okkar leik- menn lögðu hart að sér,“ sagði Rijk- aard. Vissum ekki hvernig ætti að bregðast við Mariano Garcia Remon, þjálfari Real, kvaðst óttast að tapið hefði slæm áhrif á sitt lið sem mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. „Leikurinn við Leverkusen er okk- ur mjög mikilvægur og þetta er því mjög slæmt. Við töpuðum vegna þess að Barcelona var betri aðilinn, en aðal vandamál okkar var að liðið virtist ekki vita hvernig það ætti að bregðast við eftir að við lentum undir í leiknum. Fyrsta markið kom eftir barnaleg mistök og á versta tíma fyrir okkur. Eftir það réðum við ekki við press- una. En við munum halda áfram bar- áttu okkar fyrir meistaratitlinum og leggjum allan samanburð við Barce- lona til hliðar þar til við mætum þeim aftur síðar í vetur á Bernabeu,“ sagði Garcia Remon. Barcelona tók Real Madrid í kennslustund BARCELONA tók Real Madrid í kennslustund í viðureign stórveld- anna í spænsku knattspyrnunni á Nou Camp, heimavelli sínum, frammi fyrir 98 þúsund áhorfendum á laugardagskvöldið. Lokatölur urðu 3:0 og þar með skilja sjö stig liðin að. Miðað við leik Barcelona og gengi liðsins að undanförnu er erfitt að sjá nokkurt lið ógna þeim í keppninni um spænska meistaratitilinn í vetur. Reuters Samuel Eto’o fagnar og það gera þeir Ronaldinho og Carles Puy- ol einnig fyrir aftan hann þegar Barcelona skellti Real Madrid. því lengur sem staðan er 1:0, sér- staklega vörnin. Þess vegna var okk- ur refsað. Það hefði átt að vera auð- velt fyrir okkur að stöðva sendinguna fyrir mark okkar – knötturinn fór á milli þriggja varn- armanna og markvarðar. Það er óeðlilegt að fjórir leikmenn hafi ekki getað stöðvað einn sóknarleikmann Bolton,“ sagði Wenger eftir leikinn, en það er ekki á hverjum degi sem hann gagnrýnir sína menn opinber- lega. „Þrátt fyrir þessi mikilvægu stig þá er ég sannfæður um að við erum á réttri leið. Auðvitað vilja lið gera út um leikinn með mörgum mörkum, en ég held að vörnin hjá okkur hafi misst dálítið sjálfstraust við að fá fjögur mörk á sig gegn Tottenham um daginn,“ sagði Wenger. Þrátt fyrir að WBA næði í stig féll liðið niður í næstneðsta sæti deild- arinnar þar sem Norwich, sem var í neðsta sæti, vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, lagði Southampton 2:1 og skaust upp fyrir WBA. „Ég er ánægður með stigið, það eru ekki öll lið sem ná að jafna eftir að vera marki undir hér á Higbury. Barátta leikmanna var til fyrirmynd- ar og þeir létu Arsenal ekki valta yfir sig þrátt fyrir að lenda undir,“ sagði Bryan Robson, stjóri WBA, eftir leikinn. Everton kemur fast á hæla efstu liðanna, er með 29 stig, Arsenal 31 og Chelsea 33. Á laugardaginn voru það leikmenn Fulham sem máttu þola 1:0 tap gegn Everton, sem vann þar sinn sjötta 1:0 sigur í deildinni. Virkilega góð nýting á mörkunum þar á bæ. Middlesbrough vann Liverpool 2:0 og er í fjórða sæti deildarinnar, fjór- um stigum á eftir Everton. Hollend- ingurinn Boudewijn Zenden er í miklum ham þessa dagana og gerði síðara mark Boro og var það hans sjötta í fimm leikjum. Manchester United færðist einnig nær toppnum með 2:0 sigri á Her- manni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Ryan Giggs, sem vill fá lengri en eins árs samning sem hon- um var boðinn á dögunum, kom United yfir og Paul Scholes tókst loksins að skora, en hann gerði það síðast í undanúrslitum bikarsins gegn Arsenal í apríl og síðasta deild- armark sitt gerði hann 14. mars gegn Manchester City. Hermann lék allan leikinn með Charlton. Newcastle fór upp fyrir Charlton í níunda sæti deildarinnar með 2:0 sigri á Crystal Palace og þar skoruðu Patrick Kluivert og Craig Bellamy. Reuters Robert Earnshaw fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Arsenal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.