Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 8

Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ragnar Ingi vann sinn riðil örugg-lega en spennan var öllu meiri í opnum flokki. Í undanúrslitum mætti hann Hróari Hugosyni sem náði ekki að stöðva Ragn- ar Inga í að ná öruggri forystu og sigra 15:8. Í úrslitum gegn Andra var rimman harðari, þeir skiptust á um forystu fram í stöðuna 10:9, Ragnar Inga í vil. Þá skildu leiðir og Ragnar Ingi vann 15:10. „Ég er alltaf smeykur þegar ég keppi við þessa stráka en þar sem Andri vann í fyrra kom ekki annað til greina en ná titlinum af honum,“ sagði Ragnar Ingi eftir mótið. „Í riðlinum fékk ég aðeins á mig eitt stig í fimm leikjum svo að ég var ákveðinn í að hafa sigur í opnum flokki. Leikurinn við Andra var jafn en ég ætlaði að vera yfir í hléinu og náði því og bætti mig svo strax eftir hlé. Andri hefur yfirleitt verið sterk- ur eftir hlé og áætlun mín um að hleypa honum ekki að gekk upp. Það er erfitt að fá félaga sína úr landslið- inu í undanúrslitum og síðan úrslit- um. Dagurinn var langur og ég var orðinn þreyttur svo ég varð að gæta þess að halda einbeitingunni því þessir strákar ganga strax á lagið, reyndar alveg eins og ég geri gegn þeim. Leikurinn er fljótur að breyt- ast og ef mótherji byrjar að fá stig og kemst í ham verður að gæta sín. Við þekkjumst vel og vitum flest um hvor annan en það skiptir líka máli hvernig hver kemur stemmdur til leiks.“ Þorbjörg var örugg um sigur í kvennaflokki enda þjálfar hún flest- ar hinar í flokknum. „Við æfum líka allar saman svo ég þekki stelpurnar vel en þær þekkja mig líka vel. Það jákvæða er að þær eru að bæta sig en ætli þær fari ekki að brjóta ísinn eftir svona þrjú ár,“ sagði Þorbjörg eftir mótið en hún var búin að finna sér verðugt verkefni. Það var í opn- um flokki en hún varð að sætta sig við tap í 8 liða úrslitum fyrir Andra H. Kristinssyni, sem fékk silfur. „Mitt markmið í dag var að kom- ast í undanúrslit því það er metn- aðarmál fyrir mig að vinna strákana. Það er ekkert öðruvísi að keppa við stelpur en stráka þótt þeir séu að vísu aðeins fljótari. Það verður samt að treysta á sjálfan sig, tækni og innsæi. Maður fer í leik með ákveðna áætlun en það þarf að finna sig í leiknum til að geta nýtt alla tækni sína og breytt um áætlun í miðjum bardaga. Þá skiptir keppnisreynsla miklu máli og það reynum við að kenna en slík reynsla kemur bara með tímanum. Svo eru aðrir sem eru betri í ákveðnum brögðum og beita þeim gjarnan en það kemur fljótlega í ljós í bardaga hvað gengur upp. Sjálf er ég hrifnust af tempo-stigi en það er þegar maður kemst inn í lag hjá mótherjanum,“ bætti Þorbjörg við. Morgunblaðið/Stefán Lið FH vann liðakeppnina á Íslandsmeistaramótinu í skylm- ingum með höggsverði. Þar eru, talið frá vinstri, Ólafur Bjarna- son, Guðjón Ingi Gestsson, Ragnar Ingi Sigurðsson og Sigrún Guðjónsdóttir ásamt Þorbjörgu Ágústsdóttur úr Skylminga- félagi Reykjavíkur, sem sigraði í kvennaflokki. Ragnar Ingi sigraði einnig í opnum flokki. Ragnar Ingi endurheimti titilinn RAGNAR INGI Sigurðsson úr FH, sem varð að sætta sig við tap fyrir Andra H. Kristinssyni í úrslitum Íslandsmeistaramótsins í skylm- ingum með höggsverði í fyrra, lét nú ekkert stöðva sig og endur- heimti titilinn þegar mótið í ár var haldið á sunnudaginn. Í kvenna- flokki var Þorbjörg Ágústsdóttir örugg með sigur. Stefán Stefánsson skrifar JAKOB Jóhann Sveinsson er einn fremsti sundmaður þjóðarinnar um þessar mundir. Hann synti vel fyrir lið sitt, Ægi, í bikarkeppninni en hann vann til verðlauna í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í, sigraði í fjórum greinum, þ.e. 100 og 200 metra bringusundi, 4x100 metra fjórsundi og 4x100 metra skriðsundi og hafnaði í 2. sæti í 200 metra fjór- sundi, þar sem hann mátti lúta í lægra haldi fyrir Erni Arnarsyni. „Ég átti von á því að við myndum vera á því róli sem við vorum á en hins vegar kom mér á óvart að hin liðin skyldu ekki fá fleiri stig en raun bar vitni,“ sagði Jakob að- spurður um árangurinn á mótinu. „Ég sjálfur á eftir að fá hraðann í mig, ég er ennþá að undirbúa mig fyrir Evrópumeistaramótið og ég á eftir að fínpússa þetta næstu þrjár vikurnar og fá meiri hraða í mig,“ sagði Jakob en það blunda í honum blendnar tilfinningar gagnvart því að kveðja Sundhöllina. „Það verður gott að komast í nýtt hús og góða aðstöðu, það er mjög gott andrúmsloft hérna og það myndast mikill hávaði þegar hvatt er. Það verður sjálfsagt mesti mun- urinn. Það verður ekki eins auðvelt að ná upp hávaða og stemningu í nýju lauginni. Svo verða þar 10 brautir á móti fjórum hér svo það verður hægt að ljúka bikarkeppn- inni á klukkutíma eða því sem næst,“ sagði Jakob Jóhann. „Kom mér á óvart að hin liðin fengju ekki fleiri stig í keppninni“ Jakob Jóhann Sveinsson Fyrir keppnina voru þjálfarar,formenn og fyrirliðar keppnis- liðanna fengnir til að spá fyrir um úrslit bikarkeppn- innar og voru menn sammála um að mótið yrði mjög spennandi þar sem slagurinn stæði á milli Sundfélags- ins Ægis og Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) um titilinn. Þá var því spáð að Breiðablik félli um deild en að liðsmenn Óðins færðust upp í 1. deild úr 2. deild Það kom á daginn að spámenn- irnir höfðu rétt fyrir sér. Slagurinn um sigurinn í 1. deild varð þó ekki eins spennandi og efni stóðu til en Ægir hafði yfirburðasigur með 29.314 stig en ÍBR hafnaði í 2. sæti með 26.906 stig og háði þar harða keppni við Sundfélag Hafnarfjarð- ar, 26.398 stig og KR 26.160 stig. Stigahæsta sund mótsins var 100 metra baksund Arnar Arnarssonar en hann synti vegalengdina á 54,26 sekúndum og fékk fyrir það 964 stig. Hlaut hann að launum Sund- hallarbikarinn sem gefinn er af for- stöðumanni Sundhallarinnar í Reykjavík, Gísla Jónssyni. „Þetta er stórkostlegur dagur,“ sagði Berglind Ósk Bárðardóttir, fyrirliði bikarmeistara Sundfélags- ins Ægis. „Við höfum verið að æfa rosalega vel og það er virkilega góður andi í hópnum. Það hefur verið fín endurnýjun hjá okkur og er greinilega að skila sér til okkar. Það er líka frábært að enda langa bikarsögu hér í Sundhöllinni á sigri því þetta er jú okkar heimavöllur.“ 36 ára bikarsaga í Sundhöllinni Hörður Oddfríðarson, mótsstjóri var sáttur við árangurinn á mótinu. „Mótið hefur gengið vel og það hafa ekki komið upp nein vandamál sem ekki hefur verið hægt að leysa. Keppendur hafa verið að synda á sínu besta og það hafa fallið þrjú Íslandsmet. Stigaskorið er ívið hærra en við höfum séð áður og miklar framfarir sem við sjáum hjá einstaklingum.“ Elsta Íslandsmetið sem enn stendur í 25 metra laug á Ragn- heiður Runólfsdóttir í 100 metra bringusundi. „Það virðist ætla að vera erfitt að slá þetta met enda var Ragnheiður lengi að og setti mörg met á sínum ferli,“ sagði Hörður. Hann á von á því að frek- ari framfarir muni verða á komandi árum og það ekki síst vegna þess að eftir áramót verður tekin í gagnið ný 50 metra innilaug í Laugardal og þá mun öll aðstaða fyrir keppendur, starfsmenn og áhorfendur stórlega batna. „Bygg- ingaframkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur hófust árið 1928 en laugin var tekin í notkun 1937. Frá þeim tíma hafa helstu stórmót Ís- lands í sundi farið þar fram. Bik- arkeppnin í sundi hefur verið hald- in í Sundhöllinni óslitið frá 1968 eða í 36 ár og það verður eftirsjá að höllinni en jafnframt tilhlökkun að komast í nýrri og betri aðstöðu með mótið. Svo vonar maður að þetta muni auka möguleika sund- hreyfingarinnar að stækka, verða betri og að fólk endist betur í íþróttinni þegar aðstaðan verður betri,“ sagði Hörður Oddfríðarson, mótsstjóri Bikarkeppni SSÍ. Ægir sigraði með yfirburðum BIKARKEPPNI Sundsambands Íslands fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Keppt var í 1. og 2. deild og voru ríf- lega 100 keppendur skráðir til leiks í 1. deild og um 230 þátt- takendur voru í keppni 2. deild- ar. Sundfélagið Ægir sigraði með nokkrum yfirburðum auk þess að setja þrjú Íslandsmet, í 100 metra baksundi kvenna, 4x100 metra fjórsundi kvenna og 4x100 metra skriðsundi kvenna. Ljósmynd/JAK Sveit Ægis sem setti Íslandsmet í 400 metra fjórsundi á laug- ardaginn. Anja Ríkey Jakobsdóttir, Ólöf Lára Halldórsdóttir, Ásbjörg Gústafsdóttir og Auður Sif Jónsdóttir ásamt Gústafi Adolf Hjaltasyni, formanni Ægis, og Eyleifi Jóhannessyni. ANJA Ríkey Jakobsdóttir setti þrjú Íslandsmet um helgina, í 100 metra baksundi, 4x100 metra fjórsundi og 4x100 metra skriðsundi. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessari 18 ára gömlu sundkonu. Hún var líka ánægð í lok keppninnar. „Ég átti allt eins von á þessu en ég hef verið að stefna að því að toppa á Evrópumótinu í Vín í byrjun desember. Það kom því þægilega á óvart að Íslands- metið í baksundinu skyldi falla núna og ég stefni að því að gera enn betur í Vín. Við vorum hins vegar harðar á því að fella boðsundsmetin þó svo að það hafi staðið tæpt. Þetta hefur verið æðisleg helgi, öll liðin hafa verið vel stemmd svo það hefur verið mjög gaman,“ sagði Anja Ríkey en hún mun taka þátt í 50, 100 og 200 metra baksundi í Evrópukeppninni í Vín í 9.–12. desember. Frábær árangur Önju Ríkeyjar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Bikarkeppni Sundsambands Íslands RUUD Bossen knattspyrnudómari stöðvaði leik PSV og Vitesse í hol- lensku úrvalsdeildinni í gær og gekk af velli ásamt aðstoðardómurum sín- um. Ástæðan var sú að stuðnings- menn Vitesse sendu honum tóninn eftir að hann hafði rekið einn leik- manna liðsins af velli. Gert var hlé á leiknum í hálftíma á meðan leik- menn Vitesse róuðu stuðningsmenn sína niður. Guus Hiddink, þjálfari PSV, kvaðst ekkert hafa heyrt og það væri líklega betra fyrir dómara að leiða orðfæri áhorfenda hjá sér. „Menn eru að verða of viðkvæmir,“ sagði Hiddink en stutt er síðan dóm- ari sleit leik í Hollandi vegna orð- bragðs áhorfenda í sinn garð. Dómarinn gekk af velli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.