Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ GLASGOW Rangers hleypti spennu í keppn- ina um skoska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að sigra erkifjendurna í Glasgow Celtic, 2:0, í sögulegum leik á heimavelli sín- um, Ibrox, á laugardaginn. Nacho Novo og Dado Prso skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Celtic voru tveir leikmanna liðsins, All- an Thompson og Chris Sutton, reknir af velli og meistararnir voru því aðeins níu gegn ell- efu síðustu 35 mínúturleiksins. Mörkin urðu samt ekki fleiri þrátt fyrir mikinn atgang en leikmönnum liðanna lenti oft saman í leikn- um og búast má við einhverjum eftirmálum. Með þessum úrslitum er forysta Celtic að- eins eitt stig. Þetta var annar sigur Rangers á Celtic á tíu dögum en þar á undan hafði Celtic unnið sjö viðureignir skosku risanna í röð. Tvö rauð spjöld á lofti á Ibrox BAYERN München komst um helgina í toppsæti þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í fyrsta skipti í átján mánuði, eða síðan félagið tryggði sér þýska meistaratitilinn í átjánda skipti vorið 2003. Bayern vann öruggan sigur á Kaiserslautern, 3:1, þar sem Paolo Guerrero, hinn tvítugi strákur frá Perú, skoraði enn og aftur. Hann kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja markið á laglegan hátt. Claudio Pizarro og Torsten Frings gerðu tvö fyrri mörkin, eftir að Thomas Riedl hafði komið Kaiserslautern yfir strax á 7. mínútu. Felix Magath, þjálfari Bayern, var ekki ánægður með sína menn þrátt fyrir sigurinn. „Við vorum ekki nógu einbeittir framan af leiknum, vörnin var óörugg og við nýttum ekki upp- lögð marktækifæri,“ sagði Magath. Wolfsburg tapaði 3:1 fyrir Hamburger SV í gær, eftir að hafa skorað strax á fyrstu mínútunni. Thomas Brdaric var þar að verki, en það dugði skammt. Schalke vann góðan útisigur á Leverkusen, 3:0, og Stuttgart lagði Mönchengladbach að velli, 1:0, þar sem Kevin Kuranyi skoraði sigurmarkið. Bayern á toppinn eftir 18 mánuði FÓLK  BRIAN Deane skoraði fjögur mörk fyrir Leeds sem hrökk held- ur betur í gang og sigraði QPR, 6:1, í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn. Leeds hef- ur gengið illa til þessa og hefur verið í námunda við botn deild- arinnar það sem af er tímabili en lyfti sér upp í 17. sæti af 24 liðum með sigrinum. QPR er hinsvegar í 5. sæti svo úrslitin eru hálfótrúleg. Gylfi Einarsson er sem kunnugt er á leið til Leeds og getur byrjað að spila með liðinu um áramót.  SPÆNSKU meistararnir í Val- encia unnu langþráðan sigur í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið þegar þeir lögðu Málaga, 2:0, á útivelli. Val- encia hafði ekki náð að vinna sigur í tíu leikjum og stóll Claudios Ranieris þjálfara var orðinn held- ur betur heitur. Bernardo Corradi og Xisco skoruðu mörkin.  HENRIK Larsson, sænski sókn- armaðurinn hjá Barcelona, verður frá keppni næstu sex vikurnar. Larsson meiddist á hné í leiknum við Real Madrid á laugardags- kvöldið og gengst í dag undir að- gerð af þeim sökum.  HERNAN Crespo skoraði lang- þráð mark fyrir AC Milan þegar liðið vann Parma, 2:1, í 16 liða úr- slitum ítölsku bikarkeppninnar á laugardaginn. Crespo hafði ekki skorað mark frá því hann kom til Mílanóliðsins sem lánsmaður frá Chelsea.  CARLO Ancelotti, þjálfari AC Milan, var hæstánægður með markið og sagði að það væri góðs viti. „Þegar Crespo byrjar að skora á annað borð er yfirleitt ekki hægt að stöðva hann,“ sagði Ancelotti.  GIANFRANCO Zola, fyrrum hetja hjá Chelsea, skoraði sigur- mark Cagliari sem vann Lazio, 2:1, í ítalska bikarnum. Þetta voru fyrri leikir liðanna þannig að ekki er ljóst hvaða félög komast áfram.  STEVE Bruce, knattspyrnu- stjóri Birmingham, sagði að Dwight Yorke, sóknarmaður liðs- ins, hefði orðið fyrir barðinu á kynþáttahatri þegar lið hans sótti Blackburn heim í gær en jafntefli varð, 3:3, í líflegum leik. Yorke, sem lék um skeið með Blackburn, varð fyrir miður skemmtilegum at- hugasemdum frá stuðningsmönn- um Blackburn, áþekkum þeim sem leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir á Spáni í síðustu viku.  FORRÁÐAMENN Blackburn staðfestu að þeir hefðu vísað ein- um stuðningsmanni liðsins á dyr fyrir ósæmilega framkomu gagn- vart Yorke á meðan hann hitaði upp sem varamaður í síðari hálf- leik. „Dwight er í uppnámi og mjög æstur vegna þessa atviks,“ sagði Steve Bruce. Brynjar Björn Gunnarsson ogHeiðar léku báðir allan leikinn með Watford sem missti tvö dýr- mæt stig í baráttunni í efri hluta 1. deildarinnar. Watford er í ellefta sætinu en er í hópi margra liða sem getur blandað sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppni deildarinnar.  Ívar Ingimarsson lék allan leik- inn með Reading sem tapaði nokk- uð óvænt fyrir Nottingham Forest, 1:0, og féll niður í fjórða sæti 1. deildar.  Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Coventry sem vann Wolves, 1:0, á útivelli.  Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester sem gerði markalaust jafntefli við topp- lið Wigan á útivelli. Hann fékk að líta gula spjaldið. Ólafur í banni Ólafur Gottskálksson lék ekki í marki Torquay vegna veikinda þeg- ar lið hans vann Port Vale, 2:1, á útivelli í 2. deild. Leroy Rosenoir, knattspyrnustjóri Torquay, sagði að hann hefði bannað Ólafi að láta sjá sig á félagssvæði Torquay fyrr en hann hefði jafnað sig, til að smita ekki fleiri leikmenn en flensa hefur herjað á lið Torquay undanfarna daga. Heiðar var ekki á skot- skónum HEIÐAR Helguson hafði ekki heppnina með sér á laugardaginn þeg- ar Watford mátti sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn botnliði Rotherham í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Heiðar fékk nokkur góð færi til að tryggja Watford sigurinn en Mike Pollitt, markvörður Rotherham, varði mjög vel frá honum, auk þess sem boltinn straukst við stöngina utanverða eftir skalla Heiðars. EIÐUR Smári Guðjohnsen var óheppinn að skora ekki fyrir Chelsea gegn Bolton á laug- ardaginn. „Hann segist hafa komið aðeins við boltann þegar hann fór í þverslána,“ sagði Eið- ur við Morgunblaðið á eftir og vísaði til finnska markvarðarins. „Í hinu færinu átti ég bara að skora. Boltinn kom að vísu mjög snöggt til mín en ég hefði mátt hitta hann betur.“ Eiður sagði vissulega svekkj- andi að missa leikinn niður í jafn- tefli eftir að hafa verið 2:0 yfir. „Okkur leikmönnunum líður eins og við höfum tapað. Þeir spila einfalt, finna alltaf stystu leiðina að markinu og þótt þetta sé ekki áferðarfallegur fótbolti virðist hann virka hjá Bolton.“ Jose Mourinho, þjálfari Chelsea, hrósaði Eiði Smári á blaðamannafundi á eftir, þegar Portúgalinn var spurður hvort hann væri ekki vonsvikinn vegna þess að Eiður nýtti ekki færin. „Ég vil heldur muna það jákvæða eins og þegar Eiður kom inn á gegn Newcastle og skoraði og vann þar með leikinn fyrir okk- ur. Hann er mjög góður leik- maður, mjög góður strákur og ég get fullvissað ykkur um að ég ber fullt traust til hans,“ sagði Portúgalinn. „Ég átti að skora“ Chelsea var komið í fín mál á mótiBolton á Stamford Bridge. Byrjunin var raunar einstaklega góð hjá Eiði Smára og félögum því Dam- ien Duff skoraði fyrra mark liðsins eftir 37 sekúndur og Portúgalinn Cardoso Tiago bætti við öðru marki. Það dugði samt ekki. „Það var mikið verk að ná að jafna þennan leik, enda hefðu allir fót- boltaáhugamenn um allan heim sagt að þetta væri óvinnandi vegur: að ná að jafna gegn Chelsea eftir að vera 2:0 undir. Baráttuandinn í liðinu er fínn og mér fannst þeir eiga stigið skilið miðað við hvað þeir lögðu á sig,“ sagði Sam Allardyce, stjóri Bolton, tiltölulega sáttur í leikslok í Lundúnum. Jose Mourinho, knattpyrnustjóra Chelsea, þótti lítið til Bolton koma. „Leikmenn Bolton eiga hrós skilið fyrir baráttuna – en það er líka allt of sumt. Það getur engum þótt gaman að horfa á svona knattspyrnu. En þeir mega eiga það að það er mikill baráttuandi í liðinu. Leikmenn sparka boltanum hátt í loft upp og síðan er barist um hann. Þetta voru slæm úrslit vegna þess að við viljum vinna alla leiki og fengum fullt af færum til að gera út um þennan leik, en það tókst ekki,“ sagði Mourinho. Eiður Smári var að vanda í fremstu víglínu hjá Chelsea. Hann var tvívegis nærri því að skora, átti hörkuskot í þverslá og bjargað var frá honum á marklínu. Eiði var skipt af velli níu mínútum fyrir leikslok. Wenger ekki sáttur Arsene Wenger var allt annað en sáttur við að tapa tveimur stigum gegn WBA á Highbury. Þar stjórn- uðu leikmenn Arsenal gangi leiksins og komust yfir en klaufalegt mark undir lok leiksins tryggði WBA eitt stig. Markið gerði Rob Earnshaw eftir fyrirgjöf frá fyrrum leikmanni Arsenal, Nwankwo Kanu. Arsenal hefur nú tapað af fjórum stigum á heimavelli gegn neðstu lið- unum, á dögunum gegn Southamp- ton og nú gegn WBA. Arsenal komst í 1:0 á laugardag- inn en gestirnir náðu að jafna skömmu fyrir leikslok. „Svo virðist sem leikmenn mínir verði stressaðir Reuters Rahdi Jaidi (15) sést hér skora jöfnunarmark Bolton gegn Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn, 2:2. Leikmenn Chelsea skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins. Chelsea og Arsenal hikstuðu bæði TVÖ efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni, Chelsea og Arsenal, klúðr- uðu leikjum sínum klaufalega á laugardaginn og fengu aðeins eitt stig hvort út úr þeim, en bæði léku á heimavelli. Næstu þrjú lið þar fyrir neðan fengu hins vegar öll þrjú stig úr sínum leikjum og því dregur heldur saman með efstu liðunum. Everton hélt sínu striki og sækir að efstu liðunum, vann sinn sjötta 1:0 sigur í deildinni í vetur og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Chelsea. ÁRNI Gautur Arason og félagar í Vålerenga lögðu Rosenborg að velli, 3:2, í uppgjöri norsku toppliðanna í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var á Ullevål í Ósló, frammi fyrir 11.500 áhorfend- um og skoraði Erik Hagen sigur- mark Vålerenga tveimur mínútum fyrir leikslok. Steffen Iversen og Daniel Fredheim Holm komu Våle- renga í 2:0 en meistarar Rosenborg jöfnuðu metin með mörkum frá Daniel Braaten og Frode Johnsen. Vålerenga hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni.  Hjálmar Jónsson og félagar í IFK Gautaborg fögnuðu sigri á Tromsö í Norður-Noregi, 1:0, í sann- kölluðum vetrarleik. Spilað var í 6–7 stiga frosti og nokkrum vindi, í sann- kölluðum heimskautakulda. Sebast- ian Johansson skoraði sigurmark sænska liðsins á 63. mínútu. Hjálmar lék allan leikinn með Gautaborg og bjargaði m.a. á marklínu nokkrum mínútum áður en sigurmarkið kom.  Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Halmstad sem vann góðan sigur á Malmö FF, 3:1, í viðureign sænsku liðanna í 3. riðli. Aðeins 1.407 áhorfendur mættu á Örjans Vall, heimavöll Halmstad. Íslendingaliðin unnu öll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.