Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dagur sagðist vera ánægður meðútkomuna á heimsbikar- mótinu, og margt jákvætt væri í gangi hjá liðinu. „Hópurinn er sam- stilltur um að leysa þau vandamál sem snúa að leik liðsins hverju sinni. En heilt yfir tel ég að árangur okkar hafi verið betri en menn áttu von á. Það var rennt blint í sjóinn með nýj- ar áherslur hjá nýjum þjálfara. Við vitum líka að það eru leikmenn fyrir utan liðið hjá okkur sem munu að- eins hjálpa því enn frekar. Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Jaliesky Garcia var vart með að þessu sinni vegna meiðsla. Síðan eru margir aðrir leikmenn sem gera at- lögu að þeim stöðum sem eru í boði.“ Dagur tekur undir það að honum líði vel sem leikstjórnandi og geti hjálpað liðinu á þeim vettvangi. „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir mitt framlag að undanförnu og vissulega hef ég orðið var við það. En ég tel mig geta hjálpað þessu liði og fannst í þessum leikjum sem við lék- um hér í Svíþjóð að hlutirnir séu á réttri leið. Mér líður auðvitað mun betur í þeirri stöðu sem ég leik með mínu félagsliði. Stundum skorar maður nokkur mörk í leik og þá á maður að mati fjölmiðla ágætan dag, en þegar maður skorar ekki en samt sem áður að skila öðrum þáttum leiksins ágætlega er maður slakur að mati margra. En svona er þetta og ég ætla mér ekki að vera að velta mér upp úr því sem hefur gerst. Næsta verkefni er að slípa þetta lið betur saman og það er stutt í heims- meistaramótið í Túnis.“ Varstu ánægður með varnarleik liðsins á mótinu? „Já og nei. Að mínu mati vorum við að leika bestu vörnina gegn Þjóð- verjum í fyrsta leiknum. Þar vorum við góðir, en í öðrum leikjum höfum við átt góða og slæma kafla í 3:3- vörninni. Það opnast oft mjög illa hjá okkur en það er eðli varnarinnar. En gegn sumum liðum er erfitt að beita 3:3, gegn Frökkum gekk það alls ekki upp, en væntanlega verðum við með meiri „þyngd“ og „kraft“ gegn liðum á borð við Frakkland í næstu leikjum,“ sagði Dagur og átti greini- lega við leikmenn á borð við Ólaf, Sigfús og Garcia. Dagur á allt eins von á því að mikl- ar væntingar verði gerðar til ís- lenska liðsins á heimsmeistara- mótinu í Túnis. „Þjálfarinn hefur gefið það út að hann ætli með liðið í hóp 6 bestu liða heims. Við endum í 5. sæti á þessu móti og við megum búast við því að íslenska þjóðin fari á flug og ætli okkur stóra hluti í Túnis. Við erum vanir því og við því er ekk- ert að gera. En af þessu móti má ráða að við séum að gera margt rétt en það er einnig margt sem þarf að laga,“ sagði Dagur Sigurðsson. Betri árangur en ég átti von á „ÉG er vissulega „gamli“ maðurinn í þessum hópi en ég lít ekki á að það sé eitthvað sem valdi mér áhyggjum. Það var einhver sem benti mér á það að ég væri fjórði elsti maðurinn í riðlakeppninni í Bor- länge og Ludvika. En ég spái lítið í það,“ sagði Dagur Sigurðsson fyrirliði íslenska liðsins að loknum sigurleiknum gegn Slóvenum um 5. sætið á heimsbikarmótinu, World Cup. Ég hef vissulega farið í gegnum fleiri stórmót en margir af þeim leikmönnum sem eru í lið- inu í dag en það eru samt sem áður nokkrir sem hafa verið með á stórmótum en hafa allt öðru hlutverki að gegna í dag.“ FÓLK  GAUTI Laxdal, fyrrverandi knatt- spyrnumaður úr Fram og KA, var ís- lenska liðinu til aðstoðar í Gautaborg. Hann starfar þar sem læknir. Gauti hafði lítið að gera er íslenska liðið lék gegn Króatíu en þó þurfti að huga að Degi Sigurðssyni sem fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik.  ANNA Stefánsdóttir var læknir ís- lenska liðsins í riðlakeppninni í Bor- länge og Ludvika. Hún hafði ekki tök á því að vera lengur með liðinu.  ÞAÐ voru ekki margir íslenskir áhorfendur á leik Íslands gegn Króat- íu en þeir fáu sem mættu létu vel í sér heyra og voru áberandi á meðan leiknum stóð.  SNORRI Steinn Guðjónsson og Birkir Ívar Guðmundsson voru ekki í leikmannahópnum gegn Króatíu en gegn Slóvenum í gær hvíldu þeir Hreiðar Guðmundsson og Þórir Ólafsson.  ÞAÐ voru rúmlega 7.500 áhorfend- ur mættir á úrslitaleik Svía og Dana í Skandinavium og var stemningin góð enda gekk vel hjá heimamönnum sem höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda.  FRAMKVÆMD leiksins gekk vel fyrir sig og eru Svíar greinilega vanir slíkum viðburðum því aldrei var dauð- ur punktur á milli leikja eða ef hlé var gert á leikjum.  FYRIR aftan mörkin í Skandinav- ium var nokkuð langt bil frá endalínu og að neti sem knötturinn hafnaði í ef skotið var framhjá. Ungir handknatt- leiksmenn sáu til þess að hirða upp knöttinn fyrir utan völlinn og voru fljótir að koma honum til leikmanna og þá sérstaklega markvarða beggja liða.  LJUBOMIR Vranjes lék ekki með Svíum í úrslitaleiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða og lék ekki alla leiki liðsins á heimsbikarmótinu. Vranjes er ekki nema 1,66 metrar á hæð en hann leikur sem atvinnumað- ur hjá Nordhorn í þýsku úrvalsdeild- inni. Vranjes var ekki aðgerðarlaus á hliðarlínunni í úrslitaleiknum því hann hefur áhuga á ljósmyndun og tók myndir í gríð og erg meðan á leiknum stóð yfir. Hann hefur leikið yfir 140 landsleiki er 31 árs gamall og hefur skorað yfir 400 mörk með landsliðinu.  INGEMAR Linnél stjórnaði sænska landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í 6 leikjum. Linnél er fæddur árið 1954 en hann lék 1 A-landsleik. Linnél þjálfaði danska liðið Kolding 1998–2000 og stjórnaði sænska unglingalandsliðinu 2002– 2003 en undir hans stjórn varð liðið heimsmeistari. Í fyrsta leik sem þjálf- ari A-liðsins sá Linnél sína menn leggja Þjóðverja að velli, 31:30, í Kiel. Svíar unnu 4 leiki og gerðu eitt jafn- tefli á heimsbikarmótinu. Ég æfði alltaf með Fylki þangaðtil ég var 15–16 ára gamall, en þá var ekki til flokkur hjá félaginu til þess að æfa með og ég fór því í Fram. Samhliða var maður markvörður í knatt- spyrnu, og ég lék eitt tímabil í 1. deild. En árið 1998 valdi ég að vera aðeins í handknatt- leik, ég sé ekki eftir því,“ sagði Ró- bert er við settumst niður á hóteli íslenska liðsins í Gautaborg. Reynd- ar lét Róbert bíða eftir sér, þar sem hann var í miðjum leik gegn her- bergisfélaga sínum, Snorra Steini Guðjónssyni. „Við erum að klára „sokkaboltann“ og ég kem niður eft- ir 10 mínútur,“ sagði Róbert í sím- ann. „Snorri vildi taka leik, vítakeppni upp í 10, hurðin var markið og menn gefa ekkert eftir í slíkri keppni,“ sagði Róbert og ég var undrandi því kappinn hafði leikið í 60 mínútur og skorað 14 mörk skömmu áður. „Nei ég held að ég sé ekki ofvirkur,“ svarar hann. „En ég hef alltaf gam- an af því að keppa. Og þar vil ég alltaf hafa betur, baráttan hefur alltaf fylgt mér og ég held að það muni ekki breytast.“ Áfram í Danmörku? Samningur Róberts við Århus rennur út í lok keppnistímabilsins en línumaðurinn segir að hann sé ekkert að spá í hvað bíði hans eftir þetta keppnistímabil. „Konan er á þriðja ári í sínu námi, og á eflaust þrjú ár eftir. En okkur líður vel í Århus, félagið er með góða hluti í gangi. Það mæta allt að 4.500 áhorf- endur á stóru leikina, og mér hefur gengið vel í dönsku deildinni. Ég er því ekkert að spá í hvort einhver þýskumælandi útsendari sé að fylgj- ast með mér. Hef ekki spáð í það en það er auðvitað markmiðið að gera betur, en kannski verð ég bara áfram hjá Århus. En auðvitað væri ég áhugasamur um að komast í betri deild en ég hef í raun ekkert spáð í það.“ Róbert fékk aðeins eins árs samn- ing við Århus er hann hóf að leika með liðinu. „Þeir voru búnir að fylla báðar stöðurnar hvað línumenn varðar. Ég fékk að æfa með liðinu og síðan ætluðu þeir að sjá til með framhaldið, þeir töldu að þeir gætu notað mig eitthvað í vörninni. En síðan fór það þannig að ég fékk að spila mikið þar sem aðrir leikmenn voru meiddir. Ég hef því alltaf verið að sanna mig og núnar veit ég að danska deildin er sterk. Því ég er að gera sömu hlutina í Danmörku og ég var að gera á þessu móti. Í raun er það það sem stendur upp úr eftir mótið, ég veit að það sem ég er að gera í Danmörku dugir í keppni við þá bestu og núna er næsta skref að bæta sig enn frekar.“ Slakur varnarmaður? Róbert skellir uppúr er hann tal- ar um varnarleikinn því hann hafði verið gagnrýndur á Íslandi á því sviði. „Ég las um það daglega í blöð- unum heima að ég gæti ekki spilað vörn. Það er því gaman að sjá hvernig þetta hefur þróast. Viggó treystir mér í þetta hlutverk sem fremsti maður í 5:1 vörninni enda leik ég sömu stöðu með Århus. Mér finnst best að vera þar sem hlutirnir eru að gerast. Það veit Viggó og ég er gríðarlega ánægður að hafa feng- ið tækifæri til þess að leika í vörn- inni.“ Félagar Róberts hafa „skotið“ því að honum að hann sé markagráðug- ur með afbrigðum. En hann hefur bara gaman af því. „Ég get ekki skorað án þeirra. Ég er ekki skytta og verð að fá sendingar til þess að skora, og síðan kemur eitt og og eitt hraðaupphlaup eða vítakast. Það þarf víst að koma þessum bolta í netið og ég hef alltaf verið argur ef ég misnota færi. Jafnvel þegar ég hef skorað 10–11 mörk man ég alltaf eftir færinu sem ég misnotaði. Og reyni að gera betur næst. En það þarf oft heppni til þegar boltinn hrekkur til mín eftir fráköst,“ segir Róbert en sá sem þetta ritar er ekki sammála, það er ekki heppni þegar menn henda sér inn í vítateiginn á eftir boltanum, og slá hann í markið. Á meðan aðrir horfa á var Róbert Gunnarsson búinn að ákveða sig og framkvæma. „Í raun hugsar maður ekkert um slíkt. Maður bregst bara við og hugsar eftir á.“ Fedjukine breytti öllu Á meðan Róbert var í Fram var rússneskur þjálfari Anatolíj Fedjuk- ine þar að störfum og segir Róbert að Fedjukine hafi breytt honum sem leikmanni. „Hann tók mig alveg í gegn frá A-Ö. Ég held að ég hafi varla skorað mark í 3 mánuði á með- an hann var að breyta öllu sem fylgir því að skjóta á markið. Í stað þess að henda sér inn af línunni og dúndra á markið kenndi hann mér að fara rétt að þessu, bíða og horfa á markmanninn. Ég held að hann eigi gríðarlega mikið inni hjá mér, og ég leita oft í það sem hann var að leggja áherslu á. En í kjölfarið fór mér að ganga betur og skora meira af mörkum. Hann lagði til hliðar þann stíl sem ég hafði tileinkað mér og sá hlutina í öðru ljósi en ég. Heimir Ríkharðsson tók síðan við Fram-liðinu og hélt áfram á sömu braut með mig.“ Róbert talar af innlifun um ís- lenska landsliðið og leggur áherslu á að það sé mikilvægt að standa sig á þeim bænum. „Í raun er ekkert mik- ilvægara en að leika fyrir landsliðið sem handknattleiksmaður. Aðstæð- ur geta breyst og menn leika fyrir ýmis félagslið. En maður er alltaf Íslendingur og ætlar sér að gera eins mikið fyrir liðið og hægt er.“ Er Róbert er spurður um ákefð- ina sem fylgir honum sem leikmanni svarar hann því til að þegar inná völlinn sé komið sé aðeins einn hraði til. Allt í botni. „Ég hef alltaf reynt að berjast og láta mótherjana hafa fyrir því sem þeir eru að gera. Og ég segi frá því ef mér finnst að aðrir leikmenn leggi sig ekki fram. En andinn í þessu íslenska liði er ein- stakur, hér eru leikmenn sem hafa verið saman í gegnum yngri lands- liðin og það er mikið fjör og skemmtilegt hjá okkur.“ Fæ vonandi fleiri tækifæri Spurður um stöðu hans fyrir heimsmeistarakeppnina í Túnis hugsar Róbert sig aðeins um. „Ég veit það ekki. Sigfús á eftir að koma inn í þetta, og erum við ekki með gott línuþríeyki ef ég og Vignir Svavarsson verðum í þeim hópi einnig. Sigfús er einn af þeim bestu í þessari stöðu og síðan eigum við menn á borð við Ólaf Stefánsson og Garcia. En markmiðið hjá mér er að fá tækifæri með þessu liði í Túnis. Ég hafði aldrei byrjað inná í lands- liðinu fyrir þessa keppni. Ég held að ég hafi nýtt tækifærið vel og það er undir þjálfaranum komið hvort ég fái fleiri slík tækifæri,“ sagði Róbert Gunnarsson af hógværð. „Ég á Anatolíj Fedjukine mikið að þakka,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson, sem varð markahæstur á World Cup í Svíþjóð „Baráttan hefur alltaf fylgt mér“ RÉTT rúmlega 24 ára gamall „strákur“ úr Árbænum vakti gríðar- lega athygli á heimsbikarmótinu, World Cup, í handknattleik í Sví- þjóð. Það vita allir sem fylgdust eitthvað með leikjum íslenska liðs- ins á heimsbikarmótinu hver Róbert Gunnarsson er, en það vita það færri að hann er fyrrverandi unglingalandsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, Fylkismaður og Framari, sem „fékk“ að æfa með danska liðinu Århus er hann hélt á vit ævintýranna með unnustu sinni í Danmörku, þar sem Svala Sigurðardóttir stundar nám í læknavís- indum. Róbert gerði sér lítið fyrir og skoraði 45 mörk í 5 leikjum liðsins, 9 mörk að meðaltali, en þessar tölur kannast íslenskir handknattleiksáhugamenn við enda hefur Róbert skorað mikið fyrir liðið undanfarin þrjú ár. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson RÓBERT Gunnarsson, línumaðurinn sterki, er kominn í hóp þeirra landsliðs- manna sem hafa skorað flest mörk í lands leik í handknattleik. Róbert, sem skoraði 10 mörk í leik gegn Serbíu á móti í Antwerp- en sl. sumar, skoraði 11 mörk í leik gegn Ung- verjalandi á heimsbik- armótinu í Sví- þjóð og bætti síðan um betur þegar hann skoraði 14/4 mörk í leik gegn Slóveníu á mótinu í gær í Gautaborg er Ís land fagnaði sigri 39:44. Aðeins einn annar landsliðsmaður hefu skorað 14 mörk í landsleik:  Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaður sem vann það afrek í leik gegn Ástralíu á HM í Portúgal 2003, 55:15. Þeir leiksmenn sem hafa skorað meira en 14 mörk í landsleik, eru:  Birgir Sigurðsson, línumaður, sem skoraði 15 mörk í leik gegn Færeyingum að Hlíðarenda 1988, 36:20.  Kristján Arason, skytta, sem skoraði 15 mörk gegn Ungverjum í leik í Valence 1985, 28:24.  Hermann Gunnarsson, hornamaður, sem skoraði 17 mörk gegn Bandaríkj- unum í New Jersey 1966, 41:19.  Markametið á Gústaf Bjarnason, horna maður, sem skoraði 21/2 mark í leik gegn Kína á Selfossi 1997, 31:22. Þeir hafa skorað flest mörk í landsleik Gústaf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.