Morgunblaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 45
liðnum. „Ég var ein heima þegar síminn hringdi og þá var það sonur minn sem segir við mig: „Mamma, veistu hvað, við erum að flytja í Bollagarða. Og mér varð svo mikið um að ég fór að gráta,“ segir Bryn- dís. „Mér fannst þetta vera eins og draumur að verða að veruleika. Þá hafði Atli fengið upphringingu frá eigendunum sem sögðu honum að húsið hefði losnað og við mættum bara flytja inn. Þess vegna strax eft- ir helgina!“ Og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina, búslóðinni var pakkað niður og hún sett upp í Bollagörðum á viku. Bryndís segir að það sem hafi ráðið úrslitum um að gera þessa flutninga þægilega hafi verið hversu vel fasteignasalan Eignamiðlunin hafi tekið á þeirra málum. „Þau sáu algjörlega um allt söluferlið fyrir okkur og gerðu það á svo lipran og þægilegan hátt að ég held að það sé alveg einstakt,“ segir Bryndís. „Fyrir vikið skildum við mjög sátt við íbúðina á Barónsstíg.“ Mannvænt umhverfi Atli segir að hann sé að vissu leyti að endurlifa sína eigin æsku á Bolla- görðum í litla drengnum þeirra. „Ég bjó hérna fyrir tuttugu árum, þegar ég var á sama aldri og Ási er núna. Þá var reyndar ekki eitt einasta hús hér og þetta var algjör sveit. Vissu- lega hefur hverfið breyst, en það er ennþá sami mannvæni andinn í því. Nú gengur Ási í sama skóla og ég gerði, hann er farinn að æfa fótbolta eins og ég gerði og mér finnst ég sjá sjálfan mig í honum.“ Og það er staðreynd að lífið geng- ur á öðrum hraða á Seltjarnarnesinu en í miðbæ Reykjavíkur. Bryndís segir að það hafi aðallega verið þrennt sem kom henni skemmtilega á óvart og var frábrugðið Baróns- stígnum. „Það var þessi ótrúlega kyrrð hérna. Fyrstu nóttina lágum við í rúminu og við gátum ekki sofn- að af því það var svo mikil þögn. Ég var búin að venjast miðbæj- arglaumnum og þurfti hreinlega að aðlagast þessari þögn sem hér ríkti. Annað var það að mér fannst allt svo persónulegt hér á Nesinu. Þegar við opnuðum útidyrnar á Baróns- stígnum þá gekk maður beint inn í iðuna á Laugaveginum og varð strax ósýnilegur. Hérna er maður hins vegar í svo mikilli nálægð við ná- grannana. Fólk veifaði til okkar úr görðunum sínum og bauð góðan daginn. Þetta var nokkuð sem ég þurfti að aðlagast líka og ég var hálffeimin við að ganga hér um hverfið fyrstu dagana.“ Stærsta breytingin tengist samt drengnum. „Við upplifðum það í fyrsta skipti að geta sagt við Ása: „Þú mátt fara út að leika þér.“ Og svo horfði maður áhyggjulaus á hann hlaupa eftir götunum og hverfa inn í næstu garða,“ segir Atli. Bæði í leiklist En hvað eru þau að bardúsa núna. „Ég er að æfa fyrir leikritið Sauma- stofuna uppi í Borgarleikhúsi, auk þess sem ég skemmti um helgar og leysi af í uppistandinu Fimm stelp- ur,“ segir Bryndís. „Ég er líka alltaf að leika,“ segir Atli og setur upp tilfinningaþrung- inn svip. „Ég kann ekkert annað og geri ekkert annað en að leika mér.“ En að öllu gríni slepptu þá er Atli á lokaári í Leiklistarskólanum og er að æfa nýtt verk eftir Kristínu Óm- arsdóttur. „Verkið er skrifað fyrir bekkinn minn og gerist um borð í spítalaskipi á stríðstímum í fjar- lægri framtíð þegar karlarnir hafa tekið völdin í heiminum og þeir hafa breytt stöðu kvenna á þann veg að tilvera kvennanna sé eingöngu þeim til hagsbóta. Og nú segi ég ekki meir,“ segir Atli, en bætir við að þetta sé vægast sagt spennandi, skemmtilegt og innihaldsríkt stykki sem allir verði að sjá. Tíminn stendur í stað á Bollagörðum Það fer vel um litlu fjölskylduna á Bollagörðum. Ási litli fékk ekki bara sitt eigið herbergi, heldur Atli líka. „Strákarnir mínir þurftu báðir á leikherbergi að halda,“ segir Bryn- dís glottandi. Hún á sér reyndar líka prívat afdrep í Bollagörðum sem er „setustofan“ fyrir framan baðher- bergið. Þar er hún búin að koma fyr- ir glæsilegum antik-ottovan, „en í honum er gott að liggja og tala lengi í síma“, segir hún og leggur áherslu á orðið „lengi“. Eins og fyrr segir voru Bollagarð- ar býli sem byggt var árið 1924. Upphaflega var gert ráð fyrir að þetta væri íbúðarhús og fjós. Inn- réttingar eru að mestu uppruna- legar og Atli segir að stiginn sem liggur upp á efri hæðina sé með upp- runalegri munsturmálningu. Það hafi einungis verið lakkað yfir með glæru lakki til að hressa upp á hann. Gamla eldhúsinnréttingin stendur enn fyrir sínu, en hún er áberandi lág miðað við nútímainnréttingar. Þar sem baðherbergið í húsinu er núna var áður eldiviðargeymsla. Gamla fjósið er í dag geymsla en á efri hæðinni var verkstæði þar sem m.a. var gert að netum. Engu hefur verið hróflað við á verkstæðinu né nokkru breytt frá upphaflegu horfi. „Það er eins og einhver hafi staðið upp frá vinnu sinni um miðja síðustu öld, skilið áhöldin eftir þar sem þau höfðu ver- ið notuð síðast, skroppið í kaffi og aldrei komið aftur,“ segir Atli. „Okkur líður dásamlega hér í þessu gamla húsi,“ segir Bryndís. „Sumir fara upp í sumarbústað til að hlaða batteríin. Við förum bara heim.“ tíminn í stað Þrepin í stiganum voru máluð með áferð sem líkist korki. Upprunalega málningin er enn á þrepunum og einungis hefur verið lakkað yfir hana með glæru lakki. Bryndís í antíksófanum þar sem hún getur átt löng og innihaldsrík samtöl í síma. Innviðir hússins voru smíðaðir á þeim tímum þegar hlutir áttu að endast. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg. Hér er Atli í dótaherberginu sínu. Ási hefur hreiðrað notalega um sig í herberginu sínu. gudlaug@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 F 45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.