Morgunblaðið - 06.12.2004, Page 13

Morgunblaðið - 06.12.2004, Page 13
FASTEIGNIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 F 13 UPPSELDIR - VANTAR Vegna gríðar- legrar mikillar sölu á sérbýli eru þau upp- seld í bili. Af einbýlishúsum sem við höfum verið að selja má nefna Bjarkargötu 2, Ás- vallagötu 22, Aflagranda 39, Fagrabæ 10, Aratún 40 o.fl. eignir. Nýju íbúðalánin hafa gert fleirum kost á að fjárfesta í stórum eign- um og er markaðurinn mjög líflegur. Ef þú ert í söluhugleiðingum eða ert með óselda eign hafðu þá samband. Virk kaupendaskrá. ALLT AÐ SELJAST Gríðarleg eftirspurn er eftir rað- og parhúsum, hæðum og stærri blokkaríbúðum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Uppselt í bili. Ef þú ert í söluhugleiðingum hafðu þá sambandi við sölumenn okkar. Virk kaupendaskrá. VANTAR - VANTAR Mikil og góð sala á 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum undanfarnar vikur og allt að verða uppselt. Skráðu eign- ina þína hjá okkur og við lofum árangri. Skrá eign er seld eign, flóknara er það ekki. Kristnibraut - Ein eftir Mjög rúmgóð og falleg 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í litlu fjöleignahúsi. Glæsilega innrétt- uð íbúð á frábærum stað. Afh. fullbúnar án gólfefna í febrúar nk. Verð 18, 5 millj. OPIÐ FRÁ KL. 9:00-17:30 AFLAGRANDI - SÉRINNGANGUR Mjög góð og vel innréttuð 122 m² 4ra herb. íbúð á 2. hæð á þessum eftirsótta stað í vesturbænum. Þrjú svefnherb. Björt og rúmgóð stofa. Fallegt eldhús og baðher- bergi. Parket og flísar. Sérinngangur af svölum. Þetta er björt og góð eign á frá- bærum stað í miðju KR-hverfinu. Stutt í skóla og alla aðra þjónustu. Ekki láta þessa íbúð seljast án þess að skoða hana. Verð 24,4 millj. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FIMM FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MARGFALDUR ÁRANGUR - HUS.IS SJÁLAND Í GARÐABÆ Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur hafið sölu á rúmgóðum og fallegum 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum við Strandveg og Norðurbrú í nýja Bryggjuhverfinu í Garðabæ. Hverfið snýr vel við sólu. Stærðir íbúða eru frá 65 m² og uppí 125 m². Mjög fallega inn- réttaðar íbúðir og frábært útsýni. Stæði í bílageymslu fylgja flestum íbúðum. Íbúðun- um verður skilað fullbúnum en án gólfefna fyrir áramót, í byrjun næsta árs og fram á vor. Frábær staðsetning í glæsilegu hverfi. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar eða á fasteignasala.is. KATRÍNARLIND 6-8 - 2ja-4ra herb. Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur hafið sölu á 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúð- um í þessu glæsilega fjöleignahúsi. Sérinn- gangur af svölum. 2ja herb. íbúðirnar eru 84 m², 3ja herb. um 100 m² og 4ra um 128 m² og eru þær til afhendingar fullbúnar án gólfefna (flísar á baði og þvottahúsi) í júní 2005. Stæði í bílageymslu fylgir 3ja og 4ra herb. íbúðunum. Verð frá 14,5 millj. OPIÐ FRÁ KL. 9.00-17.30 Mikil sala - Uppselt Gríðarleg sala hefur verið á 2ja herb. íbúðum í haust og eru þær uppseldar. Hafðu samband við sölu- menn og þeir gera þér tilboð. Katrínarlind - Sérinngangur Mjög rúmgóð 83 m² 2ja herb. íbúð með sér- inngangi af svölum. Íbúðin er til afh. fullbúin án gólfefna í júní nk. Verð 14,8 millj. Kaplaskjólsvegur - Laus Góð 2ja herb. íbúð á 3. hæð á þessum eftir- sótta stað í hjarta vesturbæjarins. Íbúðin er laus. Parket og flísar. Verð 11,9 millj. Hamraborg - Fjárfestar Gott 192 m² skrifstofuhúsnæði á 2. hæð sem að mestu er í útleigu. Húsnæðið býður upp á gríðarlega mikla möguleika, t.d. gæti þarna verið tannlæknastofur, útleigðar skrifstofur eða frábær aðstaða fyrir eitt fyrirtæki. Verð 19,9 millj. MJÖG MIKIL SALA – VANTAR ALLAR STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ – SKRÁÐ EIGN ER SELD EIGN Garðatorg - Leigusamningur Mjög gott 137 m² verslunar- og skrifstofu- húsnæði við Garðatorg í Garðabæ. Húsnæð- ið er í leigu og er með 5 ára leigusamning. Kjörið fyrir fjárfesta. Verð 16,2 millj. Nánari uppl. gefur Pálmi. Vegmúli - Til leigu Til leigu tvö um 150 m² á 3. hæð (2. hæð frá götu) sem verður innréttuð eftir þínu höfði. Lyfta er í húsinu. Til afhendingar strax. Starfsmenn fasteignasölunnar eru á staðn- um og sýna húsnæðið þegar þér hentar. Síðumúli - Til leigu Í mjög áberandi húsi við Síðumúla eru til leigu 250-500 m² á 2. og 3. hæð. Húsnæðið er til afhendingar nú þegar, tilbúið til innrétt- inga eða lengra komið. Seðlabankinn hækkar vexti  BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1 prósentustig í 8,25% frá morgundeginum, hinn 7. desem- ber nk. Þetta er mun meiri hækkun en greiningardeildir viðskiptabank- anna höfðu spáð, en þær gerðu ráð fyrir að hækkunin yrði á bilinu 0,5- 0,75 prósentustig. Með þessari hækkun á stýrivöxtum Seðlabankans hefur bankinn hækkað vextina alls sex sinnum frá því í maí síðast- liðnum, samtals um 2,95 prósentu- stig. Auk hækkunar á stýrivöxtum hefur verið ákveðið að í lok þessa árs verði gjaldeyriskaupum til styrkingar á gjaldeyrisforða bankans hætt. Í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans segir m.a.: „Sam- keppni á milli lánastofnana á sviði fasteignaveðlána hefur magnast eft- ir að bankarnir brugðust við auknum umsvifum Íbúðalánasjóðs með því að bjóða einstaklingum fasteigna- veðlán og endurfjármögnun eldri lána á lægri vöxtum en áður.“ Miklar verðbólguvæntingar Í Peningamálum segir m.a. að verðbólguvæntingar hafi verið meiri en æskilegt er og dregið úr áhrifa- mætti vaxtahækkana Seðlabankans. Það kann svo aftur að hafa átt þátt í því að halda verðbólguvæntingum háum. Þá segir einnig í Peningamálum að með því að hækka vexti meira í einu skrefi nú en venja hafi verið leitist Seðlabankinn við að tryggja að vænt- ir raunvextir bankans hækki, bæði fyrir tilstilli hærri nafnvaxta og lægri verðbólguvæntinga. „Það end- urspeglar þann ásetning bankans að peningastefnan veiti nægilegt að- hald til þess að halda verðbólgu í skefjum þegar framkvæmdaþunginn kemst á enn hærra stig.“ Varðandi áform stjórnvalda um skattalækkanir segir Seðlabankinn í Peningamálum að þær muni auka enn á ráðstöfunartekjur almennings og hvetja til aukinnar einkaneyslu. Aðhald í útgjöldum hins opinbera sé því brýnt. Ólík viðbrögð bankanna  VIÐBRÖGÐ greiningardeilda Landsbankans og KB banka við ákvörðun bankastjórnar Seðlabank- ans um hækkun stýrivaxta voru með ólíkum hætti. Greiningardeild KB banka segir að ákvörðun bankastjórnar Seðlabank- ans muni þrýsta gengi krónunnar upp í nýjar hæðir. Gengishækkunin sé í raun frestun á verðbólgu sem muni koma fram þegar gengið leiðréttist. Þá segir deildin að aðeins um 20– 30% af skuldum heimila og fyrirtækja séu í íslenskum breytilegum vöxtum. Meiri vaxtamunur muni gefa enn frek- ari hvata til erlendrar lántöku sem aftur auki hættu á fjármálaóstöð- ugleika. „Í þriðja lagi er þrengt veru- lega að útflutningsatvinnuvegunum sem gæti tafið vöxt útflutnings þeg- ar til framtíðar er litið.“ Greiningardeild Landsbankans segir að fyrir vaxtahækkunina hafi skammtímavextir verið lægri en vext- ir skuldabréfa á markaði. Með 1% hækkun stýrivaxta hafi þetta snúist við og því hafi þessi leiðrétting verið nauðsynleg til að stýrivextir Seðla- bankans virki eins og til er ætlast. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs 14,9 milljónir  ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra lýsti því yfir á Alþingi sl. fimmtu- dag, að hámarksfjárhæð lána Íbúða- lánasjóðs verði 14,9 milljónir um leið og ný lög um húsnæðismál taka gildi um ára- mót. Þá var einnig samþykkt frum- varp um hækkun lánshlutfalls hús- næðislána í 90% sem lög frá Alþingi með 45 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að Íbúðalánasjóður geti gefið út veðbréf fyrir allt að 90% af matsverði íbúðar. Árni Magnússon sagði að gripið verði til aðgerða til að draga úr upp- greiðslum lána hjá Íbúðalánasjóði. Þannig verði gefin út reglugerð þar sem sjóðnum verði heimilt að fallast á veðsetningu á undan öðrum áhvíl- andi lánum sjóðsins en ÍLS- veðbréfum, svo fremi sem sameig- inleg uppreiknuð fjárhæð eftirstöðva lánsins og nýs láns sé ekki hærri en hámarkslán Íbúðalánasjóðs á hverj- um tíma, hún rúmist innan mats- verðs eignarinnar og fari ekki yfir 90% af markaðsvirði hennar. Sagði Árni, að þessi heimild muni væntanlega einkum nýtast þeim sem hafa greitt verulegan hluta láns síns en þurfa að skuldbreyta öðrum áhvílandi lán- um. Landsbankinn hækkar vexti  LANDSBANKINN hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum inn- lánum og útlánum hinn 11. desem- ber nk. Með hækkun skamm- tímavaxta sé Landsbankinn að bregðast við vaxtahækkun Seðla- bankans. Bankinn muni styðja Seðlabankann í aðgerðum sem hafi þann tilgang að halda verðbólgu í skefjum og viðhalda stöðugleika. ÞETTA HELST…

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.