Morgunblaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 26
G óð eftirspurn hefur verið eftir íbúðum í hinu nýja hverfi, Sjálandi, í Garða- bæ. Það þarf ekki að koma á óvart, en hverfið hefur marga kosti. Eitt aðaleinkenni þess er nálægðin við sjóinn og gott útsýni yfir Arnarnesvog allt til Snæfells- jökuls og Esjunnar. Aðkoman norð- an megin er blátt áfram hrífandi og óhætt að fullyrða að óvíða er sjáv- arútsýni jafn heillandi. Í heild verður þetta allstórt hverfi, en gert er ráð fyrir, að þar verði byggðar um 750 íbúðir alls og íbúarnir verði um 2.000. Fyrsti áfangi er þegar langt kominn og margir íbúar þegar fluttir inn. Þar eru byggðar tæplega 300 íbúðir í fjölbýlishúsum, frá þremur og upp í sex hæðir. Framkvæmdir við annan áfanga hófust fyrr á þessu ári og nú eru fyrstu húsin þar tekin að rísa, en í þessum áfanga verða einnig byggð- ar tæplega 300 íbúðir, aðallega í fjöl- býlishúsum, sem verða þrjár til fimm hæðir. Fyrirtækin Björgun og Bygg- ingafélag Gylfa og Gunnars standa að uppbyggingu hverfisins í sam- vinnu við Garðabæ. Hverfið er hannað af Birni Ólafs, arkitekt í París, en margir arkitektar hanna húsin og á það að tryggja fjölbreytni í húsagerð, þannig að hverfið verði ekki of einsleitt. Hverfið hefur hlotið nafn sitt eftir Sjálandi í Danmörku og göturnar heita eftir þekktum götum í Kaup- mannahöfn, þar sem Íslendingar komu við sögu hér áður fyrr. Hug- myndasmiðurinn að baki þessum nafngiftum er Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þannig á verzlunargata hverfisins að heita Strikið og höfnin að heita Nýhöfn. Rúmgóðar íbúðir Við Löngulínu 7 eru nú hafnar framkvæmdir við fjölbýlishús, sem verður fimm hæðir og með 19 íbúð- um og lyftu. Bílageymsla með að- komu af aðalgötu verður í kjallara en stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðunum sem og sérgeymsla og gengt er úr kjallara og beint í lyftu- hús. ÞG verktakar byggja húsið, en hönnuður er Björn H. Jóhannesson arkitekt. Töluvert er í þetta hús lagt, en það er steinsteypt á hefð- bundinn hátt og útveggir einangr- aðir að innan. Gluggar eru úr furu, álklæddir að utan og glerjaðir með K-gleri, en opnanleg fög úr áli og hurðir ýmist úr áli eða úr Oregon-furu og þá mál- aðar. Í heild er lögð áherzla á góða end- ingu og lítið viðhald að utan, en út- veggir hússins eru klæddir með lit- ekta múrklæðningu og mismunandi litaval mun gefa húsinu ferskan blæ. Á þaki verða uppbyggðir bogalaga kvistir yfir stofurýmum en annars verða þökin flöt. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan og bílastæði malbikuð og hellu- lögn við innganga, en inngangar og aðkeyrsla í bílageymslu verða með snjóbræðslu. Frágangur að innan verður mjög góður. Þannig eru eldhúsinnrétting- ar af vandaðri gerð frá danska fyr- irtækinu HTH og mynddyrasíma- kerfi í hverri íbúð. Baðherbergi verða rúmgóð og falleg og flísalögð með vönduðum ítölskum flísum. Gert er ráð fyrir, að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í júlí- ágúst á næsta ári fullbúnar án gólf- efna en baðherbergi fullfrágengin með flísalögn. Íbúðirnar eru nítján samkv. fram- ansögðu, fjórar íbúðir á hæð nema á 1. hæð, en þar eru þrjár íbúðir. Íbúðirnar eru 3ja–4ra herbergja og það stórar, að auðvelt er að breyta þeim í 4ra herb. íbúðir, ef vill. Íbúðirnar eru samt mismunandi að stærð eða á bilinu 106,2–126,5 ferm. og kosta 23,4–27,5 millj. kr. allt eftir stærð og stað- setningu í húsinu. Auk þess er ein íbúð, sem er 4ra herbergja. og kostar 26 millj. kr. Allar íbúðirn- ar eru með bílageymslu í kjallara, sem er ekki inni í fermetrastærðinni. Byggingaraðili er ÞG verktakar, sem er á meðal stærstu verktakafyrir- tækja landsins og hefur að baki áralanga reynslu í framkvæmdum fyrir opin- bera aðila, stórfyrirtæki og einstaklinga ásamt því að byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði á eigin veg- um. Fyrirtækið hefur m.a. byggt prentsmiðju Morg- unblaðsins við Hádegis- móa, höfuðstöðvar Orku- veitu Reykjavíkur og stækkun Nesjavallavirkj- unar svo að eitthvað sé nefnt. Hjá því starfa að jafnaði vel á annað hundrað manns í útboðsverkum og eigin framkvæmd- um. Á þessu ári lýkur fyrirtækið við smíði á um eitt hundrað nýjum íbúð- um. Mikið útsýni „Við hönnun hússins var leitazt við að brjóta upp hið hefðbundna fjölbýlisform og skapa fallega bygg- ingu í hjarta hins nýja Sjálands í Garðabæ,“ segir Björn H. Jóhann- esson arkitekt, hönnuður hússins. „Lögð var áherzla á að fá fram bjartar íbúðir með góða innri nýt- ingu og stóra glerfleti í útsýnisátt- um, en flestar íbúðir í húsinu hafa framúrskarandi útsýni. Baðher- bergi eru rúmgóð og vel búin og fal- legar og vandaðar innréttingar eru í öllum íbúðum. Sala á íbúðunum er nýhafin, en þær eru til sölu hjá Borgum og Eignamiðlun. Þeir Magnús Geir Pálsson hjá Borgum og Þorleifur St. Guðmundsson hjá Eignamiðlun stjórna sölu íbúðanna hvor á sínum stað. Þrjár íbúðir eru þegar seldar og líklegir kaupendur komnir að tveimur til viðbótar. „Við höfum trú á því, að mark- aðurinn taki þessum íbúðum vel, en þær höfða til kröfuharðra kaup- enda,“ segja þeir. „Þetta verða óvenju stórar og rúmgóðar 3ja–4ra herb. íbúðir og það verður hægt að breyta þeim í 4ra herb. íbúðir með litlum tilkostnaði og lítilli fyrirhöfn. Þetta stórar íbúðir höfða gjarnan til fólks, sem á stóra eign fyrir, ein- býlishús eða sérhæð og er vant því að hafa rúmt í kringum sig. Margt af þessu fólki á líka talsvert innbú, sem það vill halda í og geta flutt með sér, þegar það skiptir um heim- ili. Þessar íbúðir hafa ýmsa aðra kosti, þeirra á meðal mikið útsýni til vesturs yfir ylströndina en einnig til austurs. Allar íbúðirnar eru með svölum og sumar meira að segja með tvennum svölum. Jarðhæðirnar eru með afar stórum sérgarði, sem er um 100–140 ferm., og auk þess góðri verönd. Staðsetningin er að öðru leyti mjög góð. Það er stutt í góðar gönguleiðir og útivistarsvæði enda húsið á einum fallegasta stað höf- uðborgarsvæðisins, sem liggur jafn- framt mjög vel við samgöngum.“ Þeir Magnús Geir og Þorleifur segja að almennt hafi sala á íbúðum í fyrsta áfanga Sjálands gengið afar vel og flestar íbúðir þar eru nú seld- ar. Af 43 íbúðum, sem ÞG verktakar hafa byggt í fyrsta áfanga, eru nú allar íbúðirnar seldar. Ekki hætta á offramboði Það er mikið byggt af íbúðum í ár og allar horfur á miklum íbúðabygg- ingum bæði á næsta ári og því þar- næsta. Þeir Magnús Geir og Þorleif- ur voru spurðir að því, hvort ekki væri hætta á ofmettun á nýjum íbúðum á markaðnum? „Við teljum svo ekki vera,“ sögðu þeir að lokum. „Árleg íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu er um 2.000 manns og það þarf um 700 nýjar íbúðir á ári bara handa þessum hópi. Auk þess er til staðar undirliggj- andi eftirspurn, en stórir árgangar af ungu fólki eru núna að koma inn á markaðinn. Margt af þessu fólki hefur búið heima hjá foreldrum sín- um, en sér nú nýja möguleika á að kaupa íbúð með meiri og hagkvæm- ari lánamöguleikum en áður var. Einnig má benda á, að sumir eru nú að fara úr leiguhúsnæði yfir í eig- ið húsnæði, þannig að þar skapast einnig eftirspurn eftir íbúðum til kaups. Loks má benda á, að almennt er ekki mikið framboð af íbúðum á markaðnum, hvorki nýjum né not- uðum.“ Á byggingarstað. Frá vinstri: Magnús Geir Pálsson hjá Borgum og Þorleifur St. Guð- mundsson hjá Eignamiðlun, þar sem íbúðirnar eru til sölu, Björn H. Jóhannesson, arkitekt og hönnuður hússins, Davíð Már Sigurðsson, markaðsstjóri ÞG verktaka, og Gunnar Bjarki Rúnarsson byggingarstjóri. Nýjar útsýnisíbúðir við Löngulínu 7 í Garðabæ Við Löngulínu 7 eru nú hafnar framkvæmdir við fjölbýlishús, sem verður fimm hæðir og með 19 íbúðum og lyftu. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúðirnar, sem eru til sölu hjá Eignamiðlun og Borgum. Tölvuuppdráttur af Sjálandi, eins og það mun líta út fullbyggt. Fjölbýlishúsið Langalína 7 er í öðrum áfanga hverfisins og merkt með rauðum hring. Fremst eru lág raðhús, en að öðru leyti hefur húsið Langalína 7 óhindrað útsýni til austurs og jafnframt afar gott útsýni til vesturs yfir fyrirhugaða ylströnd, sem verður rétt fyrir vestan. magnuss@mbl.is 26 F MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.