24 stundir - 08.12.2007, Side 74

24 stundir - 08.12.2007, Side 74
74 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það yrði sennilega upplit á ein- hverjum ef íslenskur íþróttamaður viðurkenndi að þurfa nauðsynlega að fá sér góðan lúr fyrir allar æfing- ar og leiki. Það er engu að síður raunin hjá TaKeshu Watson hjá Keflavík og Kieru Hardy hjá Hauk- um, tveimur af stærstu erlendu nöfnunum í kvennakörfuboltan- um hérlendis. Hafa lið þeirra mæst tvívegis hingað til í vetur og í bæði skiptin höfðu þær keflvísku betur. Þær eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar meðan Íslandsmeist- arar Hauka eru í öðru sæti ásamt KR sem á leik til góða. Boltinn á Fróni Þótt gengið sé gott er það fjarri hinni afar hógværu Takeshu Wat- son að gorta sig. Kesha, eins og hún er kölluð, hefur spilað fyrir Kefla- vík um eins árs skeið. „Það hefur gengið vel hingað til og liðið er þroskaðra en það var fyrir ári. Það er engum einum að þakka enda er þetta liðsíþrótt en allar höfum við þroskast frá því í fyrra og spilum meiri fljótandi bolta nú sem aftur skilar sér í betri árangri.“ Hin 25 ára gamla Kesha kom hingað frá Þýskalandi en þar áður lék hún skamman tíma með liði í Slóvakíu. Þar áður lék hún tímabil með liði í deild fyrir neðan WNBA. Tíminn í Þýskalandi var góður og hún segir ekki síðra að spila hér. „Munurinn er kannski helstur að margar stelpur hér eru bráðungar og almennt eru þær ekki eins há- vaxnar og gerist erlendis. En deild- in er vaxandi og leikir hér ekki síð- ur erfiðir en annars staðar.“ Kiera Hardy er yngri, aðeins 22 ára, og er Ísland hennar fyrsta stopp á ferlinum utan heimalands- ins og það síðasta fái hún einhverju ráðið. Henni finnst verra að setja fram skoðun á íslenska körfubolt- anum enda aðeins leikið með Haukum í tvo mánuði. „Mér sýnist flest liðin vera með mjög ungar stelpur og það sama gildir um okk- ur í Haukum. Haldi þær áfram er björt framtíðin í kvennakörfunni en auðvitað er stigsmunur á bolt- anum hér og úti.“ Dvölin hér Þær flissa báðar og hrista höf- uðið þegar talið berst að Íslandi og hvort og hvað þær hafi vitað um land og þjóð áður en þær komu. Báðar þurftu að fletta staðsetning- unni upp en eru einnig sammála að ekki hafi margt komið þeim á óvart við dvöl sína hér. Báðar eru vanar kulda frá sínum heimahögum og kippa sér ekkert upp við það. Verra sé með myrkrið nú í mesta skamm- deginu. Það hafi áhrif þó ekki sé það alvarlegt. Líf utan boltans Áberandi er hversu þær báðar hafa lítið af heiminum að segja ut- an leikja og æfinga. Kesha reyndar þjálfar yngri flokka hjá Keflavík en þess utan eyðir hún tímanum heima við eins og Kiera gerir líka. Þær viðurkenna báðar að vera lítið í samskiptum almennt og fari lítið út fyrir hússins dyr. Hvorug talar íslensku þó Kesha skilji hrafl enda verið lengur. Kesha segir það þó ekki vandamál. „Ég kann þessu ágætlega enda minn eigin herra og get gert það sem ég vil. Það er mik- ið frelsi þó engin spurning sé að einmanaleiki og depurð sæki eðli- lega stundum að.“ Báðar með heimþrá Ekki þarf að koma á óvart að báðar þjást stúlkurnar ungu af heimþrá. Ísland er ekki á heim- sóknarlista ættingja eða vina og þær eru báðar sammála um að þær eigi misjafna daga hvað það varðar. Báðar fljúga þó heim um jólin, Kesha til Oklahoma og Kiera til Nebraska. Kiera er þó efalítið með vinning- inn þegar heimþrá bítur í vegna þess að hún gerði sér lítið fyrir og fékk eina vinkonu sína til að dvelja hér með sér. Sú ákvörðun hefur hjálpað því enn sem komið er er lítið um samskipti við liðsfélaga eða aðra utan leikja eða æfinga. „Ég bjóst alveg við því enda eini erlendi leikmaðurinn í hópnum. Einhver einangrun er hluti af þessu.“ Engin innkaup Hvorug ætlar sér að kaupa eina einustu jólagjöf hér á Fróni og svipur þeirra þegar verðlagið ber á góma segir allt sem segja þarf. Kiera segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að nota dvölina hér til að spara en ranghvolfir svo augum yf- ir vitleysunni. „Það er algjörlega ómögulegt enda ótrúlega dýrt að lifa hér jafnvel þó ég geri ekki neitt alla daga.“ Óvíst með framhaldið Ólíklegt er að Kesha eða Kiera verði lengur hérlendis en út þessa leiktíð. Kesha líklegri þó en vill ekki taka þá ákvörðun strax. „Ég held ég eigi kannski tvö góð ár eftir í körf- unni en að þeim tíma loknum vil ég fara að stofna fjölskyldu og sinna öðrum málum en íþróttum. Hvort ég klára þetta hér eða ekki verður að koma í ljós en þangað til vil ég færa Keflavík einn titil í kvennaflokki.“ Kiera hins vegar ætlar sér á úr- tökumót fyrir bandarísku kvenna- körfudeildina WNBA og telur harla ólíklegt að hún komi aftur. „Ég kom vegna þess að mér var ráðlagt að verða fjölhæfari áður en ég reyndi inngöngu í WNBA og finn að ég er að bæta mig smátt og smátt. Ég ætla ekki að hugsa um annað en að bæta mig enn frekar næstu mánuði og hjálpa liðinu að vinna næsta titil. Keisha og Kiera  Tvær helstu erlendu stjörnur kvennakörfuboltans finna sig vel með liðum sínum hér  Fátt kemur þeim á óvart við land og þjóð nema helst verðlagning í verslunum Stöllurnar bandarísku, TaKesha Watson hjá Keflavík og Kiera Hardy hjá Haukum, hafa báðar sett mark sitt á kvenna- körfuboltann hérlendis og draga jafnan vagninn fyrir lið sín sem bæði berjast í efstu hæðum Iceland Express-deildar kvenna. En það er ekki endilega dans á rósum. Leikjaplan AC Milan næstamánuðinn er erfitt ímeira lagi og nú reynir á Björn bónda og vini hans frá Milan. Frá 13. des til 13. febrúar spilar liðið átta leiki í öllum sínum keppnum að frátalinni Meistaradeildinni en þar á liðið leik 19. febrúar. Verst er að gengið er enn langt frá því að vera gott og liðið hingað til ekki komist í gírinn. Fregnir af þjálfaramálumEnglands eru jafn margarog blöð- in í landinu. The Sun full- yrðir að þegar hafi verið rætt við Mourinho og hann sé lík- legur. BBC seg- ir þetta þvætting og er fullyrt þar að engin viðtöl hafi enn átt sér stað. Og Independent segir nú að rætt hafi verið við Fabio Capello og hugsanlega verði rætt við Mourinho í kjölfarið. Arsene Wenger fær kaldargusur frá Félagi leik-manna í Englandi en það félag stóð fyrir mikilli út- tekt á slöppu gengi enskra liða í Evrópu. Niðurstaðan er að allt of margir erlendir leik- menn stundi boltaspark í land- inu á kostnað heimamanna. Kemur þar fram eins og hefur þegar legið fyrir um hríð að enskir eru á útrýmingarlista í boltanum. 1990 var 71 prósent leikmanna enskir í húð og hár, 19 prósent komu frá Skotlandi, Írlandi eða Wales en aðeins 10 prósent erlendir. Hlutfallið í dag 38 prósent enskir og 51 prósent erlendir. Fær hinn franski þjálfari Arsenal alveg sérstaka pillu í skýrslunni enda útlendingahersveitir Arsenal vel þekktar. Leikmenn Sunderland hafanú lært mikilvægustu oghörð- ustu lexíu sem hægt er að læra í úrvalsdeild- inni; að læra auðmýkt. Þetta er álit Roy Keane stjóra liðsins eftir bakarísferð liðsins til Everton þar sem nýliðarnir töpuðu 7-1. Fullyrðir Keane að þetta hafi einfaldlega verið lexía sem aðeins sé hægt að læra með því að upplifa slíkt og segir gott að slíkt sé yfirstaðið. Goðsögnin Denis Lawtekur undir með AlexFergu- son stjóra United að tríó Rooney, Tevez og Ronaldo eigi eftir að láta svo að sér kveða næstu árin að sögubækur muni minnast þeirra sem stórra hetja fyrir liðið. Ferguson sjálf- ur sagði fyrir skömmu að aldrei á hans ferli hefði leikmanna- hópur United verið jafn spenn- andi og nú er raunin og eru fjölmargir áhugamenn sam- mála stjóranum skoska. SKEYTIN INN ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Áberandi er hversu þær báðar hafa lítið af heiminum að segja utan leikja og æfinga. Þær viðurkenna báðar að vera lítið í samskiptum almennt og fari lítið út fyrir hússins dyr. TAKESHA WATSON KIERA HARDY 28,9 Stig að meðaltali í leik 30,1 36,5% Nýting þriggja stiga skota 42,2% 202 stig í 7 leikjum Samtals skor í vetur 331 stig í 11 leikjum 50 stig Mesta skor í leik 51 stig 53 Fráköst samtals 63 24 Stolnir boltar 34

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.