Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 4
F
yrri hluti söngleikjasumarsins er loksins hafinn og hlaut verk Dav-
ids DeSilvas um væntingar, sigra og vonbrigði í Fame-skólanum
þann heiður að hefja herlegheitin. Flugan skundaði með eftirvænt-
ingarfulla litla frænku í Smáralindina á fimmtudagskvöldið til að berja
framabrautina augum. Troðfullt var út úr íturvaxinni verslanamiðstöð-
inni og spenna meðal fólks var allsráðandi (þó kannski helst vegna þess að
Smáralindin annaði ekki svöngum sýningargestum í leit að einhverju til
að snæða). Sýningin byrjaði fantavel og kom gestum í gírinn. Flugan
hreinlega sver við gröf forfeðra sinna þegar hún fullyrðir að Jón Jósep
Snæbjörnsson (Júróvisjón Jónsi) er stjarna sýningarinnar. Sveppi klikkaði
auðvitað ekki frekar en fyrri daginn og okkur frænkunum þótti hann
óborganlegur sem háðfuglinn Jó Jó. Augljóst var að Birgitta Haukdal
söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir á Stöð 2 og Margrét Eir Hjartardóttir
leik- og söngkona voru jafn bræddar og Flugan af útgeislun þessa tvíeyk-
is.
Í hléi var troðið í sig poppkorni, súkkulaði og sykurdrykkjum eins og
vera ber. Fleiri voru á sömu buxunum og sjoppuröðin tók óratíma. Eng-
inn var þó asinn og virtust þau Selma Björnsdóttir, Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir og Björn Thors leikarar í Hárinu (sem enn bíður frumsýningar)
hin rólegustu í öllum hamaganginum. Kirkjusókn var líklega ekki mikil á
þessu fimmtudagskvöldi og komu séra Vigfús Þór Árnason og kona hans
Elín Pálsdóttir meðal annars til að sjá tengdadóttur sína, Mariko Mar-
gréti Ragnarsdóttur, dansa í sýningunni.
Flugunni þótti Fame ágætis afþreying … þótt fáir flugeldar eða aðdá-
unarandvörp væru hér á ferð. Fótboltabullur sem höfðu komið sér fyrir á
barnum utan við salinn og ýmist klöppuðu, öskruðu, grétu eða hlógu
heldur úr hófi meðan á sýningu stóð létu Fluguna efast nokkuð um ágæti
þess að halda leiksýningu í Smáralindinni … en ééémeinaða, fer þetta litla
boltatuðrumót einhvers staðar í útlöndum ekkert að taka enda??!!
Á laugardag var opnun sumarsýningar Norræna hússins og nefnist
hún að þessu sinni 7-Sýn úr Norðri. Sjö listakonur, þær Helmtrud Ny-
ström (Svíþjóð), Ulla Fries (Svíþjóð), Ulla Virta (Finnlandi), Outi Heisk-
anen (Finnlandi), Sonja Krohn (Noregi) og Íslendingarnir Valgerður
Hauksdóttir og Jóhanna Boga, fléttuðu þar saman krafta sína á neðri
hæð hússins. Þótt sannanlega margt hafi verið um manninn þótti Flug-
unni heldur einmanalegt um að litast, enda varla nokkur sem mælti á ís-
lenska tungu og höfðu heilu rúturnar affermt allra þjóða ferðamenn í
Norræna húsið á þessum rokmikla og rigningarsama degi. Besti leikurinn
í stöðunni var því að sporðrenna ágætu hvítvíni, virða fyrir sér verkin í
þungum þönkum (eða að minnsta kosti að láta fólk halda að svo væri) og
þeysast svo á kaffihús að hitta vinkonur áður en íslenskan gleymdist í
þessu alþjóðlega umhverfi.
Þriðjudagsins var beðið með mikilli eftirvæntingu. Flugan hafði þá
loksins náð að næla sér í stefnumót við Hákon, krónprins Noregs. Stað-
urinn var NASA við Austurvöll þar sem djasstríó norska fiðlarans Ola
Kvarnbergs lék við eyru landsmanna. Reyndar sá Flugan sykursæta prins-
inn einungis álengdar þar sem hann hélt í hönd gullfallegrar eiginkonu
sinnar, Mette-Marit krónprinsessu. Endurnýjaður forseti vor, Ólafur
Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff nutu tónanna með norska
kóngafólkinu og ávallt vekur það aðdáun hversu glæsileg forsetafrúin er.
Tónleikarnir vöktu mikla lukku meðal áhorfenda … sem heldur voru í
eldri kantinum og því lítið um blístur og hróp líkt og vaninn er á NASA.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Eiríkur Tómasson lagaprófessor
og systurnar Marta og Helga Árnadætur, eigendur Vero Moda, virtust
skemmta sér vel yfir þessu óvenjulega norska djasstríói, sem klappað var
lof í lófa að loknum frábærum tónleikum.
Júníhelgi þessi varð því, algerlega að óvörum, heldur norræn hjá Flug-
unni – en alltaf getur maður svo sem á sig blómum bætt þegar kemur að
skandinavískunni. Sommerhilsen. flugan@mbl.is
L
jó
sm
yn
di
r:
Þ
or
ke
ll
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
Frægð í Smáralind og
norræn sýnishorn
...voru í eldri kantinum og því lítið um blístur og hróp líkt og vaninn er á NASA
FLUGAN
Í KLINK og Bank voru tónleikar Peaches.
FÍFLASKIPIÐ sigldi um sundin blá í
tilefni útgáfu bókar í minningu Matt-
híasar Viðars Sæmundssonar.
Álfrún Örnólfsdóttir, Rósa Kristjáns-
dóttir og Hildur Kristjánsdóttir.
Bjargey og
Páll Óskar.
Herdís Magnúsdóttir, Brynja Her-
bertsdóttir og Auður Ómarsdóttir.
SÖNGLEIKURINN Fame
var frumsýndur í Smáralind.
Grímur Óli Geirsson ,
og Dagný Diðriksdóttir.
L
jó
sm
yn
di
r:
J
im
S
m
ar
t
Agnes Kristjónsdóttir, Haraldur Jónsson
og Kristín Ólafsdóttir.
Sigurður
Pálsson
og Sjón.
Jóhann Páll Valdimars-
son, Eiríkur Guðmunds-
son og Þröstur Helgason.
Helgi Þorgils Frið-
jónsson og Fjóla
Magnúsdóttir.
Eygló Ásta
Þorgeirsdóttir
og Hanna Guð-
mundsdóttir.
Kiddi Bigfoot,
Hreiðar Árni og
Friðrik Ómar
Hjörleifsson.