Morgunblaðið - 04.07.2004, Side 12

Morgunblaðið - 04.07.2004, Side 12
12 | 4.7.2004 VN undan stjórn kommúnista. Diem hunsaði Genfarsáttmálann og varð forseti lýð- veldisins í suðurhlutanum í kosningum í VN árið 1955, en hafði augljóslega svindlað því hann hlaut atkvæði þriðjungs fleiri en voru á kjörskrá. Mikilvæg lönd lögðu þó blessun sína yfir gjörninginn: Frakkland, Bandaríkin, Bretland, Ástralía, Nýja-Sjá- land, Ítalía, Japan, Taíland og Suður-Kórea. Stjórn Ngo Dinh Diem var spillt og her- foringjar sem náðu völdum eftir að hafa myrt hann í nóvember 1963 voru einnig spilltir. VÍETNAM-STRÍÐIÐ Á sjöunda áratugnum hófst stríð milli Norður- og Suður- Víetnam, því stjórn Ho Chi Minh vildi frelsa Suður-VN. Bandaríkjamenn studdu Suður-VN bæði á efnahags- og hernaðarsviði, og var þætti þeirra harðlega mótmælt víða um heim. Hálf milljón manna fór t.d. í kröfugöngur dag einn í Washington, D.C. árið 1969 og krafðist þess að endi yrði bundinn á stríðið. Flestir bandarísku her- mennirnir yfirgáfu Víetnam árið 1973 í vopnahléi eftir skelfilegan hernað og aðferðir sem beitt var til að bera sigurorð af andstæðingnum. Henry Kissinger, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og Le Duc Tho, leiðtogi friðarumleitana fyrir hönd Norð- ur VN, fengu Nóbelsverðlaunin fyrir störf sín árið 1973, en Tho hafnaði verðlaun- unum og sagði að það væri ekki raunverulegur friður í landinu. Richard Nixon forseti skrifaði undir friðaráætlun þeirra, ásamt fulltrúum Norður VN og Suður VN. Stríðið hélt þó áfram með fulltingi stórveldanna í austri og vestri. Mannfall var gífurlegt í Víetnam-stríðinu. Í Nýárs-árás (Tet Offensive) Norður- VN árið 1968 létust t.d. 1.000 bandarískir hermenn, 2.000 Suður-VN-hermenn og 32 þúsund Víet cong-hermenn, en svo nefndist her Norður-VN, og þremur vikum síðar höfðu 165 þúsund óbreyttir borgarar látið lífið vegna árásarinnar. Myndatöku- menn í Saigon tóku myndir af árásinni og blóðbaðinu og Víet cong (VC) náði borg- inni á sitt vald í nokkra daga – en almenningur á Vesturlöndum glataði trúnni á þessu stríði. Hingað til höfðu áróðursvélar hersins komist upp með að telja fólki trú um að þeir væru að vinna þetta stríð, og að allt væri í sómanum. Almenningur í Bandaríkj- unum var ekki lengur reiðubúinn til að fórna fé og mannslífum í þetta stríð, sem reyndist enn verra en talið var, m.a. vegna afleiðinga af notkun efnavopna. Árið 1969 voru 543 þúsund bandarískir hermenn í Víetnam, en samtals tóku 3,14 milljón Bandaríkjamanna þátt í þessu vonlausa stríði. AGENT ORANGE Trén voru óvinur Bandaríkjahers í Víetnam-stríðinu. Ráðið var að eyða laufunum til að gera andstæðingana sýnilega, en skæruliðar VC virtust bæði ósýnilegir og óútreiknanlegir, og stunduðu ekki hefðbundinn hernað. A.m.k. 46 milljón lítra af skæðum illgresiseyði var úðað yfir gróður, skóglendi og 20 þúsund þorp, þannig að 5 milljónir manna urðu fyrir einhverri eitrun á árunum 1962–1970. Nokkrar tegundir af efnum voru prófaðar en var gefið samheitið Agent Orange. Afleiðingarnar voru ófyrirsjáanleg martröð. Afskipti Bandaríkjamanna af málefnum Víetnam hófust með Food Denial Pro- gram sem fólst í því að reyna að svelta skæruliða VC sem leyndust í skógunum, en hún breyttist fljótlega í annars konar baráttu við þá og fékk nafnið Undirheima- aðgerðin (Operation Hades). Það nafn þótti ekki viðeigandi, þannig að nafnið varð að lokum: Operation Ranch Hand (búskaparhöndin) með slagorðinu: Only we can prevent forests eða Aðeins við getum stöðvað skóginn. Hugmyndin var að slá laufin af trjánum dauð með eitri. Aðgerðin dró nafn sitt af lit þess efnis sem mest var notað: Orange – appels- ínugulur: Agent Orange, en hluti af magninu sem var úðað innihélt því miður díóxín (TCDD), sem er eitt hættulegasta eiturefni veraldarinnar. Næstu kynslóðir manna sem urðu fórnarlömb eitursins búa við ungbarnadauða og vansköpun. Ljósmyndarinn Philip Jones Griffiths, sem er víðkunnur fyrir bók sína VIET- NAM INC, útgefin 1971, hefur myndað þessar afleiðingar og birt í bókinni Agent Orange „collateral damage“ in Viet Nam. Hún kom út árið 2003 hjá Trolley Ltd og hefur fengið góða dóma sem afhjúpandi og átakanlegt verk. Griffiths sem hefur myndað í VN reglulega síðastliðin 30 ár, segir að hann hafi ekki fengið að nálgast fórnarlömb eiturefnanna nema núna síðastliðin ár, og aðeins einu sinni fengið mynd birta í tímariti af þeim. Kaflaskil urðu 1998 þegar hann heimsótti þorpið Cam Nghia í Quang Tri Province-héraðinu, fyrstur ljósmyndara. Hann birti síðar greinar með myndunum undir nafninu Þorp hinna fordæmdu, og vöktu þær heimsathygli. Sambandið milli vansköpunar barnanna og þessa efnavopnahernaðar er augljós, einnig há tíðni krabbameins sem fylgdi í kjölfarið. En sambandið hefur aldrei verið endanlega sannað fyrir rétti. Tölur sýna þó greinilega að tíðni vansköpunar, barna- dauða og fötlunar er áberandi marktækt hærri á úðuðum svæðum heldur en á þeim sem ekki voru úðuð eitri. Einnig hefur komið fram að eiginkonur bandarískra her- manna sem urðu fyrir úðun eru mun líklegri til að fæða vansköpuð eða fötluð börn heldur en hermanna sem ekki urðu fyrir þessari úðun. Efnaverksmiðjur sem framleiddu úðann neituðu að taka ábyrgð en greiddu þó fjölskyldum bandarískra hermanna í Víetnam samtals 180 milljónir bandaríkjadala. Önnur fórnarlömb, hvort sem þau voru innfædd eða hermenn t.d. frá Suður-Kóreu eða Ástralíu fengu ekkert. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt sambandið milli eitrunarinnar og heilsutjóns hermanna né heldur áhrifin á erfðir, og þ.a.l. aldrei greitt fórnarlömbum raunverulegar skaðabætur. Hvert fatlað barn í fjölskyldu sem býr á svæði sem var úðað fær þó 5 dollara á mánuði, en bandarískt fatlað barn her- manns úr Víetnamstríðinu fær 1.500 dollara. Nokkur málaferli eru enn í gangi, bæði gegn bandarískum yfirvöldum og efnaverksmiðjum en ekki hefur tekist enn að vinna þetta mál. Viðamestu málaferlunum lauk árið 1992 með frávísun. FATLAÐIR EINSTAKLINGAR Myndirnar í bók Griffiths og myndirnar af Giang Hong Phu, Bui Van Nam og Pham Huu Troung sem Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók sýna raunveruleika stríða. Stríð stendur ekki í nokkra daga eða nokkur ár. Afleið- ingarnar vara í áratugi. Þrjátíu árum eftir stríð er Víetnam enn í sárum. Konur eiga heilsulausa eiginmenn (fyrrv. hermenn), vansköpuð börn og barnabörn og þær þurfa að framfleyta þeim öllum. Rosmarie North, sendifulltrúi hjá Alþjóða Rauða krossinum í S-Austur Asíu, heimsótti, ásamt Þorkeli, núna í mars nokkra fatlaða einstaklinga sem rekja ástæðu fötlunar sinnar til Agent Orange árásarinnar. Hún hitti Giang Hong Phu sem er 17 HRÍSGRJÓNAAKUR er einkenni landsins og þýðir nafnið „Víetnam“ hrísgrjónamaðurinn. Hrís- grjónaræktun telst töluvert erfið, jurtin liggur í vatni og fólkið á akrinum er berfætt. Áburðurinn er buff- alóskítur sem borinn er langar leiðir eftir að búið er að þurrka hann – til að létta burðinn. Það skapar aft- ur á móti heilbrigðisvandamál ef það er gert of ná- lægt híbýlum manna. Hrísgrjón eru einnig uppistaðan í matargerð í Víetnam. Hrísgrjóna- og núðlusúpa er eftirlætismorgunmatur Víetnama. KONUR HERMANNA SEM VORU ÚÐAÐIR Á SJÖUNDA ÁRATUGUNUM EIGA HEILSULAUSA EIGINMENN, VANSKÖPUÐ BÖRN OG BARNABÖRN OG ÞÆR ÞURFA AÐ FRAMFLEYTA ÞEIM ÖLLUM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.