Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 13
4.7.2004 | 13 GIANG HONG PHU er 17 ára, í hjólastól og á erfitt með að tjá sig vegna mikillar fötlunar, en foreldrar hans skilja hann. „Alla daga þarf ég hjálp foreldra minna, vegna alls sem ég þarf að gera, t.d. baða mig eða fara á sal- ernið,“ segir hann, „ég gæti ekki gert neitt ef foreldra minna nyti ekki við og ég velti fyrir hvað gerist ef þau myndu deyja frá mér.“ Svarið er ekki augljóst því Víetnam er ekki velferðarsamfélag. Móðir hans, Hathi Mui, 49 ára, vinnur ein fyrir fjölskyldunni með því að selja græn- meti. BUI VAN NAM er Agent orange-fórnarlamb. Þegar myndin var tekin hafði hann lokið fjór- um af sex mánaða starfsþjálfun í rafvirkjun. PHAM HUU TROUNG er 13 ára gamall þótt hann líti ekki út fyrir það og bróðir hans er 16 ára. Þeir eru báðir of þroskaheftir til að geta gengið í skóla í VN. Móðir þeirra, Nagu- yen Thi Mieng, sér um framfærslu fjölskyld- unnar. AGENT ORANGE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.