Morgunblaðið - 04.07.2004, Page 16

Morgunblaðið - 04.07.2004, Page 16
16 | 4.7.2004 Kyrralífsmynd samtímans, eftir stúlkuna Pixelle sem á sitt eigið heimasvæði á lomography.com. Fyrir lífsglaða, listræna, fljótfæra, hugrakka, feimna og/eða drífandi eruLomo-myndavélar himnasending. Að vísu ekki ný sending – því tæknin varþróuð í Sovétríkjunum fyrir áratugum – en þó skemmtileg viðbót á tímum stafrænnar fullkomnunar. Stundum er sagt að með Lomo skuli menn smella af áður en þeir hugsa, öndvert við heimspeki lærðra ljósmyndara, og það er einmitt hend- ingin sem gerir útkomuna spennandi. Á Lomo-myndum verða litir gjarnan ýktir, fókusinn er ekki alltaf upp á tíu og útlínur eiga til að smitast. Niðurstaðan er allt frá vonbrigðum til mjög frumlegra og fallegra ljósmynda. Njósnavélin „Hin klassíska einfalda Lomo-vél, sem hefur orðið hálfgert tíð- arandafyrirbæri, var hönnuð á sjötta áratugnum,“ segir Guðmundur Oddur Magn- ússon, prófessor við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, og reyndur Lomo-fyr- irlesari. „Hún virkar eins og venjulegar myndavélar frá þessum tíma, notar venjulegar 35mm filmur sem eru auðvitað mismunandi ljósnæmar. Hún hefur hins- vegar ákveðin sérkenni, til dæmis er hún með víða linsu [1:2.8] og einskonar rörsýn sem gerir hornin dekkri en miðjuna og litaskalann dýpri. Þessi kynþokkafulla linsa, hönnuð af prófessor Radionov, virkar líka furðuvel við lítið og rómantískt ljós.“ LOMO er skammstöfun og stendur fyrir Leningradskoe Optiko Mechanic- hesckoe Objedinenie – eða Sjónglerjafyrirtæki Leníngradborgar. „Þegar það var upp á sitt besta störfuðu yfir 30 þúsund manns í fyrirtækinu. Það þykir fínna að vera með orginal Lomo-vél sem á stendur Made in USSR heldur en vél með Made in Russia, eftir að framleiðslan fór aftur af stað í seinni tíð,“ segir Guðmundur Oddur, sem er kunnugur þeirri þjóðsögu að vélarnar séu upprunnar hjá njósna- deildum KGB. „Reyndar ekki sú tegund sem er tískufyrirbæri nú. Það sem er hæft í þessu er að sjónglerjaverksmiðjan í Pétursborg sem stofnuð var 1936 fékk nýja vídd þegar meistarar frá Zeiss voru fluttir til Sovétríkjanna frá Þýskalandi eftir stríðslok, þeir þróuðu meðal annars linsur fyrir sjónpípur kafbáta og njósnahnetti og fleiri græjur fyrir KGB, en það var talsvert síðar.“ Lomo-bylgju samtímans má rekja til ársins 1991 þegar Matthias Fiegl, aust- urrískur stúdent, keypti gamla Lomo-vél á götumarkaði í Prag 1991 og fór með hana heim til Vínar. Vinir hans þar hófu samstundis að taka myndir í gríð og erg, án þess að hirða um reglur „góðrar“ ljósmyndunar. Útkoman var undarlegt en um leið dásamlega ferskt samansafn af litríkum myndum. Og Lomo fór sem eldur um sinu – eða a.m.k. grasrót. Rokk, ról og Lomo Sendiráð Lomography á Íslandi varð til 1998 „þegar þau hönnunarhjón Katrín Pétursdóttir og Michael Young fluttu þetta fyrirbæri inn frá Lundúnum“, rifjar Guðmundur Oddur upp, en hann var í kjölfarið skráður sendi- herra Lomography hér, ásamt Katrínu. „Strax um haustið 1998 voru haldnir opnir fyrirlestrar bæði á Gráa kettinum og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Í Gula húsinu var m.a. haldin stór Lomo-samsýning árið 2000 og meðal þátttakenda var hljómsveitin Sigur Rós sem lagði undir sig allan kjallarann og sýndi Lomo- myndir.“ Og tengslin eru meiri við músíkbransann: „Nokkur geisladiskahulstur eru með Lomo-grafíu, til dæmis DIP plata Sigtryggs Baldurssonar og Jóhanns Jó- hannsonar en Sigtryggur hefur verið forfallin Lomo-skytta í mörg ár,“ segir Guð- mundur Oddur. „Málið er að Lomo var hluti af hátækniandófi sem snerist um það að græjurnar skiptu ekki eins miklu máli og margir vildu vera láta. Þetta er alveg sama og dogma í kvikmyndalist og droog í þrívíðri hönnun – svona leifar af fluxus- hugsunarhætti.“ Lomo-vélar eru illfáanlegar hérlendis, skv. heimildum Tímaritsins, en þeir sem versla á Netinu ættu ekki að þurfa að leita lengi. Sjá t.d. www.lomography.com. sith@mbl.is TÓMSTUNDIR | SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR SMITANDI SÝN Á HEIMINN Lomo-myndavélar – sovéskar að uppruna – þykja svalar mjög Samsett mynd úr fórum Guðmundar Odds Magnússonar, prófessors við LHÍ og sendiherra Lomo. Geiturnar eftir Árna Þór Árnason. Takið eftir bjarm- anum í kring, sem myndavélin útfærir næstum sjálf. Sól bakvið tré og blár himinn, en líka rauður litur sem Lomo-vélin smitar. Eftir Bernharð Ingimundarson. Stigagangur eftir Odd Snæ Magnússon. Með Lomo eru menn jafnvel hvattir til að smella af frá mjöðm, í stað þess að stilla upp. Pixelle á Lomo-vél með fjöllinsu sem skiptir ramma í fernt og býr til myndasögu – hér af pylsuáti. Þessi mynd af bílum á Kúbu varð óvart tvöföld – því Lomo-vélin hefur kímnigáfu. Eftir Pixelle.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.