Morgunblaðið - 04.07.2004, Page 18

Morgunblaðið - 04.07.2004, Page 18
og náttúrulitir vinsælir. Gulur og sæblár eru litir sem hafa komið sterkir inn fyrir sumarið en guli liturinn virðist þó vandmeðfarinn þar sem nokkrar tískubyltur hafa verið teknar í gulu á dreglinum í sumar. Margar stjörnurnar hafa skapað sinn eigin stíl og eru því frekar útreiknanlegar í fatavali, samanber Jennifer Aniston sem er oftast í flegnum svörtum ermalausum kjól og Uma Thurman sem klæðist oftast hátískufötum frá Dior. Sarah Jes- sica Parker fer á hinn bóginn sínar eigin leiðir og virðist það falla í góðan jarðveg enda leikkonan nýverið heiðruð sem tískutákn ársins á árlegri verðlaunahátíð Samtaka fatahönn- uða í Bandaríkjunum (CFDA). Charlize Theron þykir einn- ig ófeimin við að prufa nýja hluti þegar kemur að tískunni. Í sumar hefur hún verið í satínkjólum, ýmist sæbláum, fjólu- bláum, gylltum eða svörtum. Herratískuna er frekar fábrotin eins og verið hefur, en endrum og sinnum koma fram á sjónarsviðið djarfir karl- menn sem þora. Ashton Kutcher er einn þeirra og á heiður skilinn fyrir að klæðast bleikum jakkafötum og brúnni skyrtu í stíl við sína heittelskuðu Demi Moore. Og hver hélt því fram að karlar gætu ekki klæðst bleiku? Sumarið er tíminn þegar einna skemmtilegast er aðklæða sig upp á. Þá kallar léttur, efnislítill sumar-klæðnaðurinn og sólkysst hörundið líka á fallega skartgripi og skrautlega skó. Stórstjörnur á sviði tónlistar og kvikmynda klæðast hátískunni þegar mikið stendur til og þykja margar þeirra leiðandi í tískunni. Á atburðum eins og kvikmyndahátíðinni í Cannes, búningaballinu í Metropolitan-safninu í New York, frumsýningu kvik- myndarinnar Van Helsing í Los Angeles, Tróju í New York og MTV-tónlistarverðlaununum skörtuðu stórstjörnurnar sínu fegursta og lögðu línurnar um það sem koma skal. Myndir frá þessum atburðum sýna að kjólar eru vin- sælir í sumar og þá sérstaklega úr satíni, blúndu og sif- foni. Tímabilstískan virðist á undanhaldi, en er alls ekki horfin, þótt síðkjólarnir einkennist ekki af beinu aft- urhvarfi til ákveðinna tískutímabila á síðustu öld eins og verið hefur. Kjólarnir eru nútímalegir en bera sumir hverjir örlítinn keim af gotneskum stíl (kjóll Charlize Theron og Uma Thurman í Cannes) eða svipar til kjóla frá Regency-tímabilinu á 18. öld í Bretlandi þar sem mittislínan var undir brjósti og pilsin víð (kjóll Josie Mar- an á frumsýningu Van Helsing). Í sumar hefur minna borið á stífum uppgreiðslum en áður, hins vegar hafa náttúrulegt slegið hár og stórir lokk- ar verið vinsæl. Förðunin er að sama skapi náttúruleg, fyr- ir utan rauðar varir sem hafa verið áberandi með svörtum kjólum. Gylltir skartgripir eiga upp á pallborðið þessa dagana og töskur og skór skulu valdir í samræmi við skartið frekar en fatnaðinn. Kvenleiki virðist í fyrirrúmi TÍSKA | ELÍNRÓS LÍNDAL Angie Everhart þótti falleg í dragsíðum gyllt- um kjól í Cannes. Jennifer Aniston í kjól frá Al- berta Feretti á frumsýningu Tróju með manni sínum Brad. Charlize Theron í sæbláum satínkjól með gyllta fylgihluti í Cannes. Jennifer Lopez á búningaballi í Metropolitan-safninu með fata- hönnuðunum Dolce og Gabbana. Demi Moore og Ashton Kutc- her á verðlaunahátíð í sam- stæðum YSL-fötum. Kate Beckinsale í Lor- is Azzaro-kjól á frum- sýningu Van Helsing. Beoncey Knowles í kjól, sem móðir hennar, Tina Knowles, hannaði. Uma Thurman er mikið fyrir Dior og mætti í slíkum kjól á rauða dregilinn í Cannes. Angelina Jolie vakti mikla athygli á rauða dreglinum og þótti ekki síður kyn- þokkafull en minna klædd- ar stöllur hennar í smóking- dragt frá Dolce & Gabbana. SUMARTÍSKAN Á RAUÐA DREGLINUM Sarah Jessica Parker var nýverið heiðruð sem tísku- tákn ársins á árlegri verð- launahátíð Samtaka fata- hönnuða í Bandaríkjunum (CFDA). Axlasítt hár og stórir lokkar hafa verið áberandi á rauða dreglinum í sumar eins og sjá má á leikkonunum Kate Hudson, Kate Beckinsale, Charlize Theron og Josie Maran. Rauðar varir eru í tísku í sumar. Leik- konurnar Scarlett Johansson og As- hley Judd þykja einstaklega fríðar með rauðar varir. Ashley Judd á tæp- asta vaði í bleiku frá toppi til táar í Cannes á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.