Morgunblaðið - 04.07.2004, Side 19

Morgunblaðið - 04.07.2004, Side 19
Það skemmist ei tönn sem er skínandi hrein, segir í margkveðinni vísu. Þeir semframfleyta sér með ytra byrðinu hafa tekið þessi tímalausu sannindi afar bók-staflega. Reyndar veltur markaðsvirði margra á blekkingunni um fullkomnun og eins og staðan er nú þykja snjóhvítar tennur meira stöðutákn en merkjavara, hrað- akstursbílar og risagimsteinar, svo eitthvað sé nefnt. Hvítar tennur myndast reyndar vel (kling). Þær eru líka æskumerki og á góðri leið með að verða helsta tískubólan. Lýsing tanna er sem sagt að verða almennari og þykir á eilítið viðráðanlegra verði nú en áður. Gljástigið hefur líka hækkað, ef svo má segja, því það sem áður þótti gervilegt er nú meira í ætt við daglegt brauð, það er að segja meðal stjarnanna. Tennurnar, sem vel að merkja eru upprunalega gerðar til þess að hluta sundur og tyggja með, gulna með aldrinum og þótt eldri tilbrigði við (fyrrverandi) hvítt stef hafi lítið að segja um notagildið, er hégómleikinn þyngri á metunum í seinni tíð. Því meira sem kaffi, rauðvín, kóladrykkir og vindlingareykur leikur um tennurnar, því minni líkur eru á því að hægt sé að líta út fyrir að vera 25 endalaust. Penni eða plasmaljós? Þeir sem þurfa skyndilega á unglegra yfirbragði að halda, eða vilja alls ekki leggja á sig læknisheimsókn, geta teygt sig í lýsingarpenna, sem fást í sumum verslunum hér á landi. Í slíkum penna er gel sem borið er á tennurnar með bursta og þornar á nokkrum sekúndum. Penninn er þeim kostum gæddur að hægt er að draga hann upp úr veski sínu nánast hvar sem er og hvítta í einni svipan og fátt eða ekkert fer betur við gervibrúnkuna en skyndihvítar tannperlur. Um nokkurt skeið hefur verið hægt að lýsa tennur með aðstoð tannlæknis og skinnu, sem fyllt er af lýsingarefni og smellt yfir tennurnar á hverjum degi, en það ferli tekur alls tíu daga. Tannlýsing með plasma-ljósi gegnum kristal tekur hins vegar klukkutíma og er nýjung hér á landi. „Fyrst er pússað yfir tennurnar og forvörn sett á góminn til hlífðar. Þá er geli penslað á þær. Munnurinn er hafður opinn með glennu og þegar búið er að pensla er stór kristall settur yfir tennurnar og lýst í gegnum hann með plasma-ljósi,“ segir Kristín Sandholt tannlæknir. Ferlið virðist reyndar ekki ýkja þægilegt. „Fólk slakar vel á í andlitinu og sumir sofna meira að segja í stólnum,“ segir Kristín á móti. Hún tekur undir það að fegrun tanna fari vaxandi í seinni tíð og ungt fólk sem þarf á fyllingum að halda velur und- antekningarlaust plastefni, að hennar sögn. Fleiri möguleikar á tannbetrun eru „postulínsfasettur“ ásamt dálítilli tannréttingu og einnig er hægt að setja krónur yfir gamlar og stórar fyllingar. Þá er ekki átt við krónur með málmi, heldur postulíns- krónur í ýmsum útgáfum, sem þykja líta mjög eðlilega út. Margir eru jafnframt farnir að láta skipta gömlum „amalgam“fyllingum út og setja plastefni í staðinn. Ungt fólk hugsar almennt mjög vel um tennurnar, segir Kristín að síðustu, og tekur undir það að þessi þróun sé hluti af aukinni útlitsdýrkun. Á hinn bóginn er fallegt bros ein helsta prýði hvers andlits. Var einhver að segja SÍS? helga@mbl.is Tennurnar eru penslaðar með geli og síðan er kristall látinn hvíla á þeim í klukkutíma. L jó sm yn di r: K ri st in n In gv ar ss on TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR SAGÐI EINHVER SÍS? Eftir lýsingu.Fyrir lýsingu. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.