24 stundir


24 stundir - 15.01.2008, Qupperneq 9

24 stundir - 15.01.2008, Qupperneq 9
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 9 Alls hafa 349 bandarískir her- menn og fyrrverandi hermenn verið dæmdir eða ákærðir fyr- ir morð undanfarin sex ár, að því er bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá. Fórnarlömb hermannanna eru fyrst og fremst ættingjar eða nánir vinir. Þeim her- mönnum, sem hafa tekið líf annarra eftir að hafa gegnt herþjónustu, hefur fjölgað um 89 prósent undanfarin sex ár. USA Today greindi frá því ný- lega að fjöldi bandarískra her- manna svipti sig lífi í herþjón- ustu. Í fréttum CBS sagði að á hverjum degi sviptu sig að meðaltali 17 fyrrverandi her- menn lífi. ibs Ísraelar og Palestínumenn hófu í gær viðræður um helstu ágreiningsefni sín. Sendi- nefndirnar sem utanríkis- ráðherra Ísraels, Tzipi Livni, og fyrrum forsætisráðherra Palestínu, Ahmad Quray, fara fyrir hafa umboð til að semja um erfiðustu deiluefnin. Bush, forseti Bandaríkjanna, kveðst vona að friðarsam- komulag verði í höfn áður en hann lætur af embætti í jan- úar 2009. Margir eru efins. Mikið ber á milli og leiðtogar sendinefndanna þykja ekki sterkir á heimavelli. ibs Ógæfa hermanna Myrða vini og ættingjana Friðarviðræður á ný Málin rædd í Jerúsalem Carla Rojas, sem Farc-skæruliðarnir í Kól- umbíu hafa látið lausa fyrir milligöngu stjórnar Venesúela, eignaðist soninn Emmanuel í kól- umbíska frumskóginum í apríl 2004, tveimur árum eftir að skæruliðarnir tóku hana til fanga. Faðir Emmanuels var einn fangavarða hennar en hún kveðst ekki vita hvort hann er lífs eða liðinn og ekki heldur hvort hann hafi vitað af fæðingu drengsins. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði sem þrír skæruliðar gerðu. Þegar Emmanuel var átta mánaða fékk hann sjúkdóm sem algengur er í frumskóginum og gaf Carla skæruliðum leyfi til að fara með litla drenginn svo að hann gæti fengið læknishjálp, að því er erlendar fréttastofur greina frá. Hún frétti svo ekkert af syni sínum fyrr en fyrir rúmri viku. Áramótaræðu forseta Kólumbíu, Alvaro Uribe, var útvarpað og Carla heyrði hann segja að drengurinn væri ekki í höndum Farc-skæru- liða. DNA-rannsóknir höfðu leitt í ljós að hann var á fósturheimili í Bógóta, höfuðborg Kól- umbíu, og bæri nafnið Juan David Gomez. Clara var látin laus síðastliðinn fimmtudag ásamt öðrum gísl og hitti hún litla drenginn sinn á sunnudaginn. Sálfræðingar höfðu áður sýnt Emmanuel myndir af móður hans til að undirbúa hann fyrir fund þeirra. Sá stutti hafði teiknað mynd handa mömmu sinni sem hann gaf henni er þau hittust. Carla vann fyrir forsetaframbjóðandann Ing- rid Betancourt þegar þær voru teknar í gíslingu 2002. Carla kveðst ekki hafa séð Ingrid í þrjú ár. Þær voru aðskildar eftir að þær höfðu reynt að flýja saman. ingibjorg@24stundir.is Clara Rojas var fangi Farc-skæruliðanna í Kólumbíu í yfir fimm ár Fékk loksins týnda soninn í fangið Sameinuð á ný Carla faðmar litla drenginn sinn. Skömmu eftir að Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Nor- egs, kom til Kabúl í Afganist- an í gær var gerð skotárás og sprengjuárás á hótelið þar sem hann dvelur. Tveir Norð- menn, blaðamaður og starfs- maður norska utanríkisráðu- neytisins, særðust í árásinni. Tveir öryggisverðir voru í gær sagðir hafa látið lífið. Starfs- maður hótelsins særðist alvar- lega. Støre mun hafa verið á leið til fundar við fyrrum for- sætisráðherra Afganistans, Sima Simar, þegar árásin var gerð. ibs. Støre slapp í sprengjuárás Vígamenn í Afganistan TANNOY ARENA HEIMABÍÓHÁTALARAKERFI EISA VERÐLAUN KR. 179.900.- TILBOÐ KR. 99.900.- DYNAUDIO AUDIENCE 42 KR. 59.900.- TILBOÐ KR. 39.900.- ETON FR-250 ÚTVARPSTÆKI KR. 7.900.- TILBOÐ KR. 4.990.- UPPTREKKJANLEGT HÁTALARAR ALVÖRU DJ SPILARI HLJÓÐTAPPAR MEÐ HÁLSÓL Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími 414 0400 • www.pfaff.is ÚTSALA 15-60%AFSLÁTTUR ONKYO TX-SR504 HEIMABÍÓMAGNARI 7X100 VÖTT KR. 59.900.- TILBOÐ KR. 34.900.- ONKYO TX-SR603 HEIMABÍÓMAGNARI 7X125 VÖTT KR. 74.900.- TILBOÐ KR. 39.900.- ONKYO TX-SR674 HEIMABÍÓMAGNARI 7X150 VÖTT KR. 86.600.- TILBOÐ KR. 49.900.- ROTEL HLJÓMTÆKI - ALLT Á 35-60% AFSLÆTTI NUMARK TT500 PLÖTUSPILARI KR. 49.900.- TILBOÐ KR. 34.900.- SENNHEISER MXL-51 KR. 2.900.- TILBOÐ KR. 1.490.- ONKYO CS-320 HLJÓMTÆKJASTÆÐA KR. 49.900.- TILBOÐ KR. 29.900.- ONKYO HEIMABÍÓMAGNARAR VERÐ FRÁ 34.900

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.