24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir Samfylkingarfélagið í Reykjavík heldur fund um valdið og lýðræðið. Fundurinn verður í kvöld 30. janúar kl. 20:30-22:00 á Hallveigarstíg 1. Húsið verður opnað kl. 20:00. Gestur fundarins er: Jóhann Hauksson blaðamaður Fundarstjóri: Ásgeir Beinteinsson formaður SffR. VALDIÐ OG LÝÐRÆÐIÐ Efnalaugin Björg Gæðahreinsun Góð þjónusta Þekking Opið: mán-fim 8:00 - 18:00 föst 8:00 - 19:00 laugardaga 10:00 - 13:00 RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nána ri up plýsi ngar veita sölu men n og ráðg jafar RV RV U N IQ U E 10 07 06 Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið valdur að dauða fjög- urra ára drengs í Keflavík fyrir tveimur mánuðum var í gær úr- skurðaður í áframhaldandi far- bann til 12. febrúar næstkomandi. Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á að farbannið yrði framlengt um fjórar vikur en dómari lengdi það um tvær. Báðir aðilar áfrýjuðu úr- skurði héraðsdóms. Að sögn Eyj- ólfs Kristjánssonar, fulltrúa lög- reglustjórans á Suðurnesjum, er enn beðið niðurstöðu úr tæknileg- um rannsóknum í málinu. fr Beðið eftir niðurstöðu tæknirannsókna Áfram í farbanni vegna banaslyss Öllu þessu hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Sigríður segir alla foreldra hafa verið látna vita af niðurstöðunni en segir mikilvægt að vera alltaf vakandi, forvarnir byrji heima. Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem upp kom við Laugarnesskóla í byrjun janúar þar sem talið var að reynt hefði verið að nema á brott 8 ára stúlku sem er nem- andi í skólanum. Lögreglan hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu þar sem sýnt þykir að at- burðurinn hafi ekki átt sér stað. Málið vakti mikinn óhug í hverfinu en stúlkan sagði þrjá menn á grænum bíl hafa reynt að ná sér upp í bílinn án árangurs. Aðgerðir halda áfram „Við tókum málið mjög alvar- lega og fórum í ákveðnar aðgerð- ir og þær halda áfram,“ segir Sig- ríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Við endurskoðuðum útivaktina, sáum til þess að lýsing á skólalóð- inni yrði bætt, athuguðum með að setja eftirlitsmyndavélar við skólann, endurskoðuðum for- varnarstefnuna okkar og hvernig við bregðumst við þegar mál koma upp og ræddum við lög- regluna um löggæslu,“ segir hún. Brúðuleikhús og ráðleggingar „Við leituðum ráðgjafar hjá Blátt áfram þegar þetta kom upp og þær tóku saman ráðleggingar ætlaðar foreldrum, sem við ætl- um að setja á heimasíðu skólans, auk þess sem brúðuleikhús Blátt áfram verður sýnt árlega,“ segir Sigríður. Hún segir þetta mál sannarlega vekja fólk til umhugs- unar. Það hafi verið skellur, en skólinn hafi reynt að vinna úr því með jákvæðum hætti. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Ekki reynt að ræna barni  Meint tilraun til brottnáms barns við Laugarnesskóla átti sér aldrei stað að mati lögreglu  Forvarnaraðgerðir halda áfram ➤ Þann 3. janúar var talið aðþrír menn hefðu reynt að ræna átta ára stúlku. ➤ Hún lýsti bílnum þeirra en all-ar vísbendingar voru mjög óljósar. ➤ Foreldrum var ekki gert við-vart um atburðinn strax. SAGAN AF ATBURÐINUM Skólalóðin Lýsing við Laug- arnesskóla hefur verið bætt og gæsla aukin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykja- víkurborgar, vísar til bókunar borgarráðs vegna kaupa borgar- innar á Laugavegi 4 til 6 þegar hún er spurð um það hvort borg- in muni grípa til svipaðra að- gerða vegna annarra húsa í mið- bænum sem Húsafriðunarnefnd vill friða. „Við áréttum að þessi samþykkt felur ekki í sér fordæmi fyrir önnur hús á svæðinu og leggjum áherslu á heildarskoðun gamalla húsa í miðborginni, sér- staklega við Laugaveg,“ segir í bókuninni. Heildarendurskoðun Hanna Birna segir borgaryfir- völd sammála um að fara í heild- arendurskoðun á þeim málum sem tengjast Laugaveginum. „Við munum gera það í góðri sam- vinnu við Húsafriðunarnefnd og aðra. Það er það verkefni sem við erum að hefja,“ segir hún. Hanna Birna segir að þótt búið sé að heimila niðurrif á þremur af þeim ellefu húsum sem Húsa- friðunarnefnd vill friða þá megi ætla að enn sé talsvert ferli eftir áður en þau verði fjarlægð. Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í Ólaf F. Magnússon borg- arstjóra. elias@24stundir.is Hanna Birna Kristjánsdóttir Kaupin einsdæmi Ísafjarðarbæ hefur verið settur stóllinn fyrir dyrnar hvað varð- ar óhefta nýtingu jarðarinnar Sanda í Dýrafirði því kirkjuráð, fyrir hönd Kirkjumálasjóðs, hefur gert Ísafjarðarbæ grein fyrir því að umráðaréttur sveit- arfélagsins yfir Söndum sé að miklu leyti takmarkaður. Sandar eru kirkjujörð, sem fylgja sér- kvaðir. Sandar þykja einn vænsti kosturinn fyrir olíu- hreinsistöð. mbl.is Olíuhreinsistöðin á kirkjujörð

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.