24 stundir - 30.01.2008, Side 14

24 stundir - 30.01.2008, Side 14
Áætlað er að meira en 850 manns hafi fallið í óeirðum sem geisað hafa í Kenýa síðan 27. desember á liðnu ári, þegar forsetakosningar fóru fram. Stjórnarkreppan og ofbeldið sem henni hefur fylgt hefur velt landinu af stalli sínum sem friðarvin á því ófriðarsvæði, sem austurhluti Afríku er. Á þriðjudag beitti stjórnarherinn þyrlum til að leysa upp átök á milli hópa sem tókust á í Naíróbí eftir að stjórnarandstöðuþing- maðurinn Mugabe Were var myrtur. Óttast er að deilur um úrslit for- setakosninganna verði nýttar til að kynda undir kynþáttadeilum. Tilheyra frambjóðendurnir tveir ólíkum þjóðarbrotum – forsetinn Mwai Kibaki er Kalenjin-ættar, en Raila Odinga, sem telur Kibaki hafa haft rangt við í kosning- unum, er Luo-maður. Ástandið hefur valdið miklum truflunum á lífi fólks. Er áætlað að um 250.000 manns hafi þurft að flýja heimili sín. Sameinuðu þjóðirnar hafa miklar áhyggjur af ástandinu og hafa sent Kofi Ann- an til að miðla málum. aij Hundruð manna fallin í óeirðum NordicPhotos/AFPKynþáttaróstur Maður sem býr í Kibera-fátækrahverfinu í Naíróbí gengur alblóðugur frá kenýskum lögregluþjónum eftir óeirðir á mánudag. Hinsta kveðjan Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti fylgir þremur lögreglumönnum til grafar. Mennirnir létu lífið þegar þeir reyndu að bjarga ökumanni sem þeir höfðu veitt eftirför undan aðvífandi lest á föstudag. Ökumaðurinn lést einnig. Kjötkveðjuhátíð undirbúin Áhorfendapallar eru þrifnir við Sambodromo í Ríó, þangað sem sambandansarar munu fjölmenna eftir viku. Farfuglar Flamingóar taka á loft í Nal Sarovar fuglaverndarsvæðinu í nágrenni Ahmedabad á Indlandi. Verndarsvæðið er eitt hið stærsta í landinu og gegnir mikilvægu hlutverki fyrir farfugla eins og flamingóana á veturna og vorin. Meðmælendur Verkamenn á filippseyskri sykurplantekru hvíla lúin bein á leið sinni til að sýna stuðning sinn við lög sem tryggja munu landlausum bændum jarðnæði. 14 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Þetta snýst ekki lengur um kosningarnar, þetta snýst um hefndarvíg. Bogonko Bosire, blaðamaður

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.