24 stundir - 30.01.2008, Side 16

24 stundir - 30.01.2008, Side 16
upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Bilablad Serblad 24 stunda 5.FEB.2008 16 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Samskipti og samstarf Íslands og Kína hafa farið hraðvaxandi á und- anförnum árum. Það á ekki aðeins við um viðskipti, heldur ekki síður póli- tísk samskipti. Skemmst er að minnast opinberrar heimsóknar forseta Ís- lands til Kína 2005 og heimsóknar forseta Kína hingað til lands árið 2002, þar sem sérstaklega vel var passað upp á það af hálfu íslenzkra stjórnvalda að ekkert spillti góðu sambandi ríkjanna. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga undanfarin ár. Íslenzkir stjórn- mála- og embættismenn hafa á stundum verið alveg steinhissa hvað stjórn- in í Peking er viljug að senda hingað háttsetta fulltrúa. Það hefur líka komið fulltrúum Íslands ánægjulega á óvart hvað Kínverjar hafa haft mikinn áhuga á fríverzlunarsamningi við Ísland. Þeir vilja fremur ræða við Ísland en t.d. hin EFTA-ríkin, hvað þá Evrópusambandið, um fríverzlun. Kína studdi það að Ísland fengi aftur inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið og þann- ig mætti áfram telja. Skýringarnar, sem nefndar eru á þessu, eru aðallega tvær. Ísland er lítið og samskiptin við það þar af leiðandi rakið „tilraunaverkefni“ fyrir ríki, sem vill hægt og rólega auka samskipti sín við Vesturlönd. Hins vegar stöndum við utan helztu viðskipta- og valdablokka og erum engin ógn við Kína. Robert Wade, prófessor við London School of Economics og sérfræð- ingur í málefnum Kína, velti upp nýjum skýringum á áhuga Kínverja á Ís- landi í grein í Financial Times fyrr í mánuðinum. Hann benti á að Kínverj- ar hefðu mikinn áhuga á fraktsiglingum um norðausturleiðina svokölluðu, norður fyrir Síberíu, ef heimskautaísinn hopaði á næstu árum. Þá gæti Ís- land, staðsetningar sinnar vegna, gegnt lykilhlutverki í áætlunum Kínverja. Í samtali við 24 stundir í gær segir Wade: „Þeir hafa stórt sendiráð á Íslandi, þeir hafa tekið á móti forseta Íslands með glæsilegum hætti og þeir hafa sagst ætla að styðja Ísland til setu í öryggisráðinu, sem fær mig til að gruna að hagsmunir liggi þar að baki.“ Að sjálfsögðu geta mikil tækifæri falizt í áhuga Kína á nánari samskiptum og viðskiptum við Ísland. En við ættum ekki að gleyma að Kína er ennþá einræðisríki og markmið utanríkisstefnu þess ganga að sumu leyti út á að vald Kína eflist á kostnað áhrifa Vesturlanda. Það er að minnsta kosti rétt að hafa það í huga, um leið og við fögnum gríðarlegum áhuga Kínverja á sam- starfi við Ísland, hvernig þetta mikla ríki skilgreinir hagsmuni sína til lengri tíma litið. Hvað vill Kína? SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Líklega hefur enginn valdamaður tekið við embætti á Íslandi með jafn hrapallegum hætti og Ólafur F. Magnússon – að minnsta kosti ekki á seinni tíð. Hann hrópar um „aðför“, „illsku“, „fordóma“, „lyg- ar“ og „einelti“. Á meðan getur hann forðast að svara sjálfsögð- um spurningum um hvers vegna og hvernig honum tókst að verða borgarstjóri – um „heilindi“ sín svo notað sé orðalag frá honum sjálfum. […] Ég sem hélt að það væri hlutverk okkar í fjölmiðlum að spyrja spurninga þangað til við heyrum svör sem eru sæmi- lega trúverðug. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN Hróp um aðför Austur-evrópsk glæpagengi hafa fyrir löngu farið í útrás til ná- grannalanda okkar og með opn- um landamærum hér á Íslandi var það bara tíma- spursmál. Það er samt dá- lítið leiðinlegt í þessari svoköll- uðu ,,innflytj- endaumræðu“ að örfáar sjálfsskip- aðar siðferðislöggur þurfi ávallt að koma hlaupandi með kross- inn, naglann og mannhatara- spjaldið... Allir þeir sem hall- mæla alþjóðavæðingunni skulu krossfestir og það harkalega. Af hverju þarf andstaða við al- þjóðavæðinguna að vera af hinu illa? Viðar Helgi Guðjohnsen vidargudjohnsen.blog.is Alþjóðavæðing Ég er einn af þeim sem skildu ekki húmorinn í síðasta Spaug- stofuþætti og fannst satt best að segja farið langt yfir strikið. Hvað sem hver segir þá er umfjöllun um sjúkdóma mis- viðkvæm. Það er allt annað að gera grín að bruna á baki en t.d. krabbameini svo dæmi sé tekið. Þá segir ein- hversstaðar að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og víst er að þær eru fleiri en sál borgarstjórans í þessu tilviki. Loksins kom þó eitthvað fyndið út úr þessum blessaða þætti þegar talsmenn Spaugstofunnar fóru að útskýra húmorinn. Ármann Kr. Ólafsson armannkr.blog.is Skildi ekki Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Það þarf ekkert að fjölyrða um það hversu alvarlegar afleiðingar sú einhliða, óskilj- anlega ákvörðun stjórnar HB Granda um að segja upp öllu starfsfólki í landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi hefur fyrir starfsmenn sem og allt bæjarfélagið. Það liggur fyrir að ef þessa góða fyrirtækis hefði ekki notið við síðastliðin 100 ár þá byggjum við Skaga- menn ekki í því góða samfélagi sem við nú búum í. Haraldur Böðvarsson hf. var stofnað árið 1906 og hef- ur þ.a.l. staðið af sér tvær heimsstyrjaldir. Það er því kaldhæðnislegt að það skuli vera fiskveiðistjórn- unarkerfið sem við sjálf höfum komið okkur upp sem virðist ætla að leggja þetta fyrirtæki að velli hér á Akranesi. Það verður að gera þá kröfu til þeirra sem fara með eignarhald á auðlindum hafsins að þeir sýni samfélagslega ábyrgð í þeim niðurskurði sem orðið hefur á aflaheimildum í þorski á undanförnum árum. Það er algerlega óásættanlegt að það skuli vera þeir sem síst skyldi sem þurfi að taka skellinn, þ.e.a.s. verkafólk sem starfar í landvinnslu og sjómenn. Framkoma forsvarsmanna HB Granda gagnvart okk- ur Skagamönnum frá því Haraldur Böðvarsson hf. sameinaðist Granda hf. árið 2004 hefur því miður verið ein skelfingarsaga. Rétt áður en fyrirtækin sam- einast voru þorskígildistonn HB 21.300, en 21.600 hjá Granda. Með öðrum orðum, fyrirtækin sameinuðust á jafnréttisgrundvelli hvað varðar aflaheimildir. Þrátt fyrir það hafa tapast yfir 150 störf hjá fyrirtækinu á Akranesi á fjórum árum og aflaheimildir HB hf. eru á hraðleið út úr bænum. Svo virðist sem öll hagræðing í rekstri fyrirtæksins hafi komið niður á Skagamönn- um. Hrokinn og yfirgangurinn í forsvarsmönnum HB Granda hefur m.a. birst í því að fyr- irtækið uppfyllir ekki skyldur sínar hvað varða lög um hópuppsagnir og hefur vart virt bæjaryfirvöld viðlits. Þegar slíkt gerist er eðlilegt að menn spyrji sig hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða það fiskveiðistjórn- unarkerfi sem nú er við lýði, kerfi sem veldur því að byggðum þessa lands er gersamlega að blæða út. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness Alvarlegar afleiðingar ÁLIT Vilhjálmur Birgisson skrifstofa@vlfa.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.